Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 11
WASHINGTON, AP Ríkisstjórn Banda- ríkjanna ætlar ekki að styðja til- lögu varnarmálaráðuneytis lands- ins, Pentagon, um að meina flug- vélum frá erlendum flugfélögum að fljúga til og frá Washington, New York og Somerset-sýslu í Pennsylvaniu þann 11. september. Þó er ljóst að lítilsháttar truflun verður á flugi til og frá þessum stöðum þegar Bush heimsækir þá til að minnast þess að ár verður liðið frá hryðjuverkaárásunum á landið. Þrátt fyrir að almenn flugum- ferð verði leyfð þennan dag er talið líklegt að bönnuð verði flug- umferð lítilla véla á svæðinu í kringum New York-borg frá 11. til 13. september. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var tekin eftir að fjölmörg flugfé- lög höfðu mótmælt tillögunum auk þess sem ráðamenn töldu að slíkt bann við flugumferð væri ólöglegt.  11LAUGARDAGUR 31. ágúst 2002 FRAMBOÐ Gísli S. Einarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann muni sækjast eft- ir því að verða í framboði fyrir Samfylkinguna í hinu nýja Norð- vesturkjördæmi. Aðspurður um hvaða sæti hann stefndi á sagðist hann alltaf stefna á toppinn og í sínum huga væri ekkert annað inni í myndinni. Gísli segist hafa ferðast vítt og breytt um nýja kjördæmið, sem er býsna víðfemt, en það samein- ar Vestfjarðakjördæmi, Norður- landskjördæmi- vestra og Vestur- landskjördæmi. Hann hefur rætt við fjölda einstaklinga í nýja kjör- dæminu og ákvað í kjölfarið, eftir að hafa ráðfært sig við vini og kjósendur, að gefa kost á sér. Gísli segir nýju kjördæmaskip- anina vera staðreynd, hvað svo sem menn kunni að hafa um hana að segja. Þingmönnum á svæðinu muni því fækka um fimm til að jafna vægi atkvæða með tilheyr- andi fjölgun þingmanna í Reykja- vík.  Gísli S. Einarsson: Stefnir alltaf á toppinn Ríkisstjórn Bandaríkjanna tekur ákvörðun: Ekkert flugbann þann 11. september FLUGVÉL Erlend flugfélög hafa fengið leyfi til að fljúga til þeirra staða í Bandaríkjunum þar sem hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað þann 11. september. AP/M YN D GJALDÞROT Brauðframleiðslu hjá Nýbrauði/brauðsölunni ehf. var hætt í gær. Fyrirtækið tók við þrotabúi Nýbrauðs í júní með það fyrir augum að halda rekstri fyr- irtækisins gangandi. Það voru húseigendur og stórir kröfuhafar, þ. á. m. Kornax, sem yfirtóku reksturinn þar sem talið var að reksturinn ætti sér viðreisnar von. Margrét Björg Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri, segir það hins vegar orðið ljóst að búið sé að kippa fótunum undan starfsemi. Það hafi endanlega legið fyrir þegar viðskiptavinir fyrirtækis- ins ákváðu að snúa sér annað. 16 manns missa vinnuna þegar Brauðsalan hættir starfsemi. Kröfur á hendur Nýbrauði voru við gjaldþrotaskipti um 300 millj- ónir króna og Margrét segir að í ljósi aðstæðna sé heiðarlegra að loka frekar en að reyna að halda rekstrinum áfram með örfáa við- skiptavini og sigla í þrot aftur. Stærstu lánardrottnar fyrir- tækisins voru Kornax hf., Spari- sjóður Hafnarfjarðar og Spari- sjóður Vélstjóra auk annarra en helstu framleiðsluvörur Ný- brauða voru Bónusbrauð, Risa- brauð og Tumabrauð.  NÝBRAUÐ Viðskiptavinir sneru baki við fyrirtækinu og því var ekki um annað að ræða en að loka. Nýbrauð lokar: 16 manns missa vinnuna Skýrsla SÞ: Bækistöðvar al-Qaida í 40 löndum SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Hið alþjóð- lega stríð sem farið hefur fram gegn hryðjuverkum undanfarið ár hefur hrakið liðsmenn al-Qaida samtakanna í skjól. Stríðið hefur ekki orðið til þess að stöðva pen- ingastreymi til samtakanna auk þess sem nýliðum hefur ekki fækk- að sem eru tilbúnir til að fremja fleiri sjálfsmorðsárásir. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum. Tæpu ári eftir árás- irnar eru al-Qaida með bækistöðvar í minnsta kosti 40 löndum að því er kemur fram í skýrslunni.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.