Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 12
12 10. september 2002 ÞRIÐJUDAGURKÖRFUBOLTI SIGUR Dejan Bodiroga fagnar hér heimsmeist- aratitlinum í körfubolta eftir sigur á Argent- ínu, 84-77. LEIÐRÉTTING MOLAR ÍÞRÓTTIR Í DAG 19:30 Laugardalsvöllur Coca-Cola bikar karla (ÍBV - Fram) 19.30 Sýn Íþróttir um allan heim 19.31 RÚV Bikarkeppni KSÍ 22.00 Sýn Enski boltinn (Arsenal - Man. City) Ekki sanngjarnt að dæma landsliðið af æfingaleikjum KVIÐDÓMUR „Ég hugsa að það sé erfitt að dæma landsliðið af síð- ustu tveimur leikjum. Atli hefur verið að prófa nýja leikmenn í hinum og þess- um stöðum þannig að það er erfitt að vega og meta það,“ segir Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylk- is. „Mér hefur fundist vanta stemningu í liðið. Það er eins og það vanti drífandi leiðtoga inn í hóp- inn, einhvern til að taka af skarið. Ég held að liðið sakni Eyjólfs Sverrisson- ar.“ Aðspurður hvort Atli væri á réttri leið með landsliðið sagði Aðalsteinn. „Hvenær eru menn á réttri leið með landsliðið og hvenær ekki? Það verður dæmt á stigun- um þegar uppi er staðið. Atli er að velja okkar sterkasta hóp að hverju sinni. Það vantar Guðna Bergsson en hann á ekki heimagengt í landsliðið eins og er.“ „Við eigum tvímælalaust möguleika á öðru sæti rið- ilsins. Við eigum að geta reitt stig af flestum þeim liðum sem eru með okkur í riðli. Ef vel tekst til gegn Skotum gefur það byr í öll segl.“ MARTEINN GEIRSSON FYRRVERANDI LANDS- LIÐSMAÐUR AÐALSTEINN VÍGLUNDSSON ÞJÁLFARI FYLKIS Vantar dríf- andi leiðtoga „Fyrri hálfleikurinn gegn Ungverjum var allt í lagi en seinni hálfleikurinn var slakur,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Vals- manna. „Það sem þarf að laga fyrir leikinn gegn Skotum er útspilið úr vörninni. Svo vantar meiri hraða í sóknarleikinn. Það er það sem var ábóta- vant.“ Aðspurður hvort Atli væri á réttri leið með íslenska landsliðið sagði Þorlákur. „Mér finnst ekkert í um- ræðunni að ræða um þjálfarann eftir tvo æf- ingaleiki. Hann hefur sýnt árangur með landsliðinu og ef við vinnum næsta leik skipta þessir æfinga- leikir ekki nokkru máli. Hann er kannski búinn að vera beita útilokunarað- ferðinni með því að prófa leikmenn. Hann gefur þeim kannski ekki tæki- færi í Evrópukeppninni þar sem þeir stóðu sig ekki nægilega vel í æf- ingaleikjunum. Ég hef trú á Atla í þessu starfi.“ ÞORLÁKUR ÁRNASON ÞJÁLFARI VALSMANNA Hefur trú á Atla „Það vantar einhverja stemmingu sem hefur ein- kennt liðið undanfarið. Til þess að fá eitthvað út úr þessum æfingaleikjum þá þarf að taka þá mjög al- varlega. Ef leikmenn eru ekki að koma stemmdir til leiks þá er það mikil synd,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir, þjálfari Ís- landsmeistara KR í kvennaflokki. „Ég held líka að fjarvera Eyjólfs Sverrissonar hafi mikil áhrif á stemminguna í hópnum. Það að verða ein- hverjir að stíga fram í hans stað. Ég held reynd- ar að Rúnar sé að gera það mjög vel, en það verða að fleiri að gera það.“ Vanda segist bera mikla virðingu fyrir Atla Eð- valdssyni sem þjálfara. „Held að hann sé að stan- da sig mjög vel, þó að það komi alltaf upp ósætti um val á liðinu. Mér finnst að hann eigi að fá starfsfrið því að þetta er ekki lýð- ræði; það er hann sem velur. VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR ÞJÁLFARI KR-STELPNA Liðið saknar Eyjólfs „Varnarleikurinn var ekki nægilegur sterkur hjá okkur en við sköpuðum okkur þokkaleg færi í leiknum þó við fengjum engin dauðafæri. Þó Ung- verjar séu neðarlega á styrkleikalistanum eiga þeir ágætis fótboltamenn. Svona fljótt á litið var þetta eitthvað sem við mátti búast,“ segir Ásgeir Elíasson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, um landsleikinn við Ungverja. Hann segist ekki velta því fyrir sér hvað megi laga, það sé í verkahring Atla að gera það. „Sem gamall landsliðsþjálfari veit ég að það er þægilegt fyrir Atla ef fólk stendur með honum. Ég veit að hann gerir það sem hann telur best og hann getur ekkert annað.“ Ásgeir segir möguleikann á öðru sæti riðilsins falltaf fyrir hendi þó verði landinn að gera sér grein fyrir því að Ísland er lítið land. „Ef ég horfi raun- hæft á málið verð ég að telja að Skotar verði fyrir ofan okkur. Við verðum samt að hafa trú á því að við munum einhvern tím- ann ná upp úr riðlinum.“ ÁSGEIR ELÍASSON FYRRVERANDI LANDS- LIÐSÞJÁLFARI Atli gerir sitt besta Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni Evrópumótsins fer fram eftir liðlega mánuð þegar Skotar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Frammistaða liðsins í undanförnum vináttuleikjum við Andorra og Ung- verjaland hefur valdið töluverðum vonbrigðum og sýnist sitt hverjum um stöðu mála. Fréttablaðið talaði við fimm kunna einstaklinga úr knattspyrnuheiminum og spurði þá út í frammistöðu landsliðsins. „Leikurinn við Andorra var mjög slakur þar sem við áttum mjög auðvelt með að detta á sama plan og þeir. Leikurinn við Ungverja var vonbrigði, ég held að flestir séu sam- mála um það,“ segir Mart- einn Geirsson, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu. „Eggert Magnússon sagði að það væri þekkt að leik- menn væru áhugalausir í vináttuleikjum. Það má vel vera, en það getur líka vel verið að það sé eitt- hvað þar fyrir ofan sem amar að.“ Marteinn segir að of mik- ið hafi verið um stöðu- breytingar hjá liðinu svo skömmu fyrir alvöruna á EM. „Atli virðist eiga svo- lítið langt í land með að móta sitt sterkasta lið. Menn eru að spila í stöð- um sem þeir spila ekki með félagsliðum sínum. Kannski eru þeir ekki allt of sáttir við það og spila því illa.“ Marteinn segir Þjóðverja og Skota vera sterkari en íslenska liðið. „Auðvitað getum við náð 2. sætinu, en eins og staðan er í dag finnst mér að við séum dálítið frá því takmarki.“ Miklar stöðu- breytingar PAUL GASCOIGNE Gæti verið á leið í áströlsku úrvalsdeildina. Paul Gascoigne: Á leið til Ástralíu FÓTBOLTI Paul Gascoigne, fyrrver- andi leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, gæti verið á leið til Nýja-Sjálands til að spila knattspyrnu. Liðið sem sækist eft- ir Gazza heitir Auckland Kings og spilar í áströlsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þjálfari þess, Barry Williamsson, vonast til að með komu Gazza sé hægt að ná liðinu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Það lenti í neðsta sæti deildarinnar á síðasta tímabili, vann aðeins þrjá leiki. „Að fá leik- mann á borð við Gascoigne getur haft mikil áhrif á knattspyrnuna hér á landi,“ sagði Williamsson, sem augljóslega þekkir ekki skap- bræði Gazza.  FÓTBOLTI ÍBV og Fram mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca-Cola bikarkeppni karla á Laugardals- velli í kvöld klukkan 19.30. Sú ný- breytni hefur verið tekin upp í bikarkeppninni að undanúrslita- leikirnir verða báðir spilaðir á Laugardalsvelli. Fylkir og KA mætast í hinum undanúrslita- leiknum klukkan 19.30 á morgun. Liðin áttust við í úrslitum bikar- keppninnar í fyrra og þá hafði Ár- bæjarliðið betur. Fram lagði Keflavík að velli með þremur mörkum gegn einu í átta liða úrslitum bikarkeppninn- ar. Safamýraliðið lagði KR að velli með einu marki gegn engu í 16- liða úrslitum og ungmennalið Keflavíkur í 32-liða úrslitum, 2-0. ÍBV lagði Leiftur/Dalvík að velli í átta liða úrslitum með einu marki gegn engu. Í 16-liða úrslit- um lögðu Eyjamenn Þrótt Reykja- vík að velli með tveimur mörkum gegn engu og í 32-liða úrslitum lagði liðið ungmennalið FH, 2-1. Fram er í næst neðsta sæti Símadeildarinnar með fjórtán stig. ÍBV er í því sjöunda með sautján stig. ÍBV vann fyrri leik liðanna í deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Fram vann seinni viðureignina, í Eyjum, 1-0. ÍBV hefur tíu sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni og fimm sinnum hampað bikarnum, síðast árið 1998. Fram hefur tólf sinnum leikið til úrslita og unnið sjö sinn- um, síðast árið 1989. ÍBV og Fram hafa þrisvar sinnum mæst í úrslit- um bikarkeppninnar, síðast árið 1981. Fram hefur tvisvar haft bet- ur en ÍBV einu sinni.  FRAM - ÍBV Liðin hafa tvisvar mæst í Síma- deildinni í sumar. ÍBV vann fyrri leikinn en Fram þann seinni. Fram og ÍBV í undanúrslitum bikarkeppni karla: Fram hefur unnið oftar Leið mistök urðu í blaðinu ígær þegar misritaðist hverjir mótherjar KR-stúlkna voru í leik þeirra í Frostaskjóli. Mótherjarn- ir voru að sjálfsögðu Valur en ekki Breiðablik eins og haldið var fram. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Knattspyrnusamband Íslandshefur úthlutað um 1,6 millj- ónum króna til tíu liða sem léku í úrvalsdeild karla fyrir tveimur árum. Styrkurinn er hluti tekna sem Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, lætur renna til sam- banda í álfunni fyrir tekjur af Meistaradeild Evrópu. Félögin sem hlutu styrk eru KR, Fylkir, Grindavík, ÍBV, ÍA, Keflavík, Breiðablik, Fram, Stjarnan og Leiftur og er hann ætlaður til að efla barna og unglingastarf í samræmi við skilyrði UEFA. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.