Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 4
4 10. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR WASHINGTON, BAGDAÐ, AP Írakar gætu komið sér upp kjarnorku- vopnum innan fárra mánaða ef þeir kæmust yfir geislavirk efni. Þetta fullyrðir alþjóðlega rann- sóknarstofnunin IISS, sem fylgist grannt með vopnamálum í heim- inum. Stofnunin, sem almennt nýtur virðingar á sínu svipi, full- yrðir einnig að stjórnvöld í Írak leggi enn mikla áherslu á að kom- ast yfir gjöreyðingarvopn. Í nýútkominni skýrslu stofn- unarinnar segir að Írakar hafi enn í fórum sínum verulegt magn af efna- og sýklavopnum. Þeir séu ennfremur fullfærir um að fram- leiða meira af slíku. Stofnunin segir einnig að Írak- ar hafi nokkrar meðaldrægar eld- flaugar í felum, en lítið sé að öðru leyti vitað um stefnu þeirra í vopnamálum. Persaflóastríðið, refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð- anna og vopnaeftirlitið hafi dreg- ið mjög úr möguleikum Íraka til þess að koma sér upp gjöreyðing- arvopnum, án þess þó að tekist hafi að draga algerlega úr þeim tennurnar. Stjórnvöld í Írak sýndu blaða- mönnum í gær nokkrar bygging- ar, sem vopnaeftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna hafa lýst áhyggj- um sínum af. Írakar segja þessar byggingar eingöngu notaðar til friðsamlegra rannsókna. Þetta er í fimmta sinn á síðustu fjórum vikum sem Írakar sýna blaða- mönnum verksmiðjur, þar sem grunur leikur á að þeir stundi vopnagerð. Óðum styttist í að George W. Bush Bandaríkjaforseti haldi ræðu sína hjá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ætlar að færa rök fyrir nauðsyn þess að Sameinuðu þjóð- irnar setji Írökum úrslitakosti. Ræðan verður flutt fimmtudag- inn 12. september, daginn eftir að Bandaríkin og heimsbyggðin hafa minnst þess að ár er liðið frá árásunum á New York og Was- hington. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er eini þjóðarleiðtoginn sem tekið hefur afdráttarlausa afstöðu með Bush um nauðsyn þess að koma Saddam Hussein frá völdum, ef með þarf með vopnavaldi. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur hins vegar lýst eindreginni andstöðu sinni við slík áform. Jacques Chirac Frakklands- forseti sagði í gær hugsanlegt að Sameinuðu þjóðirnar gæfu Saddam Hussein fyrst þriggja vikna frest til þess að veita vopnaeftirliti Sameinuðu þjóð- anna á ný tóm til að sinna störfum sínum í Írak. Chirac hafði áður lýst andstöðu sinni við að Banda- ríkin ráðist á Írak án heimildar frá Sameinuðu þjóðunum.  SAMSTÍGA Þeir Tony Blair og George W. Bush eru sammála um að beita þurfi fullri hörku gegn Saddam Hussein. Myndin er tekin á laugardaginn þegar þeir hittust í Camp David í Bandaríkjunum. Vilja setja Írökum fjög- urra vikna frest: Stefnt að stríði BRETLAND Breska dagblaðið Tel- egraph hefur eftir ónafngreind- um breskum heimildarmönnum að Bush Bandaríkjaforseti ætli að gefa Írökum fjögurra vikna frest til þess að veita vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna óheftan aðgang að öllum stöðum í landinu, þar sem grunur leikur á að vopnaframleiðsla sé stunduð. Fastlega megi búast við því, að Bandaríkin og Bretland hefji stríð gegn Írak, hugsanlega strax fyrir jól, ef Írakar verða ekki við þessu. Blaðið fullyrðir að þeir George W. Bush og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hafi komið sér saman um þetta á fundi sínum í Bandaríkjunum á laugardaginn. Þeir hafi orðið sammála um, að best væri ef Sameinuðu þjóðirnar settu Írökum þessa úrslitakosti. Hins vegar muni Bretland og Bandaríkin standa einhliða að þeim ef Sameinuðu þjóðirnar verði ekki fáanlegar til þess. Bæði Blair og Bush líta svo á, að trúverðugleiki Sameinuðu þjóðanna sé í húfi ef þeim tekst ekki að koma sér saman um að setja þurfi Saddam Hussein úr- slitakosti.  AP /J . S C O TT A PP LE W H IT E SKOÐUNARFERÐ Í ÍRAK Blaðamönnum og ljósmyndurum var í gær boðið að skoða verksmiðju í Írak. Ráðamenn í Írak segja að verksmiðjan sé eingöngu notuð í þágu iðnaðar- og landbúnaðar. Andstæð- ingar Íraks á Vesturlöndum fullyrða að þar sé stunduð vopnaframleiðsla. Í bakgrunni má sjá stórt málverk af Saddam Hussein, leiðtoga landsins. Írakar sagðir fullfærir um að kjarnorkuvæðast Alþjóðleg herfræðistofnun segir Íraka enn vera með efnavopn og með- aldræg flugskeyti í felum. Chirac segir hugsanlegt að Sameinuðu þjóð- irnar veiti Írökum þriggja vikna frest. AP /A M R N AB IL SKÓLAMÁL „Við fylgjumst með en höfum ekki haft bein afskipti af því sem er að gerast í Áslands- skóla,“ segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði um þann ágreining sem virðist vera á milli kennara og framkvæmdastjórans Sunitu Gandhi. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Ís- lands tekur í sama streng en stað- festir að fundað hafi verið með kennurum skólans „Á þeim fundi reyndum við átta okkur á hvort verið væri að brjóta kjaralegan rétt kennara. Að öðru leyti er lítið um þann fund að segja en við höf- um ekki blandað okkur með bein- um hætti að þeirri deilu sem þar virðist hafa komið upp,“ segir Ei- ríkur. Kristbjörg Hjaltadóttir fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla sagði foreldra barna í Áslands- skóla ekki hafa verið í sambandi við skrifstofuna. „Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir og það verður að segjast eins og er að langt er síðan einhver hefur hringt á skrifstofuna vegna skól- ans. Ég tel það alveg víst að ef óá- nægja foreldra væri mikil mynd- um við heyra um það.“ Á skrifstofu Áslandsskóla fegnustu þær upplýsingar að skólahald væri með eðlilegum hætti og vildi Skarphéðinn Gunn- arsson skólastjóri ekki ræða við blaðamann.  Á STRANDSTAÐ Guðrún Gísladóttir KE-15 á skerinu við Noregsstrendur. Skipiið liggur nú á 40 metra dýpi og óvíst hvort og þá hvenær því verður lyft Flak Guðrúnar Gísladótt- ur KE-15: Enn á hafs- botni ásamt olíu og afla SJÓSLYS „Það liggur ekki fyrir hvað gert verður. Það er norskt lög- fræðifyritæki að vinna þetta fyrir okkur. Við fórum fram á rökstuðn- ing fyrir þeirri ákvörðun Meng- unarvarna norska ríkisins að lyfta skuli flakinu af hafsbotni og flytja það til hafnar fyrir miðjan októ- ber. Sá rökstuðningur er ekki enn kominn og ekkert hefur verið að- hafst. Við lögðum fram gögn þess efnis að nægilegt væri að dæla ol- íunni úr skipinu og bíðum nú svara að utan,“ sagði Sigmar Björnsson, útgerðarmaður á Suð- urnesjum. Guðrún Gísladóttir strandaði við strendur Norður Noregs hinn 19. júní síðastliðinn og sökk sköm- mu síðar. Um borð eru um 300 tonn af olíu og tæplega 900 tonn af frystri síld. Erlent tryggingafélag hefur þegar greitt út tryggingafé vegna skipsins en Sigmar vildi ekki gefa upp hver sú upphæð væri. Hann segir að eitt raunhæft tilboð hafi borist í að fjarlægja flakið sem norskir lögfræðingar séu að skoða.  Davíð Oddsson, forsætisráð-herra, flytur í dag erindi á hádegisverðarfundi Íslensk-ítals- ka verslunarráðsins í Róm. Tví- sköttunarsamningur milli ríkj- anna tveggja verður undirritaður við sama tækifæri. Átak Norðurlandanna ogEystrasaltsríkjanna gegn verslun með konur hefur opnað heimasíðu á slóðinni nordicbalt- iccampaign.org. Þar er að finna upplýsingar um sameiginlega átakið og átök í hverju ríki fyrir sig. Alls söfnuðust 160 tonn afmálmum, sem nú eru á leið til endurvinnslu í umhverfisátaki Reykjanesbæjar sem nú er ný- lokið. Átakið hófst þann 8. ágúst sl. og stóð til 1. september. vf.is ÁSLANDSSKÓLI Skrifstofa skólans segir skólahald með eðlilegum hætti. Deilur í Áslandsskóla hafa ekki komið til kasta Heimilis og skóla: Bæjarstjóri bíður átekta SJÁVARÚTVEGUR Íslensku sjávarút- vegsverðlaunin voru afhent í ann- að sinn við hátíðlega athöfn á föstudagskvöld. Þorsteinn Krist- jánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU frá Eskifirði hlaut verðlaun sem framúrskarandi fiskimaður Marel hlaut verðlaun fyrir bestu nýju framleiðsluvöruna, sem er beinaleitar- og beinahreinsivél. Marel hlaut einnig sérstök heið- ursverðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Olíufélagið Skeljungur hlaut verðlaun fyrir besta sýning- arbásinn. Færeyski þjóðarbásinn var besti hópsýningarbásinn. Útgerðarfélag Akureyringa hlaut verðlaun fyrir framúrskar- andi fiskvinnslu, Samherji fyrir útgerð sem skarar fram úr og Að- alsteinn Jónsson á Eskifirði fyrir framlag til sjávarútvegs. Hampiðj- an sem íslenskur framleiðandi veiðarfærabúnaðar, Skaginn hf á Akranesi sem framleiðandi fisk- vinnslubúnaðar og sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir íslenska markaðssetningu sjávarafurða.  Íslensku sjávarútvegsverðlaunin: Marel fékk tvenn verðlaun OPIÐ HÚS Marel bauð gestum að skoða ný húsakynni sín á sunnudag. Fyrirtækið hefur verið leið- andi í hátækni í sjávarútvegi og hlaut íslensku sjávarútvegverðlaunin fyrir bestu nýju fram- leiðsluvöruna og fyrir framúrskarandi árangur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 42% Nei 58% Eiga Bandaríkjamenn og Bretar að fara í stríð við Írak? Spurning dagsins í dag: Á að skipta um landsliðþjálfara í knatt- spyrnu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já GEORGE BUSH Íslendingar eru ekki hlynntir stríði við Írak. kjörkassinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.