Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. október 2002 www.hagkaup.is Kringlan - Skeifan - Smáralind Loksins á Íslandi Útsölu- marka›ur Topshop í fullum gangi Ótrúlegt ver› LÆKJARGATA TOPSHOP Dæmi: Dömu bolir 500 kr. Peysur 1.000 kr. Herra skyrtur 1.200 kr. Buxur 1.200 kr. Dömujakkar 1.800 kr. Herrajakkar 3.500 kr. Opi› kl. 13.00-18.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O P 18 64 1 MYNDLIST Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá vígslu Fossvogs- kirkjugarðs og í tilefni af því fer í dag fram opnunarathöfn í tjaldi við sýningarreit í Fossvogs- kirkjugarði. Þar hefur verið kom- ið fyrir frummyndum tíu lista- verka úr samkeppni um gerð minningarmarka. Minningar- mörk eru samheiti yfir krossa, legsteina og jafnvel grindur eða legsteinaumgjarðir. Kirkjugarða- samband Íslands, í samvinnu við Skipulagsnefnd kirkjugarða, stóð fyrir samkeppni um gerð minn- ingarmarka árið 2000. Áhugi listamanna var mikill og voru tólf listamenn valdir til að skila inn tillögum í keppnina. Tillögurnar voru kynntar á kirkjudögum í júní á síðasta ári og síðan hefur undirbúningur að gerð sýningar- svæðis og frummynda verið í deiglunni. Þórsteinn Ragnarsson, for- maður Kirkjugarðasambands Ís- lands, segir mikinn áhuga al- mennings á að fá meiri fjöl- breytni í kirkjugarðana. „Fólk hefur hreinlega beðið eftir að sjá þessar niðurstöður.“ Þórsteinn segir hugmyndina að nokkru leyti frá Skandinavíu, en þar hafi menn gert hliðstæða hluti til að örva listaflóruna í görðunum. „Við ákváðum að prófa þetta hér heima og þetta er afraksturinn.“ Þórsteinn segir að mikið af lista- verkum sé í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu. „Margir hafa sagt að gamli kirkjugarðurinn sé stærsta listasafn á Íslands. En þau verk eru öll frá gamalli tíð og í raun tók við tímabil á seinni hluta tuttugustu aldar þar sem mest var um að ræða fjöldafram- leidda legsteina á leiðum. Nú gefst almenningi kostur á að skoða þessi tíu verk og panta eft- ir frummyndunum,“ segir Þór- steinn. Við athöfnina í dag flytja ávörp Karl Sigurbjörnsson, bisk- up yfir Íslandi, Jóhannes Pálma- son, formaður stjórnar KGRP, Ólafur Jónsson, trúnaðarmaður listamanna, og Þórsteinn Ragn- arsson. Kvartett Björns Thorodd- sen leikur. Sýningarreiturinn verðu opinn almenningi frá og með morgundeginum.  SÝNINGARREITURINN Í FOSSVOGKIRKJUGARÐI Tíu listamenn eiga verk í sýningarreitnum: Helgi Gíslason, Inga Elín Kristinsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Magdalena M. Kjartansdóttir, Þór Sigmundsson, Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rósa Gísladóttir, Þórður Hall og Örn Þorsteinsson. Mikill áhugi fyrir fjölbreytt- ari list í kirkjugörðum Reglur um legsteina eru nokkuð rúmar í kirkjugörðum Reykjavíkur, en lítið hefur verið um nýjungar minningarmarka undanfarin 50 ár. Í dag verða afhjúpaðar tíu frummyndir listaverka til notkunar á leiðum. FÓLK Gráhærða kyntröllið Richard Gere og gamanleikkonan Goldie Hawn fóru til norður-Indlands fyrr í vikunni til fundar við búd- díska heimspekinga og Nóbels- verðlaunahafa í höfuðstöðvum hins útlæga Dalai Lama. Hugsuð- irnir eru samankomnir til að ræða vísindi og siðfræðileg vandamál samtímans. Gere og Hawn taka ekki þátt í umræðunum og eru á staðnum sem nokkurs konar áheyrnarfulltrúar. Þau eru bæði ötulir stuðningsmenn hins andlega leiðtoga Tíbeta sem hefur verið í útlegð frá árinu 1959. Hollywood- stjörnurnar munu hitta eðlisfræð- inginn og Nóbelsverðlaunahafann Steven Chu og fleiri vísindamenn í málstofu sem nefnist The Nature of Matter, The Nature of Life. Til- gangur ráðstefnunnar er að efla tengsl vestrænnar vísindalegrar hugsunar og hinnar fornu rök- greiningar búddismans.  Hollywoodstjörnur: Hitta Dalai Lama í Indlandi RICHARD GERE Ræðir við blaðamenn í Tókýó áður en hann hélt til fundar við Dalai Lama. FÓLK Söngkonan Alicia Keys segir að sér verði óglatt af þeim þrýst- ingi sem hún er beitt til að reyna vera kynþokkafull. Hún segist eiga í mikilli baráttu við stílista sinn um fötin sem hún klæðist og að fólk eigi að skammast sín fyr- ir að taka útlit fram yfir hæfi- leika. „Ég segi mitt álit á hlutunum og neita að klæðast fötum til að sýnast kynþokkafull,“ segir Keys. „Ég þarf líklega að berjast fyrir þessu áfram því fólk er að reyna fá mig til að líta út eins og það vill.“ Hún viðurkennir þó að fram- koma hennar hafi spilað stórt hlutverk í velgegni hennar. „Ef ég væri of þung, með reytt hár myndi fólk líklega ekki hlusta á það sem ég hef að segja. Það er satt að fólk dæmir mann fyrst eft- ir útlitinu. Mér finnst það mikil skömm.“  Alicia Keys: Kýs hæfileika fram yfir kynþokka ALICIA KEYS Hefur notið mikilla vinsælda á síðasta ári fyrir tónlist sína og útlit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.