Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 6
Leyniskýrslur austurþýsku ör-yggislögreglunnar um Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, verða hugsanlega gerðar opinberar innan skamms samkvæmt nýjum lögum. Yfir- maður stofnunar, sem geymir skýrslurnar, skýrði frá þessu í gær. Herdómstóll í Egyptalandidæmdi í gær 51 mann til fangelsisvistar allt frá tveimur árum til fimmtán ára fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk, meðal annars tilraunir til að ráða Hosni Mubarak forseta af dögum. 43 menn voru sýknaðir í sömu rétt- arhöldum. 6 10. september 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS Hver verður forsætisráðherra eftir næstu kosningar? Ætli það verði ekki Davíð áfram. Matthías Kristinsson. ERLENT VÍN, AP Stjórnarsamstarfið í Aust- urríki er í uppnámi eftir að fjórir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér í gær og fyrradag. Woflgang Schüssel kanslari segir nauðsynlegt að efna til kosninga sem fyrst, þótt kjörtímabilið renni ekki út fyrr en árið 2003. Austurrískir fjölmiðlar héldu því fram að kosningarnar verði sein- ni partinn í nóvember. Afsagnir ráðherranna stafa af innanflokksdeilum í Frelsis- flokknum. Jörg Haider, fyrrver- andi leiðtogi flokksins, hefur gagnrýnt skattastefnu stjórnar- innar harðlega. Stjórnin hugðist fresta fyrirhuguðum skattalækk- unum til þess að standa straum af kostnaði vegna flóðanna nýverið. Ráðherrarnir, sem sögðu af sér, segja að innanflokksdeilurnar hafi gert þeim ókleift að sinna starfi sínu í stjórninni. Jörg Haider vakti heimsat- hygli fyrir umdeild ummæli, þar sem hann meðal annars hrósaði þýskum nasistum og lýsti andúð á útlendingum. Hann sagði af sér formennsku í Frelsisflokknum til þess að gera flokknum kleift að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Þjóðarflokknum, sem vildi ekki starfa með Haider.  Stjórnarkreppa í Austurríki: Kanslarinn vill kosningar sem fyrst SÖGÐU AF SÉR Susanne Riess-Passer, sem sagði af sér embætti aðstoðarkanslara, og Peter Westenthaler, sem sagði af sér embætti þingforseta, treystu sér ekki til að gegna þessum embættum vegna deilna við fyrrverandi flokkleiðtoga sinn, Jörg Haider. AP /M YN D LANDBÚNAÐAR Hópur 22 banda- rískra verslunarstjóra og mat- reiðslumeistara mun sitja ráð- stefnis sem sett verður á Hótel Sögu í fyrramálið um sjálfbæra mat- vælaframleiðslu hér á landi. Banda- r í k j a m e n n i r n i r hafa allir komið að sölu íslenskra mat- væla í heimalandi sínu og eru hingað komnir til að kynna sér enn betur rætur og hefðir íslensks landbúnaðar. Í því skyni hefur verið skipulögð ferð með þá í göngur og rétt- ir víða á Suðurlandi um næstu helgi. Ríða Bandaríkjamennirnir af stað úr Þjórsárdal á fimmtudags- morgun til móts við gangnamenn og fé þeirra og fylgja þeim í Skaft- holtsrétt. Þar verður sungið og dregið í dilka. Á föstudaginn verð- ur leiknum haldið áfram í Hruna- rétt. Á laugardaginn er það Tungnarétt. Hámarki nær þó ferð Bandaríkjamannana þegar heimil- isfólkið á Vatnsleysu verður heim- sótt en þar verður boðið upp á rammíslenska kjötsúpu og söng ís- lenskra bænda eins og hann gerist bestur. Binda skipuleggjendur ferðarinnar miklar vonir við heim- sókn þessa enda íslensk kjötsúpa vænleg útflutningsvara og ætti að geta gert það gott vestanhafs ekki síður en ítalska pizzan. Á sunnu- daginn lýkur svo ferð Bandaríkja- mannanna í Bláa lóninu. Það er Áform, átaksverkefni í landbúnaði, sem stendur að ráð- stefnunni á Hótel Sögu sem er öll- um opin. Sjálfbær þróun í landbún- aði er ferskt umræðuefni eftir heimsráðstefnuna í Jóhannesar- borg á dögunum og vænta skipu- leggjendur mikils af heimsókn bandaríska hópsins en í honum eru meðal annarra forstjóri veitinga- húsakeðjunnar Legal Sea Foods, forstjóri Coleman Natural og verslunarstjóri í kjötdeild Whole Foods í Washington. Meðal frum- mælendur á ráðstefnunni í fyrra- málið verða ráðherrarnir Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Mathiesen. eir@frettabladid.is Ameríkanar í réttunum Skoða fé og syngja með bændum. Fá rammíslenska kjötsúpu og sitja ráðstefnu um sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi. Þrír ráðherra tala til þeirra. GUÐNI ÁGÚSTSSON Meðal frummælenda á ráðstefnu um sjálfbæra matvælaframleiðslu á Hótel Sögu í fyrramálið. „Binda skipu- leggjendur ferðarinnar miklar vonir við heimsókn þessa enda ís- lensk kjötsúpa vænleg út- flutningsvara og ætti að geta gert það gott vestan- hafs ekki síður en ítalska pizzan.“ GÖRAN PERSSON Forsætisráðherra Svíþjóðar. Viku fyrir kosningar í Svíþjóð: Mjótt á mununum STOKKHÓLMUR, AP Aðeins viku fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð sýna skoðanakannanir að mjótt verði á mununum. Samkvæmt skoðana- könnun, sem birt var á sunnudag- inn, hljóta flokkar núverandi stjórnarandstöðu samtals 47,3 prósent atkvæða. Sósíaldemókra- taflokkurinn fær hins vegar að- eins 36 prósent. Vinstriflokkurinn fengi 8,8 prósent atkvæða og Græningjar 5,3 prósent. Tveir síð- astnefndu flokkarnir veita minni- hlutastjórn Sósíaldemókrata stuðning á þingi, án þess að taka þátt í stjórnarsamstarfinu.  SAMGÖNGUR „Við erum að stíga síðustu sporin: setja lokahnykkinn á samninga,“ segir Jó- hannes Georgsson, fyrrum forstöðumaður SAS - flugfélagsins á Ís- landi, um nýtt flugfélag sem ætti að líta dagsins ljós á allra næstu vik- um. Undirbúningur að stofnun flugfélagsins hefur staðið sleitulaust í tvö og hálft ár og sjá menn nú loks fyrir endann á flóknum og erfiðum samningum. Hugmyndin er ekki sú að félagið eigi sjálft flugvélar heldur er samið við flugrekstraraðila um þá hlið málsins. Nýja flugfélagið mun hins vegar sjá um skipu- lagningu og rekstur á áætlunar- flugi til og frá landinu í samkeppni við Flugleið- ir: „Þetta skýrist allt á allra næstu dögum,“ segir Jóhannes sem verst að öðru leyti allra frétta af stofnun nýja flugfélagsins enda mál- ið viðkvæmt í ljósi ís- lenskra aðstæðna þar sem eitt flugfélag hefur um langa hríð setið eitt að áætlunarflugi til út- landa. Ekki vill Jóhannes gefa upp nafn nýja flugfélagsins né heldur svara spurningum þess efnis hvort bæði verði flogið austur og vestur um haf.  Sér fyrir endann á tveggja og hálfs árs undirbúningsvinnu: Nýtt flugfélag í fæðingu FLUGLEIÐIR Samkeppni í áætlunarflugi á næsta leiti. Harðfrystistöðin kaupir í Tanga: Skref í sam- einingarátt SJÁVARÚTVEGUR Hraðfrystistöð Eskifjarðar keypti í gær um 40% hlut í Tanga á Vopnafirði. Tangi sameinaðist Sjólaveri í Hafnar- firði árið 2001. Fyrrum eigendur Sjólavers seldu sinn hlut í fyrir- tækinu. Kaupverð hlutarins var rúmar 730 milljónir króna. Tangi hefur eins og Hraðfrystistöðin yfir að ráða töluverðum veiði- heimildum í uppsjávarfiski. Lík- legt er að fjárfestingin nú sé skref í átt að sameiningu eða aukinni samvinnu fyrirtækjanna.  Metvelta í Kauphöllinni: Rúmlega 17 milljarða viðskipti MARKAÐUR Viðskiptamet var slegið í Kauphöll Íslands á föstudag. Heildarveltan í Kauphöllinni nam rúmum sautján og hálfum millj- arði króna. Mikil velta var með hlutabréf eða sjö og hálfur millj- arður. Velta með skuldabréf var tæpir tíu milljarðar. Þar með var slegið veltumet sem hafði staðið síðan í desember árið 2000. Þá var heildarveltan tæpir þrettán millj- arðar. Mikil velta var í Kauphöll- inni í ágúst og miðað við hvernig september byrjar, má búast við að mánuðurinn komist í hóp þeirra veltu mestu í Kauphöllinni.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.53 0.79% Sterlingspund 136.42 0.14% Dönsk króna 11.54 -0.48% Evra 85.72 -0.50% Gengisvístala krónu 128,74 -0,84% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 239 Velta 2.253 m ICEX-15 1.298 -0,3% Mestu viðskipti Landsbanki Íslands hf. 122.431.681 Baugur Group hf. 72.014.571 Pharmaco hf. 39.325.000 Mesta hækkun Marel hf. 2,63% Opin kerfi hf. 1,60% Kögun hf. 0,55% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf. -18,18% Skýrr hf. -5,66% Olíuverslun Íslands hf. -3,13% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8377,5 -0,60% Nsdaq: 1279,8 -1,20% FTSE: 4062,4 -1,10% DAX: 3439,5 -1,30% Nikkei: 9306,3 1,90% S&P: 887,3 -0,70% Skuldir Norðurljósa: Viðræður í gangi VIÐSKIPTI Viðræður eru í gangi milli eigenda sambankaláns Norð- urljósa. Kaupþing hefur eignast 55% af láninu og á nú í viðræðum við aðra eigendur lánsins um framhaldið. Líklegt er að Kaup- þing vilji kaupa hina út á afslætti og koma að fullum þunga að end- urfjármögnun Norðurljósa. Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa staðfesti að umræðurnar væru í gangi. „Þær ganga alla vega ekki illa,“ sagði Sigurður um ganginn í viðræðun- um. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.