Fréttablaðið - 17.09.2002, Page 9

Fréttablaðið - 17.09.2002, Page 9
9ÞRIÐJUDAGUR 17. september 2002 BJÖRGUNARAÐGERÐ Tæpan sóla- hring tók að ná Toyota-jeppa upp úr straumharðri jökulsá sem rennur undan Dyngjujökli. Jepp- inn hafði oltið á hliðina eftir að ökumaður gerði tilraun til að fara yfir ána og upp á árbakkann hinum megin. Lögreglunni í Húsavík var beðin um aðstoð um níuleytið á laugardagskvöld eftir að annar af tveimur jeppum sat kirfilega fastur í jökulsánni. Tókst mönn- unum tveimur sem voru í jepp- anum að komast af sjálfsdáðum upp á árbakkann þeim megin sem hinn jeppinn var. Björgunarsveitarmenn frá Garðari í Húsavík, Stefáni frá Mývatni og Hjálparsveit skáta í Aðaldal komu til aðstoðar á þremur öflugum björgunarsveit- arjeppum. Þegar að var komið þótti ráðlegt að bæta við slöngu- bát til aðstoðar enda jökulsáin mun straumharðari en upplýs- ingar gáfu til kynna. Ekki tókst að draga jeppann upp úr ánni. Það var ekki fyrr en tæplega sól- arhring síðar, um átta á sunnu- dagskvöldinu, að hertrukki frá Björgunarsveitinni Jökli í Jökul- dal tókst að draga jeppann upp sem er talsvert skemmdur eftir veruna í ánni en leir og drulla höfðu komist í hann.  Jeppi valt á hliðina í jökulsá: Sólarhring tók að ná jeppanum upp BÍLLINN DREGINN UPP Tæpan sólarhring tók að ná bílnum upp en það tókst ekki fyrr en hertrukkur kom á staðinn. UNNIÐ VIÐ BJÖRGUN Ráðlegt þótti að notast við slöngubát til að koma taug í jeppann sem var kirfilega fastur í ánni. STJÓRNMÁL Tveir af fimm þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í nýju norðvesturkjördæmi sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Það eru Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, og Vilhjálmur Egils- son. Hinir þrír þing- menn flokksins hafa allir lýst því yfir að þeir sækist eftir öruggu þing- sæti. Það er því eitt af þremur efstu sætum á lista flokksins. Vonlítið er talið að flokkur- inn nái inn fjórða manni. „Ég stefni á fyrsta eða annað sæti ef það verður prófkjör,“ segir Vilhjálmur Egilsson. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins á Norð- urlandi vestra fyrir síðustu þing- kosningar. Hann segist eiga von á að þetta verði mjög mikil barátta. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra, í gær en ljóst þykir að hann stefni á að leiða lista flokksins í nýja kjördæminu. Hann leiddi lista flokksins á Vesturlandi fyrir síðustu þingkosningar og er eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Aðrir þingmenn flokksins gefa lítið út um ákveðin sæti en segjast stefna að því að sitja áfram. „Ég sækist eftir áframhaldandi þing- sæti,“ segir Einar Oddur Kristins- son, þingmaður af Vestfjörðum. „Ég hef sagt fólki að ég stefni að einu af þremur efstu sætunum. Það er þá helst að ég horfi til ann- ars eða þriðja sætisins,“ segir Guðjón Guðmundsson, annar þingmaður flokksins af Vestur- landi. „Ég stefni að því að ná góð- um árangri og öruggu þingsæti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, odd- viti Sjálfstæðismanna á Vestfjörð- um. Mörgum þykir erfitt að meta styrkleika þingmannanna. Sturla hefur verið talinn líklegur til að leiða lista flokksins. Óvíst er hver- su mikla samkeppni Vilhjálmur veitir honum. Einar K. er sagður geta treyst á stuðning víðar en af Vestfjörðum. Guðjón kemur af Akranesi, fjölmennasta sveitarfé- lagi kjördæmisins. Baráttan stendur um þrjú efstu sætin. Önnur duga vart til þing- sætis. Einar Oddur orðaði það einna best: „Það má segja að á góð- um dögum geti sætin verið fjögur. Okkur finnst nú góðu dagarnir sjaldan lenda á kjördegi.“ brynjolfur@frettabladid.is Tveir stefna á efsta sætið Þingmenn Sjálfstæðisflokks í norðvesturkjördæmi berjast fyrir áframhaldandi þingsetu sinni. Sturla Böðvarsson og Vilhjálmur Egilsson stefna báðir á efsta sætið. Aðrir á örugg þingsæti. ALÞINGISHÚSIÐ Ólíklegt er að meira en þrír af fimm núverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi gangi inn um dyr Alþingis til star- fa sinna eftir næstu þingkosningar „Það má segja að á góðum dögum geti sætin verið fjögur. Okkur finnst nú góðu dagarnir sjaldan lenda á kjördegi.“ Kaupin á Arcadia: Green ætlar ekki að selja VIÐSKIPTI Breski auðjöfurinn Phil- ip Green ætlar ekki að skipta upp og selja frá sér verslanir Arcadia. Í viðtali við Bloomberg upplýs- ingaveituna segist Green ætla að reka verslanir Arcadia. „Ég keyp- ti þær ekki til að selja þær.“ Baug- ur var í upphafi aðili að tilboði Green og hafði fyritækið auga- stað á vörumerkjum samstæðunn- ar sem höfða til yngra fólks. Ef marka má yfirlýsingar Green er hann ekki á þeim buxunum að láta þær frá sér.  HÓMÓPATAR „Hingað hafa komið menn sem kynnt hafa fyrir okkur starf og nám hómópata en enginn afstaða hefur verið tekin til þess náms hjá embætti landlæknis, seg- ir Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir. Á laugardag útskrifað- ist sextán manna hópur hómópata eftir fjögurra ára nám við breskan skóla sem hér hefur starfað. Þetta er í annað sinn sem útskrifað er frá skólanum hér á landi. Guðríður Þorsteinsdóttir skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu staðfesti að bréf hafi borist ráðuneytinu meðal annar frá hómópötum. Hún segir að nú á haustmánuðum muni fara af stað nefnd sem ætlað sé að gera úttekt á námi og störfum allra þeirra sem stundi óhefðbundar lækningar. „Það er í samræmi við þingsálykt- unartillögu sem samþykkt var á síðast ári. Í henni var talað um all- ar óhefðbundnar lækningar og til- gangur nefndar sem skipuð verður af heilbrigðisráðuneytinu verður að skoða þessa starfsemi frá öllum hliðum.“ Guðríður segir nefndinni ætlað skila frá sér skýrslu um þessa starfsemi og í framhaldi megi búast við að afstaða verði tekin í ráðuneytinu. „Tilgangurinn er að þeir sem hafa aflað sér menntunar njóti þess og einnig að yfirvöld hafi eftirlit með starfsemi af þessu tagi.“ Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir leggur áherslu á að embættið sé alls ekki á móti óhefð- bundum lækningum en vísar í starf þeirrar nefndar sem muni ætlað að gera úttekt á þeim og um- fangi þeirra.  ÓHEFÐBUNDAR LÆKNINGAR SÆKJA Á Hérlendis hefur undanfarin ár verið skipulagt nám fyrir hómópata frá Bretlandi. Mikill áhugi á óhefðbundnum lækningum: Hómópatar óska eftir viðurkenningu Tölur um skólasókn: Áberandi minnst á Suð- urnesjum SKÓLAMÁL Skólasókn 16 ára ung- menna er áberandi minnst á Suður- nesjum eða 80%, en landsmeðal- talið er 90%. Þetta kemur fram í út- tekt Hagstofu Íslands á skólasókn íslenskra ungmenna á aldrinum 16 til 29 ára, eins og hún var á miðju haustmisseri árið 2001. Skólasókn 16 ára drengja á Suð- urnesjum er 75% en 87% stúlkna þar stunda nám. Strax á fyrstu tveimur árum framhaldsskólans dregur úr skólasókn. Um 80% 17 ára ungmenna er við nám, en 70% 18 ára ungmenna. Við 18 ára aldur er aðeins helmingur drengja á Suð- urnesjum í námi, 58% á Norður- landi eystra og á Austurlandi, en yfir 70% drengja á höfuðborgar- svæðinu og Norðurlandi vestra. Við 20 ára aldur er skólasóknin 48%, en við 24 ára aldur eru um 30% við nám í framhalds- og há- skólum. Um 10% 29 ára fólks er í námi. Þegar skólasókn er skoðuð með tilliti til kynskiptingar kemur í ljós að skólasókn 16 ára pilta er 88% en 16 ára stúlkna um 90%. Mismunur á skólasókn kynjanna fer vaxandi til 19 ára aldurs en þá eru um 10% fleiri stúlkur en piltar í námi. Við 20 ára aldur snýst þetta við, en þá er 50% drengja í námi miðað við 46% stúlkna. Þegar komið er fram yfir tvítugt eru stúlkur aftur orðnar fjölmennari en drengir meðal dag- skólanema.  FJÖLBRAUTASKÓLINN Í ÁRMÚLA Yfir 70% 18 ára drengja á höfuðborgar- svæðinu og Norðurlandi vestra stunda nám. Elsta manneskja heims: Fagnar 115 ára afmæli AFMÆLI Elsta manneskja heims, Kamato Hongo, fagnaði í fyrradag 115 ára afmæli sínu. Hongo, sem sefur í tvo daga og vakir í tvo daga í senn, svaf fram eftir á af- mælisdegi sínum en fagnaði svo ásamt fjölskyldu sinni og vinum í suðurhluta Jap- ans. Heilsu Hongo hefur hrakað mikið á síðustu mánuðum og er hún undir stöðugu eftirliti hjúkrunarkonu. Henni finnst gott að fá sér í staupinu og notar hend- urnar til að dansa Tokunoshima- dansinn sem er ættaður frá Kagos- hima eyjunum suður af landinu.  ÁNÆGÐ MEÐ AFMÆLIÐ Kamato Hongo svaf fram eftir á afmæl- isdegi sínum en fagnaði svo ásamt fjölskyldu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.