Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 8
8 31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
MENNTUN Mikill fjöldi fyrirspurna
sem berast skrifstofu Landssam-
takanna Heimilis og skóla fjalla
um einelti bæði barna og kennara
og dyslexíu að því fram kom á
blaðamannafundi sem samtökin
stóðu fyrir. Jónína Bjartmarz for-
maður samtakanna sagði að á síð-
asta ári hefðu öll símtöl inn á
skrifstofuna verið flokkuð niður
eftir málefnum og skera þessi tvö
vandamál sig úr. Einnig er tals-
vert hringt vegna lengingar skóla-
árs og skóladags. Í máli Jónínu
kom fram að það sé algengur mis-
skilningur að Heimili og skóli sé
stofnun á vegum ríkisins en ekki
frjáls félagasamtök. „Samtökin
eru tíu ára um þessar mundir og
félagsmenn eru um 8 þúsund.
Skrifstofan er rekin á félagsgjöld-
unum og við höfum notið sárlítilla
styrkja. Við höfum þó nýlega gert
samstarfssamning við mennta-
málaráðuneytið um 1,7 miljóna
króna framlag á ári til stuðnings
símaþjónustunni og til útgáfu á
leiðbeinandi gögnum.“
Samtökin hafa einnig notið vel-
vildar fyrirtækja s. s. Hagkaups
og Eymundsson og hafa af því til-
efni verið gefnir út tveir bækling-
ar studdir af þeim. Hagkaup hef-
ur styrkt Foreldrasamning og
bækling um einelti. Nýverið kom
út bæklingur með stuðningi Ey-
mundsson sem ber heitið Korter á
dag - hefur þú tíma til þess? Hann
hvetur foreldra til að lesa fyrir
börn sín og bendir á mikilvægi
þess í uppeldisstarfi. Foreldra-
samningur yngri barna kom út í
haust og að sögn Jónínu hefur
lengi verið beðið eftir honum.
Hann er með samskonar sniði og
fyrir unglingana en áherslur eru
aðrar.
Hringingar til Heimilis og skóla:
Mest vegna eineltis
og lengingar skólaárs
JÓNÍNA BJARTMARZ
Landssamtökin Heimili og skóli eru einnig
samtök foreldra í framhaldsskólum.
SAMKEPPNISMÁL Guðmundur Sig-
urðsson, forstöðumaður sam-
keppnissviðs Samkeppnisstofnun-
ar, segir rannsókn Samkeppnis-
stofnunar á meintu samráði olíufé-
laganna enn í fullum gangi.
Fyrir rúmum
átta mánuðum, eða
18. desember sl.,
var að undirlagi
Samkeppnisstofn-
unar farið í höfuð-
stöðvar allra olíufé-
laganna og lagt hald á mikið magn
af gögnum. Afrit voru tekin af
gögnunum og þeim skilað nokkrum
vikum síðar. Ágreiningur var um
rétt Samkeppnisstofnunar til að
leggja hald á tölvupóst og önnur
tölvugögn. Niðurstaða dómstóla
var að stofnunin hafi haft rétt til
þess.
„Það er verið að vinna úr þess-
um gögnum. Jafnframt eigum við
viðtöl og fundi við starfsmenn olíu-
félaganna til að fá þeirra útskýr-
ingar á ýmsum gögnum,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur lætur ekkert uppi
um það hvort athugun Samkeppn-
isstofnar hafi orðið til að styrkja að
draga úr gruni um hið meinta sam-
ráð olíufélaganna. „Það er ótíma-
bært að fjalla um það,“ segir hann.
Fáum mánuðum eftir húsleit-
irnar hjá olíufélögunum óskaði Ol-
íufélagið hf. (ESSO) eftir sam-
starfi við Samkeppnisstofnun um
að upplýsa málið. Þannig getur
fyrirtækið hugsanlega aflað sér
afsláttar á sektum sem það kann
að verða beitt gerist það uppvíst
um brot á samkeppnislögum. Olíu-
verslun Íslands (OLÍS) óskaði
skömmu síðar eftir einnig eftir
slíku samstarfi. Skeljungur hefur
hins vegar ekki beðið um sam-
starf.
Í augnblikinu munu vera á bil-
inu 70 til 90 mál til meðferðar hjá
Samkeppnisstofnun. Annir eru því
miklar og óljóst hvenær rannsókn-
inni á olíufélögunum lýkur. „Við
settum okkur í upphafi það mark-
mið að klára málið á árinu. Það
verður að koma í ljós hvort það
tekst,“ segir Guðmundur.
gar@frettabladid.is
Óvíst að rannsókn á
olíufélögum ljúki í ár
Fyrir rúmum átta mánuðum gerði Samkeppnisstofnuni áhlaup á höfuðstöðvar olíufélaganna og
lagði hald á geysimikið af gögnum. Stofnunin er enn að yfirfara gögnin og afla útskýringa olíufé-
laganna. Óvíst er hvort niðurstaða um meint samráð liggi fyrir á þessu ári eins og að var stefnt.
OLÍUBIRGÐIR OLÍUFÉLAGANNA Í ÖRFIRISEY
ESSO og síðar OLÍS gengu til samstarfs við Samkeppnisstofnun varðandi rannsókn á meintu ólögmætu samráði olíufélaganna. Þannig
vonast fyrirtækin til að fá afslátt af yfirvofandi fésektum. Skeljungur hefur ekki óskað eftir slíku samstarfi.
Það verður
að koma í
ljós hvort
það tekst,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
SEIÐARANNSÓKNIR Mjög mikið af
þorsk- og ýsuseiðum fannst í ár-
legum seiðaleiðangri Hafrann-
sóknastofnunarinnar. 19 daga ár-
legum rannsóknum á fjölda og út-
breiðslu fiskseiða á Bjarna Sæ-
mundssyni lauk nýverið en þær
einskorðuðust við hafsvæðið um-
hverfis Ísland.
Vísitala þorskseiða er sú næst
hæsta sem mælst hefur frá því
seiðarannsóknir hófust 1970. Að-
eins mældust fleiri þorskseiði
árið 1999. Hafrannsóknastofnun-
in segir ljóst að þarna sé á ferð-
inni efniviður í sterkan þorskár-
gang. Þetta er sjötta góða seiða-
árið í röð, en seiðaárgangar
næstu ellefu ára þar á undan
voru mjög lélegir. Miðað við af-
komu stórra seiðaárganga undan-
farin ár megi gera ráð fyrir að
þessi árgangur verði af meðal-
stærð.
Vísitala ýsuseiða er hins vegar
sú langhæsta síðan mælingar
hófust. Niðurstöður leiðangurs-
ins lofa því góðu fyrir framtíðar-
þróun í stofnstærð þorsk og ýsu.
Mjög lítið fannst hins vegar af
loðnuseiðum.
Seiðarannsóknir:
Lofa góðu fyrir þork og ýsu
R.S. BJARNI SÆMUNDSSON
Niðurstöður 19 daga leiðangurs umhverfis
Ísland lofa góðu fyrir þorsk og ýsu
Skerjafjörður:
Lóðaeiganda
falin breyt-
ing skipulags
SKIPULAGSMÁL Lóðaeigenda við
Skildinganes sem vil byggja einlyft
steinsteypt einbýlishús og stein-
steyptan bílskúr hefur verið synjað
um byggingarleyfi hjá Skipulags-
fulltrúa Reykjavíkur. Teikningar að
húsinu samrýmast ekki deiliskipu-
lagi. Embætti skipulagsfulltrúa seg-
ist engu að síður jákvætt fyrir breyt-
ingu sem felst í erindi lóðareigand-
ans. Hann þurfi aðeins að láta vinna
tillögu að breytingu á deiliskipulagi
á eigin kostnað sem grenndarkynna
þarf fyrir hagsmunaaðilum.
HVER HEFÐI
TRÚAÐ?
Bestu skáld lands-
ins og leikarar
eru í þessum fríða
hópi og svo eru
þeir sem enginn
vildi hafa neitt
með að gera og
enduðu í stjórnmálum.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, um
starfsvettvang lögfræðinga. Ávarp við
setningu Háskóla Reykjavíkur 29. ágúst.
SELURINN SNORRI FYRIR
LENGRA KOMNA
Á myndinni, sem var tekin fyrr í
sumar, sjást urtan Kobba, f. 1988,
og brimillinn Snorri, f. 1989,
makast, en afar sjaldgæft er að
ná slíku á mynd því mökunin
stendur stutt.
Morgunblaðið á vettvangi
í Húsadýragarðinum.
SIGBJÖRN GUNNARSSON
Sagði skilið við Samfylkinguna eftir próf-
kjörsátök 1999.
Sigbjörn Gunnarsson:
Ekki í
framboð
fyrir Sam-
fylkinguna
FRAMBOÐ „Ég er ekki á leið í fram-
boð fyrir Samfylkinguna. Ég hef
verið spurður töluvert hvort ég
ætli fram en svara því afdráttar-
laust; svo er alls ekki,“ segir Sig-
björn Gunnarsson, sveitarstjóri
Skútustaðahrepps.
Hann tók þátt í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar á Norðurlandi
eystra fyrir alþingiskosningarnar
1999 og vann sigur í fyrsta sætið,
fékk 10 atkvæðum meira en Svan-
fríður Jónasdóttir. Sigbjörn ákvað
síðar að víkja af listanum eftir að
bera fór á óánægju með úrslitin og
Svanfríður tók efsta sætið. Svan-
fríður hefur sem kunnugt er lýst
yfir að hún sé hætt afskiptum af
stjórnmálum í bili. Víst þykir að
Einar Már Sigurðarson og Kristján
Lúðvík Möller sækist báðir eftir
leiðtogasætum á lista Samfylking-
arinnar í Norðaustukjördæmi og
Örlygur Hnefill Jónsson á Húsavík
hyggst einnig blanda sér í
slaginn.
ORÐRÉTT
Máki á Sauðárkróki:
Fer fram
á gjald-
þrotaskipti
GJALDÞROT Fiskeldisfyrirtækið
Máki á Sauðárkróki óskaði eftir
gjaldþrotaskiptum á fimmtudag.
Máki hefur stundað þróun á fisk-
eldiskerfum og kerfum til endur-
nýtingar á vatni í fiskeldi. Árið
1999 hóf það endurbyggingu á
fiskeldisstöð í Fljótum í Skagafirði
þar sem byggð var upp fram-
leiðsluaðstaða fyrir um 7-10 þús-
und tonna framleiðslu á barra.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins á 21,7% eignarhlut í fyrirtæk-
inu og ljóst er að hann hefur tapað
þeim 70 milljónum króna sem
hann lagði fyrirtækinu til sem
hlutafé. Ekki er ljóst hversu stórt
gjaldþrot Máka er en Sigurður Sig-
urjónsson hrl., hefur verið skipað-
ur skiptastjóri þrotabúsins.