Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 14
Viltu spara
Tíma og peninga
Láttu okkur um
járnin
Komdu með
teikningarnar
Við forvinnum
járnið lykkjur,
bita og súlur
Vottaðar mottur
5,6,7mm
550 3600
14 31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hljómsveitin Rúnk heldurkveðjutónleika sína á Grand
Rokk í kvöld. Nokkrir liðsmenn
sveitarinnar eru að fara af landi
brott og verður sveitin því óstarf-
hæf á meðan. Rúnk gaf nýverið
út frumraun sína „Ghengi
Dahls“. Ásamt sveitinni kemur
fram tónlistarmaðurinn Hungry
Hamilton, sem búsettur er í
Brighton. Hann kemur hingað til
lands í boði Georgs Hólms bassa-
leikara Sigur Rósar. Hann er gít-
arleikari sem semur stutt lög,
vanalega í kringum 30 sekúndur.
Aldrei er að vita nema Georg og
Orri trommari taki með honum
lagið.
N’Sync söngvarinn Lance Basshélt blaðamannafund á
fimmtudag með yfirmönnum
Nasa þar sem
formlega var til-
kynnt að pilturinn
yrði þriðji geim-
túristinn þann 28.
október næstkom-
andi. Þetta er
þvert á frétta-
flutning fjölmiðla
sem héldu því
fram að ekki væri búið að stað-
festa ferðalagið þar sem Bass
ætti eftir að borga fargjaldið. Á
fundinum var staðfest að ekki
væri búið að borga brúsann en þó
fullyrtu ráðamenn Nasa að málið
væri í öruggum höndum fjár-
styrkra aðila. Bass ítrekaði að
hann væri reiðubúinn í ferðalag-
ið. Hann sagðist hafa verið að
æfa sig í rússnesku til þess að
skilja hina aðila flughafnarinnar
betur. Hann segir að það eina
sem geti komið í veg fyrir ferða-
lag sitt sé að hann missi heilsu á
dögunum fyrir geimskotið.
Leikarinn Rob Lowe segist verareiðubúinn til þess að endur-
skoða ákvörðun sína um að yfir-
TÓNLIST Í maí á þessu ári kom önn-
ur breiðskífa múm, „Finally We
are No one“, út á heimsvísu. Hér á
landi gaf Smekkleysa út sérstaka
íslenska útgáfu plötunnar „Loks-
ins erum við engin“. Í kjölfarið
hefur kvartettinn þrætt Bret-
landseyjar, spókað sig um í Evr-
ópu, keyrt þvert yfir Bandaríkin
og endaði hinum megin á bláa
hnettinum, á tónleikahátíð í
Tokyo.
„Það var alveg magnað að vera
þar,“ segir Örvar Þóreyjarson
Smárason hálfvankaður eftir
langt ferðlag. „Við vorum þarna
viku eftir tónleikana að vinna í
hljóðveri. Útsettum lag fyrir jap-
anska söngkonu með afar sérstak-
an söngstíl.“
Á tónleikunum í Þjóðleikhús-
inu í kvöld mun kvartettinn stökk-
breytast í sextett. Þau hafa í sum-
ar notið aðstoðar tveggja trom-
mara. Annar er finnskur en hinn
frá Bandaríkjunum. Hinn fyllti í
skarðið fyrir þann finnska þegar
hann neyddist til að hlaupast á
brott með harmónikkudúett sín-
um um mitt sumar.
„Á ferðalaginu erum við búin
að vera að leika lög af báðum plöt-
unum þar sem við fórum ekki á
neitt almennilegt tónleikaferðlag
eftir fyrri plötuna. Ég hugsa að
við munum leika öll lögin í kvöld
sem við höfum tekið á ferðalaginu
í sumar. Þó að fólk hafi heyrt þau
eldri áður eru þau nú í nýjum út-
gáfum. Ég held að þetta verði góð-
ir tónleikar. Þetta verður gaman.“
Aðspurður um frekari ævin-
týri sveitarinnar á ferðalaginu
segir Örvar að liðsmönnum hafi
varla gefist tími til að anda í
Bandaríkjunum þar sem dagskrá-
in hafi verið stíf. „Við spiluðum á
25 tónleikum á einum mánuði. Það
var bara keyrt og spilað allan tím-
ann. Við fengum frábærar viðtök-
ur og það er mjög gaman að spila
þar. Í Evrópu náðum við að skoða
okkur um. Þar er svo stutt á milli
borga og mun rólegra andrúms-
loft en í Bandaríkjunum. Þar
keyrðum við þó í gegnum eyði-
merkurnar í Arizona, það var með
því magnaðara. Við sáum samt
mest allt út um bílgluggann.“
Örvar segir að í september bíði
sveitarinnar annað tónleikaferða-
lag til Evrópu og vonast hann til
þess að komast aftur til Japans
bráðlega. „Þetta er allt að gerast í
mjög góðum takti,“ segir hann að
lokum.
Forsala aðgöngumiða á tónleik-
ana í kvöld er í 12 Tónum og í and-
dyri Þjóðleikhússins.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MINORITY REPORT kl. 8 og 10
MEN IN BLACK 2 kl. 6
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6
STÚART LITLI 2 m/ens. tali kl. 2, 6 og 8
Sýnd kl. 3.30, 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 2, 2.30, 3, 3.30, 4 og 4.30
2, 4, 8 og 10LILO OG STITCH
kl. 2, 4, 6, 8 og 10MAÐUR EINS OG ÉG VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 2 og 4
ABOUT A BOY kl. 6 og 8
THE MOTHMAN... kl. 10
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 2 og 4
LILO OG STITCH m/ísl. tali 2, 4 og 6
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 2 og 4 VIT410
LILO OG STITCH 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT430
LILO OG STITCH ísl. tali 2, 3.45 og 6 VIT429
MAÐUR EINS OG ÉG 6, 8 og 10.10 VIT422
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 2 og 4 VIT418
EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 VIT 427
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 VIT 428
Litla lirfan ljóta er fyrstaþrívíða íslenska teikni-
myndin sem er öll unnin í tölvu
og ekki er hægt að segja annað
en að hún sé býsna vel heppn-
uð. Hún er vitaskuld ekki galla-
laus en stendur fyllilega fyrir
sínu enda væri út í hött að bera
hana saman við Toy Story og
aðrar tölvuteiknaðar myndir
sem gerðar eru af bandarísk-
um kvikmyndarisum. Þessi
litla sæta hálftíma langa mynd
býr líka yfir meiri einlægni og
hlýju en innfluttu myndirnar
og litla lirfuprinsessan í álög-
unum mun örugglega hitta
unga fólkið í hjartastað.
Skondnar aukapersónur sjá
svo um að skemmta þeim full-
orðnu og þar stendur heim-
spekilegi ormurinn upp úr og
skúrkurinn, gamla köngulóin,
stelur senunni. Boðskapur
Litlu lirfunnar er borinn
smekklega á borð fyrir krakk-
ana. Einfaldur og sígildur: Út-
litið er ekki allt og þegar upp
er staðið skiptir bara mestu
máli að vera góður. Litla lirfan
er sem sagt sæt þótt hún sé ljót
og á erindi við alla.
Þórarinn Þórarinsson
KVIKMYNDIR
Litla lirfan sæta
Heimurinn út
um bílglugga
Rafkvartettinn múm hefur í sumar verið á tónleikaferðalagi á milli
heimsálfa. Þau eru nú komin heim, þrælsjóuð í tónleikahaldi og ætla
að dáleiða gesti Þjóðleikhússins í kvöld.
MÚM
Eru yfirleitt ekki í neinum vandræðum með að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera.
Hér sjást þau fylgjast með laxagöngu við teljarann í Elliðaánum.
Verð aðeins:
350. -kr.
STUTTMYND
TÓNLIST Eminem kom sá og sigraði
á MTV Video verðlaunahátíðinni í
New York á fimmtudag með mynd-
band sitt „Without Me“. Hann tók
við verðlaununum fyrir „besta
myndband ársins“ úr höndum
Christinu Aguilera en hann hefur
oft traðkað á henni í textum sínum.
Áhorfendur tóku honum misjafn-
lega. Sumir klöppuðu eins og selir
í dýragarði á meðan aðrir púuðu á
piltinn. Þegar Eminem tók við
verðlaunagripnum horfði hann
beint í átt til raftónlistarmannsins
Moby sem hann tilkynnti svo
áhorfendum að væri stelpa. Þegar
nokkrir héldu áfram að púa sagði
hann, „Já, púiði bara!“. Svo horfði
hann aftur til Moby og sagði; „Ég
er reiðubúinn til þess að kýla menn
með gleraugu.“
Eminem fékk einnig verðlaun
fyrir „besta rappmyndbandið“,
„besta myndband karlflytjanda“
auk þess sem myndbandið fékk
verðlaun fyrir leikstjórn.
Á hátíðinni birtist „óvænt“ af-
mælisbarnið Michael Jackson og
vottuðu gestir honum virðingu
sína með því að rísa úr sætum sín-
um þegar goðið gekk á sviðið.
Fyrrum borgarstjóri New York,
Rudolph Giuliani, þakkaði tónlist-
ariðnaðinum fyrir stuðning eftir
atburði 11. september. Eftirlifandi
liðsmenn tríósins TLC minntust
vinkonu sinnar Lisu „Left Eye“
Lopez sem lést í bílslysi fyrr á ár-
inu.
Aðrir sigurvegarar voru No
Doubt, The White Stripes og Pink
sem öll fóru heim með tvennu.
Myndbandaverðlaun MTV:
Eminem vann fernu
EMINEM
Enn vissari í dag að enginn hafi lengur gaman af teknótónlist.
LITLA LIRFAN LJÓTA:
Mynd eftir Gunnar Karlsson gerð eftir sögu
Friðriks Erlingssonar.