Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 9. október 2002
Gylfi Þór Þorsteinsson
Auglýsingastjóri DV
Þórmundur Bergsson
Auglýsingastjóri Fréttablaðsins
Gestur Einarsson
Auglýsingastjóri Morgunblaðsins
Á www.sau.is
Með léttum veitingum og kaffi
2500 - fyrir félagsmenn
3500 - fyrir aðra
Hádegisverðarfundur SAU
Í hvaða dagblaði á ég að auglýsa?
Samtök auglýsenda standa fyrir hádegisverðarfundi
fimmtudaginn 10. okt. kl. 12:00 - 13:30
á Hótel Loftleiðum Þingsölum 1-3.
Fjallað verður um auglýsingar í dagblöðum frá ýmsum
hliðum. Svo sem hvað er auglýsandinn að borga
og hvað er hann að fá fyrir peninginn.
GAZA-BORG, AP Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, lætur gagn-
rýni Bandaríkjamanna og annarra
sem vind um eyru þjóta og segir
blóðuga árás hermanna sinna á
Gazaströnd aðfaranótt þriðjudags
hafa borið tilætlaðan árangur.
Hann segir að búast megi við fleiri
slíkum árásum.
Bandaríkin, Rússland, Evrópu-
sambandið og Sameinuðu þjóðirn-
ar gagnrýndu þessa árás harðlega.
Ísraelsher segir tilganginn með
árásinni á bæinn Kan Júnis á
Gaza-strönd hafa verið að gera ís-
lömskum skæruliðum ljóst að þeir
geti ekki lengur litið á Gaza-
strönd sem öruggt skjól til þess að
undirbúa hryðjuverk.
Árásin kostaði fjórtán Palest-
ínumenn lífið. Á annað hundrað
manns særðist. Palestínumenn
segja hina látnu alla hafa verið
óbreytta borgara. Ísraelsmenn
segja þá hins vegar hafa verið
vopnaða þátttakendur í bardaga.
Israel Ziv, hershöfðinginn sem
stjórnaði árásinni á Kan Júnis,
viðurkenndi að enginn hinna látnu
hefði verið meðal þeirra sem eftir-
lýstir eru.
Samtökin Hamas og Fatah,
stjórnmálahreyfing Yassers Ara-
fats, hafa hótað hefndum.
FJÖLMIÐLAR „Ég er búinn að vera í
þessu síðan 1989 og því kominn á
tíma, búinn með skammtinn,“
segir Ari Trausti Guðmundsson
veðurfréttamaður, sem sagt hef-
ur upp starfi sínu á Stöð 2 og hyg-
gst hverfa til nýrra sjónvarps-
verkefna hjá Ríkissjónvarpinu.
Hann segist ekki eiga eftir að
sakna veðurfréttastarfsins eftir
13 ár á skjánum: „Þetta er líka
leiðinlegur vinnutími,“ segir
hann.
Ari Trausti er þegar farinn að
vinna að undirbúningi sjónvarps-
þátta fyrir Ríkissjónvarpið sem
hlotið hafa vinnuheitið Vísindi
fyrir alla. Þættina gerir hann
með sjónvarpskonunni Rögnu
Söru Jónsdóttur: „Þetta verða
vikulegir 10 mínútna þættir sem
sýndir verða allt árið, líklega á
eftir seinni fréttum Ríkissjón-
varpsins,“ segir Ari Trausti en í
þáttunum munu hann og Ragna
Sara fjalla um það sem efst er á
baugi í vísindum hér á landi
hverju sinni. Þáttur Ara Trausta
hefur göngu sína á Ríkissjón-
varpinu eftir áramót.
ARI TRAUSTI
Á ekki eftir að sakna veðurfréttanna eftir þrettán ár á skjánum.
Ari Trausti hættir á Stöð 2:
Búinn með
skammtinn
Palestínumenn hóta hefndum eftir árásina á Gaza-strönd:
Sharon ánægður með árangurinn
HLAUPIÐ Í ÁTT AÐ ÁTÖKUM
Stuðningsmenn Hamas lentu í átökum við palestínska lögreglumenn í Gaza-borg þegar
útför tveggja Hamas-liða fór fram.
AP
/C
H
AR
LE
S
D
H
AR
AP
AK
Verð:
Með framsögu verða:
Skráning:
www.sau.is