Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 14

Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 14
útsölustaðir kennsludiskarnir Windows Word Excel Outlook 2.990 kr stk. BT Fjarkennsla ehf. Sími: 511 4510 www.fjarkennsla.is Sendum í póstkröfu www.tolvuvirkni.net netverslun Söngvarinn Beck og hljómsveitinThe Flaming Lips eru að fara í tónleikaferðalag saman. Ferðalagið hefst þann 17. október í Minnea- polis í Bandaríkjunum. The Flaming Lips munu hita upp fyrir Beck á ferðalaginu auk þess sem hljómsveitin mun spila undir hjá honum á tónleikum. Nýjasta breið- skífa Beck, „Sea Change“, er vænt- anleg 24. september og skífa The Flaming Lips, „Yoshimi Battles the Pink Robots“ er nýútkomin. Sýnishorn úr kvikmyndinni“Harry Potter og leyniklefinn“ er nú komið á Netið. Var sýnis- hornið sýnt í fyrs- ta sinn í banda- rísku sjónvarpi fyrir helgi. Í sýn- ishorninu gefur að líta nýjar persón- ur sem ekki voru í fyrri myndinni, þá Gilderoy Lockhart og Lucius Malfoy sem Kenneth Branagh og Jason Isaacs leika. Nýjasta kvikmynd söngkon-unnar Mariah Carey, „Wise- girls“, sem sýnd var við góðar undirtektir á Sundance-kvik- myndahátíðinni fyrr á árinu, verð- ur frumsýnd á myndbandi í stað þess að fara í kvikmyndahús. Myndin fjallar um þrjár gengil- beinur á ítölskum veitingastað þar sem meðlimir mafíunnar eru á meðal matargesta. Leikkonan Mira Sorvino, sem hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite, fer með eitt aðalhlut- verkanna í myndinni. Beth Gibbons, söngkonabresku hljómsveitarinnar Portishead, sendir á næstunni frá sér nýja sólóskífu. Skífan, sem ber heitið „Out of Season,“ er væntanleg í búðir síðar á þessu ári. Gibbons hefur verið að vinna að nýrri breiðskífu með Portis- head en ákvað að taka sér frí til að sinna sólóverkefninu. Eddie Vedder og félagar í PearlJam eru að fara gefa út nýja breiðskífu sem hlotið hefur nafn- ið Riot Act. Platan kemur út í nóvember en fyrsta smáskífan, I am Mine, kemur út þann sjöunda næsta mánaðar. Meðal annarra laga eru Love Boat Captain og Bushleaguer. Sveitin hyggst fylg- ja plötunni eftir með tónleika- ferðalagi á komandi ári. Leikkonan Angelina Jolie hefurgefið hjálparstofnunum Sam- einuðu þjóðanna í Afríku um átta og hálfa milljón króna sem nota á til að gefa flóttamönnum í Alsír að borða. Jolie, sem tók við hlut- verki sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir nokkru síðan, vill vekja athygli á ástandinu í land- inu með fjárframlagi sínu. 14 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR TÓNLIST Það er greinilegt að Bubbi Morthens hefur mikla trú á hinni 19 ára gömlu söngkonu Heru Hjartardóttur. Þau léku fyrst saman á Þorláksmessutónleikum kappans í fyrra. Nú er hún komin hingað til lands í þriðja skipti meðal annars til að fara í ferðalag með honum um landið. Konungur rokksins var meira að segja svo blíður að hann lánaði prinsess- unni frá Nýja Sjálandi hljómsveit sína, Stríð & Frið, til einkanota. „Við erum að taka upp nýtt lag,“ segir Hera með sérkenni- lega hárri og líflegri rödd sinni. Hún segir að útkoman sé rokk- aðri en fyrri lög hennar. „Já, þetta verður öðruvísi en ég hef gert áður. Það eru reyndar fleiri hljóðfæri en kassagítar á plöt- unni minni en hún er langt frá því að vera rokk. Ég hlusta á blöndu af öllu.“ Hera segist hafa samið lög frá átta ára aldri. Hún byrjaði að hljóðrita lög sín 15 ára gömul og vann fyrstu breiðskífu sína, Homemade, ein í heimahúsi eins og titillinn gefur til kynna. Það gaf henni tækifæri til þess að vinna aðra plötu sína á fag- mannalegri hátt. Báðar skífurn- ar voru gefnar út á Nýja Sjálandi en sú seinni er einnig fáanleg hér á landi. Hera virðist einnig stolt af uppruna sínum og viðurkennir að hún bæti stundum íslenskum lög- um inn á tónleikadagskrá sína. Nefnir þar „Vísur vatnsenda Rósu“ og lög Bubba Morthens. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig fólk tekur því. Uppá- haldslagið mitt með honum hefur alltaf verið „Stúlkan sem starir á hafið“. Amma mín var búin að safna úrklippum með gítarnótum í mörg ár. Þar fann ég „Stál og Hníf“ og hef verið að syngja það síðan. Þeir taka þessu mjög vel á Nýja Sjálandi án þess að vita hvað ég er að syngja,“ segir hún og hlær léttilega. Hera segist ætla ætla að eyða að minnsta kosti fjórum mánuð- um á landinu í þetta skipti og hljómar spennt fyrir því að vera lengur. Tónleikaferðalag Bubba THE SWEETEST THING kl. 8 MINORITY REPORT b.i. 14 kl. 5 og 8 LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4 og 4.30 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 b.i. 14 Sýnd kl. 4.45, 7.30 og 10.10 Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i. 12 kl. 8 og 10.15 SIGNS kl. 6 og 8 MAÐUR EINS OG ÉG THE SUM OF ALL FEARS kl. 10 24 HOUR PARTY P. kl. 5.45, 8 og10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 MAÐUR EINS OG ÉG 8 og 10.15 VIT422LILO OG STITCH kl. 4 og 6 VIT 430 LILO OG STITCH ísl. tali kl. 4 VIT429 SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.15 VIT427 PLUTO NASH kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT432 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 433 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 KVIKMYND Einhvern tímann fyrir löngulas ég „The Bourne Identity“ eftir spennusagnahöf- undinn Robert Ludlum og man það eitt að hún var svo löng og flókin að þegar loksins kom að endinum var ég búinn að gley- ma byrjuninni. Kvikmyndin er miklu skemmtilegri en bókin og á köflum er hún svo listavel gerð að litlu munar að maður geti farið að trúa atburðarásinni sem hefst á því að minnislaus maður með skotsár á bakinu finnst fljótandi í Miðjarðarhaf- inu suður af frönsku Rívíerunni. Um leið og þessi maður sem veit ekki hver hann er fer að svipast um eftir sjálfum sér kemur í ljós að mikill fjöldi of- beldismanna er reiðubúinn að leggja á sig mikla fyrirhöfn til að stúta honum. Nafnlausi mað- urinn sem á bankareikning und- ir nafninu Jason Bourne hittir lögulegan kvenmann sem er reiðubúinn að hjálpa honum úr ógöngunum, enda er það segin saga að ævinlega er til hjálpfús og trúgjörn kona handa hverj- um vandræðamanni. Söguna má vitaskuld ekki rekja frekar, en þetta er fyrsta flokks hasar- mynd og Matt Damon er prýði- leg tilbreyting frá þeim ster- atröllum sem reyna að heilla leiklistargyðjuna með upphand- leggsvöðvunum einum saman. Þráinn Bertelsson Hver er maðurinn? THE BOURNE IDENTITY: Aðalhlutverk: Matt Damon, Julia Stiles, Brian Cox, Clive Owen Leikstjóri: Doug Liman Á flakk með kóng FRÉTTIR AF FÓLKI Söngkonan Hera Hjartardóttir hefur búið á Nýja Sjálandi í átta ár, gef- ið þar út tvær plötur og m. a. sungið lög Bubba Morthens fyrir íbúa landsins. Nú er þessi 19 ára stúlka komin undir verndarvæng kóngsins og saman ætla þau í tónleikaferðalag um landið. Frænka Camillu Parker Bowles: Hikar ekki við að koma nakin fram NEKT Emma Parker Bowles, bróð- ursystir Camillu heitkonu Karls Bretaprins, stripplast í nýjasta tölublaði tímaritsins Tatler. Hún hefur skrifað um bíla fyrir blaðið í tvö ár og iðulega fylgja glæsileg- ar myndir af henni með greinun- um og að þessu sinni kastaði hún af sér hverri spjör fyrir mynda- tökuna. Hún lætur það fylgja sögunni í pistli sínum að hún kunni best við sig nakin, ekki síst þar sem hún sé með ómögulegan fatasmekk. Þá hefur hún viðurkennt að hafa far- ið í meðferð vegna ofneyslu áfengis og lyfja fyrir tveimur árum. Talsmaður blaðsins segir stúlk- una oft hafa gengið langt en hún hafi þó aldrei stripplast áður. Eng- um sögum fer af hvort Camilla kunni að meta framtak stúlkunnar en lífstíll litlu frænkunnar er varla til þess fallin að ganga í aug- un í drottningunni.  Carmela Soprano: Leikkonan rennur saman við persónuna SJÓNVARP Fjórða þáttaröðin um Sópranó fjölskylduna verður frum- sýnd í bandarísku sjónvarpi um helgina og fregnir herma að nú verði sjónum beint enn frekar að samskiptum fjölskyldumeðlima en í fyrri þáttum. Edie Falco, sem leikur Carmleu, eiginkonu mafíósans taugabilaða, segist vera farin að þekkja persónuna ansi vel eftir fjög- ur ár: „Það verður auðveldara að leika hana með hverju árinu sem líð- ur og hún er að verða hluti af mér.“ Hún segir útganginn á Carmelu hjálpa sér heilmikið: „Fötin, augun og neglurnar eru hluti af henni og þegar ég er komin í þetta allt saman finnst mér ég vera hún.“  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SJOKKERANDI TÍSKA Fyrirsæta sýnir hér hönnun frá David Delf- in á lokadegi Pasarela Cibele tískusýning- arinnar í Madrid á Spáni. Fjöldinn allur af gestum gekk út af sýningunni þar sem hönnun Delfin fór fyrir brjóstið á þeim.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.