Fréttablaðið - 17.09.2002, Page 6
6 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS
Hvað finnst þér um hugmyndir
um að banna sölu á rjúpum?
Bara fínt. Ég er með þær í jólamatinn en
þarf ekki að kaupa þær.
Björg Eva Erlendsdóttir. 41 árs. Fréttamaður.
SKOPJE, AP Samsteypustjórnin í
Makedóníu missti völdin í þing-
kosningunum þar í landi á sunnu-
daginn. Stjórnmálaflokkur Ali Ah-
metis, fyrrverandi uppreisnarfor-
ingja albanska minnihlutans í land-
inu, vann stórsigur ásamt öðrum
stjórnarandstöðuflokkum.
„Það er augljóst að við getum
ekki myndað nýja stjórn,“ sagði
Ljubco Georgivsky forsætisráð-
herra. „Við óskum sigurvegaran-
um til hamingju.“
Arben Xhaferi, leiðtogi smærri
stjórnarflokksins, sagðist í gær
vera tilbúinn til að starfa með
stjórnarandstöðunni.
„Þjóðfélagið í Makedóníu stóðst
prófið,“ sagði Kimmo Kiljunen, yf-
irmaður kosningaeftirlits Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu,
sem fylgdist með framkvæmd
kosninganna. Kiljunen segir kosn-
ingarnar hafa verið í aðalatriðum
frjálsar og réttlátar.
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, hrósaði bæði makedónsk-
um sem albönskum kjósendum
fyrir að hafa sýnt af sér „pólitísk-
an þroska“. Hann sagði kosning-
arnar „mikilvægt skref í rétta átt
og greinilega höfnun á því ofbeldi
sem hefur varpað skugga á síðustu
mánuði.“
Umskipti í stjórnmálum í Makedóníu:
Stjórnarandstaðan
vann stórsigur
MAKEDÓNÍUBÚAR FAGNA SIGRI
STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR
AP
/N
IK
O
LA
S
G
IA
KO
U
M
ID
IS
Ölfusárbrú:
Ljósasería
olli slysi
LÖGREGLUMÁL Ökumaður stöðvaði
bíl sinn skyndilega þegar hann
var að aka yfir Ölfusárbrú. Af-
leiðingar þess urðu þær að bíll
sem keyrði á eftir ók aftan á bíl-
inn. Ástæða þessa var sú að ljósa-
sería hafði verið strengd milli
handriða á brúnni. Atburðurinn
átti sér stað um sjöleytið á sunnu-
dagsmorgun.
Lögregluna á Selfossi fýsir að
vita hverjir strengdu ljósaseríuna
yfir brúna þvera. Segja þeir ljóst
að með þessu tiltæki hafi lífi og
limum fólks verið stefnt í hættu.
Þeir sem upplýsingar geta gefið
hafi samband við lögregluna.
BERLÍN, AP Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, er að komast
á flug í skoðanakönnunum á ný.
Hægri menn bregðast við með því
að krefjast takmarkana á straumi
innflytjenda til landsins.
Þingkosningar verða haldnar í
Þýskalandi um næstu helgi. Ed-
mund Stoiber, kanslaraefni hægri
manna, hefur haft yfirhöndina í
skoðanakönnunum undanfarið, en
virðist nú vera að missa hylli kjós-
enda.
„Schröder vill fleiri innflytj-
endur, en hann útvegar ekki það
fjármagn sem þarf til þess að stan-
da straum af félagslegri aðlögun,“
sagði Stoiber í gær. Hann segir það
óverjanlegt að fjölga innflytjend-
um þegar fjórar milljónir manna
eru atvinnulausar í Þýskalandi.
„Þetta er býsna örvæntingar-
full tilraun til þess að leita að kosn-
ingamáli, og finna mál sem maður
vonar að höfði til tilfinninga
fólks,“ sagði Schröder. „En ég er
alveg viss um að fólk sér í gegnum
þetta.“
Í fjórum af fimm síðustu skoð-
anakönnununum hljóta Jafnaðar-
menn undir forystu Schröders
meira fylgi en bandalag hægri-
flokkanna tveggja, Kristilegra
demókrata og Kristilegra félags-
sinna.
Á fjölmennum kosningafundi í
Berlín á sunnudaginn ítrekaði
Schröder loforð sín um að Þýska-
land taki ekki þátt í hernaði á hend-
ur Írak.
Kjósendur snúast á sveif með Schröder:
Stoiber höfðar til
útlendingahræðslu
Innbrot og þjófnaðir voru tíðirviðburðir í Reykjavík um helg-
ina. Helst var um innbrot í bíla og
algengast að verið sé að stela
hljómflutningstækjum. Lögreglan í
Reykjavík fékk tilkynningu um að
kona hefði gengið úr verslun með
fulla matarkörfu án þess að borga
og ekið á brott. Þá stöðvuðu dyra-
verðir mann á bar í miðborginni
sem hafði verið að misnota debet-
kort. Sagðist hann hafa fundið
kortið undir barborðinu.
Öryggisvörður lenti í átökum viðmann um sjöleytið á laugar-
dagsmorgun eftir að hafa komið að
honum þar sem hann var að brjót-
ast inn í bíl. Hélt hann honum
þangað til lögreglan kom á staðinn.
Skömmu síðar var tilkynnt að brot-
ist hefði verið inn á heimili í mið-
borginni. Íbúarnir höfðu vaknað
við það að maður stæði við rúm-
gaflinn hjá þeim. Þau höfðu verið
að lofta út og gleymt að loka svala-
hurðinni. Maðurinn komst í burtu
og hafði á brott með sér tvö seðla-
veski, bankabók og lyklana að bíln-
um þeirra. Málið er í rannsókn.
KANSLARINN
OG UTANRÍKISRÁÐHERRANN
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og
Joschka Fischer, utanríkisráðherra, á kosn-
ingafundi í Berlín um helgina.
LÖGREGLUFRÉTTIR
TAÍPEI, AP „Ef við værum ekki sjálf-
stætt ríki, hvernig gæti ég þá ver-
ið forsetafrú?“ spurði Wu Shu-
chen, eiginkona forseta Taívans,
Chen Shui-bien. „Ég þarf ekki sí-
fellt að endurtaka þetta. Ekki
frekar en að ég
þurfi alltaf að taka
fram að ég er
kona.“
E i g i n m a ð u r
hennar, Chen for-
seti, hefur verið
óhræddari við að
bjóða Kínverjum
byrginn en aðrir ráðamenn í Taív-
an. Hann hefur oftar en einu sinni
fullyrt að Taívan sé sjálfstætt ríki,
þótt hann hafi stundum dregið í
land með slíkar yfirlýsingar eftir
að Kínverjar hafa sýnt tennurnar.
Frú Wu, sem er lömuð fyrir
neðan mitti, heldur í níu daga ferð
til Bandaríkjanna á fimmtudag-
inn. Hún segist ekki að fyrra
bragði ætla að ræða í heimsókn-
inni deilurnar við Kínverja, sem
líta svo á að Taívan sé aðeins hér-
að í Kína. Hins vegar lofar hún
því að segja álit sitt umbúðalaust
ef hún verður spurð.
Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld
sem forsetafrú Taívans kemur til
Bandaríkjanna. Heimsóknin þykir
til marks um það, að George W.
Bush Bandaríkjaforsti leyfi sér
meira gagnvart kínverskum
stjórnvöldum í málefnum Taívans
en forverar hans í embætti. Kín-
verjar hafa jafnan hótað öllu illu
þeim ríkjum sem umgangast Taív-
an sem sjálfstætt ríki.
Í Bandaríkjunum ætlar frú Wu
að flytja nokkrar ræður, þar sem
hún fjallar um þann árangur sem
Taívanar hafa náð í þróuninni frá
alræðisstjórn til lýðræðis.
Ummæli hennar í viðtali á
sunnudaginn hafa reyndar vakið
hörð viðbrögð frá barnabarni Chi-
ang Kai-sheks, sem stjórnaði í
Kína þangað til kommúnistar
gerðu þar byltingu árið 1949. Chi-
ang Kai-shek flúði ásamt ríkis-
stjórn sinni til Taívans, sem þá
var aðeins hérað í Kína, og viður-
kenndi aldrei stjórn Kommúnista-
flokksins.
Wu sagði í viðtalinu að munur-
inn á sér og Soong Mayling, eigin-
konu Chiangs, væri sá að eigin-
maður hennar hefði verið einræð-
isherra. Eiginmaður sinn væri
hins vegar lýðræðislega kjörinn
forseti.
Hún minnti líka á að frú Chi-
ang hefði verið kölluð „forsetafrú
til æviloka“. Wu sagðist aldrei
samþykkja slíkan titil. „Þegar
kjörtímabili mínu sem forsetafrú
lýkur, þá er það búið,“ sagði hún.
„Þá verð ég venjuleg manneskja á
ný.“
Lætur Kínastjórn
ekki þagga niður í sér
Forsetafrúin á Taívan er ekki hrædd við að segjast búa í sjálfstæðu ríki. Hún er á leið til
Bandaríkjanna í níu daga heimsókn.
FORSETAFRÚIN Á TAÍVAN
Hún ætlar ekkert að minnast á deilurnar við Kínverja í Bandaríkjaför sinni - nema hún verði spurð.
„Ef við værum
ekki sjálfstætt
ríki, hvernig
gæti ég þá
verið forseta-
frú?“
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 87.56 1.16%
Sterlingspund 134.97 -0.10%
Dönsk króna 11.42 -0.16%
Evra 84.81 -0.16%
Gengisvístala krónu 128,78 0,37%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 247
Velta 3.450m
ICEX-15 1.306 1,09%
Mestu viðskipti
Íslandsbanki hf. 1.207.756.945
Bakkavör Group hf. 222.992.111
Össur hf. 85.829.851
Mesta hækkun
Opin kerfi hf. 5,11%
Bakkavör Group hf. 5,05%
Össur hf. 4,00%
Mesta lækkun
SR-Mjöl hf. -13,89%
Frumherji hf. -5,17%
Marel hf. -4,74%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8305 -0,10%
Nsdaq*: 1274,1 -1,30%
FTSE: 4044,3 0,90%
DAX: 3305 -1,70%
Nikkei: 9241,9 -1,80%
S&P*: 882,1 -0,90%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI
Misjafnlega gengur að hagnast á útflutn-
ingi sjávarafurða. Afkoma SÍF í Frakklandi
olli vonbrigðum, en betur gengur í Banda-
ríkjunum.
Afkoma SÍF undir mark-
miðum:
Vonbrigði í
Frakklandi
UPPGJÖR Hagnaður Sölusambands
Íslenskra fiskframleiðenda nam
22 milljónum króna eftir skatta
fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er
mun lakari niðurstaða en fyrir
sama tímabil í fyrra. Rekstrar-
tekjur drógust saman milli ára.
Fyrirtækið sendi frá sér afkomu-
viðvörun vegna þess að afkoman
stefndi í að verða lakari en áætl-
anir höfðu gert ráð fyrir. Rekstur
SÍF í Frakklandi olli vonbrigðum.
Fyrstu mánuði ársins glímdi fyr-
irtækið við harða samkeppni, en
helstu samkeppnisaðilar á þeim
markaði urðu gjaldþrota í vor. SÍF
er aðili að yfirtöku fyrirtækjanna.
Félagið telur horfur góðar á þeim
mörkuðum síðari hluta ársins.
Sölutregða varð vegna upptöku
evrunnar, en fyrirtækið telur að
henni sé að létta.
Þrátt fyrir að betur horfi er
gert ráð fyrir tapi á þriðja árs-
fjórðungi og afkoman fyrir árið í
heild verði heldur lakari en mark-
mið fyrirtækisins. Reiknað er
með að aðhaldsaðgerðir muni
skila sér í rekstrinum á síðari
hluta ársins.