Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 ÚTSKRIFT Ætlar að opna lækna- stofu bls. 22 ÞRIÐJUDAGUR bls. 16 177. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 17. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Samson og einka- væðingarnefndin FUNDUR Fjárfestingarfélagið Sam- son og einkavæingarnefnd byrja í dag að ræða saman um væntanleg kaup Samson á verulegum hluta ríkissjóðs í Landsbankanum. Alfa kynnt NÁMSKEIÐ Íslenska Kristskirkjan heldur kynningu á Alfa að Bílds- höfða 10 klukkan átta í kvöld. Á Alfa eru mikilvægustu þættir krist- innar trúar kynntir í lifandi fyrir- lestrum og umræðuhópum. Kaffi er á könnunni og aðgangur er ókeypis. Evrópa í Gerðubergi KYNNING Evrópukynning Samfylk- ingarinnar fer fram á félagsfundi Kjördæmafélags Samfylkingarinn- ar í Reykjavík í menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi í Breiðholti í kvöld klukkan 20. Tilgangur fund- arins er að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu í aðdraganda kosningar um það innan Samfylkingarinnar hvort flokkurinn skuli setja um- sókn um aðild að sambandinu á oddinn, en sú kosning fer fram í næsta mánuði. PERSÓNAN Málar, spilar og semur lög LEIKHÚS Heitar ástir ÁSLANDSSKÓLI Fræðslunefnd Hafn- arfjarðar samþykkti síðdegis í gær að leggja til við bæjarstjórn að rifta samningnum við Íslensku menntasamtökin um rekstur Ás- landsskóla. Bæjarstjórn mun taka afstöðu til málsins á fundi í dag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, þvertók fyrir það að málið snerist um pólitík. Það gæti hins vegar verið að einhverj- ir sæju sér hag í að gera málið að pólitísku deilumáli. Böðvar Jónsson, formaður stjórnar Íslensku menntasamtak- anna, sagðist ekki hafa séð rök- stuðning fræðslunefndar því væri hann ekki í stakk búinn að tjá sig um málið. Íslensku menntasam- tökin hafa sagt að uppsögn samn- ingsins standist ekki lög, þar sem samtökin hafi ekki gerst sek um stórfelldar eða ítrekaðar vanefnd- ir. Lúðvík sagðist ekki vilja tjá sig neitt um það fyrr en málið hefði verið afgreitt í bæjarstjórn. Böðv- ar sagði að samtökunum hefði í raun aldrei verið gefinn kostur á að leysa vandann. Lúðvík sagði hins vegar að ekkert annað úrræði hefði verið í stöðunni en að segja samningnum upp. Aðspurður hvort deilan hefði einungis staðið um Sunitu Gandhi sagði Lúðvík: „Það hafa sumir sagt, m.a. þeir sem hafa komið að starfi skólans.“ Aðspurður hvort ekki hefði þá verið hægt að finna nýjan mann í hennar stað í stað þess að segja samningnum upp sagði Lúðvík: „Ég ætla nú ekki að tjá mig neitt frekar um það.“  ÍÞRÓTTIR Á flakk með kónginum SÍÐA 14 SÍÐA 13 Meistara- deildin að hefjast TÓNLIST STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri vissi um skoð- anakönnunina sem Gallup gerði fyrir Kreml.is áður en hún var gerð. Þetta hefur Fréttablaðið eftir á r e i ð a n l e g u m heimildum. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu vegna málsins. S a m k v æ m t könnuninni sögð- ust mun fleiri kjósa Samfylkinguna ef Ingibjörg Sólrún gæfi kost á sér. Því hefur verið haldið fram að borgarstjóra hafi ekki verið kunnugt um könn- unina fyrr en daginn sem hún var birt opinberlega. Í kjölfar könnunarinnar lagðist borgarstjóri undir feld og íhugaði viðbrögð sín við henni. Í kjölfarið sendi hún frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún sagði að ekkert hefði breyst frá því hún gaf það út fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að hún stefndi ekki á að fara í framboð til Alþingis. Heimildir blaðsins segja að eftir einkafund með Steingrími J. Sigfús- son, formanni Vinstri- hreyfingar græns fram- boðs, hafi borgarstjóri ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir alþingiskosningarnar næsta vor þrátt fyrir mikinn þrýsting innan Samfylk- ingarinnar. Fram að því voru félagar hennar von- góðir um að hún færi í framboð. Sömu heimildir herma að Steingrímur hafi gefið til kynna að Vinstri grænir myndu ekki styðja Ingibjörgu Sólrúnu til áframhaldandi starfa í stól borgarstjóra. Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir né Steingrím- ur J. Sigfússon vildu segja nokkuð um hvað þeim fór á milli þegar Fréttablaðið leitaði til þeirra vegna þessa máls.  Borgarstjóri vissi um könnunina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgastjóri vissi að til stæði að gera skoð- anakönnun um áhrif framboðs hennar á fylgi Samfylkingarinnar. Gaf framboðið frá sér eftir fund með Steingrími J. Sigfússyni. ÞETTA HELST Lettarnir sjö um borð í togar-anum Faxa eru þar enn. Patt- staða er í máli skipverjanna og útgerðarinnar Gjörva. bls. 2 Göran Persson, forsætisráð-herra Svíþjóðar, er bjartsýnn á að geta haldið minnihlutastjórn sinni með stuðningi Vinstri- flokksins og Umhverfisflokksins. bls. 2 Íslensk erfðagreining hefurásamt nýjum hluthöfum náð undirtökunum í sjúkraskrárfyrir- tækinu eMR. bls. 4 Veitingastaðurinn Tavern ogthe Green í Central Park í New York hefur ákveðið að setja íslenska kjötsúpu á matseðil sinn. bls. 4 REYKJAVÍK Hæg suðlæg eða breytileg átt. Dálítil súld öðru hverju. Hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Rigning 11 Akureyri 5-10 Skýjað 12 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 12 Vestmannaeyjar 3-8 Súld 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÓHEPPNAR Guðlaug Jónsdóttir sendir hér knöttinn fyrir í leik Íslands og Englands í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær. Knöttur- inn lenti á kolli Erlu Hendriksdóttur sem skallaði hann af öryggi í netið. Leikurinn endaði 2-2 og voru íslensku stelpurnar óheppnar að fara ekki með sigur af hólmi. Nánar á blaðsíðu 12. Fræðslunefnd leggur til að samningi um rekstur Áslandsskóla verði rift: Bæjarstjóri segir málið ekki pólitískt NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á þriðju- dögum? 51,5% 64,5% INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Var kunnugt um gerð skoðanakönn- unar um áhrif end- urkomu sinnar í landsmálin áður en hún var gerð. Fram að því voru félagar hennar vongóð- ir um að hún færi í framboð. Skuldamál einstaklinga vegna hlutabréfakaupa í deCODE: Ekki rædd í bankaráðum HLUTABRÉF „Þessi mál hafa ekki komið inn á borð til okkar. Starfs- menn bankans verða að svara fyr- ir þetta,“ segir Kristján Ragnars- son, bankaráðsformaður Íslands- banka, um skuldamál fjölmargra einstaklinga sem keyptu hluta- bréf í deCODE fyrir liðlega tveimur árum. Fjármálastofnanir lánuðu fjölmörgum til hlutabréfa- kaupannakaupa, lán sem átti eð endurgreiða með söluhagnaði af bréfunum Lán þessi hafa nú í flestum tilvikum verið í frysti í lánastofnunum en óðum styttist að gengið verði að veðum: „Nei, þetta hefur ekki verið rætt á fundum hjá okkur,“ segi Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, og tekur þar með undir með starfs- bróður sínum í Íslandsbanka. Yfirmenn útlánaeftirlits bank- anna eru tregir til að tjá sig um fjölda viðskiptavina sinna sem í vandræðum er vegna fyrrnefndra hlutabréfakaupa. Þó er víst að all- ir sitja þeir með langa lista skuld- ara fyrir framan sig; nöfn við- skiptavina bankanna sem keyptu í deCODE í góðri von um verulegan hagnað sem snerist upp í and- hverfu sína. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.