Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 4
4 2. október 2002 MIÐVIKUDAGUR FJÁRLÖG Önnur hver króna sem rennur úr ríkissjóði á næsta ári fer í heilbrigðis- og tryggingamál og menntamál. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er sem fyrr langsamlega útgjaldamesta ráðuneytið. Nær 40% af útgjöld- um ríkissjóðs eiga sér stað í þessu ráðuneyti. Útgjöldin í næst út- gjaldamesta ráðuneytinu eru inn- an við þriðjungur af útgjöldum þess útgjaldamesta. Það er menntamálaráðuneytið. Útgjöld þess eru áætluð rétt tæpir 30 milljarðar króna. Saman standa þessi tvö ráðuneyti undir sléttum 50% af áætluðum útgjöldum ríkis- sjóðs. Ekki er um miklar breytingar að ræða milli ára á skiptingu ríkis- útgjalda milli málaflokka. Hlut- deild félagsmálaráðuneytisins af heildarútgjöldum ríkissjóðs vex úr 7,5% miðað við fjárlög þessa árs í 8,2% miðað við fjárlög næsta árs sem kynnt voru í gær. Þá er gert ráð fyrir því að vaxtagjöld lækki um 0,6 prósentustig af heildarút- gjöldum, fari úr 6,9% í 6,3%. Aðr- ar breytingar eru minni.  Ráðuneytin skipta með sér 253,3 milljörðum: Helmingur í heilbrigðis- og menntamál ÚTGJALDALIÐUR UPPHÆÐ HLUTI HEILDARÚTGJALDA Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 96.778.200.000,00 kr. 38,2% Menntamálaráðuneyti 29.956.600.000,00 kr. 11,8% Fjármálaráðuneyti 27.275.400.000,00 kr. 10,8% Félagsmálaráðuneyti 20.821.800.000,00 kr. 8,2% Samgönguráðuneyti 17.555.600.000,00 kr. 6,9% Vaxtagjöld ríkissjóðs 15.900.000.000,00 kr. 6,3% Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 14.238.800.000,00 kr. 5,6% Landbúnaðarráðuneyti 11.274.500.000,00 kr. 4,5% Utanríkisráðuneyti 5.165.400.000,00 kr. 2,0% Umhverfisráðuneyti 3.212.500.000,00 kr. 1,3% Iðnaðarráðuneyti 3.186.100.000,00 kr. 1,3% Sjávarútvegsráðuneyti 2.712.200.000,00 kr. 1,1% Æðsta stjórn ríkisins 2.249.900.000,00 kr. 0,9% Viðskiptaráðuneyti 1.445.300.000,00 kr. 0,6% Forsætisráðuneyti 996.500.000,00 kr. 0,4% Hagstofa Íslands 531.200.000,00 kr. 0,2% Heildarútgjöld 253.300.000.000,00 kr. FJÁRLÖG „Ég tel að þetta sé meira en bærileg niðurstaða. Ég held að hún sé mjög góð,“ sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fimmta fjárlaga- frumvarp sitt í gær. Í fjárlaga- frumvarpi næsta árs er gert ráð fyr- ir að 10,7 milljarða króna tekjuaf- gangur verði á rekstri ríkissjóðs. Heildartekur eru áætlaðar 264 millj- arðar króna. Útgjöld eru áætluð 253,3 milljarðar króna. Gangi fjárlögin eftir munu ríkisútgjöld og skatttekjur stan- da í stað að raungildi. Skatttekjur hefðu hækkað að raungildi milli ára ef ekki hefði komið til skatta- lækkana, svo sem er varðar tekjuskatt fyrirtækja og eigna- skatt einstaklinga og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga skili 70 milljörðum í tekjur. Virðisaukaskattur á að skila nokkru hærri upphæð eða 80 milljörðum króna. Aðrir tekju- liðir eru lægri. Tryggingagjald þeirra hæst, á að skila tæpum 28 milljörðum króna. Eignasala á að skila átta og hálfum milljarði króna. Fjórðungsaukning verður í fjárveitingum til nýfram- kvæmda í vegamálum. Skýrist það af því að 1,2 milljarðar af söluhagnaði ríkisbankanna verð- ur lagður í jarðgangagerð. Til- færslur munu aukast milli ára. Barnabætur aukast um hálfan milljarð króna. Þá bætist þriðji mánuður í fæðingarorlofi feðra við um áramót. Sem fyrr segir er þetta fimm- ta fjárlagafrumvarpið sem Geir hefur lagt fram sem fjármálaráð- herra. Samanlagður tekjuafgang- ur þeirra er 47 milljarðar og láns- fjárafgangur 67 milljarðar króna. Hreinar skuldir ríkissjóðs eru komnar niður í tæpa 190 mill- jarða króna. Samfara lækkandi skuldum hafa vaxtagjöld umfram vaxtatekjur lækkað um 4,4 millj- arða króna. „Við sjáum svart á hvítu hverju það hefur skilað okkur að greiða niður skuldir. Við getum notað þessa peninga til þarfari hluta. Svo sem þess að efla velferðarkerfið,“ sagði Geir. brynjolfur@frettabladid.is Stefnt að 10,7 milljarða afgangi á fjárlögum Haldið verður áfram að greiða niður skuldir. Barnabætur hækka um hálfan milljarð. 1,2 millj- arðar settir í jarðgangnagerð. Gert ráð fyrir 8,5 milljörðum í tekjur af eignasölu. „Við sjáum svart á hvítu hverju það hefur skilað okkur að greiða niður skuldir.“ FJÁRMÁLARÁÐHERRA KYNNIR FRUMVARPIÐ Fjármálaráðherra kvaðst ánægður með fjárlögin. Haldið verði áfram að greiða niður skuldir. Áfram verði mikill afgangur á fjárlögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FJÖLMIÐLAR Fjórir útvarpsráðs- menn af sjö sátu hjá þegar gengið var til atkvæða um umsækjendur um starf yfirfréttastjóra ríkisút- varpsins sem er nýtt starf sem út- varpsstjóri ræður í. Þrír fulltrúar sjálfstæðismanna í ráðinu greiddu Boga Ágústssyni, frétta- stjóra Sjónvarpsins, atkvæði sitt og verður hann ráðinn á grund- velli atkvæðagreiðslunnar. „Það var kjánalegt annað en að sitja hjá því það var búið að ákveða fyrir löngu, annars staðar en í útvarpsráði, að Bogi fengi stöðuna,“ segir Mörður Árnason, sem sæti á í útvarpsráði fyrir Samfylkinguna. „Sem góður fag- maður vonast ég til að Bogi bregð- ist ekki væntingum sjálfstæðis- manna í þessu nýja starfi,“ segir Mörður. Staða fréttastjóra Sjónvarps- ins verður nú auglýst laus til um- sóknar að Boga brottgengnum. Elín Hirst hefur verið staðgengill hans undanfarinn misseri og er nokkuð víst að hún muni sækja um. Logi Bergmann Eiðsson er hins vegar búinn að ákveða sig: „Ég ætla að sækja um frétta- stjórastöðuna,“ segir hann. Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri Sjón- varpsins til margra ára, er í vafa: „Ég á síður von á því að ég sæki um.“  Fjórir útvarpsráðsmenn sátu hjá við ráðningu yfirfréttastjóra: Bogi ráðinn með þremur atkvæðum sjálfstæðismanna BOGI ÁGÚSTSSON Nýr yfirmaður í nýju starfi. INNLENT Herjólfur hóf áætlunarsigling-ar á ný í fyrradag. Ferjan hafði verið í slipp í Danmörku um tveggja vikna skeið en kom til Eyja að nýju á sunnudaginn. Í frétt frá Samskipum er haft eftir Lárusi Gunnólfssyni skipstjóra að slippferðin hafi gengið eins og í sögu. Fyrir utan hefðbundið eft- irlit og viðgerðir á vélum og tækjum var Herjólfur málaður. Breki VE 61, hefur skipt umeigendur. Það er Magni Jó- hannsson, skipstjóri, sem hefur keypt skipið af Útgerðarfélagi Vestmannaeyja, án veiðiheimilda. Í viðtali við Fiskifréttir, segir Magni, að kaupin hafi verið hálf- gert neyðarbrauð og með kaup- unum sé hann að skapa sér og áhöfn sinni atvinnu. Víkingaskipið Íslendingur ervinsæll áfangastaður í Reykjanesbæ. Undanfarið hefur skólafólk sótt skipið í tugatali en einnig hafa hópar ferðamanna og frá fyrirtækjum komið og skoðað skipið. vf.is Unnur G. Kristjánsdóttir, Vall-argötu 3, Sandgerði gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. vf.is JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Í samvinnu við tvö önnur ráðuneyti hefur heilbrigðisráðuneytið stofnað ráðgjafahóp Brýnasti vandi geðfatlaðra: Formlegur ráðgjafahóp- ur stofnaður GEÐFATLAÐIR Formlegur ráðgjafa- hópur á vegum heilbrigðis-, dóms- mála- og félagsmálaráðuneyta verður stofnaður til að vinna að brýnasta vanda geðfatlaðra. Ráð- herrarnir þrír munu leggja þetta til á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn verður heilbrigðis- stéttum og lögreglu til aðstoðar þegar upp koma erfið mál, tengd geðsjúkum. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra segir að þessi mál séu erfið og flókin. Einkum eru þau slæm þegar menn eru úti í samfélaginu því afar vont sé að eiga við þá sem ekki vilja í neina meðferð. Þá er heldur ekki hægt að svipta einstaklinga frelsi fyrir- varalaust né neyða í meðferð.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 19,7% Of lengi 9,2% Finnst þér Alþingi starfa of stuttan tíma, hæfilega lengi eða of lengi ? Spurning dagsins í dag: Er aðbúnaður geðfatlaðra á Íslandi góður, viðunandi eða slæmur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Hæfilega 71,1%Of skammt OF STUTTUR TÍMI Langflestir telja starfs- tíma Alþingis Íslend- inga allt of skamman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.