Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 10
10 10. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Jón og séra Jón Sofus Berhelsson skrifar: Ég er ómagi, en svo voru þeirkallaðir áður fyrr sem voru yf- irvaldinu til þyngsla, í dag heitir það að vera ellilífeyrisþegi. Þrátt fyrir það er hægt að taka af mér skatta. Ég byrjaði að greiða skatta þegar ég var 18 ára. Ég á mánuð í að verða 88 ára. Með öðrum orðum hef ég greitt opinber gjöld í 70 ár. Hvað ætli það séu margar milljón- ir? Mér þykir nóg komið. Svo er alls ekki. Um síðustu mánaðamót var skatturinn hækkaður og þar með dregið úr ráðstöfunarfé mínu sem er reyndar ekki mikið. Við þessu er fátt að gera meðan svo margir ellilífeyrisþegar kjósa að styðja núverandi ríkisstjórn. Mig grunar að ráðherrarnir ráði ekki svo miklu. Heldur milljarða- mæringar að baki þeim. Nýlega var sagt frá því í frétt- um geðsjúkur maður hafi verið tekinn fyrir að stela sér mat. Hann var látinn sitja í fangelsi í tvo mán- uði. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Hvaða refsing væri þá eðlileg fyrir þingmanninn fræga? Hvernig þjóðfélag er þetta sem ég mun brátt yfirgefa?  Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF KEIKÓ Háhyrningurinn Keikó hef- ur ekki verið sjálfum sér líkur síðustu daga og því tók þjálfari hans, Colin Baird, blóðprufu úr honum snemma á sunnudags- morgun. Niðurstöður blóðpruf- unnar hafa verið sendar til Bandaríkjanna þar sem sérfræð- ingar munu fara betur yfir þær. Talið er að Keikó sé kvefaður og því hefur verið ákveðið að setja hann á penisilínkúr. Þá fær hann einnig um 50-70 kíló af fiski að borða daglega þar sem hann hef- ur ekki aflað sér matar sjálfur undanfarið. Keikó hefur ekki haft mikinn félagsskap af mannfólki síðustu daga þar sem 50 metra nálgunar- bann var sett á háhyrninginn fyr- ir helgi. Norski hvalveiðimaður- inn Steinar Bastesen sagði í sam- tali við Nettavsien í Noregi að Bandaríkjamenn eigi að fara með dýrið aftur til Bandaríkjanna og leyfa því að drepast í sædýra- safni. Hann segir Keikómálið allt vera hina mestu dellu og Banda- ríkjamenn eigi að hætta að ónáða aðrar þjóðir með þessu heimatil- búna vandamáli sínu.  Keikó er slappur: Blóðprufa tekin GLÚKÓSAMÍN „Það sem að okkur snýr er svo til klárt. Við fylltum upp hér á hafnarsvæðinu og að- eins lokafrágangur eftir þar. Við höfum úthlutað fyrirtækinu rúm- lega 5.000 fermetra lóð hér á hafnarbakkanum. Þá er bærinn í stakk búinn að út- vega fyrirtækinu orku og allt það vatn sem til þarf, bæði heitt og kalt en vatnsnotkun er mikil við fram- leiðsluna,“ segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Fyrir nokkru var Glucomed ehf. stofnað en það er félag sem hefur að markmiði að reisa og starfrækja verksmiðju til fram- leiðslu á heilsubótarlyfinu glúkó- samín á Húsavík. Glúkósamín hefur verið skil- greint sem fæðubótarefni á Ís- landi en er skráð lyf í 28 löndum. Efnið er unnið úr iðnaðarkítini og rækjuskel. Glúkósamín er talið vinna gegn gigt og hefur sala þess farið vaxandi um allan heim. Að baki félaginu stendur hópur erlendra fagfjárfesta, sem hafa yfir að ráða tæknibúnaði, þekk- ingu og markaðsstöðu á þessu sviði. Verkefnið er búið að vera nokkuð lengi í vinnslu en horfur eru á að framkvæmdir við verk- smiðjuna geti hafist fyrir mán- aðamót. Stefnt er að byggingu 700 fermetra verksmiðjuhúss í byrj- un en áætlanir miðast við 1.300 fermetra húsnæði. Kostnaður verður um 200 milljónir króna í fyrsta áfanga en fer líkast til í 400 milljónir við endanlega stærð verksmiðjunnar. Búið að tryggja markaði fyrir afurðir verksmiðjunnar og hrá- efni til vinnslunnar. Áætlanir gera ráð fyrir að tíu til fimmtán störf gætu skapast við framleiðsl- una. Störfum gæti fjölgað þegar og ef töfluverksmiðja verður reist á athafnasvæði Glucomed ehf. Hópur erlendra fjárfesta hef- ur skoðað sig um á Húsavík og telja þeir kjöraðstæður þar fyrir hendi, ekki síst vegna mikils framboðs af bæði 100 gráðu heitu vatni og köldu vatni sem þarf til framleiðslunnar. Miðað er við að erlendu fjárfestarnir leggi fram 90% af því fé sem til þarf en ís- lenskir fjárfestar 10%. the@frettabladid.is Glúkósamínverk- smiðja rís á Húsavík KEIKÓ Best geymdur í sædýrasafni að mati norsks hvalfangara sem segir útilokað að dýrið nái nokkurn tíma að komast í há- hyrningahóp að nýju. Fjármögnun tryggð og framkvæmdir hefjast í september. Erlendir fjár- festar fjármagna 90% framkvæmdanna. Búið að tryggja markaði fyrir afurðirnar og hráefni til vinnslunnar. HÚSAVÍK Verksmiðjan gæti skapað tíu til fimmtán störf í bænum. Hafsteinn Már Einarsson frá Gallup mun kynna niðurstöður könnunarinnar og svara spurningum sem upp kunna að koma. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson forstöðumaður markaðssviðs RÚV munu einnig svara fyrirspurnum fyrir hönd RÚV. Glúkósamín er talið vinna gegn gigt og hefur sala þess farið vax- andi um allan heim TÖSKUR RANNSAKAÐAR Öryggisverðir rannsaka töskur farþega flug- vélarinnar á alþjóðaflugvellinum í Bombay í Indlandi. Maður ætlaði að ræna indverskri flugvél: Yfirbug- aður af áhöfn og farþegum COLOMBO, SRI LANKA, AP Maður sem reyndi að ræna flugvél sem var á leið frá indversku borginni Bombay til Maldíveyja var hand- tekinn í gær. Áfhöfnin yfirbugaði manninn í félagi við nokkra far- þega er hann reyndi að komast inn í flugstjóraklefann með hníf að vopni. Maðurinn, sem er 41 árs gamall, var með indverskt vega- bréf meðferðis. Um 200 manns voru um borð í vélinni og var far- angur þeirra rannsakaður eftir at- vikið.  AP /M YN D HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 19.920,- Næsta bil kr. 15.438,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 15.562,- Næsta bil kr. 13.197,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 10 11 / T A K TÍ K - N r.: 2 9 B Það er svolítið óheiðarlegt afHalldóri Ásgrímssyni og Steingrími J. Sigfússyni að bera R-listann fyrir sig þegar þeir lýsa andstöðu sinni við framboð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur til þings. Frá bæjardyr- um Reykvíkinga og R-listans er framboð Ingi- bjargar gott mál. B o r g a r s t j ó r i Reykvíkinga á að sitja á þingi. Fyrir því eru söguleg fordæmi og haldbær rök. Reykvíkingum veitir ekki af öflugum talsmanni í þingsali. Þar hefur hagsmunum Reykvíkinga þráfaldlega verið fórnað fyrir hagsmuni minni sveitarfélaga. Ekki minni menn en Davíð Oddsson hafa bent á þessar stað- reyndir. Þegar hann var borgar- stjóri gaf hann kost á sér í próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykja- vík með skírskotun til hefðarinn- ar og þörf Reykvíkinga fyrir talsmann á þingi. Framboð Dav- íðs var ekki svik við kjósendur sem höfðu veitt honum umboð til að leiða meirihluta í borgar- stjórn. Atvik þróuðust hins vegar þannig að hann sagði upp starfi borgarstjóra og varð forsætis- ráðherra. Eflaust gæla stuðn- ingsmenn Ingibjargar við að hún geti endurtekið þennan leik en framboð hennar til þings er eng- in ávísun á það. Framboð Ingibjargar til þings ætti að styrkja R-listann frekar en veikja. Það er kostur ef oddviti listans situr á þingi. Það tryggir stöðu þessa kosningabandalags í íslenskum stjórnmálum. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn situr á þingi og mun örugglega gera það áfram eftir kosningar í vor. R-listinn á að fara að dæmi sjálfstæðismanna. Ástæðan fyrir andúð Halldórs og Steingríms á framboði Ingi- bjargar Sólrúnar til þings byggir því hvorki á sjónarmiðum Reyk- víkinga né R-listans. Hún ræðst af ótta þeirra við að Ingibjörg veiði atkvæði frá flokkum þeirra í vor. Þetta eiga þeir að viður- kenna og segja: Ég vil ekki að Ingibjörg bjóði sig fram vegna þess að ég er hræddur um að þá fái ég færri atkvæði. Ingibjörg á hins vegar að til- kynna framboð sem allra fyrst. Hún skuldar engum afsökun eða útskýringar vegna þessa – nema þá fjölskyldu sinni. Gunnar Smári Egilsson Borgarstjóri á að sitja á þingi „Framboð Davíðs var ekki svik við kjósendur sem höfðu veitt honum umboð til að leiða meiri- hluta í borgar- stjórn.“ skrifar um undarleg viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar við hugsanlegu framboði Ingibjargar Sólrúnar til þings. Mín skoðun Gunnar Smári Egilsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.