Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 10
10 31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Hneykslið á Landa- kotsspítala Velunnari aldraðra skrifar: Ég get ekki staðist lengur aðleggja orð í belg varðandi „hneykslið“, sem stjórnendur Landakotsspítala valda, bara að láta sér detta í hug að raska ró heilabilaðra, frekar en að gera eitthvað raunhæft, þeir kenna plássleysi um, ég veit ekki betur en að það séu fleiri en eitt hús lát- in standa auð og óvirk, aðeins sem geymslupláss, þar sem áður var Kópavogshæli, starfsemin sem var þar áður fyrr var ekkert ólík þeirri starfsemi sem hjúkrun heilabilaðra kallar á. Mér er tjáð að þessi hús séu nú öll á vegum ríkisspítalanna, en þeir virðast gleyma eða vilja gley- ma að hægt væri að nýta þessar byggingar. Með svona stjórnunar- aðferðum er ekkert að furða að ríkisspítalarnir eigi í vanda, stjórnendur virðast ekki hugsa lengra en að sínum eigin dyrum.  SJÁVARÚTVEGUR Landsbyggðarkjör- dæmin þrjú fá lungann af heildar- kvóta næsta fiskveiðiárs eða 88%. Norðausturkjördæmið, sem nær frá Siglufirði að Höfn, fær mest, tæp 32%, Norðvesturkjör- dæmið, sem nær frá Siglufirði að Akranesi fær rúman fjórðung og Suðurkjördæmið, sem nær frá Höfn að Ölfushreppi og frá Hafn- arfirði út á Reykjanestá, fær 30%. Suðvesturkjördæmið fær lang- minnst í sinn hlut, 2,5% enda vart hægt að tala um sjávarútveg í bæj- um sem innan kjördæmisins eru nema í Hafnarfirði. Reykjavíkur- kjördæmin fá 9,5%. Færri skipta með sér heildar- kvótanum á næsta fiskveiðiári en því sem lýkur á laugardag. 1.680 skip fengu veiðileyfi í fyrra en ein- ungis 1.482 fá úthlutun fyrir næsta fiskveiðiár. Leyfunum fækkar um 198. Togurum fækkar um 11, skip- um með aflamark um 36 og smá- bátum með aflamark fækkar um 138. Rétt er að benda á að margir smábátasjómenn hafa flutt sig mili kerfa. Þannig fjölgar sóknardaga- leyfum milli fiskveiðiára, eru nú 310 en voru 219. Loks eru gefin út 487 krókaflamarksleyfi.  Kvótaúthlutun næsta árs: 12% kvótans í höfuð- borgarkjördæmin KVÓTAÚTHLUTUN SAMKVÆMT NÝRRI KJÖRDÆMASKIPAN Kjördæmi Tonn Hlutfall Reykjavíkurkjördæmi suður og norður 34.718 9,5% Suðvesturkjördæmi 9.231 2,5% Suðurkjördæmi 110.717 30,4% Norðvesturkjördæmi 94.642 25,6% Norðausturkjördæmi 115.297 31,6% REYKJAVÍK Sjávarútvegur er þýðingarmikill í atvinnulífi borgarinnar en lítill hluti kvótans fer til útgerða þar. Samanlagt fá bæði kjördæmi Reykjavikur innan við 10% kvótans. Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF ERLENT FJARSKIPTI Samkvæmt upplýsing- um frá Landssímanum er Cantat-3 sæstrengurinn ekki slitinn en er laskaður á milli Færeyja og Bret- lands. Einangrun strengsins er rofin og útleiðsla er á rafspennu, en ljósleiðararnir sjálfir eru órofnir og strengurinn er afl- fæddur frá báðum endum, þ. e. Kanada og Þýskalandi, út að bil- uninni. Viðgerðarskip er væntanlegt á staðinn eftir nokkra daga. Hægt er að nota strenginn, með skertum gæðum, þar til viðgerð hefst. Þeg- ar að viðgerð kemur verður spennan rofin og detta þá öll sam- bönd niður um tíma, en þá mun aflfæðing milli Íslands og Kanada verða sett upp, þannig að vestur- leiðin milli Íslands og N-Ameríku verður í lagi meðan á viðgerð stendur. Íslandssími fór fyrr inn á strenginn en Síminn og beindi allri internetumferð viðskipta- vina félagsins um Cantat-3 strax á miðvikudagskvöld. Um helmingur af allri símaumferð félagsins fór um strenginn frá klukkan 10 í gærmorgun og Íslandssími hefur notað gervihnattarsamband að takmörkuðu leiti síðan þá. Verði vart frekari rekstrartruflanna á strengnum flytjast öll sambönd Íslandssíma sjálfkrafa um gervi- hnött.  HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Landssíminn flutti internetsamband af gervitungli yfir á venjubundna leið á strenginn til Bandaríkjanna í gær en tal- símasamband var áfram flutt yfir gervi- tungl. Sæstrengurinn: Laskaður á milli Fær- eyja og Bretlands FJARSKIPTI Íslendingar, Færeying- ar og Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hug á að leggja nýjan sæ- streng frá Íslandi, í gegnum Fær- eyjar, til Skotlands. Eignarhalds- félag um strenginn verður vænt- anlega stofnað á næstunni og Landssíminn gerir ráð fyrir að hann verði kominn í gagnið í lok næsta árs. Strengurinn mun stór- auka öryggi fjar- skipta við útlönd en nú eru Cantat-3 strengurinn og gervihnattasam- band, til vara, einu leiðirnar til gagna- flutninga úr landi. Heiðrún Jóns- dóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir fyrirtækið hafa haft áhyggjur af því að land- ið hafi aðeins aðgang að einum sæstreng til útlanda. Vandamálið muni hins vegar leysast á næsta ári þegar Færeyjastrengurinn verður tekinn í gagnið. Landssíminn hefur komið á föstu gervihnattarsambandi en það kom ekki í veg fyrir að það tók fyrirtækið um níu klukkustundir að koma á föstu varasambandi. Síminn telur það algerlega óásætt- anlegt hversu langan tíma það tók að koma á fullu gervihnattarsam- bandi og útilokar ekki að greiðslu- erfiðleikar hjá Teleglobe, sem rek- ur Cantat-3, hafi haft eitthvað með það að gera. Fjarskiptasérfræðing- ar segjast ekki sjá samhengið milli tafarinnar og greiðsluerfiðleika Teleglobe en vilja þó ekki útiloka neitt í því sambandi. Pétur Pétursson, kynningar- stjóri Íslandssíma, segir samn- inga um fast varasamband Ís- landssíma um gervihnött standa yfir og þegar það verði komið á muni fyrirtækið geta brugðist við bilunum eins og þeirri sem varð á miðvikudag á enn skemmri tíma. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, tekur undir að það sé áhyggjuefni hversu slæm staða Teleglobe sé og bendir á að vegna minnkandi eftirspurnar eftir þjónustu Cantat-3 muni engir nema Íslendingar og Færeyingar sá sér hag í því að viðhalda honum eftir nokkur ár. Sú hugmynd hafi því komið upp að Íslendingar taki við rekstri strengsins af Teleglo- be. Færeyjarverkefnið sé svo annar kostur og Tal hafi haft frumkvæði að því að önnur fjar- skiptafyrirtæki en Síminn kæmu að athugun á hagkvæmni þess að leggja nýjan sæstreng. thorarinn@frettabladid.is ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Segir mikilvægt að skoða alla möguleika á því hvernig treysta megi fjarskipti við útlönd þar sem lagning nýs sæstrengs sé mjög dýr. Menn verði að vera raunsæir og hafa í huga að það hljóti að vera spurning hversu miklu nýir aðilar á markaði kosti til að tryggja fram- gang mála sem varða þjóðarhagsmuni. Mikilvægt að treysta útlandasamband Einungis Íslendingar og Færeyingar munu þurfa að treysta á Cantat-3 í framtíðinni. Nýr strengur mun kosta um 7 milljarða. Samgönguráðuneytið heldur utan um Færeyjaverkefnið enda þjóðarhagsmunir í húfi. Vandamálið muni hins vegar leysast á næsta ári þeg- ar Færeyja- strengurinn verður tekinn í gagnið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Spenna vex í Makedóníu: Skot- bardagar og gíslataka SKOPJE, AP Spenna fer nú vaxandi á nýjan leik í Makedóníu. Al- banskir byssumenn stöðvuðu al- menningsvagn í vesturhluta landsins í gær og tóku fimm far- þega í gíslingu. Mennirnir krefj- ast þess að þrír menn verði látnir lausir, sem handteknir voru grunaðir um að hafa myrt tvo makedónska lögreglumenn fyrr í vikunni. Þá féllu tveir Albanir og einn særðist í skotbardaga við sér- sveitir lögreglunnar í héraðinu Gostivar, sem er vestur af höfuð- borginni Skopje. Chen Shui-bian, forseti Taívans,varði í gær þá afstöðu sína að Kína og Taívan væru tvö ríki. Hann gæti ekki lengur þóst vera heyrnar- laus þegar kínverskir ráðamenn tönnlast á því að Taívan sé hluti af Kína. Þrír menn fórust þegar sprengingvarð í flugeldaverksmiðju á Ítal- íu, skammt frá Napolí. Verksmiðj- unni var lokað á síðasta ári vegna þess að öryggismál voru í ólagi. Starfsleyfi var veitt aftur í júlí. Eigandi rússneska olíuflutninga-skipsins Nakhodka hefur fallist á að greiða japönskum stjórnvöld- um um það bil 20 milljarða króna í skaðabætur vegna olíuleka sem varð út af Japansströnd árið 1997.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.