Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 2. október 2002
Bosnía-Hersegóvína:
Þrír sendir
í kosningaeft-
irlit
EFTIRLIT Þrír Íslendingar verða við
kosningaeftirlit í Bosníu-Her-
segóvínu um næstu helgi. Þeir
eru Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, þingmaður, Ástríður Sif
Erlingsdóttir, forstöðumaður
rannsóknaþjónustu Háskólans,
og Emil Breki Hreggviðsson,
varafastafulltrúi Íslands hjá Ör-
yggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu, ÖSE.
300 alþjóðlegir eftirlitsmenn
munu hafa eftirlit með þingkosn-
ingum og kosningum til forsætis-
ráðs Bosníu-Hersegóvínu.
FRESNO, KALIFORNÍU, AP Farþegi skar
bílstjóra Greyhound-rútu á háls í
Bandaríkjunum í gær með þeim
afleiðingum að rútan fór út af
veginum og valt. Að minnsta kosti
tvær manneskjur, þar á meðal bíl-
stjórinn, létust. Auk þess særðust
50 manns, þar af 10 alvarlega.
Rútan var á leið eftir hraðbraut í
Kaliforníu þegar atvikið átti sér
stað. Maðurinn sem framkvæmdi
verknaðinn hefur verið handtek-
inn. Ekki er vitað hvað honum
gekk til með athæfinu.
fordfocus
Ford Focus hefur hlotið frábæra dóma og verið valinn bíll ársins í
Evrópu og Bandaríkjunum, besti bíllinn í Þýskalandi og er nú vinsælasti
bíll í heimi. Enginn bíll hefur hlotið meiri viðurkenningu.
Komdu og keyrðu. Vertu undir það búin að vilja ekki láta hann frá þér.
Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Opið laugardaga kl.12-16
Pantaðu núna.
Nýr Ford Focus kostar frá 1.495.000 kr.
Er hægt
að hljóta meiri
viðurkenningu?
Tveir létust og 50 særðust í Kaliforníu:
Rútubílstjóri skorinn á háls
ÞJÓÐHAGSSPÁ Hægagangur verður
áfram í efnahagslífinu næsta árið
samkvæmt þjóðhagsspá Fjár-
málaráðuneytisins. Enginn hag-
vöxtur verður á þessu ári. Næsta
ár verður vöxtur landsframleiðsl-
unnar 1,5% sem er um það bil
einu prósenti undir jafnvægishag-
vexti. Búnaðarbankinn gerði ráð
fyrir 2% hagvexti á næsta ári í
sinni spá sem birt var í síðustu
viku. Spárnar eru samhljóða að
mestu leyti, en spá Fjármálaráðu-
neytisins er heldur svartsýnni
Ráðuneytið var sakað um það
að vera full bjartsýnt samanborið
við Þjóðahagsstofnun á sínum
tíma. Geir Haarde, fjármálaráð-
ráðherra segir þessa spá varfærn-
ari en aðrar spár sem birst hafi.
Hún sýni að ráðuneytið sé raun-
sætt í mati sínu á þróun efnahags-
mála.
Í spánni er gert ráð fyrir að at-
vinnuleysi verði um 2% í ár og á
næsta ári. Verðbólgan verði um
1,5% í ár og rúm 2% á því næsta.
Ýmis jákvæð teikn eru í spánni.
Þannig er viðskiptajöfnuður að ná
jafnvægi. Gert er ráð fyrir að við
munum selja vörur í útlöndum
fyrir meira fé en við kaupum inn
fyrir í ár og á næsta ári.
Verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða mun standa nokkurn veginn í
stað, en aukning verður í iðnaðar-
framleiðslu. Þar er einkum um að
ræða aukningu í útflutningi lyfja
og tækja tengdum heilbrigðis-
þjónustu. Þá mun kaupmáttur ráð-
stöfunartekna vaxa um 1,5% á
þessu ári og um 2% á því næsta.
Lág verðbólga á sinn þátt í því.
Flest bendir til þess að verðbólga
verði undir viðmiðunum kjara-
samninga.
Erlendar skuldir þjóðarinnar
hafa aukist mikið á síðustu árum.
Einkum er um að ræða skuldir
fyrirtækja og heimila. Í spánni er
gert ráð fyrir viðsnúningi á þess-
ari þróun. Sparnaður í þjóðfélag-
inu er einnig að aukast. Hann hef-
ur vaxið úr 13,8% af vergri lands-
framleiðslu á árinu 2000 í 19% á
þessu ári. Fjármálaráðuneytið
gerir ráð fyrir samdrætti í fjár-
festingu og einkaneyslu. Gert er
ráð fyrir að einkaneysla fari að
taka við sér á næsta ári. Í spánni
er ekki gert ráð fyrir fjárfestingu
í stóriðju umfram það sem þegar
hefur verið ákveðið.
haflidi@frettabladid.is
FYRSTA ÞJÓÐHAGSSPÁIN
Fjármálaráðuneytið kynnti fyrstu þjóðhagsspá sína eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð nið-
ur. Að sögn fjármálaráðherra er spáin máluð örlítið dekkri litum en spár fjármálastofnana.
Ráðuneytið var gagnrýnt á sínum tíma fyrir meiri bjartsýni en Þjóðhagsstofnun.
Hægagangur
í efnahagslífi
Lítill hagvöxtur einkennir næsta árið sam-
kvæmt spá Fjármálaráðuneytisins. Þjóðin
minnkar neyslu og eykur sparnað. Atvinnu-
leysið stendur í stað. Viðskiptahallinn hverfur.
SJÁVARÚTVEGUR Níu fiskiskip frá
Þýskalandi og sjö frá Englandi,
sem hafa leyfi til karfaveiða í ís-
lensku fiskveiðilögsögunni, hafa
það sem af er fiskveiðitímabilinu,
veitt samtals 1.105 tonn af karfa,
samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni.
Samkvæmt reglugerð um
karfaveiðar fiskiskipa frá Evr-
ópusambandinu eru skipunum
heimilar veiðar innan fiskveiði-
lögsögu Íslands á tímabilinu 1.
júlí til 31. desember. Þau þurfa
sérstakt veiðileyfi og mega sam-
tals veiða allt að 3.000 lestir af
karfa.
Meðafli sem fæst við karfa-
veiðarnar reiknast til þess kvóta.
Aldrei mega fleiri en fimm skip
frá ESB vera að veiðum í lögsög-
unni samtímis. Sem stendur eru
tvö fiskiskip frá ESB að veiðum
innan íslenskrar lögsögu.
Ef einhver þorskur veiðist, eða
ef meðafli annar en langhali verð-
ur meira en 10% í einhverju hali,
getur eftirlitsmaður Fiskistofu
krafist þess að veitt verði annars
staðar á hinu afmarkaða svæði.
Skipunum er heimilt að veiða á
tveimur svæðum, suðvestur-
svæði og suðaustursvæði.
Karfaveiðar í fiskveiðilögsögu Íslands:
Skip Evrópusambandsins
hafa veitt 1.105 tonn
LEIKHÚS Borgaryfirvöld hafa
ákveðið að fela framkvæmda-
stjóra Leikfélags Reykjavíkur
að semja greinargerð um stjórn-
skipulag Leikfélags Reykjavík-
ur og hugsanlegar breytingar á
því. Þetta kom fram í borgarráði
í gær þegar rætt var um rekstr-
arvanda Leikfélagsins.
Ennfremur er borgarlög-
manni ásamt fjármálastjóra
Reykjavíkurborgar falið að und-
irbúa tillögu um hugsanlegar
breytingar á samkomulagi
Reykjavíkurborgar og Leikfé-
lags Reykjavíkur um rekstur
Borgarleikhússins frá janúar í
fyrra. Skoða á sérstaklega árleg-
an rekstrarstyrk borgarinnar til
rekstur félagsins og Borgarleik-
hússins.
Árið 2001 varð 54 milljóna
króna tap á rekstri Leikfélags
Reykjavíkur. Langtímaskuldir
lækkuðu úr 71 milljóna króna í 7
milljónir. Yfirdráttur á hlaupa-
reikningi hækkaði úr 31 milljón
króna í 46 og launakostnaður
hækkaði um 40 milljónir króna.
Samkvæmt sjö mánaða uppgjöri
ársins 2002 nam bókfært tap af
rekstri félagsins um 21 milljón
króna, sem er svipað og á sama
tímabili í fyrra.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Árið 2001 varð 54 milljóna króna tap á
rekstri Leikfélags Reykjavíkur.
Leikfélag Reykjavíkur:
Stjórnskipulag breytt
Bensínverð:
Hækkar
um 80 aura
í dag
BENSÍNHÆKKUN Olíufélagið-ESSO
hækkar verð á bensínlítranum um
80 aura í dag og verð á gasolíu,
flota- og svartolíu um eina krónu
lítrann.
Ástæða verðhækkunarinnar er
hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu
að því er fram kemur á vefsíðu Ol-
íufélagsins. Þar segir einnig að
hækkun heimsmarkaðsverðs að
undanförnu hefði gefið tilefni til
frekari hækkunar, en vegna vænt-
inga um þróun þess séu verðbreyt-
ingarnar þessar núna.