Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 24
Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla Áhinu undurfurðulega Fróni æðaskemmtikviður beint af hafi með haustvindum yfir borgarbúana við bláu sundin og kitla taugarnar svo gárunga verkjar af hlátri frá morgni til kvölds. Eilífur stormur í vatns- glasi gleður mörlandann - nú síðast könnun sem grallarar létu gera á því hversu margir vildu að borgarstjór- inn gengi á bak orða sinna, beislaði hvíta hestinn og kæmi til bjargar landsmálapólitíkusum í tilvistar- kreppu. Borgarmeistarinn varð auð- mjúkur og þakklátur og sagðist í það minnsta skulda skensurunum að hugsa málið. Á meðan skeggræðir landinn - á hún að fara eða að vera? Spekúlantar sitja brúnaþungir og reyna að ímynda sér hvað borgar- stjórinn er að hugsa. Skyldi hún láta loforðin lönd og leið? LEIÐTOGATRÚIN fær byr undir báða vængi og nú er ljóst að það verður að finna ofurmenni til að fella þaulsetinn karl sem virðist vera límdur með tonnataki við stjórnar- ráðið. Sá beislaði sinn gæðing og þeysti út úr borginni í björgunarleið- angur á sínum tíma með góðum ár- angri. Að vísu valdi hálf þjóðin sér borgarmeistara fyrir örfáum vikum og nokkuð ljóst að kosningar í borg- inni hefðu farið á annan veg ef borg- arbúar hefðu vitað það sem þeir vita núna - nefnilega að hún er að hugsa málið. Í Valhöll hljóta menn að halla sér aftur, brosa breitt og fylgjast með skemmtidagskránni. NÚ ER VANDRÆÐAGANGUR á fylkingarfólki. Svo virðist sem skipta eigi út í brúnni án þess að tala við þann sem þar stendur og ákaft er hrópað á hjálp yfir borgarmúrana. Hvernig sem fer er skútan skemmd og löskuð eftir storminn í glasinu. Kjósendur sem héldu að þeir væru að velja sér borgarstjóra í mikilli leiðtogaveislu í vor eru aldeilis hlessa og bíða undrandi eftir því að borgarmeistarinn hætti að hugsa sig um. FYRIRTAKS samkvæmisleikur hefur verið fundinn upp. Hann má útfæra á ýmsa vegu og getur dugað í veislur og kaffisamsæti árum sam- an. Það má gera könnun á því hve margir vilja að Ólafur lýsi sig kóng. Svo má kanna hversu margir eru hlynntir því að Davíð fari á fastan samning hjá Þjóðleikhúsinu og gam- an væri að kanna þjóðarhug varð- andi einkennisbúninga alþingis- manna. Einnig væri tilvalið að kanna hvort leggja ætti niður um- hverfisráðuneytið og fá umhverfis- ráðherra til að hugsa málið.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Samkvæmisleikir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.