Fréttablaðið - 03.10.2002, Síða 21

Fréttablaðið - 03.10.2002, Síða 21
FIMMTUDAGUR 3. október 2002 21 Kringlunni 8-12 Sími: 553 2888 Litir: Svart Silfur Bleikur Fjólublár Stærðir: 31-37 TÓNLIST „Munurinn á Stuðmönum og mér er sá að þeir eru skuttogari en ég trillukarl,“ segir Valgeir Guð- jónsson tónlistarmaður sem kom fram og tók lagið með Stuðmönnum á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaran- um í fyrrakvöld. Hafði Valgeir þá ekki leikið með gömlum félögum sínum um árabil. „Ég fer ekki aftur í hljómsveitina. Ég fór á tónleikana með móður minni sem átti afmæli og var í raun særður upp á svið. Ég gat ekki skorast undan,“ segir Val- geir sem varð ekki skotaskuld úr því að leika aðeins með Stuðmönn- um - enda kann hann flest lögin utan að.  VALGEIR GUÐJÓNSSON Þeir eru skuttogari - ég er trillukarl. Valgeir Guðjónsson heldur sínu striki: Ekki aftur í Stuðmenn GLÆPASÖGUR Glæpasaga Arnald- ar Indriðasonar, Grafarþögn, hefur verið valin til að keppa um árleg verðlaun sem veitt eru fyr- ir bestu norrænu glæpasöguna. Þetta kom í ljós á fundi hjá Hinu íslenska glæpafélagi í gærkvöld en í þeim félagsskap eru íslensk- ir glæpasagnahöfundar auk ann- arra áhugamanna um skugga- hliðar mannlífsins. Verðlaunin eru kennd við Glerlykilinn og Arnaldur hreppti þau einmitt í vor fyrir sakamálasöguna Mýr- ina.  ARNALDUR INDRIÐASON Keppir aftur um Glerlykilinn nú með bók- inni Grafarþögn sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. Grafarþögn: Keppir um Glerlykilinn HARRODS Liz Hurley, leikkona og fyrrverandi unnasta Hugh Grant, opnaði formlega átaksverkefni í London í gær, sem nefnist Breast Cancer Awareness Month, eða Mánuðurinn sem við erum meðvit- uð um brjóstakrabbamein. Hurley sagði átakið hafið um leið og hún ýtti á rofa í Harrod-versluninni í London og kveikti á mörg þúsund bleikum perum sem munu lýsa upp framhlið verslunarinnar meðan á átakinu stendur. Þetta er í þriðja skipti í 153 ára sögu verslunarinnar sem framhlið- in skiptir um lit. Mohamed Al Fayed, eigandi Harrods, og Leon- ard A. Lauder, stjórnarformaður snyrtivörufyrirtækisins Estee Lauder, voru viðstaddir athöfnina. Liz Hurley átti ömmu sem lést úr brjóstakrabba  FRAMHLIÐ HARRODS Upplýst með bleikum ljósum í tilefni átaks gegn brjóstakrabbameini. Átak gegn brjóstakrabba í Bretlandi: Harrods-verslunin lýst upp í bleiku LAGERÚTSALA Á ÍÞRÓTTA- OG TÍSKUVÖRUM, FATNAÐI OG SKÓM. Fimmtudaginn 9-18 Föstudaginn 9-18 Laugardaginn 11-14 Verðdæmi: Úlpur frá kr. 990,- Skór frá 2.990,- Bolir frá 990,- Tökum debet og kreditkort. Sendum í póstkröfu. UMBRO ÍÞRÓTTAVÖRUR SKIPHOLTI 35 - 3. HÆÐ SÍMI 581 1212

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.