Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 11
Að minnsta kosti sex mannsfórust í flóðum í suðurhluta Frakklands í gær. Meira en þús- und manns þurftu að yfirgefa heimili sitt. Hundruð hermanna voru sendir til að aðstoða við björgunarstörf. Minjadagar voru haldnir íSkálavík handan Bolungar- víkur og víðar á landinu um helgina. Í Skálavík gafst fólki kostur á að skoða minjar undir leiðsögn fornleifafræðingsins Ragnars Edvardssonar í Bolung- arvík, sem hefur unnið þar að uppgrefti í sumar. Uppgröftur- inn í Skálavík er hluti af dokt- orsverkefni Ragnars, en skóli hans, New York háskóli, styrkir hann til vinnunnar. bb.is ÁÞorskafjarðarheiði er núverið að mala efni sem ætlað er til ofaníburðar á heiðinni. Vegurinn um heiðina hefur lengi verið afspyrnulélegur, en ólík- legt er að efninu verði ekið út fyrr en á næsta ári. bb.is ÞRIÐJUDAGUR 10. september 2002 STUTT TAYLOR-MADE 200-300 járnasett og driverar 25-30% afsláttur Boltar í heilum kössum 20-25% afsláttur Hálft karlasett verð frá kr. 9.990 Golfpokar 20-40% afsláttur Golffatnaður 15-70% afsláttur Unglingasett í poka frá kr. 11.800 Afsláttur af öllum golfvörum TRÚMÁL „Ég var ómyrkur í máli en vona að ekki verði hægt að lög- sækja mig fyrir,“ segir séra Ragn- ar Fjalar Lárusson sem messaði í Siglufjarðarkirkju á 70 ára afmæli kirkjunnar um síð- ustu helgi og fór mikinn. Beitti hann spjótum sínum jafnt að nýríkum auðsöfnurum sem og gömlum starfs- félögum: „Ég lagði út af guðspjallinu þar sem segir að menn geti ekki bæði þjón- að Guði og mamm- on en íslenska þjóð- in þjónar mammoni rækilega um þessar mundir eins og allir vita. Ég ræddi um skuldir manna, gjald- þrot fyrirtækja, verslun með óveiddan fisk úr sjónum og ákveð- na milljónamæringa þó án þess að nefna nöfn. Vegna alls þessa er ástandið hér á landi ekki eins og helst ætti að vera hjá kristinni þjóð,“ segir séra Ragnar Fjalar. Ræða séra Ragnars Fjalars vakti mikla athygli kirkjugesta á Siglufirði. Ekki síst vegna afdrátt- arlausra skoðana prófastsins fyrr- verandi á þjóðfélagsmálum. Og prestarnir fengu líka sinn skammt: „Ég sendi þeim smá pillu. Oft hlus- ta ég á útvarpsmessur og fer í guðsþjónustur hjá öðrum prestum og furða mig alltaf á því hversu sjaldan þeir koma inn á þjóðfélags- mál sem oft á tíðum valda miklum sársauka hjá einstaklingum,“ segir séra Ragnar Fjalar en Siglufjarð- arræða hans var tekin upp af Rík- isútvarpinu og verður væntanlega útvarpað fyrr en síðar. „Þá lýsti ég þeim sem áhyggju- lausir eru; fuglum himinsins og liljum vallarins. Nú er svo komið að rjúpan er komin á válista vegna ofveiði en ég stillti gagnrýni minni á skotveiðimönnum í hóf. Og svo eru það liljur vallarsins sem við megum aldrei fórna þó svo eitt- hvað verði að virkja vegna orkunn- ar. En náttúruperlum eins og Þjórsárverum megum við aldrei fórna því það verður ekki aftur tekið sem við þar missum,“ segir séra Ragnar Fjalar en hann er fyrrum sóknarprestur á Siglufirði; þjónaði þar frá 1955 til 1968. eir@frettabladid.is Þrumu- ræða á Siglufirði Séra Ragnar Fjalar Lárusson réðst gegn auð- hyggju og verslun með óveiddan fisk á vígslu- afmæli Siglufjarðarkirkju. Gagnrýndi einnig presta fyrir að sitja þegjandi hjá þegar mamm- on færi mikinn í íslensku samfélagi. „Ég ræddi um skuldir manna, gjald- þrot fyrirtækja, verslun með óveiddan fisk úr sjónum og ákveðna millj- ónamæringa þó án þess að nefna nöfn.“ SÉRA RAGNAR FJALAR LÁRUSSON Gagnrýndi bæði milljónamæringa og pres- ta. Ástandið ekki eins og helst ætti að vera hjá kristinni þjóð. KJARAMÁL Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði hyggst í samvinnu við Sjómannasamband Íslands hefja lögfræðiinnheimtu vegna vangoldinna launa sjómanna hjá Þormóði Ramma - Sæbergi hf. Frestur sem verkalýðsfélagið gaf útgerðinni til að gera upp að fullu, rann út klukkan fjögur í gær. Deilt er um uppgjörsað- ferðir vegna launa sjómanna á þeim rækjuskipum fyrirtækis- ins sem ísa aflann um borð. Fé- lagið hefur ítrekað krafist þess að útgerðin geri upp við sjó- menn í samræmi við gerðardóm frá 30. júní í fyrra. Þann 11. júlí síðastliðinn féll félagsdómur sem að mati Vöku, tók af allan vafa um það hvernig gera ætti upp við þessa sjó- menn. „Síðan hefur útgerðin greitt samkvæmt dómsorði en deilt er um uppgjör launa frá þeim tíma og aftur til þess dags sem gerð- ardómur var kveðinn upp,“ seg- ir Signý Jóhannesdóttir, formað- ur Vöku. Ekki náðist í talsmenn útgerð- arinnar eða Landssambands Ís- lenskra útgerðarmanna. Blaðinu er hins vegar kunnugt um að lög- fræðiálit er væntanlegt í dag eða á morgun um réttmæti kröfu verkalýðsfélagsins. Launadeila siglfirskra sjómanna: Stefnir í málaferli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.