Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 4
4 9. október 2002 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR ERLENT STJÓRNMÁL Það er eitt af mestu hneykslum stjórnmálasögunnar „hvernig milljarðar hafa verið hafðir af almenningi í þessu landi með hneykslanlegri framkvæmd þar sem hver eignin á fætur annar- ri hefur verið látin fara á bullandi undirverði,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-græn- na, í umræðum á Alþingi um tillögu flokksins þess efnis að einkavæð- ingarnefnd yrði lögð af og einka- væðingin stöðvuð. „Mér finnst háttvirtur þingmað- ur vera alltof reiður í þessari um- ræðu. Þetta er ekki ástæða til að vera að æsa sig,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, sem kom í ræðustól á eftir Stein- grími. „Með sölu á þessum fyrirtækj- um er verið að losa fjármuni til að fara í mikilvægar framkvæmdir úti á landi,“ sagði Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, og furðaði sig á málflutningi Vinstri-grænna. „Mér sýnist með þessum málflutningi að það eigi einfaldlega að koma í veg fyrir það.“ Ögmundur Jónasson hóf um- ræðuna. Hann sagði að talsvert sko- rti á að farið hefði verið vel með al- mannafé í einkavæðingunni.  Einkavæðingin komin í óefni að mati VG: Eitt mesta hneyksli stjórnmálasögunnar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Sagði stjórnarliða hætta að þora að gang- ast við einkavæðingu. Nú töluðu þeir um einkarekstur. Spurði hver munurinn væri. KVIKNAÐI Í ÞVOTTAVÉL Eldur kviknaði í þvottavél á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut um hádegisbilið í gærdag. Búið var að slökkva eld- inn þegar Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kom á vettvang. Ekki urðu miklar skemmdir. RÚÐUR BROTNAR Á AKRANESI Er- ill var hjá lögreglunni á Akranesi um síðustu helgi. Mikil ölvun var vegna dansleiks í Fjölbrautaskól- anum og rúða brotin af einum samkomugesti. Þá var önnur rúða brotin í íbúðarhúsi við Laugar- braut. Hafði kastað stórum steini verið kastað inn um stofuglugga og skemmdir hlotist af. Lögregl- an hvetur þá sem upplýsingar geta gefið að hafa samband. Undarleg hegðun innbrotsþjófs: Tók póstkort en skildi eftir myndavél INNBROT Brotist var inn í íbúðar- hús við Hafnargötu í Keflavík að- faranótt sunnudagsins. Þjófurinn hafði troðið sér inn um glugga og meðal annars tekið með sér 45-50 geisladiska, eina mynd, þrjú póst- kort og eina litla trékistu fulla af pennum. Fannst húsráðanda þetta vægast sagt undarlegt því þjófur- inn virtist engan áhuga hafa á GSM-síma sem var á borði, mynd- bandstæki eða myndavél að and- virði 50 þúsund krónur. Húsráð- andinn biður innbrotsþjófinn um að koma þessum persónulegu munum aftur til skila eða skilja eftir vísbendingu hvar þá er að finna.  FJÓRTÁN ÁRA OG FULLUR Lög- reglan í Reykjavík komu á sunnu- dagsmorgun að bifreið í Ártúns- brekku sem var með brotið vin- stra framhjól. Í ljós kom að öku- maðurinn var 14 ára gamall og að auki ölvaður. Hafði hann ekið á vegarkant og brotið hjólið undan bílnum. Farið var með drenginn og bílinn á lögreglustöðina. Haft var samband við foreldra og full- trúa barnaverndarnefndar. HUNDEIGANDI HÓTAR LÍFLÁTI Tveir hundaeigendur voru að viðra hunda sína á Grandagarði á laugardag. Annar þeirra var með hundinn sinn í bandi en hinn var með tvo hunda lausa. Réðist ann- ar þeirra á hundinn sem var í bandi og til að verja hundinn sinn sparkaði eigandinn í hann. Sá sem átti lausu hundana hótaði þá hinum að drepa hann. Lögregla var send á staðinn og skakkaði hún leikinn. VÍSINDI Bandaríkjamennirnir Raymond Davis Jr. og Riccardo Giacconi ásamt Japananum Masatoshi Koshiba hljóta Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Þeir hafa rannsakað „allra smæstu einingar alheimsins til þess að efla skilning okkar á þeim allra stærstu: sólinni, stjörnum, stjörnu- kerfum og stjörnuþokum,“ eins og segir í tilkynningu sænsku Nóbels- nefndarinnar. Með því að rannsaka smæstu agnir sem berast til jarðar utan úr geimnum hefur þeim meðal ann- ars tekist að sýna fram á að sólin skín vegna kjarnasamruna í henni. Þessir þrír vísindamenn hafa átt stóran þátt í því hve mynd okk- ar af alheiminum hefur tekið gíf- urlegum breytingum síðustu ára- tugi. Hann er ekki bara safn af stjörnum og stjörnukerfum í kyrr- látum geimi heldur er þar að finna fjölbreytileg fyrirbæri þar sem gífurleg orka leysist úr læðingi á undraskömmum tíma. Á morgun verður skýrt frá því hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið. Á föstudag verð- ur svo skýrt frá því hverjir hljóta friðarverðlaunin.  Nóbelsverðlaun í eðlisfræði: Hvers vegna skín sólin? KOSHIBA HNEIGIR SIG Masatoshi Koshiba hélt blaðamannafund í gær eftir að ljóst var að hann deildi Nóbels- verðlaunum í eðlisfræði þetta árið með tveimur bandarískum vísindamönnum. AP /J U N JI K U RO K AW A TÓKÍÓ, WASHINGTON, AP „Við getum ekki beðið eftir endanlegri sönn- un,“ sagði George W. Bush í ræðu sinni á mánudagskvöld, þar sem hann reyndi að snúa almenningsá- litinu í Bandaríkj- unum á sveif með sér varðandi stríð gegn Írak. „Við höfum alla ástæðu til að gera ráð fyr- ir því versta,“ sagði hann og dró fram rök fyrir því að Saddam Hussein hafi yfir hættulegum vopnum að ráða og sé til alls lík- legur. Ný rök komu þó ekki fram í máli hans. Bandaríkjamenn hafa hreint ekki verið jafn áhugasamir og for- seti þeirra um að fara í stríð gegn Írak. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á sunnudag, telja 70 prósent nauðsynlegt að Bush fái samþykki Bandaríkjaþings áður en ráðist verður gegn Írak. Þá telja 65 prósent betra að Banda- ríkin standi ekki ein að slíkri árás, heldur fái bandamenn sína í lið með sér. Ennfremur telja 56 pró- sent ekki rétt að ráðast á annað ríki nema það geri árás fyrst. Hvort forsetanum tókst að fá almenning á sitt band í þessu máli kemur væntanlega í ljós á næstu dögum. Hins vegar hefur honum hvor- ki tekist að tryggja stuðning í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna hé að fá Evrópuríki almennt í lið með sér. Rússar ítrekuðu í gær þá af- stöðu sína að í ályktun Sameinuðu þjóðanna megi ekki vera nein ákvæði sem geti sjálfkrafa leitt til þess að ráðist verði á Írak. Í álykt- uninni megi heldur ekki gera svo strangar kröfur að Írakar geti engan veginn fallist á þær. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, segir að það yrði „mikill harmleikur“ ef ráðist yrði á Írak. Nauðsynlegt sé að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna taki ákvörðun um hvernig tekið verði á Írak. Hins vegar verði Írakar skilyrðislaust að uppfylla skyldur sínar gagnvart Öryggis- ráðinu. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er undantekningin í Evr- ópu. Hann segist hafa komist að sömu niðurstöðu og Bush um hættuna sem stafar af Írak. Bretar virðast samt almennt ekki jafn ákafir stuðningsmenn Bandaríkjanna og forsætisráð- herrann. Einungis tæpur þriðj- ungur Breta segir rétt að gera árás á Írak. Búist er við því að Bandaríkja- þing greiði á fimmtudaginn at- kvæði um ályktun, sem veitir Bush heimild til þess að beita her- valdi gegn Írak ef hann mtelur það nauðsynlegt. Líklegast þykir að ályktunin verði samþykkt, enda hafa leiðtogar þingflokk- anna í báðum deildum þegar sam- þykkt orðalag hennar.  Bush getur ekki beðið Bandaríkjaforseta gengur treglega að fá heiminn í lið með sér gegn Írak. Rússar standa enn harðir gegn hernaði. Bandaríkjaþing greiðir atkvæði í vikunni um heimild handa Bush til að fara í stríð. Einungis tæp- ur þriðjungur Breta segir rétt að gera árás á Írak. BANDARÍSKIR HERMENN HLUSTA Á BUSH Bandarískir hermenn á Bagram-flugvellinum, skammt norður af Kabúl í Afganistan, fylgd- ust með sjónvarpsávarpi forseta síns í gærmorgun. Sumir þeirra sögðust ekki sjá fyrir sér að Írak ætti bjarta framtíð fyrir sér eftir að búið yrði að steypa Saddam Hussein af stóli. AP /D AR KO B AN D IC MÁLVERND Í RÚMENÍU Þingið í Rúmeníu samþykkti í gær lög sem banna fyrirtækjum og stofn- unum að setja upp skilti eða birta auglýsingar á erlendu máli nema þýðing fylgi á rúmensku. Svipuð lög voru samþykkt fyrir ári í Ungverjalandi. LYGAMÆLIR DUGAR EKKI Rann- sóknarráð Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lygamælar séu ekki nógu ná- kvæmir til þess að hægt sé að treysta þeim þegar öryggi þjóð- arinnar er í húfi. KOSNINGUM LOKIÐ Í KASMÍR Kosningaþátttaka í Kasmír var 44 prósent, sem er meira en búist var við. Kosið hefur verið í áföngum frá því 16. september. Í gær var kosið í tveimur síðustu sýslum héraðsins, þrátt fyrir árásir skæruliða. Reiknað er með fyrstu tölum á morgun. Reykjaneshryggur: Öflug jarð- skjálftahrina JARÐSKJÁLFTAR Öflugasta jarð- skjálftahrina sem mælst hefur á Reykjaneshrygg síðustu þrjátíu til fjörutíu ár hefur verið frá því að- faranótt sunnudagsins. Mælst hafa sex skjálftar á stærðarbilinu 5.0-5.5 á Richter. Eiga skjálftarnir upptök sín langt suður Reykjaneshrygg um 780 kílómetra SV af Reykjanestá. Samkvæmt upplýsingum frá al- þjóðlegri jarðskjálftastofnun í Bandaríkjunum mældist síðasti skjálftinn 5.5 á Richter í fyrra- kvöld.  Norður-írska heima- stjórnin riðar til falls: Vilja út- hýsa Sinn Fein BELFAST, AP Heimastjórnin á Norð- ur-Írlandi riðar nú til falls. Sam- bandssinnar í stjórninni krefjast þess að Sinn Fein verði rekinn úr stjórninni eftir að nýjar upplýs- ingar komu fram um tengsl við Írska lýðveldisherinn. David Trimble, forsætisráð- herra heimastjórnarinnar og leið- togi stærsta flokks sambands- sinna, segir að Bretar verði að styðja kröfur um að Sinn Fein verði vikið úr stjórninni. Að öðr- um kosti sjái hann sér ekki annað fært en að segja sig úr stjórninni sjálfur og þar með væri stjórnin sjálfkrafa hrunin. Væntanlega myndu Bretar þá taka á ný við stjórn héraðsins.  HUNDAR Fá að gista á hótelum. Fosshótel: Hundar velkomnir HÓTEL Hótelkeðjan Fosshótel hef- ur bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða hunda velkomna til gisting- ar með eigendum sínum. Hundar hafa til þessa ekki verið aufúsu- gestir á hótelum hérlendis. Hótel- in sem bjóða hundana velkomna eru Hótel Húsavík, sem býður upp á 44 nýuppgerð herbergi með sjónvarpi og síma, og svo Hótel Ingólfur í Ölfusi, í aðeins 45 mín- útna akstursfjarlægð frá Reykja- vík. Yfir hávetrartímann er Hótel Ingólfur aðeins opið um helgar nema um annað sé samið. Þar er heitur pottur sem rúmar 30 manns. Bæði hótelin munu kapp- kosta að gera hundum og eigend- um þeirra til hæfis á meðan á dvölinni stendur.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 26,5% Er löggæslu ábótavant í Reykjavík? Spurning dagsins í dag: Á Jón Baldvin Hannibalsson að snúa aftur í íslensk stjórnmál? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Nei 67,4%Já LÖGGÆSLU ER ÁBÓTAVANT Næstum 70% kjósenda á frett.is telja að lög- gæslu í Reykjavík sé ábótavant.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.