Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 9. október 2002 FÓLK Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem ákærður er fyrir að myrða einkonu sína, gæti losnað undan varðhaldi gegn tryggingar- gjaldi. Blake hefur verið í fang- elsi í fimm mánuði og íhuga yfir- völd nú að veita honum frelsi þar til réttarhöldin í málinu hefjast. Eiginkona Blake var skotin til bana fyrir utan veitingahús í fyrra. Hún sat þá í framsæti bíls hjónanna fyrir utan veitingastað sem þau höfðu snætt á. Blake heldur því fram að hún hafi verið skotin til bana á meðan hann hljóp aftur inn á veitingastaðinn til þess að ná í byssu sem hann hafði gleymt þar. Blake var ákærður fyrir morðið og lífvörður hans að hafa aðstoðað hann. Leikarinn neitar allri sök og segir marga hafa haft ástæðu til þess að vilja eiginkonu sína feiga. Blake er aðallega þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „Beretta“, sem vinsælir voru á áttunda áratugnum. Réttarhöldin hefjast 11. des- ember. Ef Blake verður fundinn sekur af ákærunum á hann yfir höfði sér lífstíðardóm.  ROBERT BLAKE Sést hér í hlutverki sínu í „Beretta“ sjón- varpsþáttunum sem áttu miklum vinsæld- um að fagna á áttunda áratugnum. Leikarinn Robert Blake: Gæti öðlast tímabundið frelsi LISTIR Ástralski leikstjórinn Baz Luhrman, sem gerði síðast söngvamyndina Moulin Rouge, ætlar sér að hrista upp í óperu- unnendum með afar framandi uppfærslu á La Boheme eftir Gi- acomo Puccini. Þetta uppátæki hans er tilraun til þess að kynna óperuna fyrir breiðari áhorfenda- hóp. Uppfærsla hans verður frumsýnd í San Francisco 15. október en verður svo færð yfir á Broadway í New York frá og með 26. nóvember. „Puccini samdi verk sín með það í huga að þau yrðu sýnd öllum aldurshópum og fólki úr öllum hópum samfélagsins,“ sagði Baz í viðtali við BBC. „Það þýðir að hún á að höfða til mannsins sem sópar göturnar jafnt sem kóngsins í Napólí. Það er takmark okkar. Þú þarft ekki að hafa gráðu í tón- fræði til þess að skilja óperu eða tengjast sögunni tilfinningar- böndum.“ Stærsta breytingin á upp- færslu Luhrmans er að færa sögu- tíma til ársins 1950 en upphaflega útgáfan á að gerist um 1840. Einnig hefur sú ákvörðun Luhrmans að láta alla söngvara syngja með hljóðnema verið gagnrýnd en slíkt þykir ekki eiga heima í óperuflutningi. „Takmarkið er að reyna að búa til svipaða upplifun og fólk fékk á að sjá sýninguna árið 1840. Það þýðir að gestir verða að heyra sýninguna. Í litlu óperuhúsi á Ítal- íu áttu gestir afar auðvelt með að heyra hvað fram fór.“ Það vekur þó athygli að Luhrm- an ætlar sér ekki að bregða frá þeirri hefð að óperan skuli sungin á frummálinu. Eiginkona hans, Catherine Martin, verður list- rænn hönnuður sýningarinnar. Hún vann allt útlit myndanna „Moulin Rouge“ og „Romeo + Juli- et“ og vann Óskarsverðlaun fyrir þá fyrrnefndu. Hún segir að útlit- ið sé unnið eftir svart/hvítum ljós- myndum frá sjötta áratugnum. biggi@frettabladid.is BAZ LUHRMAN Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann setur upp La Boheme. Fyrsta tilraun var í Sydney, í heimalandi hans Ástralíu, árið 1990. Þá rifu gagnrýnendur uppfærsluna hreinlega í sig. La Boheme fær andlitslyftingu Leikstjórinn Baz Luhrman er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann blés nýju lífi í Shakespeare með mynd sinni „Romeo + Juliet“ og sýndi menningarlífið í París í nýju ljósi með „Moulin Rouge“. Næsta verkefni hans er sérkennileg sviðsuppfærsla óperunnar „La Boheme“ eftir Puccini á Broadway. JEAN-PAUL GAULTIER Sýning Jean-Paul Gaultier á tískuvikunni í París vakti athygli. Hér sést fyrirsæta í rokk- stjörnugírnum, klædd sérkennilegum sundfatnaði og svörtum sokkabuxum. Svona vill Gaultier að kvenmenn klæði sig næsta sumar. Við sjáum hvað setur. FÓLK Fyrir þá sem ekki vita er það engin önnur en poppdrottningin Madonna sem sér um flutninginn á næsta James Bond-lagi. Lagið heitir „Die another Day“, eins og myndin, og kemur út á smáskífu 28. október. Óhætt er að segja að lagið sé róttæk breyting frá fyrri Bond-lögum en Madonna vann lagið ástamt franska raftónlistar- manninum Mirwais. Í myndbandinu við lagið mun Madonna taka þátt í handalögmál- um. Það á að vera í hefðbundnum Bond-stíl þar sem poppsöngkonan berst við hið illa. Madonna lét sér ekki nægja að flytja titillagið því hún fer einnig með aukahlutverk í myndinni, sem verður sú 20. í röðinni. Mynd- in verður frumsýnd á Íslandi 29. nóvember. Madonna vinnur nú að nýrri breiðskífu sem koma á út á næsta ári.  MADONNA Ofbeldisfull í nýjasta myndbandi sínu. Madonna: Ofbeldisfull í Bond-myndbandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.