Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 16
16 2. október 2002 MIÐVIKUDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? HVERNIG FANNST ÞÉR? FUNDIR 12.00 Dr. Rannveig Traustadóttir held- ur erindi sem hún nefnir Hvað er fötlunarfræði? í stofu 101 í Odda. 12.30 Ámundi Sigurðsson flytur fyrir- lesturinn Lógótýpur og aðrar týpur eða: Sögur af nýslátruðu. Farið verður yfir lógotýpur og ann- að þeim tengt. Hvernig hugmynd- irnar verða til, ferlið, mistökin, áhrifavalda. Fyrirlesturinn verður í Listaháskóla Íslands í Skipholti. 12.10 Ráðstefnan Vinna - Vellíðan - Velgengni verður hadin að Grand Hótel. Á ráðstefnunni verður heil- brigði á vinnustöðum tekið fyrir. 16.00 Gunnlaug Hjaltadóttir mun gang- ast undir meistarapróf við Lækna- deild Háskóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt: Rann- sókn á arfgerðum lípóprótein líp- asa í íslensku þýði. Umsjónakenn- ari er Gunnar Sigurðsson prófess- or enÝleiðbeinandi Ísleifur Ólafs- son yfirlæknir. Prófið verður í kennslustofu á 3. hæð í Lækna- garði. 16.15 Dr. Sandra Acker prófessor við Ontario Institute for Studies in Ed- ucation heldur fyrirlestur sem nefnist Háski og gáski í háskóla- starfi á vegum Rannsóknarstofn- unar KHÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. 17.00 Dagur hjúkrunarfræðideildar verður haldin hátíðlegur í Háskóla Íslands. Hátíðardagskrá verður í Hátíðarsal Háskólans. TÓNLEIKAR 20.30 Tríó B3 spilar á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tónleikarnir eru á Kaffi Reykjavík. 22.00 Kvintett Sunnu Gunnlaugsdóttur spilar á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tónleikarnir eru á Kaffi Reykjavík. UPPÁKOMUR 20.30 Tíu ár eru liðinn frá andláti Steinars Sigurjónssonar rithöfundar. Vinir hans og kunningjar koma því saman á Gauki á Stöng, efri hæð og Blanda aftur í svartan dauðann með frásögnum, leiklestri, og hljóð- myndum. Þeir sem rifja upp kynni sínu af Steinari og verkum hans eru meðal annars: Bjarni Þórarinsson , Gylfi Gíslason, Guðbergur Bergs- son, Einar Kárason, Eyvindur Er- lendsson, Jón Proppé, Karl Guð- mundsson, Kristbjörg Kjeld, María Kristjánsdóttir, Megas og fleiri. Opinn fónn verður á Café 22. Gestir geta komið með gömlu vínylplöturnar og spilað uppáhaldslögin sín. Hver gest- ur spilar í 30 - 60 mínútur. KVIKMYNDIR 20.30 Goethe-Zentrum sýnir þýsku kvik- myndina Männerpension frá 1996, á Laugavegi 18. Leikstjóri er Detlev Buck Tukthúslimirnir Stein- bock og Hamars-Gerd eru notaðir sem tilraunakanínur í hálfhæpinni félagslegri tilraun Fazettis fangelsis- stjóra. Hann býður konum utan múranna að koma í heimsókn.. LEIKSÝNINGAR 20.00 Viktoría og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson er sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. SÝNINGAR Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars Karls. Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 18. október. Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi / Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20 október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Aenne Biermann Preis: þýsk samtímaljósmyndun í Grófarsal, Grófar- húsinu, Tryggvagötu 15. . MIÐVIKUDAGURINN 2. OKTÓBER BÆKUR Fjölmiðlamaðurinn Ævar Örn Jósepsson sendir frá sér tvær bækur í haust. Annars veg- ar hefur hann safnað saman 101 sögu úr sagnabrunni 31 leigubíl- stjóra og hins vegar kemur frá honum glæpasaga úr eigin upp- sprettu. Leigubílstjórar sjá margt undarlegt í starfi sínu og Ævar setti sig í stellingar Grimms bræðra, gekk á milli þeirra og safnaði sögum í bókina sem heitir einfaldlega Taxi. „Ég kannast við nokkra bíl- stjóra og byrjaði á þeim og rakti mig svo áfram.“ Flestir myndu ætla að það væri hægur vandi að fá leigubílstjóra til að tjá sig en Ævar hefur aðra sögu að segja. „Þeir voru eins mismunandi og þeir eru margir og þótt sumir þeirra séu sagnaglaðir með ein- dæmum þá er stéttinni gert rangt til þegar talað er um að þeir séu allir síkjaftandi. Margir þögðu sem fastast og vísuðu frekar á næsta bílstjóra sem var svo jafn- fámáll þegar á reyndi. En sem betur fer átti það ekki við um þá alla.“ Ævar segir sögurnar af öllum gerðum og greina frá hvunndags- legum atvikum jafnt sem óbeisl- uðum ástríðum, lífshættu og furðufyrirbærum af ýmsu tagi. „Það virðist allt geta gerst í leigu- bíl,“ segir Ævar, „enda taka allir taxa einhverntímann, háir sem lágir, og í ansi misjöfnu ástandi. Það eru samt engir skandalar í þessu og þeir sem eru að leita að hneykslisögum um nafngreinda samborgara fá ekkert fyrir sinn snúð. Enda hefði ég ekki fengið neitt slíkt frá bílstjórunum sem eru þögulir sem gröfin þegar það kemur að viðkvæmum málum.“ Glæpasaga Ævars heitir Skíta- djobb. „Þetta er saga sem ég byrjaði á haustið 2000 en hún hafði verið í gerjun nokkuð leng- ur.“ Skítadjobb er löggusaga um tvo rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka voveiflegt dauðs- fall. Annar er byrjandi og hálf- gerð gufa, allavega til að byrja með, segir Ævar, en hinn er gam- alreyndur og þeim mun öflugri. Ævar reiknar með því að það komi fimm eða sex íslenskar glæpasögur út fyrir jólin en hef- ur engar áhyggjur af samkeppn- inni við aðra höfunda. „Ég held það sé bara betra að sakamála- sögum fari fjölgandi. Það getur vel verið að einhverjir hafi áhyggjur af þessu vegna stærðar markaðarins en þetta er fyrst og fremst góð þróun. Svo vonar maður auðvitað það besta.“ Ævar er þegar byrjaður á næstu bók og sér enga ástæðu til að blása úr nös eftir þessa tvegg- ja bóka törn. „Ég er þegar búinn að drepa einn til, konu í þetta skiptið, og er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að drepa annan“. thorarinn@frettabladid.is Morð en engin hneyksli Ævar Örn Jósepsson mætir til leiks með tvær bækur í vetur. Önnur greinir frá sönnum ævintýrum íslenskra leigubílstjóra og óvæntum uppákomum í aftursætum. Hin er morðsaga í anda skandinavískra og enskra glæpasagna. ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON „Það má segja að þetta sé morðgáta í anda klassískra skandinavískra glæpasagna, en þær bera af í glæpasagnaflórunni ásamt þeim ensku að mínu mati.“ Bjarni Þór Theódórsson. 12 ára. Nemi. Ég er hálfnaður með þrillerinn Killer’s gone. Hún er mjög spennandi. Leikfélag Akureyrar frumsýndiHamlet eftir William Shakespeare á föstudaginn. Helgi Hálfdanarson þýddi leikritið en Sveinn Einarsson leikstýrir. Fimmtán leikarar taka þátt í upp- setningunni en með hlutverk Hamlets og Ófelíu fara Ívar Örn Sverrisson og Arnbjörg Valsdóttir. Fallegur Hamlet Mér fannst sýningin hreint út sagt frábær. Hún er falleg, spennandi og heldur manni allan tíman. Leik- myndin er fín, sem og lýsingin, búningarnir og á h r i f s h l j ó ð i n . Þýðing Helga Hálfdanarsonar er þannig að það er ævintýri að hlusta á hana. Þetta er stórmögn- uð sýning. Ég fer mikið í leikhús og þetta er það besta sem ég hef séð langa lengi. Ívar Örn Sverris- son er að öðrum leikurum ólöstuð- um alveg stórkostlegur í hlut- verki Hamlets. Það er svo gaman að sjá gutta á þeim aldri sem Hamlet á að vera gera þetta svona ofsalega fallega.  Kraftaverk Þetta er afbragðssýning og þetta er fyrsta skipti sem ég hef orðið vitni af standandi lófaklappi áhorf- enda sem öskruðu bókstaflega af fögnuði. Þetta er mikill sigur og það er kraftaverk að þetta gamla leikfélag sem býr við þrönga að- stöðu skuli gera þetta með slíkum glæsibrag. Leik- myndin er afar einföld en flott. Sviðsmyndin er bara ein trjábútur en hans stendur fyllilega fyrir sínu. Ég get ekki sagt annað en að sýningin sé stórkostlegt afrek.  Frábær Við vorum afskaplega ánægð með þessa sýningu sem var hreint út sagt frábær. Þetta er allt mjög fagmannlegt og snyrtilegt. Leik- myndin er einföld og truflar ekki neitt, heldur tekur hún þvert á móti þátt í sýningunni. Leikararnir stan- da sig allir mjög vel. Hamlet er al- veg frábær. Hann gerir þetta svo skemmtilegt og trúverðugt. Ófelía var svo bara þan- nig að þegar hún var brjáluð var maður hreint út sagt hræddur við hana. Verkið er tímalaust og þarna tekst sérstaklega vel að láta það höfða til nútímafólks.  GESTUR EINAR JÓNASSON, ÚT- VARPSMAÐUR. SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR, FORMAÐUR MENNINGAR- MÁLANEFNDAR AKUREYRAR. DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINS- SON, FYRRV. FORSTJÓRI SÓLAR HF. SAMKOMA Í dag, þann annan októ- ber, eru liðin tíu ár frá andláti Steinars Sigurjónssonar, rithöf- undar, og af því tilefni munu vinir hans og kunningjar safnast saman í kvöld, klukkan 20.30, á efri hæð- inni á Gauki á Stöng og blanda aft- ur í svartan dauðann með frásögn- um, leiklestri og hljóð-myndum. Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur er einn þeirra sem rifja upp kynni sín af Steinari. „Ég tel víst að ég hafi verið fyrstur til að skri- fa um Steinar en árið 1959 birtist eftir mig umfjöllun um fyrstu bók hans, Ástarsögu, sem kom út árið áður. Mér þótti bókin með merki- legri hlutum sem höfðu komið út um nokkurt skeið, þó að ég fyndi að stafsetningu og öðru slíku. Hann kunni vel að meta þetta og við urðum góðir vinir í kjölfarið. Það var svo rétt áður en hann dó sem ég komst að því að við vorum frændur.“ Meðal annarra sem minnast munu Steinars í kvöld eru: Bjarni Þórarinsson, Gylfi Gíslason, Guð- bergur Bergsson, Einar Kárason, Eyvindur Erlendsson, Jón Proppé, Karl Guðmundsson, Kristbjörg Kjeld, María Kristjánsdóttir, Me- gas, Ólafur Gunnarsson, Þorri Jó- hannsson, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn frá Hamri og Þröstur Helgason.  Vinir Steinars Sigurjónssonar: Blanda aftur í svartan dauðann SIGURÐUR A. MAGNÚSSON „Steinar var erfiður maður, dulur og alls ekki allra en þegar maður kynntist hon- um var hann gull af manni.“ BÆKUR Ef marka má höfunda tvegg- ja nýrra bóka sem komu út í Banda- ríkjunum í gær, þjást milljónir kvenna í hljóði, sannfærðar um að þær séu þær einu sem ekki tekst að höndla flækjur nútímalífsins. „Þær eru eins og hamstrar sem hamast á hjólum í búrum sínum og hlaupa hraðar og hraðar í von um að ná tök- um á kaótísku lífi sínu,“ segir Deir- dre Donahue, blaðakona hjá USA Today. Í gær kom út fyrsta skáldsaga breskrar blaðakonu, Allison Pear- son, I Don’t Know How She Does It, eða í lauslegri þýðingu Ég veit ekki hvernig hún fer að. Bókin fjallar um nútímakonuna Kate sem strögglar við halda sönsum meðan hún vinnur sig í álit hjá fjármálafyrirtækinu sem hún vinnur hjá, elur upp tvö börn, reynir að róa barnfóstruna, þjáist af krónískri sektarkennd, reynir við lítinn orðstír að að búa til Teletubbies-fígúru á afmælistertu og stillir sig með naumindum um að reka slátrarahníf á kaf í brjóstið á eiginmanninum. Og ofan úr fjöllum Norður-Kar- ólínu kemur ný bók frá Mörlu Cilley, Sink Reflections, sem fjallar um C.H.A.O.S.-einkennið, eða Can’t Have Anyone Over Syndrome. Að sögn Mörlu er óviðráðanlegt drasl og óreiða á heimilum ein af ástæð- unum fyrir því að konur eru undnar bæði á líkama og sál. Hún ætti að vita um hvað hún er að tala. Ein- hverntíma, þegar Marla var í lægð í lífi sínu, lenti hún í árekstri sem varð til þess að lögreglan bankaði upp á hjá henni. Þegar laganna verðir sáu draslið heima hjá Mörlu tóku þeir upp byssur og kröfðust þess að fá að rannsaka húsið. Marla neyddist til að segja þeim að svona liti heimilið út á hverjum einasta drottins degi.  Nýjar bækur í Bandaríkjunum: Vonlaus barátta kvenna við nútíma lifnaðarhætti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.