Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 19
19LAUGARDAGUR 31. ágúst 2002
STYRKIR Ráðuneytið auglýsti í sumar
styrki vegna náms í fiskifræðum
eða skyldum greinum. Ráðherra
hefur nú afráðið að styrkja þrjá há-
skólanema í rannsóknanámi.
Anna Heiða Ólafsdóttir sem
stundar meistaranám í sjávarút-
vegsfræðum við Memorial háskóla
í Nýfundnalandi hlaut styrk að upp-
hæð 250.000 kr. til að rannsaka vöxt
og rek íslenskra loðnuseiða. Gróa
Þóra Pétursdóttir sem stundar
meistaranám í sjávarútvegsfræð-
um við Háskóla Íslands hlaut styrk
að upphæð 250.000 kr. til að rann-
saka mismun á vexti einstaklinga í
hrygningarstofni þorsks á mismun-
andi svæðum út af suðurströnd
landsins. Sigrún Lange sem stundar
doktorsnám í fiskónæmisfræðum
við Háskólann í Oxford hlaut styrk
að upphæð 500.000 kr. til að rann-
saka sérhæfða þætti í ónæmiskerfi
þorsks og lúðu.
STYRKIR AFHENTIR
Ásgeir Sæmundsson sem tók við styrknum
fyrir hönd barnabarns síns Önnu Heiðu
Ólafsdóttur.
Sjávarútvegsráðuneytið:
Styrkir vegna
náms í fiski-
fræðum
HÁTÍÐ Kvikmyndahátíðin í Feneyj-
um, sem þykir með merkari við-
burðum í kvikmyndaheiminum,
hefst í næstu viku. Opnunarmynd
hátíðarinnar verður verk kvik-
myndaleikstjórans Julie Tayor,
Frida, sem fjallar um mexíkósku
súrrealistakonuna Fridu Kahlo.
Aðalhlutverk í myndinni leika
Selma Hayek og Antonio Bander-
as. Mynd Stephen Daldrys, The
Hours, þar sem Nicole Kidman
leikur skáldkonuna frægu Virginu
Woolf, verður ekki sýnd í Feneyj-
um í ár vegna tafa í vinnslu. Búist
er við að Tom Hanks, Juli-
anna Moore og Selma
Hayek verði meðal ann-
arra viðstödd hátíðina, svo
og Sophia Loren sem ætlar
að mæta í fyrsta skipti í
tuttugu ár. Sophia fer með
hlutverk í mynd á hátíð-
inni, Between Strangers,
sem sonur hennar, Edu-
ardo Ponti, leikstýrir. 143
kvikmyndir verða sýndar
á hátíðinni og 21 þeirra er
líkleg til að blanda sér í
baráttuna um Gullna ljón-
ið. Þrír breskir leik-
stjórar þykja líklegast-
ir til að verða í topp-
baráttunni, þeir Steph-
en Frears fyrir Dirty
Pretty Things, Peter
Mullan fyrir The
Magdalene Sisters og
Sam Mendes fyrir
Perdition, þar sem Tom
Hanks leikur aðalhlut-
verkið. Hátíðin er nú
haldin í 59. skipti og
stendur til 8. septem-
ber.
SOPHIA LOREN
Hefur ekki verið við-
stödd kvikmyndahá-
tíðina í Feneyjum í
tuttugu ár, en mætir
núna.
Kvikmyndahátíð í Feneyjum:
Fjöldi úrvalsmynda og
Sophia Loren meðal gesta
BLÓM Í MINNINGU DÍÖNU OG DODIS
Díana er ekki gleymd þótt minningin hafi
fölnað. Þessi blóm voru lögð á gangstétt-
ina við Harrods-verslunina í London og
mannfjöldi hefur lagt blóm hjá Kens-
ingtonhöllinni þar sem prinsessan bjó.
Fimm ár frá andláti
Díönu prinsessu:
Minningin
þegar farin
að fölna
DÁNARAFMÆLI Hin skæra stjarna
Díönu prinsessu af Wales er far-
in að fölna, fimm árum eftir lát
hennar í hörmulegu bílslysi í
París. Díana var ein af frægustu
konum veraldar, en hún var að-
eins 36 ára þegar hún lést. Ef
marka má fréttir frá Bretlandi
er minningin um prinsessuna
farin að fölna. Til stóð að af-
hjúpa gosbrunn í Hide Park í
dag, á fimm ára dánarafmælinu
en brunnurinn er ekki tilbúinn.
Leiksvæði sem ber nafn Díönu
var opnað í horni Kensington-
garðsins í London, en það er úr
alfaraleið í garðinum og fáir
taka eftir því. „Ég held að þrá-
hyggjan tengd Díönu sé afstað-
in,“ er haft eftir Penny Junor,
konunglegum ljósmyndara og
rithöfundi, sem í áratugi mynd-
aði fjölskylduna. „Fólk er búið
að loka þessum kafla.“ Karl
prins þykir hafa jafnað sig en
hann þótti meðal annars fjarlæg-
ur og strangur faðir og naut ekki
hylli bresku þjóðarinnar meðan
Díana lifði. Nú eru synirnir hins
vegar mjög hændir að honum.
Camilla Parker Bowles, sem
Díana kenndi um hjónaskilnað
þeirra Karls, hefur verið tekin í
sátt sem fylgdarkona prinsins.
Eini staðurinn þar sem Díönu er
virkilega minnst er í Harrods-
versluninni sem faðir Dody
Fayed, Muhammed al Fayed,
rekur, en þar hefur verið komið
upp minnismerki um þau bæði.
Aðsókn að sýningu í minningu
Díönu sem komið var upp á
bernskuheimili hennar í Alt-
horp, er lítil. En Junor segir
Díönu hafa skilið eftir sig lifandi
minnismerki sem séu synir
hennar. „Þeir eru sérstaklega
fínir, ungir menn,“ segir hann.
„Díana væri án efa mjög stolt af
þeim.“