Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 10. september 2002 NEW YORK Hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september síðast- liðinn verður minnst með marg- víslegum hætti, nú þegar ár er liðið frá atburðunum. Stjörnurn- ar láta ekki sitt eftir liggja og í New York verður efnt til þriggja daga dagskrár í leikhúsum og tónleikahöllum þar sem goðin mæta endurgjaldslaust og leggja sitt af mörkum. 50 ný leikrit hafa verið samin af tilefninu, en til- gangur dagskrárinnar er meðal annars að hvetja leikhúsfólk og listamenn í Bandaríkjunum til að kynna sér rætur hryðjuverka- samtaka og takast á við breytta heimsmynd eftir atburðina. Sarah Jessica Parker og vinkon- ur hennar úr Sex and the City, Matthew Broderick og Calista Flockhart eru meðal þátttakenda. Ágóði dagskrárinnar rennur til barna sem eiga um sárt að binda í tengslum við hryðjuverkin svo og styrktarsjóðs fyrir listamenn minnihlutahópa. Tónlistarmenn munu minnast 11. september með tónleikunum Konsert fyrir Bandaríkin, þar sem fram koma söngvarar á borð við Placido Domingo, Gloria Estefan, Aretha Franklin og Alan Jacson. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, og eiginkona hans, Laura, verða meðal gesta.  VIÐ RÚSTIR WORLD TRADE CENTER Risastórum bandarískum fána hefur verið komið fyrir þar sem tvíburaturnarnir stóðu. Hryðjuverkaárásir á Bandaríkin: 11. september minnst með marg- víslegum hætti PEKING Á veitingahúsi í Wangfujing- verslunarhverfinu í Peking er boð- ið upp á alls kyns framandi rétti. Þar er meðal annars hægt að gæða sér á djúpsteiktum sporðdrekum, sem Kínverjar trúa að séu mein- hollir, bæti heilsuna og gefi hraust- legt og gott útlit. Á sama veitinga- stað er boðið upp á söngtifur, fiðr- ildalirfur og ristaða finkuunga, sem Kínverjum þykja hið mesta lostæti. Góðgætið er borið fram á spjótum og kosta einn dollara stykkið.  SÆLKERAMÁLTÍÐ Söngtifur, djúpsteiktir sporðdrekar og fiðr- ildalirfur njóta vinsælda í Kína. Kínverskt veitingahús: Býður upp á djúpsteikta sporðdreka og finkuunga SÝNING Munir í eigu Díönu prins- essu heitinnar verða teknir til sýningar í verslunarkeðju í Japan. Munirnir koma upphaflega af sýningu Jarls Spencers en verða lánaðir á sýningu sem Takashima- ya-keðjan stendur fyrir. Sýningin opnar þann 16. október og mun standa í tvær vikur. Á sýningunni verður meðal annars hægt að sjá leikföng prinsessunnar frá því hún var ung, kanínu með eitt eyra og þríhjól, og brúðarkjól hennar. Munirnir verða á flakki um Japan og koma fyrir á sjö sýningum áður en þeim verður skilað á næsta ári. Bróðir Díönu verður viðstaddur opnunina og að sögn talsmanns hennar verður mikið lagt upp úr að halda heiðri prinsessunnar á lofti. Aðgangseyrir er 5 pund, um 600 krónur íslenskar, og rennur tíund hans í Minningarsjóð Díönu.  Sýning á munum Díönu prinsessu: Kanína með eitt eyra meðal sýningargripa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.