Fréttablaðið - 17.09.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 17.09.2002, Síða 11
Jóna Eðvalds og Steinunn lönd-uðu samtals 430 tonnum af síld í morgun. Jóna kom með 230 tonn og Steinunn 200. Örn KE er einnig kominn á síldarmiðin í Berufjarðarál og landar á Djúpa- vogi. Þetta kemur fram á horn.is. Óli Jón Gunnarsson bæjar-stjóri í Stykkishólmi leggst gegn þeim hugmyndum að legg- ja Breiðafjarðarferjunni Baldri. „Mér finnst það lítt ígrundaðar hugmyndir. Ég held að skynsem- in hljóti að ráða og að Baldur verði rekinn áfram, nú eða hrað- skreiðara skip sem væri mun betra.“ skessuhorn.is Björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar frá Húsavík, Mývatni, Aðaldal og Jökuldal björguðu fólki sem festist í jeppa í á við Dyngjujök- ul á áttunda tímanum í fyrra- kvöld. Jeppinn er talsvert skemmdur eftir veruna í ánni þar sem leir og drulla höfðu komist inn í hann. vikin.is Bæjarráð Reykjanesbæjarhefur samþykkt að fela Fast- eignum Reykjanesbæjar ehf. að kaupa 18 leiguíbúðir. Áður hafði bæjarráðið samþykkt að nýta sér 237 milljóna króna lánsheim- ild úr Íbúðalánasjóði. Auglýst verður eftir nýjum jafnt sem notuðum íbúðum. 11ÞRIÐJUDAGUR 17. september 2002 INNLENT INNLENT EINANGRUN Biðtími eftir einangrun- arplássi fyrir hunda í Hrísey er nú um þrír mánuðir. Hákon Sigur- grímsson skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu segir það ekki svo ýkja langt ef litið sé til þess að undirbúa þarf alla hunda fyrir Ís- landsför og taki það minnst tvö mánuði í viðkomandi landi. Að- spurður um hvað líði svari ráðu- neytisins til Dýralæknisstöðvar- innar í Garðabæ um leyfi til rekst- urs einangrunarstöðvar hér syðra svarar hann að mjög fljótlega muni vera tekin afstaða til þess. „Við eigum von á áliti nefndar sem skipuð var til að gera nýtt áhættu- mat fyrir þennan innflutning og á grundvelli þess verður sett reglu- gerð. Í framhaldi af því verður tek- in afstaða til umsóknar Dýrlækna- stöðvarinnar í Garðabæ.“ Hákon segir að þessi sama nefnd fjalli einnig um hvort stytta eigi einangrunartímann en henni var falið að gefa álit sitt á því. „Álit nefndarinnar mun hafa mikið að segja um þær ákvarðanir sem teknar verða í ráðuneytinu um breytingar í á einangrunarferl- inu.“ Björn Styrmir Árnason á Dýra- læknastöðinni í Garðabæ segir að um leið og grænt ljós komi frá ráðuneytinu fari undirbúningur á fullt skrið. „Við erum hæfilega bjartsýn en höfum ekki þorað að gera neitt fyrr en við fáum eitt- hvað að vita enda til einskis unnið ef ráðuneytið hafnar okkur. Okkar skoðun er að dýr eigi alls ekki að þurfa að ferðast meira en nauðsyn krefur og í ljósi þess að yfir 90% allra innfluttra dýra fer á höfuð- borgarsvæðið finnst okkur rétt að svona stöð sé sem næst áfanga- stað.“  Plastprent sækir út: Kaupir fyrirtæki í Lettlandi VIÐSKIPTI Plastprent hf. hefur undir- ritað, með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, samning um kaup á plastframleiðslufyrirtækinu Unifleks í Ríga, Lettlandi. Unifleks er í sambærilegri starfsemi og Plastprent, hjá því starfa um 180 manns og velta þess nemur 4-500 milljónum króna. Uni- fleks er með söluskrifstofur í þremur löndum. Endanleg afstaða til kaupanna verður tekin að henni lokinni í októ- ber mánuði.  BÚVÖRUSAMNINGUR Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra hefur enn ekki skipað nefnd til að end- urskoða búvörusamning ríkis og kúabænda. „Við höfum ekki heyrt orð frá ráðherra. Ég veit ekki hvað tef- ur,“ sagði Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda. Bændur telja nauðsynlegt að lagfæra nokkur atriði í gildandi samningi og umfram allt að tryg- gja rekstraröryggi mjólkurfram- leiðslunnar til lengri tíma. Samn- ingur kúabænda við ríkið gildir til 2005 en bændur telja rétt að fram- lengja hann til 2010 og tryggja rekstraröryggi mjólkurfram- leiðslunnar frekar. Í ávarpi sínu á aðalfundi kúa- bænda fyrir réttum mánuði sagð- ist ráðherra myndi skipa samn- inganefnd og koma viðræðum um endurskoðun samningsins af stað. Ráðherra lofaði ekki nýjum mjólkursamningi en sagði að ef nýr samningur yrði gerður, væri ekki sjálfgefið að hann fæli það sama í sér og núverandi samning- ur. Ekki náðist í landbúnaðarráð- herra.  Endurskoðun mjólkursamnings ríkis og bænda: Dráttur á nefndaskipan landbúnaðarráðherra GUÐNI ÁGÚSTSSON Mánuður frá yfirlýs- ingu ráðherrans. Hef- ur þó ekki enn skipað fulltrúa í endurskoð- unarnefnd mjólkur- samnings ríkis og bænda. Myndbönd: Landsmót á leiðinni HESTAMENNSKA Landsmót hesta- manna, sem haldið var á Vind- heimamelum í sumar, er vænt- anlegt á fjórum myndböndum sem sett verða á markað á næstu dögum. Myndböndin eru unnin af Plús Film og Sveini Sveins- syni og eru fjögur að tölu. Á fyrstu spólu er Landsmótið allt eins og það lagði sig, á annarri stóðhestar, á því þriðja hryssur og svo loks gæðingar. Mynd- böndum um Landsmótið verða fáanleg í íslenskri og enskri út- gáfu en þulur er Samúel Örn Er- lingsson.  Ákvörðun um nýja stöð syðra tekin fljótlega: Bið eftir plássi í Hrísey nú þrír mánuðir ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SAMA AÐ VERA HUNDUR EÐA FUGLINN FJÚGANDI Hundar og önnur dýr en fuglinn fljúgandi þurfa að ganga í gegnum mikið og langt ferli til að komast til Íslands Göngufólk við Akranes: Gengu fram á djúp- sprengjur SPRENGJUR Hópur göngufólks sem átti leið um Ás- og Melabakka nærri Akranesi um helgina gekk fram á djúpsprengjur fyrir nokkru. Milli 30 og 40 manns voru í gönguhópnum. Tveir þeirra komu á það sem í fyrstu virtist vera olíufötur. Við nánari eftir- grennslan virtist sem um djúp- sprengju væri að ræða. Sprengju- deild Landhelgisgæslunnar lét ganga svæðið þar sem hlutirnir sáust. Fundust þá fjórar óvirkar djúpsprengjur úr síðari heims- styrjöld að því er fram kemur á heimasíðu Akranesbæjar.  Bensínstríð er hafið á Suður-nesjum. Orkan opnaði nýja bensínstöð við Hagkaup á Fitjum í Njarðvík á laugardag og bauð þá þegar lægsta bensínverð á Íslandi, 89.90 kr. fyrir bensínlítrann og 39.90 kr. fyrir lítran á dísel. ÓB- stöðin í Njarðvík hefur nú ákveðið að jafna verðið hjá Orkunni. vf.is Boeing 707 eldsneytisflugvélfrá Varnarliðinu, sem lenti í vandræðum með nefhjólsbúnað sinn, tókst að lenda á Keflavíkur- flugvelli um klukkan 13 í gær. Tekist hafði að koma nefhjóli vél- arinnar niður eftir að áhöfn vélar- innar hafði verið í sambandi við sérfræðinga í Bandaríkjunum. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var í viðbragðsstöðu. vf.is Sparisjóður Keflavíkur: Engin hreyf- ing á kæru- málum LÖGREGLUMÁL Kæra stjórnar Spari- sjóðs Keflavíkur á hendur einum af stofnendum fyrirtækisins Thermo Plus bíður enn afgreiðslu hjá embætti Sýslumannsins í Hafnarfirði. Lögmaður spari- sjóðsins lagði fram kæruna 24. júní vegna rangra sakargifta mannsins og tilraunar hans til fjárkúgunar. Jafnframt var Siða- nefnd Blaðamannafélags Íslands send kæra vegna fjölmiðlaum- fjöllunar um málið. Thermo Plus var úrskurðað gjaldþrota í fyrra og hefur Spari- sjóðurinn í Keflavík verið sakað- ur um ýmis konar misgjörðir í tengslum við gjaldþrotið, meðal annars skjalafals, umboðssvik, veðsvik, þjófnaði og fleira. Kærur eins stofnanda Thermo Plus vegna þessa eru enn til af- greiðslu hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hyggst emb- ætti Sýslumanns í Hafnarfirði ekki aðhafast í kærumáli Sparisjóðsins fyrr en niðurstaða úr rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra liggur fyrir. 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.