Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 22
22 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR
HRÓSIÐ
... fær Elías Einarsson, eða Elli
bryti í Ráðstefnusölum ríkisins.
Fyrir utan að veita birtu og yl
göfugra veiga í sálir ráðamanna
þjóðarinnar hefur hann ákveðið
að halda Valhöll á Þingvöllum op-
inni yfir vetrarmánuðina. Það er
tími til kominn að sú þjóðarger-
semi sem Þingvellir eru sé betur
nýtt en fyrr. Fegurð staðarins
nýtur sín ekkert síður á fögrum
vetrardegi, en um hásumar eða
litríkt haust. Um leið og þessu
frumkvæði er fagnað er rétt að
hvetja landsmenn til að njóta feg-
urðar og kyrrðar Þingvalla að
vetri og njóta um leið veitinga í
Valhöll.
Málar, spilar og
semur lög og ljóð
Ingrid Hlíðberg opnaði nýlega sýningu í Garðabergi á Garðatorgi.
Hún sýnir olíumálverk og glerlist. Þar að auki semur hún lög og ljóð
og er oft með upplestur fyrir eldri borgara.
TÍMAMÓT
PERSÓNAN
Við vorum 15 konur sem út-skrifuðumst með réttindi í
heildrænum lækningum síðast-
liðinn laugardag,“ segir Birna
Imsland, nýútskrifaður hómó-
pati. „Við höfum stundað námið
hérlendis í fjögur ár, en þetta er
útibú frá breskum skóla. Kenn-
ararnir koma reglulega til lands-
ins landsins til að kenna okkur
og við fáum leyfisbréf frá skól-
anum að námi loknu.“ Enn hafa
hómópatar ekki fengið viður-
kenningu heilbrigðisyfirvalda á
Íslandi en víða í Evrópu eru þeir
viðurkenndir og í góðri sam-
vinnu við aðrar heilbrigðisstétt-
ir, „Við vonumst auðvitað til að
öðlast viðurkenningu sem heil-
brigðisstétt,“ segir Birna. Að-
spurð um aðferðir í heildrænum
lækningum segir hún að munur-
inn á þeim og hinum hefðbundnu
felist kannski helst í því að
hómópatar vinni með orsakir
ekki síður en einkenni. „Við lít-
um ekki eingöngu á meinið held-
ur tökum hug og tilfinningar inn
í myndina.“ Birna segir að eftir
þetta nám eigi hún að ráða við al-
mennar heimilislækningar á
mjög breiðu sviði.
Aðaláhugamál Birnu tengjast
náminu sem hún var að ljúka og
tungumálum. Hún er með BA-
próf í þýsku og rússnesku og
hómópatanámið fór allt fram á
ensku. „Ég hef starfað við þýð-
ingar og oft verið túlkur á nám-
skeiðum.“ En hvað kom til að
Birna lærði rússnesku? „Ja, ég
var með stúdentspróf í rússnesku
og átti auðvelt með að bæta henni
við stundaskrá þegar ég var kom-
in í háskólann.“ En lækningarnar
segist Birna stunda vegna þess
að hún vilji leggja sitt af mörkum
til að heimurinn verði betri. „Það
hljómar kannski asnalega,“ segir
Birna, en það finnst blaðamanni
ekki og óskar Birnu, sem ætlar á
næstunni að opna læknastofu
ásamt fjórum öðrum hómópötum,
til hamingju með áfangann.
Birna Imsland útskrifaðist sem hómópati
frá breskum skóla, með útibú á Íslandi, síð-
astliðinn laugardag. Námið tók fjögur ár.
Útskrift
Ætlar að opna læknastofu
JARÐARFARIR
13.30 Eyvindur Valdimarsson, Fann-
borg 8, Kópavogi, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju
14.00 Gunnleif Þórunn Bárðardóttir frá
Hellissandi verður jarðsungin frá
Ingjaldshólskirkju.
ANDLÁT
Haraldur Kristjánsson, Austurbrún 8,
lést 12. september.
Sigurður Guðmundsson, Eyjahrauni 17,
Þorlákshöfn, lést 12. september.
Valdimar Guðjónsson, Kirkjusandi 3,
lést 12. september.
Charlotta María Hjaltadóttir, Melabraut
21, Seltjarnarnesi, lést 11. september.
FÓLK Í FRÉTTUM
FÓLK Í FRÉTTUM
Sveitarstjórnir víða um landhafa annað augað á 1. desem-
ber og hitt á reglum jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga þessa dag-
ana. Útreikningar um greiðslur
úr sjóðnum miðast við 1. desem-
ber og ráðast meðal annars af
fólksfjölda og meðaltekjum íbúa.
Á Raufarhöfn vantar 16 íbúa upp
á að íbúar nái þriðja hundraðinu
og flytjist í heppilegri saman-
burðarhóp sveitarfélaga þegar
kemur að út-
reikningum á
framlögum úr
jöfnunarsjóði.
Guðný Hrund
Karlsdóttir,
sveitarstjóri,
leggur hart að
heimamönnum
að ná 300
manna mark-
inu. Á heima-
síðu sveitarfélagsins segir hún
að vissulega sé orðið of seint að
búa til börn. Hins vegar sé ráð
að þeir sem búa á Raufarhöfn en
séu með skráð lögheimili annars
staðar skundi á bæjarskrifstof-
urnar, fái sér kaffi og glassúr-
köku og færi lögheimili sitt á
Raufarhöfn.
Halldór Blöndal, forseti Al-þingis, hefur vart undan við
að taka á móti erlendum þingfor-
setum og þingmönnum. Forseti
neðri deildar írska þingsins er í
heimsókn í
boði Halldórs
þessa vikuna. Í
síðustu viku
mætti starfs-
bróðir hans frá
Ítalíu. Í síðasta
mánuði tók
Halldór á móti
kanadíska
þingforsetan-
um og sendi-
nefnd frá jap-
anska þinginu. Halldór hefur
einnig ferðast talsvert starfs
síns vegna frá því Alþingi fór í
sumarfrí. Hann hefur farið í op-
inberar heimsóknir til Kanada
og Brima í Þýskalandi, á fund
norrænna þingforseta í Svíþjóð
og verið við setningu lögþings
Færeyja.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
heimilislæknar lækna ekki heimilisböl.
Leiðrétting
UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR Það er ómögulegt að vita hvað unga kynslóðin nemur af þeirri eldri en áhuginn virðist þó vera
meiri á gæsunum en styttunni.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Gos hófst í Kverkfjöllum viðnorðanverðan Vatnajökul
árið 1717. „Varð svo mikið myrk-
ur með dunum og jarðskjálftum í
Þingeyjarsýslum, að eigi sá á
hönd sér,“ segir í ritinu Land-
skjálftar á Íslandi.
Landsbankinn tók eignir Sam-bands íslenskra samvinnufé-
laga upp í skuldir árið 1992. Þar
með mátti heita að lokið væri
starfsemi stærsta fyrirtækis
landsins um áratuga skeið.
Jose Carrerars var vel fagnað íLaugardalshöll árið 2001, þar
sem stórtenórinn söng fyrir fullu
húsi ásamt Diddú, kór Íslensku
óperunnar og Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Sovétríkin gerðu innrás í Pól-land árið1939.
SAGA DAGSINS
17. SEPTEMBER
Ég var sótt í hvítri limmósínumeð bar og öllu, þá leið mér
eins og prinsessu,“ segir Ingrid
Hlíðberg, 68 ára ellilífeyrisþegi,
sem nýlega opnaði sýningu á olíu-
málverkum í Garðabergi á
Garðatorgi. Ingrid var sótt á lim-
mósínunni þegar hún fór sem
fulltrúi Íslands á sýningu sem Al-
heimssamtök postulínsmálara
héldu í St. Charles árið 1995. „Ég
bar íslenska fánann og var klædd
í íslenskan þjóðbúning, þá var ég
nú aldeilis stolt af því að vera Ís-
lendingur.“
Ingrid lærði postulínsmálun
fyrir 25 árum og hefur kennt í tíu
ár, bæði hér heima og erlendis.
„Ég hef teiknað frá því ég man
eftir mér,“ segir Ingrid. „Þegar
ég var 13 ára voru sendar mynd-
ir eftir mig á sýningu í Þýska-
landi og Danmörku. Ingrid fór
svo ung stúlka á kvöldnámskeið í
Myndlistarskóla Reykjavíkur
árið 1951. „Ég þurfti auðvitað að
vinna fyrir mér, því ég var föður-
laus og mamma sjúklingur.“ Síð-
an hefur Ingrid sótt fjölda nám-
skeiða í myndlista- og handíða-
skólanum. „Ég byrjaði þó ekki að
mála olíumálverk fyrr en um ára-
mótin síðustu. Hafdís Benedikts-
dóttir hvatti mig og var svo stolt
þegar við opnuðum sýninguna að
hún tárfelldi.“
Ingrid er mikill orkubolti og
leggur stund á margar listgrein-
ar, málar á kerti, spilar á gítar og
semur lög og ljóð. „Ég er ein af
þeim sem hef ekki nógu marga
klukkutíma í sólarhringnum og
vaki oft til klukkan fjögur. Það
eru svo margar konur á mínum
aldri sem gera ekki neitt, en mér
endist aldrei sólarhringurinn.“
Eiginmaður Ingridar er Bragi
Hlíðberg harmonikuleikari. „Við
opnuðum sýninguna með harm-
oniku- og píanóleik, það var ákaf-
lega huggulegt og skemmtilegt.
Svo héldum við hjónin ball á
Ströndum í sumar og lékum fyrir
dansi,“ segir Ingrid glettnislega.
„Mér finnst bara svona voðalega
gaman að lifa.“
Sýning Ingridar á Garðatorgi
er opin frá kl. 13 til 17 virka daga.
edda@frettabladid.is
INGRID HLÍÐBERG
Atorkusamur ellilífeyrisþegi sem finnst aldrei nógu margar stundir í sólarhringnum.
Lítil ljóska var á gangi meðpabba sínum þegar pabbinn
sagði: „Sjáðu dauða fuglinn“
Litla ljóskan horfði þá til him-
ins og svaraði: „Hvar?“
Spænska kvikmyndahátíðin íRegnboganum hefur slegið í
gegn. Fullt út úr dyrum á flestar
sýningar og kaupa þarf miða í
forsölu á það sem hæst ber. Topp-
urinn er án efa Hable con ella
eftir Pedro Almodovar sem held-
ur áhorfendum hugföngnum frá
upphafi til enda. Í myndinni leyf-
ir þessi heimsfrægi leikstóri sér
að vera væminn og hrífur alla
með. Líklega besta kvikmynd
sem sýnd hefur verið hér á landi
síðan Pulp fiction. Sjaldan verið
hlegið jafn mikið í Regnbogan-
um.
BIRNA IMSLAND
Hefur brennandi áhuga á heildrænum
lækningum og talar þrjú tungumál
reiprennandi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T