Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 10
10 9. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Vegna yfirlýsingar forsætis-ráðherra vors Davíðs Odds-
sonar í viðtali við DV, þann 5.
október sl. um það hvernig hann
hélt uppi aga þegar hann kenndi í
Versló í gamla daga, það er að
segja: „þá lamdi ég þá alveg leift-
ursnöggt í hausinn,“ langar mig
að biðja fréttamenn þessa lands
að grafa upp eftirfarandi: 1. Not-
aði Davíð Oddsson barefli eða
ekki? 2. Ef Davíð Oddsson notaði
ekki barefli, notaði hann þá til
dæmis krepptan hnefa eða karate-
högg? 3. Finnast einhverjir sem
sátu í þessum kennslustundum
sem geta lýst skoðun sinni á því
hvernig þessi kennsluaðferð Dav-
íðs Oddssonar reyndist?
Það mun gilda einu hvort stjórn-málaflokkarnir muni klípa einn
eða fleiri þingmenn hverjir af öðr-
um í kosningum næstkomandi vor.
Öruggur meirihluti
einnar kynslóðar
mun halda velli –
k y n s l ó ð a r i n n a r
sem tók stúdents-
próf frá útgáfu Sgt.
Pepper’s Lonely
Hearts Club Band
með Bítlunum
fram að því að Sex
Pistols gáfu út An-
archy in the UK. Í
dag á þessi kynslóð
35 þingmenn af 63.
Tuttugu þingmenn
eru eldri en 57 ára
en aðeins átta þingmenn eru 45 ára
eða yngri.
Það má færa rök fyrir því að
það sé minni munur á milli fólks
af þessari kynslóð sem er í sitt-
hvorum stjórnmálaflokknum en
fólki af sitthvorri kynslóðinni í
sama flokki. Umhverfi mótar
fólk. Þessi kynslóð er fyrsta stóra
kynslóðin sem elst upp við
allsnægtir og er fræg fyrir að
hafa brugðist öndverð við þessu
happi sínu. Hún varð sjálfhverf,
frek og tilætlunarsöm. En einmitt
sökum þess hefur hún haft mikil
áhrif á samfélag okkar, hún var
snögg að komast til valda. Í dag
eigum við forseta, forsætisráð-
herra, borgarstjóra og biskup af
þessari kynslóð.
Það má rekja slóð þessarar
kynslóðar eftir vinsældalistum
málefna líðandi stundar. Snemma
á áttunda áratugnum voru það
námslán, en þá var þessi kynslóð í
háskóla. Fljótlega eftir það tóku
dagvistunarmálin við, þá voru
börn þessarar kynslóðar komin
undir. Um og upp úr 1980 voru það
húsnæðismálin, þá var þessi kyn-
slóð að koma undir sig fjögurra
herbergja íbúð, raðhúsi eða ein-
býlishúsi og vildi helst ekki borga
vexti af lánunum. Þegar börn
þessarar kynslóðar komu full
heim skutust forvarnir upp vin-
sældalistann og þegar hún vildi
aftur i skóla varð endurmenntun
lausnarorð. Svona mætti lengi
telja. Og ástæða þess að í dag
virðast stjórnmálin ekki snúast
um eitt né neitt er að þessi kyn-
slóð er nú á tiltölulega vandamála-
fríu æviskeiði, hefur komið sér
upp flestum lífsgæðum og er enn
við þolanlega heilsu.
Eftir tíu ár mun líklega meiri-
hluti þingmanna vera á aldrinum
57 til 67 ára. Þá mun ríkissjóður
verða settur á hausinn til að
hækka ellilífeyri þessarar kyn-
slóðar. Og fram að þeim tíma mun
eintóna viðhorf þessarar kynslóð-
ar halda áfram að móta samfélag-
ið.
„Þessi kynslóð
er fyrsta stóra
kynslóðin sem
elst upp við
allsnægtir og
er fræg fyrir að
hafa brugðist
öndvert við
þessu happi
sínu. Hún varð
sjálfhverf, frek
og tilætlunar-
söm.“
Sjálfhverfa kynslóðin með öruggan meirihluta
skrifar um öruggan meirihluta freku
kynslóðarinnar á Alþingi.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Aukið umfang rekstrar embættis ríkislögreglustjóra frá stofnun þess til fjárlagafrumvarps ársins 2003 hefur verið í umræðunni.
Einar Már Sigurðarson alþingismaður gerir athugasemdir við rekstrartölur ríkislögreglustjóra.
Rekstur ríkislögreglustjóra
ÓLÍK SJÓNARMIÐ
Ríkislögreglustjóri bendir áástæður svo sem aukinn
mannafla og segir 42 stöður í
beinu samhengi við tilfærslu
verkefna innan lögreglunnar og
ný viðfangsefni sem stjórnvöld
hafi falið embættinu. Haraldur
segir heildarfjárveitingu til emb-
ættisins í fjárlagafrumvarpi árs-
ins 2003 vera 938,7 m.kr. Þar af
séu sértekjur 276,6 m.kr. vegna
bílareksturs lögreglu og sam-
starfs við Vegagerðina um um-
ferðareftirlit. Mismunur fjárveit-
inga vegna sömu verkefna 1998
og 2003 séu 113,1 m.kr. Hækkunin
nemi 51,2%, sem skýrist af verð-
lagshækkunum fjárlaga frá 1998,
launahækkunum og fjölgun
starfsmanna um fjóra í grunnvið-
fangsefnum. Í lokin bendir hann á
að árið 2003 hafi 64% af rekstrin-
um verið ný verkefni sem nýtist
fyrst og fremst lögregluliðum
landsins.
Útgjöld ríkislögreglustjórahafa aukist um 260% frá
1998 til fjárlagafrumvarpsins
nú,“ segir Einar Már Sigurðar-
son alþingismaður. „Ég hef ekki
haft tækifæri til að bera talna-
leik ríkislögreglustjóra saman
við mínar tölur en heyri ekki
hagræðingar- og sparnaðartón-
inn.“ Einar segir að sér hafi ver-
ið ljóst í þessari umræðu að ýms-
um verkefnum hafi verið bætt
við embættið. „Við hljótum að
spyrja okkur þegar hlutir gerast
svona hratt hvort faglega sé
staðið að öllu þessu máli. Ég hef
engar getgátur um að bruðlað sé
með almannafé en þessi við-
kvæmni öll hlýtur að kalla á það
að við förum sérstaklega yfir
þetta í fjárlaganefnd. Ef raunin
er að menn hafi gætt ítrasta
sparnaðar og hagræðingar þá
finnst mér jafn eðlilegt að draga
það fram.“
Haraldur Johannessen:
Ný viðfangsefni og
tilfærsla verkefna
Einar Már Sigurðarson:
Útgjöldin kalla
á nánari skoðun
17 ára ökumaður:
Flýði
lögreglu á
ofsahraða
LÖGREGLUMÁL Sautján ára ökumað-
ur sinnti ekki stöðvunarmerkjum
lögreglunnar í Kópavogi aðfaranótt
sunnudags heldur ók í burtu á ofsa-
hraða. Honum var veitt eftirför þar
sem hann ók gegn umferð og eftir
göngustígum. Að lokum stöðvaði
hann bíl sinn og reyndi að komast
undan á tveimur jafnfljótum ásamt
farþegum sem voru með honum í
bílnum. Lögreglan hljóp ökumann-
inn uppi og handtók. Hann reyndist
vera 17 ára og var sviptur ökurétt-
indum. Við leit í bílnum fundust
fíkniefni og landi.
Þýski fjölmiðlarisinn
Bertelsmann:
Græddi
stórlega í tíð
nasista
ERLENT Þýski fjölmiðlarisinn Ber-
telsmann hefur játað að hafa grætt
stórlega í tíð nasista fyrir miðja
síðustu öld. Nefnd sem skipuð var
af fyrirtækinu komst að því að
Bertelsmann breyttist úr því að
vera útgefandi trúarlegra bóka og
skólabóka yfir í útgefanda millj-
óna rita sem höfðu uppi áróður
gegn gyðingum. Fyrirtækið not-
færði sér einnig á óbeinan hátt
þrælavinnu gyðinga bæði í Lett-
landi og Litháen.
BORGARSTJÓRN Meirihluti R-listans
í borgarstjórn samþykkti að vísa
tillögu Frjálslyndra, um að skora
á ríkisstjórn og Alþingi að hækka
skattleysismörkin, til borgarráðs.
Sjálfstæðismenn
greiddu ekki at-
kvæði með tillög-
unni, sem gengur
út að mörkin verði
hækkuð til sam-
ræmis við þróun
verðlags og kaup-
gjalds frá árinu
1988. Tillagan
gengur út á að skattleysismörkin
verði hækkuð í þremur áföngum
og að því verði lokið árið 2004.
Ólafur F. Magnússon borgar-
fulltrúi sagði athyglisvert að
Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti
hækkun skattleysismarka á sama
tíma og hann vildi létta álögum á
fyrirtæki, sem ella myndu borga
hundruð milljóna króna eða millj-
arða í skatta. Ólafur F. sagði að
þessi tillaga hefði mikla þýðingu.
Þetta væru skýr pólitísk skilaboð
frá borginni um að meirihluti
borgarstjórnar væri á móti þeirri
skattastefnu ríkisstjórnarinnar að
draga stórlega úr sköttum á fyrir-
tæki og stóreignafólki en halda al-
menningi niðri.
„Sjálfstæðisflokkurinn lætur
sig síst varða málefni láglauna-
fólks, öryrkja og ellilífeyrisþega,“
sagði Ólafur F. „Hann virðist hins
vegar bera mun meiri umhyggju
fyrir auðmönnum, stórfyrirtækj-
um, einkavinum og gæðingum
ríkisstjórnarinnar.“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lögðu fram bókun í
borgarstjórn þar sem lýst var
yfir undrun á því að Gísli Helga-
son, borgarfulltrúi F-listans,
hefði setið hjá fyrir skömmu,þeg-
ar R-listinn hefði fellt tillögu
Sjálfstæðisflokksins um lækkun
fasteignaskatta á eldri borgara
og öryrkja. Það væri tvískinn-
ungur að borgarstjórn gerði
kröfu á hendur ríkisstjórninni
um skattalækkun með hækkun
skattleysismarka á sama tíma og
hún hafnaði skattalækkun í þágu
eldri borgara og öryrkja. Í bók-
uninni sagði ennfremur að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri sjálfum
sér samkvæmur í afstöðu sinni
til að bæta hag eldri borgara og
öryrkja og myndi vinna að því
bæði í borgarstjórn og á Alþingi.
trausti@frettabladid.is
Borgarstjórn á móti
skattastefnu ríkisstjórnar
R-listinn samþykkir tillögu F-listans um að skora á ríkisstjórnina að
hækka skattleysismörk. Sjálfstæðismenn greiddu ekki atkvæði með til-
lögunni. Borgarfulltrúi F-listans segir þetta skýr pólitísk skilaboð.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu F-listans um að skora á ríkisstjórnina að hækka
skattleysismörkin í þremur áföngum fyrir árið 2004.
Sjálfstæðis-
flokkurinn læt-
ur sig síst
varða málefni
láglaunafólks,
öryrkja og elli-
lífeyrisþega.
Nánari
upplýsingar
um höfuð-
höggin
Áhugamaður um bættar
kennsluaðferðir hringdi:
Betri Laug-
ardalslaug
Sundkappi skrifar:
Hvað veldur því að ekki er gertvið í Laugardalslauginni? Þá
er ég að tala um niðurfall í stærs-
ta pottinum sem er búið að vera
brotið síðan í júlí og plaströrbút
stungið ofan í. Svokölluð iðjulaug
er búin að standa tóm á annan
mánuð. Ekki koma kúnnarnir þar
á meðan vatnslaust er. Baðverðir
mættu taka sig verulega á og
hætta að öskra á skólabörn sem
mæta í skólasund. Það er hægt að
tala við þau á annan máta. Hægt
væri að senda baðverðina út á Nes
(Seltjarnarnes) þar sem baðvarsla
er til fyrirmyndar og þeir gefa
manni kaffi. Geri aðrir betur.
Kippið þessu í liðinn.