Fréttablaðið - 17.09.2002, Síða 10
10 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Nú skal
herða á
læknis hönd
Pétur G. Kristbergsson skrifar
Pétur G. Kristbergsson sendieftirfarandi vísu vegna vilja
heilbrigðisráðherra að setja heim-
ilislækna á afkastahvetjandi laun.
Nú skal herða á læknis hönd
hverfa tökin mjúku.
Sem fiskarnir á færibönd
fari hinir sjúku.
VEFUR „Alþingi og Althing eru tví-
myndir. Þær ná báðar yfir Alþingi
Íslendinga. Mér finnst mjög óvið-
kunnanlegt að taka það upp sem
heiti á vef einstaklings eða sam-
taka sem eru ótengd Alþingi,“
segir Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, um vef Friðar 2000 sem
settur hefur verið upp á slóðinni
Althing.org. „Ég átta mig ekki á
hvað verið er að gefa í skyn með
þessu. Athygli mín hefur verið
vakin á þessu og ég er með þetta í
athugun.“
Halldór segist ekki telja að
Ástþór Magnússon og Friður 2000
hafi mikið upp úr upptækinu. „Ég
hygg að niðurstaðan sé sú að
menn eða félagasamtök hafa ekk-
ert upp úr því að reyna að nota
nafn Alþingis sér til framdráttar.
Ég held að menn sjái í gegnum
það og þyki það ekki viðeigandi.“
Árni R. Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, hefur kvatt til
þess að forsætisnefnd Alþingis
finni leiðir til að láta loka vefnum.
Óviðunandi sé að nafn Alþingis sé
notað sem skálkaskjól.
Forseti Alþingis ósáttur við Althing.org:
Óviðeigandi notkun
á heiti Alþingis
Saksóknarar í Svíþjóð óskuðu ígær eftir framlengingu á
gæsluvarðhaldi yfir manninum
sem grunaður er um að hafa ætl-
að að ræna flugvél á leið til
Lundúna í síðasta mánuði. Mað-
urinn hefur játað að hafa verið
vopnaður byssu en neitar því að
hafa ætlað að ræna vélinni.
Stærsta fangelsi Brasilíu, Car-andiru fangelsinu í San Paulo,
hefur verið lokað. Mikið hefur
verið um uppreisnir og blóðsút-
hellingar í fangelsinu. Um 7000
fangar voru lokaðir inni í fang-
elsinu, tvöfalt fleiri en upphaf-
lega var gert ráð fyrir. Mannrétt-
indahópar hafa fagnað lokuninni.
Einn lést og fjórir særðust þeg-ar handsprengja sprakk á
næturklúbbi í borginni Diyar-
bakira í Tyrklandi í fyrrinótt.
Talið er að sprengjan hafi
sprungið fyrir mistök.
HALLDÓR BLÖNDAL
Skoðar hvernig bregðast skuli við því að
Friður 2000 opni vef í nafni Alþingis.
ERLENT
KVIKMYND „Staða fátækra á Íslandi
er svo slæm að óreyndu héldi
maður að um skáldskap væri að
ræða,“ segir Ragnar Halldórsson
kvikmyndagerða-
maður sem frá ár-
inu 2000 hefur unn-
ið að gerð heimild-
arkvikmyndar um
fátækt á Íslandi.
Fyrir undirbúning
kvikmyndarinnar þótti Ragnari
rétt að kalla saman fulltrúa frá
öllum helstu mannúðarstofnunum
landsins á fund hjá Mannréttinda-
skrifstofu Íslands.
„Mér þótti ráðlegt að leita til
þessara félagasamtaka í ljósi þess
að kvikmynd um fátækt er við-
kvæmt verkefni á allan hátt. Eftir
fundinn var ég með að leiðarljósi
að þeir sem kæmu fram í mynd-
inni væri ekki í óreglu eða hefðu
ekki að baki fjármálaóreiðu. Þetta
var ekki síst áríðandi svo að þeir
sem sæju myndina gætu ekki af-
greitt málið þannig að fólkinu
væri um að kenna hvernig staða
þess væri. Einnig var ekki síður
mikilvægt að gæta ítrustu varúð-
ar vegna barna þessa fólks. Þrátt
fyrir að foreldrarnir væru tilbún-
ir að taka þátt í verkefninu gæti
það bitnað á börnum þeirra.“
Ragnar segir að leitast hafi
verið við að fá í myndina einstak-
linga sem byggju raunverulega
við kröpp kjör. Þrjá mánuði hefðu
tekið að finna þátttakendur sem
væru fulltrúar þeirra þriggja
hópa sem verst eru settir þ.e. ör-
yrkjar, einstæðir foreldrar og elli-
lífeyrisþegar. Tveir eintaklingar
og þeirra nánasta fjölskylda urðu
fyrir valinu sem þungamiðja
myndarinnar. Þeim er fylgt náið
eftir í daglega lífinu. Erfitt reynd-
ist að fá fulltrúa ellilífeyrisþega
og því var horfið frá því. Hins
vegar segja einstaklingar úr þeim
hópi auk annarra sögu sína í
myndinni án þess að sýna andlit-
ið.“
Ragnar segir að við undirbún-
ing og töku myndarinnar hafi það
komið sér á óvart hversu slæmt
fólki hafi það í raun. „Það er til
fólk sem á ekki að borða eina
viku í mánuði. Staðreyndin um
fátækt er falin. Þeir sem hana
upplifa vilja leyna því og þjóðfé-
lagið neitar að viðurkenna að hún
sé til staðar. Við trúum því ekki
að til sé fólk sem á ekki fyrir
mat.“
Til stendur að sýna myndina
Hin þjóðin í kvikmyndahúsum
eftir áramót. Þess má geta að
hljómsveitin Sigurrós semur tón-
listina í myndinni.
kolbrun@frettabladid.is
Hin þjóðin fjallar
um fátækt fólk
Ragnar Halldórsson kvikmyndagerðarmaður er um þessar mundir að leggja lokahönd á kvik-
mynd sem fjallar um fátækt á Íslandi. Hann segir þjóðfélagið neita að viðurkenna fátækt.
ATRIÐI ÚR KVIKMYNDINNI HIN ÞJÓÐIN
Líf tveggja einstaklinga og fjölskyldu þeirra er þungamiðja myndarinnar. Annar var valinn úr hópi öryrkja. Hann er ungur 2ja barna faðir
sem greindist með MS-sjúkdóm. Hinn er 52 ára einstæð móðir sem þó er óvenjuleg sem slík því hjá henni er 3 ára sonardóttir hennar.
Það er til fólk
sem á ekki að
borða eina
viku í mánuði.
Ekki
fyrir okkur
Einar Þveræringur:
Háttvirtur þingmaður, ÁstaMöller, hefur nú fundið hvar
gallarnir í íslenska heilbrigðs-
kerfinu eru. Að hennar mati er
ekki nóg einkavæðing. Allir Ís-
lendingar kannast við sögur af ís-
lenskum konum giftar Ameríkön-
um sem fljúga um hálfan hnöttinn
til þess að eignast barn hér heima
í landi miskunsama Samverjans.
Okrið er svo gegndarlaust í
Bandaríkjunum.
Gamall maður sem var í
blöðruspeglun þar í landi kvaldist
mikið. Íslenskur læknir sem var
viðstaddur spurði hvort gamli
maðurinn hafi ekki verið deyfður.
„Hann átti ekki fyrir deifing-
unni,“ svöruðu læknar í Guðs eig-
in landi.
Frú Möller. Taktu ofan
Heimdallargleraugun. Reyndu
ekki að troða á okkur amerísku
viðskiptasiðleysi.
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF
Hver dagur er heimsendir. Ver-öldin sem var tortímist. Göm-
ul gildi glatast, verðmæti tapast.
Haldreipi okkar
reynast gagnslaus.
Ný veröld fæðist
á hverjum degi. Ný
tækifæri opnast,
sannindi finnast,
verðmæti skapast.
Ný vissa verður til.
Mannlífið er eins
og náttúran; sísköp-
un. Endalaus þráður
endaloka og upphafs. Dauðinn er
forsenda lífsins í náttúrunni. Þess-
ar andstæður eru óaðskiljanlegar.
Það er ekki hægt að fá annað en
hafna hinu. Þetta vita allir.
Þrátt fyrir það er eitt helsta ein-
kenni opinberrar umræðu staðföst
trú á að við getum stöðvað þessa
hringekju lífsins. Og að það sé eft-
irsóknarvert. Það er sama hvaða
mál er á dagskrá; alltaf skal mest-
ur tími og flest orð fara í að vara
við breytingum. Stundum er eins
og flestir trúi að samfélag okkar sé
eins og það best geti orðið. Minnsta
röskun geti aðeins fært okkur
verri niðurstöðu. Auðvitað trúir
því enginn.
Óttinn getur hins vegar látið
okkur finnast sem allt sé að fara til
fjandans. Að það sé skárra að
sætta sig við ástandið eins og það
er en taka áhættu um eitthvað ann-
að og verra. Samt segir sagan okk-
ur að breytingar hafi síður en svo
verið skaðlegri en fastheldni. Þrátt
fyrir allt umrót samfélagsins á Ís-
landi á síðustu öld má færa fyrir
því haldgóð rök að þrjóskt íhaldið
hafi leikið samfélagið verr en
breytingarnar. Í það minnsta vild-
um við fæst snúa aftur.
Ástæðan er nokkurs konar til-
finningaleg trygging mannskepn-
unnar fyrir breytingum. Hver vill
rífa Hallgrímskirkju í dag? Við
breytumst með breytingunum. Frá
sjónarhóli dagsins í dag hefur sam-
félagið þróast til bóta. Þannig
verður það líka á morgun. En þetta
vita líka allir.
Ástæðan fyrir því að
heimsendatal leggur undir sig alla
umræðu er að framtíðin á sér fáa
málsvara. Hagsmunir dagsins hafa
hins vegar myndað skipulögð sam-
tök og ráðið sér málpípur. Í okkar
eigin lífi lærum við fljótt að hlusta
ekki á óttann, vonleysið og hatrið
þótt þessar tilfinningar geti haft
hátt. Við lærum að ef við eltum
þær uppskerum við aðeins enn
meiri ótta, vonleysi og hatur. Þess
vegna hlustum við frekar á vonina
þótt hún sé veik og mjóróma.
Við ættum að nota þessa
reynslu í umræðu um sameiginleg
málefni okkar. Hlusta á þá sem
bjóða upp á skynsamlegar lausnir
en skella skollaeyrum við þeim
sem sífellt ala á ótta okkar við
heimsendi. Þeir sem ala á ótta við
breytingar standa í vegi fyrir að
við getum bætt samfélagið.
„Frá sjónarhóli
dagsins í dag
hefur samfé-
lagið þróast til
bóta. Þannig
verður það
líka á morg-
un.“
Fögnum hverjum heimsendi
skrifar um áhrif óttans við heim-
sendi á opinbera umræðu.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON