Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 31. ágúst 2002 SKIPULAGSMÁL Steikarstaður sem stendur til að setja á fót á Lauga- vegi stefnir í að verða að veruleika þrátt fyrir mótmæli íbúa í húsinu. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur veitt samþykki fyrir því að staðurinn verði á annarri hæð hússins númer 53b við Laugarveg. Tveir íbúðareigendur í húsinu mótmæla veitingastaðnum. Þeir telja að frá honum muni stafa há- vaði og lyktarmengun. Þess utan sé gert ráð fyrir verslunarhúsnæði á annarri hæð hússins samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu. Skipulagsnefndin segir hins vegar að hagnýting húsnæðisins sæti ekki sérstökum takmörkunum. Rekstur veitingastaðar sé í sam- ræmi við gildandi skipulag. Engar takmarkanir um notkun húsnæðis- ins séu í þinglýstum gögnum eða samþykktum. „Þá þykir ekki hafa verið sýnt fram á að breytingin hafi í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur en þeir hafa mátt gera ráð fyrir,“ segir skipulagsnefndin sem þannig telur ekki þörf á samþykki annarra eigenda hússins fyrir breytingunni. Steikarhúsaeigandinn væntan- legi er hins vegar varaður við að hefja framkvæmdir áður en kæru- frestur er liðinn og endanleg niður- staða er fengin. Það muni hann gera „á eigin ábyrgð og áhættu,“ segir skipulagsnefndin.  Íbúar á Laugavegi 53b mótmæla fyrirhuguðum steikarstað: Steikarstaður í trássi við íbúana í húsinu LAUGAVEGUR 53B Deilur með Laugaveg 53b að miðdepli er hafnar að nýju. Að þessu sinnu eru það íbúar hússins en ekki nágrannar þess sem eiga í deilum. Innrétta á nýtt steikhús á annarri hæð. Hagnaður hjá Norður- ljósum: Miklar skammtíma- skuldir UPPGJÖR Hagnaður Norðurljósa samskiptafélags nam 145,4 milljón- um fyrri hluta ársins. Allt árið í fyrra var tap á rekstri félagsins 2,77 milljarðar króna. Fyrirtækið glímir við miklar skammtímaskuldir, en fram kemur í áritun endurskoðenda að það geti starfað áfram svo fremi að rekstur batni. Íslenska útvarps- félagið, dótturfélag Norðurljós skil- aði rúmlega 4 milljóna hagnaði. Af- koma félagsins er betri á síðari hluta ársins, en þeim fyrri.  STJÓRNMÁL „Er því fyrirsjáanlegt að sparisjóðakerfið muni líða und- ir lok, ef aðrir aðilar geta án hindrunar yfirtekið hina stærri og fjársterkari sparisjóði,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra, um starfsumhverfi sparisjóðanna í kjölfar þess að Búnaðarbankinn reyndi að eign- ast SPRON með aðstoð nokkurra stofnfjáreigenda. „Lagaramma um starfsemi sparisjóða er ætlað að girða fyrir yfirtöku eins aðila á sparisjóði, enda hefur dreifð eign- araðild verið einn af hornsteinum sparisjóðakerfisins. Þetta þarf að tryggja,“ bætir Valgerður við í pistli á heimasíðu sinni. Valgerður segir að af athuga- semdum við frumvarp um rekst- ur sparisjóða og síðari breytingar á því megi ráða að vilji löggjafans hafi verið sá að viðskipti með stofnfjárbréf hafi ekki átt að vera almenn. „Á hinn bóginn fólu lögin ekki í sér ótvírætt bann við því að stofnfjárbréf væru seld á yfir- verði.“ Valgerður boðar frum- varp þar sem öll lagaákvæði um stofnun og starfsemi fjármála- fyrirtækja er sameinuð í einn lagabálk.  Viðskiptaráðherra myrkur í orðum: Segir spari- sjóðina í hættu VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Fyrst og fremst kapítalistarnir sem koma slæmu orði á kapítalismann. BEIRÚT, AP Taha Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, sagði að Írakar myndu verjast af fullri hörku ef Bandaríkin létu verða af því að gera árás á landi. „Írak er ekki Afganistan og Bandaríkjastjórn er fullkunnugt um það,“ sagði hann. Alþjóðlega andstaða við árás Bandaríkjamanna hefur vaxið. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins sendu frá sér sameigin- lega yfirlýsingu í Danmörku í gær, þar sem þeir sögðust andvíg- ir því að Bandaríkin geri árás á Írak, þrátt fyrir að þeir væru sammála þeim kröfum sem Bandaríkin gera til Íraka. Utanríkisráðherrarnir sögðu nauðsynlegt að auka þrýsting á Íraka um að leyfa vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna að- gang að landinu. Á fimmtudaginn sagðist Jacques Chirac, forseti Frakka, einnig vera andvígur því að Bandaríkin ráðist á Írak. Einungis Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé fært um að taka ákvörðun um árás. Chirac hvatti Bandaríkin til að sýna stillingu.  Varaforseti Íraks: „Írak er ekki Afganistan“ OLÍA FRÁ ÍRAK Meðan Bandaríkin hugleiða árásir á Írak og önnur ríki vilja auka þrýsting á Íraka um að hleypa vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna inn í landið, eru Írakar sjálfir önnum kafnir við að flytja út olíu. Meira en 80.000 tunnum er smyglað til Tyrklands á degi hverjum. Þessi mynd var tekin á landamærum Tyrklands um miðjan mánuðinn AP/M YN D Loksins leyfilegt á Íslandi! 2JA ÁRA CRANIO - SACRAL - NÁM A hluti 9 - 14 nov 2002 Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun C.C.S.T. Collage of Cranio Sacral Therapy www.cranio.cc - jmsig@simnet.is Inga 6953612 Gunnar 6998064 Ný námskeið hefjast í næstu viku Kennt verður í öllum aldursflokkum frá 7 ára aldri. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Júdofélags Reykjavík- ur www.judo.is og í símum 588-3200 og 868-8830 www. .is Meðal kennara er Bjarni Friðriksson verðlaunahafi frá Ólympíuleik- unum í Los Angeles 1984. Júdofélag Reykjavíkur, Ármúla 17a. www.judo.is jr@judo.is 588-3200 868-8830

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.