Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 12
12 31. ágúst 2002 LAUGARDAGURFÓTBOLTI NÝJASTA TÍSKA? Erin McLeod, markvörður u-19 ára kvenna- landsliðs Kanada, skartar hér afar sérstakri hárgreiðslu í undanúrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar. Kanada vann Brasilíu 4-3 eftir vítaspyrnukeppni og mætir Bandaríkj- unum í úrslitum. Gaui litli 5 ára Afmælistilboð! 5000 kr. afsláttur af öllum námskeiðum í september Aðhaldsnámskeið með hjólatímum, sérstökum æfingum byggðum á hathajóga, öndun og teygjum. Í boði eru morgun-, eftirmiðdags- og kvöldtímar. Þátttakendur fá kennslugögn, matardagbækur, vatnsbrúsa og frjálsan aðgang að líkamsræktarstöðvum World Class í Fellsmúla og Spönginni. Yogaspuni Gauja litla Hópur fyrir fólk sem vill aðhald og hvatningu við að breyta lífsstíl sínum. „Vinir í víðáttu“ hittast tvisvar í viku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal til fræðslu, samræðna og hreyfingar. Upplýsingar & tímapantanir alla daga í síma 561 8585 í víðáttu Vinir FÓTBOLTI KR og Valur mætast í úr- slitum Coca-Cola bikarsins á Laugardalsvelli klukkan 16.00 í dag. Liðin hafa átt í harðri baráttu í sumar og eru í efstu sætum Símadeildarinnar. KR er þó nán- ast búið að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn. Liðin mættust í sjöundu umferð deildarinnar og þá hafði KR betur, sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Val- ur á titil að verja í bikarnum en það lagði Breiðablik að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrra. Valur hefur tólf sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni og sigrað í átta skipti. KR hefur fimm sinnum leið til úrslita en að- eins einu sinni hampað bikarnum. Valur lagði ÍBV í undanúrslit- um með þremur mörkum gegn engu á meðan KR burstaði Þór/KA/KS með átta mörkum gegn engu.  13. umferð Símadeildar kvenna: Stjarnan tek- ur á móti Þór/KA/KS FÓTBOLTI Stjarnan tekur á móti sam- einuðu liði Þórs/KA/KS í þrettándu umferð Símadeildar kvenna í dag klukkan 14.00. Stjarnan er í sjötta sæti deildarinnar með ellefu stig en norðanstúlkur í því fimmta með tólf stig. Búast má við hörkuleik í kvöld því FH-stúlkur eru í fallsæti deildarinnar með sjö stig og gætu náð Stjörnunni og Þór/KA/KS að stigum. Þór/KA/KS hafði betur þeg- ar liðin áttust síðast við í deildinni, unnu með einu marki gegn engu. FÓTBOLTI ÍA tekur á móti Fram í 16. umferð Símadeildar karla á Akranesvelli klukkan 14.00 í dag. Íslandsmeistarar Skagamanna eru í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig. Fram er í næst neðs- ta með þrettán. Bæði lið þurfa á sigri að halda því fallbaráttan verður hörð og skammt er á milli liða. Fram hafði betur seinast þegar liðin áttust við. Sigraði með þremur mörkum gegn tveimur. Á sunnudag tekur FH á móti Keflavík í Kaplakrika og KA sækir Grindavík heim. FH er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig en Keflavík í því áttunda með sextán. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig en KA í því fjórða með 21.  ÍSLANDSMEISTARARNIR Hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í sumar. Þeir eru í fimmta sæti deildarinnar og taka á móti Fram í dag. 16. umferð Símadeildar karla: ÍA mætir Fram BIKARINN EFTIRSÓTTI Í dag verður keppt í 21. sinn um bikarinn eftirsótta. FÓTBOLTI „Við erum orðnar voða spenntar og erum farnar að bíða eftir þessu. Við ætlum að mæta í þennan leik til að hafa gaman af og njóta hans. Að sjálfsögðu munum við gera allt til að vinna hann,“ seg- ir Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals. KR-stúlkurnar hafa haft töluvert mikla yfirburði í deildinni í sumar og eru sama sem búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Hel- ena segir að Valur hafi átt í tals- verðu basli með þær. „Þessir þrír leikir sem ég hef stjórnað höfum við verið að tapa með einu eða tveimur mörkum. Á pappírunum eru þær mjög sterkar en það hlýt- ur að vera til leið til að brjóta þær og við ætlum að reyna að finna hana á morgun.“ Valur hefur titil að verja og er leikurinn í dag eini möguleiki þeirra á að tryggja sér titil í sumar. „Stelpurnar hafa það mikinn metnað að þær vilja klára þetta með eitthvað í höndunum,“ segir Helena. KR-liðið missti fjóra leikmenn í byrjun mánaðarins, sem fóru til náms í Bandaríkjunum. Helena segir það ekki skipta öllu máli. „Þær hafa verið spila vel þrátt fyr- ir það og það virðist ekki há þeim. Þær eru með öflugar stelpur á bekknum, úr unglingalandsliðinu, HELENA Ó Þjálfari Vals er fyrrverandi leikmaður KR og spilað sinni. Hún segist straðráðin í a Helena Ólafsdóttir, þjálfari V Munum ge til að vin FÓTBOLTI „Mér líst mjög vel á leik- inn. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri en bæði lið gera það vænt- anlega,“ segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari kvennaliðs KR. Þótt KR-liðið sé efst í Símadeild kvenna og hafi haft talsverða yf- irburði í deildinni í sumar segir Vanda að KR muni ekki hafa yfir- burði í leiknum í dag. „Ég held að það verði mjög spennandi og jafn leikur. Valsliðið er með mjög gott lið, ungar og sprækar stelpur í bland við eldri. Þetta er svona svipað eins og hjá okkur.“ KR leikur án fjögurra lykilleik- manna og segir Vanda það skipta miklu máli. „Þetta eru fjórir leik- menn sem eru í byrjunarliðinu í landsliðinu þannig að þetta skipt- ir miklu máli. Það skiptir meira máli í svona leik, sem er erfiðari og þar sem reynslan skiptir máli. Að sjálfsögðu kemur maður í manns stað og ég ber fullt traust til liðsins. Maður er ekki að segja sannleikann ef maður viðurkenn- ir ekki að það skipti máli að hafa þær ekki með. Það er þá líka ver- ið að gera lítið úr þeim.“ Vanda VANDA SIG Hefur orðið bikarmeistari með ÍA og stýrði liði Breiðabliks þrisvar sinnum til sigurs. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Aldrei tapað leik sem þj Úrslitaleikur Coca-Cola bikarkeppni kvenna: Tölfræðin Val í hag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.