Fréttablaðið - 03.10.2002, Page 1

Fréttablaðið - 03.10.2002, Page 1
bls. 8 FÓLK Rokkstjarna kaupir túnfiskkvóta bls. 10 FIMMTUDAGUR bls. 11 191. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 3. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Tólf ár frá sameiningu Framsókn í Suð- vesturkjördæmi BERLÍN Brandenborgarhliðið í Berlín opnar á nýjan leik eftir þriggja ára hreinsun. Liðin er tólf ár frá sam- einingu þýsku ríkjanna í eitt. KOSNINGAR Kjördæmisþing Fram- sóknarflokksins í Suðvesturkjör- dæmi verður haldið í Kópavogi í dag. Rætt verður hvernig staðið verður að vali á frambjóðendum flokksins í kjördæminu. Selló á Sinfóníutónleikum TÓNLEIKAR Sellóleikarinn Torleif Thedéen leikur einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í kvöld. Tón- leikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 19.30. David Stern stjórnar hljómsveitinni. Frönsk nútímaleiklist FYRIRLESTUR Franski rithöfundurinn Gabor Rassov flytur fyrirlestur um Franska nútíma leiklist í húsakynn- um Alliance française, Hringbraut 121, 3. hæð. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00. Rassov er höfundur leikrits sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á morgun. SAMFÉLAG Tíðni afbrota hækkar BANDARÍKIN Heimild til að ráðast á Írak KVIKMYNDIR Aðstandendur Ungfrú Ísland.is hafa fallið frá lögbanns- kröfu á sýningu heimildarmyndar- innar Í skóm drekans, sem Hrönn Sveinsdóttir gerði um þátttöku sína í keppninni árið 2000. Böðvar Bjarki Pétursson, framleiðandi myndarinnar, segist afar ánægður með niðurstöðuna. „Aðstandendur keppninnar hafa haft myndina til skoðunar í sumar og þeir fóru upp- haflega fram á að nokkur atriði yrðu klippt út úr myndinni áður en hún færi í almennar sýningar. Það kom aldrei til greina af okkar hálfu en við buðumst til að rugla andlit þeirra stúlkna sem það vildu. Þetta sáttarboð okkar gekk hraðar í gegn en við áttum von á og við segjum því bara loksins, loksins. Myndin er óskemmd og við stefnum að því að frumsýna hana þann 31. október og koma henni í Eddukeppnina.“ Ljóst er að framleiðendurnir tapa í það minnsta fjórum milljón- um króna á töfinni og málaferlun- um. „Þátttaka Kvikmyndasjóðs í myndinni gerði okkur kleift að gera þetta sáttatilboð en framlag sjóðsins mun þó að mestu fara beint í tapið. Við erum engu að síð- ur afskaplega ánægð með þessar málalyktir enda er það martröð hvers kvikmyndagerðarmanns að standa í stríði við viðfangsefni sitt.“  Í klóm drekans: Fallið frá lögbanni á sýningu REYKJAVÍK Suðvestanátt 8-13 m/s. Skúrir eða dálítil rigning. Hiti 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 7 Akureyri 3-8 Skýjað 10 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 12 Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 7 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ DAVÍÐ ODDSSON Snupraði stjórnarandstæðinga og aðra þá sem töldu ríkisstjórnina hafa misst tökin á efnahagsstjórninni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STEFNURÆÐA Efnahagsstjórn ríkis- stjórnarinnar var fyrirferðamikil í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra í gærkvöld. Hann sagði stórtíðindi vera að gerast í efnahags- málum. „Tíðindi sem fáir sáu fyrir, þar með taldir þeir, sem áttu að hafa mesta þekkingu og bestu aðstæð- ur til að rýna inn í efna- hagslega framtíð lands- ins,“ sagði Davíð. Hann rifjaði upp að fyrir örfáum mánuðum töldu stjórnarandstæð- ingar og forstjóri Þjóðhagsstofn- unar sálugu að ríkisstjórnin væri að missa tökin, efnahagsleg framtíð landsins væri í voða. Nú ríkti friður á vinnumarkaði, verð- bólga væri í takti við meðaltal samanburðarþjóðanna, allgóður hagvöxtur yrði á næsta ári og það án þess að virkjanaframkvæmdir væru reiknaðar inn í dæmið og viðskiptahallinn yrði enginn. „Þýðingarmikið er einnig að þjóðhagslegur sparnaður fer nú vaxandi á nýjan leik. Allir þessir þættir munu tryggja að kaupmáttur í landinu mun aukast um 2% á næsta ári og verður það níunda árið í röð sem kaup- máttur þjóðarinnar vex. Það eru engin dæmi um slíkt áður í íslenskri þjóð- arsögu,“ sagði Davíð. Og víst er að bændur eiga frekari stuðning vísan hjá ríkis- stjórninni. „Þýðingarmikið er að styrkja grundvöll innlendrar landbúnað- arframleiðslu við aukna sam- keppni, með því meðal annars að efla mennta- og rannsóknarþátt íslensks landbúnaðar og styrkja með öðrum hætti stöðu íslenskra bænda.“ Og Davíð lauk stefnuræðu sinni á sömu nótum og hann hóf hana, sagði það segja sína sögu að virtar fjármálastofnanir ræddu efnahagsþróunina undir heitinu Kreppan sem aldrei kom. „Ríkisstjórnin lá undir ámæli fyrir bjartsýni sína og fyrir að vilja ekki kokgleypa kreppuvell- inginn sem soðinn var. Þjóðhags- spár sýna að bjartara er nú framundan í efnahagsmálum en meira að segja hin bjartsýna rík- isstjórn þorði að vona. Við höfum áfram góð tækifæri til að vera í röð fremstu þjóða heims, bæði hvað tekjur og velferð varðar. Þau tækifæri erum við fastá- kveðin í að grípa til heilla fyrir land og þjóð,“ sagði Davíð Odds- son. the@frettabladid.is Útlitið framar björtustu vonum Traust efnahagsstjórn og batnandi efnahagslíf, þrátt fyrir bölsýni stjórnar- andstöðu og Þjóðhagsstofnunar. Kaupmáttaraukning níu ár í röð. Þýðing- armikið að styrkja grundvöll innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Gólfefna dagar 25-40% afsláttur Össur Skarphéðinsson: Hólmganga STJÓRNMÁL Tekist verður á um stefnu Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokksins,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Átökin snúast um tengslin við Evrópu, velferð- arkerfið, kvótakerfið og fjárfest- ingu í menntun. Evrópumálin snúist um lífs- kjör sem geti batnað við aðild að Evrópusambandinu. Skattheimta á aldraða og öryrkja hafi aukist undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Árangur af nær 12 ára stjórn Sjálfstæðismanna í menntamála- ráðuneytinu sé sá að íslensk ung- menni standi jafnöldum sínum að baki í lykilgreinum.  Guðni Ágústsson: Á réttri leið STEFNURÆÐA „Ég minni á að við ís- lendingar höfum lifað sjö góð ár, uppgangsár, sagði Guðni Ágústs- son og bætti við að samstarf stjórnarflokkanna hefði verið far- sælt. Þrjú þúsund manns hefðu flutt til landsins á nýjan leik og kaupmáttur hefði aukist um 25%. „Ríkisstjórnin hefur verið á réttri leið. Hún hefur getað lækk- að skatta unga fólksins með háu skuldirnar og skatta fyrirtækj- anna. Við erum á góðri leið, við höfum náð lífskjörum Íslendinga á nýjan leik í fremstu röð.“  Steingrímur J. Sigfússon: Velferðarstjórn STJÓRNMÁL „Myndun velferðar- stjórnar að loknum næstu kosn- ingum verður meginbaráttumál okkar í vetur og um það munum við safna liði. Verkefni þessarar velferðarstjórnar verður stórátak til endurreisnar velferðarkerfinu í landinu. Það stórsér á velferðar- kerfinu eftir ellefu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon. Steingrímur sagði útlitið í efnahagsmálum hafa batnað. Skuldir heimilanna væru þó gríð- arlegar, sömuleiðis atvinnulífs og sveitarfélaga. Ófremdarástand væri í heilbrigðismálum og hús- næðismálum.  NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 49% 76% Bjartara er nú framundan í efnahagsmál- um en meira að segja hin bjartsýna ríkis- stjórn þorði að vona

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.