Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 7
7ÞRIÐJUDAGUR 17. september 2002 HÚSALEIGA Leiga á 2ja herbergja íbúðum er um 70 til 100 prósent hærri en tölur Páls Péturssonar félagsmálaráðherra gefa til kynna. Samkvæmt honum kostar um 35.000 krónur að leigja 2 her- bergja íbúð, en Guðrún Elíasdótt- ir, starfsmaður Leigulistans, sagði að á frjálsum markaði kostaði um 60 til 70 þúsund að leigja 2 her- bergja íbúð. „Þetta er náttúrlega bara bull og ekki í neinum takti við raun- veruleikann,“ sagði Guðrún. „Mér þætti gaman að vita hvar þessar íbúðir eru því ég myndi þá benda fólkinu sem er að leita til okkar á þær.“ Tölur ráðherra byggja á þing- lýstum húsaleigusamningum vegna húsalegubóta og sam- kvæmt þeim kostar herbergi um 25.000 krónur, 2 herbergja íbúð 35.000 og 3 herbergja um 45.000 krónur. Um er að ræða meðaltals- verð og eru húsaleigusamningar hjá Félagsbústöðum inni í tölun- um. Leiga þar er töluvert lægri en á almenna markaðnum og dregur meðaltalið því niður. Guðrún sagði ekki hægt að hafa leiguverð hjá Félagsbústöð- um inni í þessu meðaltalsverði. Leiga á hinum frjálsa markaði væri svo langtum hærri en í fé- lagslega kerfinu. Hún sagði að leiguverð hefði staðið í stað síð- asta ár. Undanfarið hefði verið jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs.  Tölur ráðherra um meðaltalsleiguverð: „Ekki í takti við raunveruleikann“ MISMUNANDI UPPLÝSINGAR UM LEIGUVERÐ Guðrún Elíasdóttir, starfsmaður Leigulistans, segir leigu á 2 herbergja íbúðum vera um 70% til 100% hærri en tölur ráðherra gefi til kynna. Bakkabræður kaupa: Bakkavör hækkar KAUPHÖLLIN Bakkabræður sf. sem er eignarhaldsfélag bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona jók hlut sinn í Bakkavör Group í gær. Verðmæti kaupanna var 61 milljón króna. Gengið í viðskiptunum var 10. Bakkavör hefur hækkað á markaði á undanförnu og leiddi hækkun í Kauphöllinni í gær. Vísi- tala aðallista hækkaði um rúmt prósent í gær og endaði vísitalan í 1307 stigum. Eignarhlutur Bakka- bræðra í Bakkavör eftir kaupin er nálægt fjórum og hálfum milljarði eftir kaupin í gær. Alls voru 46 við- skipti með bréf í félaginu og var lokagengið 10,40.  MIÐBORGIN „Það var enginn að búa til ýkjusögur þegar ástandi mið- borgarinnar á menningarnótt var lýst,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur. Hún hefur á ný vakið máls á því ástandi sem var á unglingum síðustu m e n n i n g a r n ó t t ekki síst núna þeg- ar útivistartími barna hefur frá 1. september styst um tvær klukku- stundir. Jóna Hrönn segir börn undir 16 ára aldri hafa verið í mið- borginni umrædda nótt og sama hefði verið uppi á teningnum á 17. júní. „Ég skil ekki hvernig sú hefð hefur geta skapast að foreldrar leyfi börnum sínum að vera í mið- borginni að næturlagi þessar tvær nætur. Aðrar helgar er það tilviljun að hitta fyrir krakka yngri en 16 ára.“ Mikil umræða um ástandið skapaðist í kjölfar síðustu menn- ingarnætur. Jóna Hrönn segir að óviðeigandi hafi verið að gera að- stæður á menningarnótt að póli- tískum þrætum. Þá eigi fullorðna fólkið ekki að eyða tímanum í að ásaka hvort annað. Of mikið sé í húfi. „Það er ljóst að við sem sam- félag verðum að standa saman um að rjúfa þá hefð sem er að skapast í kringum menningarnótt. Þetta ástand snýst ekki um pólitík held- ur börnin okkar og hamingju þeir- ra. Foreldrar mega ekki gleyma því að þeir bera foreldraábyrgð og eiga að vera myndugir. Staðreynd- in er sú að eftir að hátíðarhöldum lýkur tekur við ástand þar sem vímunefnaneysla og spenna eru í hámarki. Við sem þarna vorum stödd urðum fyrst og fremst sorg- mædd að sjá börnin innan um allt þetta. Við héldum að borgarsamfé- lagið væri komið langt á veg í vit- undarvakningu um vernd barna og ungmenna en á menningarnótt voru stigin tvö skref afturábak“ Jóna Hrönn segir að grípa verði í taumana. „Það hefur náðst góður árangur við lok samræmdu prófanna á síðustu árum. Nú eru ekki lengur hundruð 15 ára ung- lingar í neyslu eftir prófin niðri miðborginni. Með miklum sam- takamætti fullorðinna og einnig með skýrum skilaboðum hefur náðst augljós árangur. Hið sama þarf að gerast varðandi menning- arnótt og 17. júní.“ kolbrun@frettabladid.is Tvö skref stigin afturábak JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR „Menningarnótt er frábær viðburður og við sem störfum í miðborginni og einnig þeir sem þar búa viljum taka vel á móti fólki á afmælis- degi Reykjavíkurborgar, en það er niðurdrepandi ef gestirnir sýna hverfinu vanvirðu og þakka gott boð með skrílshætti. Nú þarf að nota tímann til að rjúfa þessa hefð og styðja foreldra í því að setja börnunum sínum skýrar reglur og brjóta ekki landslög.“ Jóna Hrönn Bolladóttir segir óskiljanlega þá hefð foreldra að leyfa börnum sínum að vera að næturlagi í miðborginni á menningarnótt og 17. júní. Þá hafi hin pólitíska umræða í kjölfar menningarnætur verið með öllu óviðeigandi. Óviðeigandi að gera að- stæður á menningarnótt að pólitískum þrætum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.