Fréttablaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 6
6 9. október 2002 MIÐVIKUDAGURSPURNING DAGSINS
Tekur þú ummæli forsætisráð-
herra til þín?
„Davíð hlýtur að eiga
við þá sem verða sér
til skammar hvað eft-
ir annað með furðu-
ummælum. Til dæmis
var einn háskólapró-
fessor sem sagði
1994 að það væri
fjarstæða að kreppan
væri búin. Sá heitir
Þorvaldur Gylfason. Sami maður sagði 1996
að Tælendingar gætu þakkað sér góðan ár-
angur í efnahagsmálum um leið og Íslend-
ingar gætu kennt sér um vondan árangur.
Síðan hefur verið samfellt góðæri á Íslandi
en í Tælandi hrundi allt hálfu ári seinna.
Skóladúxarnir setjast því miður oft á tossa-
bekk tilverunnar.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir menn úr há-
skólalífi síður henta í starf seðlabankastjóra. Þá
vanti stjórnunarreynslu og tengsl við þjóðfélagið.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskólaprófessor
situr í bankaráði Seðlabankans.
INNLENT
STJÓRNMÁL „Það að álykta um fisk-
veiðistjórnunarkerfi án þess að
hafa nægar upplýsingar um það eru
fordómar. Það skiptir þá engu hvort
menn mæla með því eða á móti,“
segir Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks. Hann vill að
skipuð verði nefnd fagaðila til að
meta kosti og galla færeyska fisk-
veiðistjórnunarkerfisins.
Í umræðu síðustu missera hafa
þær raddir orðið stöðugt háværari
sem vilja að færeyska kerfið verði
tekið upp hér, segir Hjálmar. Sú
umræða hafi ekki byggt á vísinda-
legum grunni. Hann vilji því að
kannað verði hvaða árangri fær-
eyska kerfið skili og hvaða þjóð-
hagslegu áhrif það hefði hér á
landi. „Við getum þá tekið afstöðu
þegar þetta liggur fyrir.“
Hjálmar segir að af viðræðum
sínum við færeyska útgerðarmenn,
sjómenn, fiskvinnslufólk og banka-
menn hafi hann komist að því að al-
menn ánægja ríki með kerfið í Fær-
eyjum. Slíkt gefi vísbendingu um
kosti þess. Það þurfi þó að skoða
betur. Meðal annars hvort kerfið
hafi verið nógu lengi við lýði til að
hægt sé að meta árangur þess.
Færeyska fiskveiðistjórnin verði metin:
Umræðan byggi ekki á fordómum
HJÁLMAR ÁRNASON
Vill að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd til
að meta færeyska kerfið. Háskólinn, sjávar-
útvegsdeild Háskólans á Akureyri, Hafrann-
sóknastofnun og Samtök fiskvinnslustöðva
tilnefni hvert sinn fulltrúa.
Hvalfjörður:
Ekið
á hross
LÖGREGLA Ekið var á hross á Hval-
fjarðarvegi á móts við Saurbæ um
kvöldmatarleytið á föstudag.
Hesturinn hafði tekið sig út úr
hrossahópi, sem verið var að reka,
eftir að hópurinn slapp úr afgirtu
hólfi þar í grenndinni. Skepnan
varð fyrir bíl sem kom úr gagn-
stæðri átt.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi var hrossið óbrotið að sjá en
talsvert skorið á brjósti. Enn var
verið að meta ástand þess þegar
lögregla hvarf af vettvangi.
Fólkið í bílnum meiddist ekki
en bílinn var töluvert skemmdur.
Hann var þó ökufær á eftir.
Handtekinn í Singapúr:
Henti
rusli út um
gluggann
SINGAPÚR, AP Í Singapúr var 63 ára
maður handtekinn fyrir að henda
rusli út um gluggann sinn. Ná-
grannarnir höfðu kvartað.
Það var heldur ekkert smá-
ræði sem Lau Seng Fatt henti út
um eldhúsgluggann á annarri
hæð: þremur stólum, klukku,
nokkrum bjórflöskum, lampa,
tveimur plastfötum, nokkrum
samanbrotnum ferðarúmum,
hægindastól og einni könnu.
Lau hefur reyndar lifibrauð
sitt af því að safna því sem aðrir
henda, og selja svo. En hann get-
ur ekki selt allt sem hann safnar
að sér.
HÁSKÓLINN Í SKATTINN Háskóli
Íslands og Ríkisskattstjóri hafa
gert með sér samning um sam-
vinnu og samstarf á sviði rann-
sókna og kennslu á sviði skatta-
mála. Meðal annars er horft til
þess að nemar geti unnið að verk-
efnum sínum hjá Ríkisskatt-
stjóra.
HEIMSÓKN Á ALÞINGI Kúveiskir
þingmenn sóttu Alþingi heim og
funduðu með fulltrúum þing-
flokka og utanríkismálanefndar.
Að því loknu fylgdust þeir með
þingfundi þar sem ráðherrar
svöruðu fyrirspurnum.
SKIPULAGSMÁL Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, formaður skipulags-
og byggingarnefndar, segist vel
skilja þá afstöðu íbúa við Sigtún
að vilja kæra ákvörðun borgaryf-
irvalda um að leyfa
byggingu tveggja
13 hæða háhýsa við
Grand Hótel til úr-
s k u r ð a r n e f n d a r
skipulags- og bygg-
ingarmála. Stein-
unn Valdís var eini
nefndarmaðurinn
sem greiddi atkvæði gegn tillög-
unni, þegar hún var samþykkt.
Málið kom fyrst inn á borð
skipulags- og byggingarnefndar
þegar Árni Þór Sigurðsson var
formaður nefndarinnar. Steinunn
Valdís sagðist hafa verið á móti
þessum áformum þá og það hefði
ekkert breyst þó hún væri nú orð-
in formaður nefndarinnar.
„Auðvitað er mjög óvenjulegt
að formaður sé á móti svona
máli,“ sagði Steinunn Valdís. „Ég
hef séð tillögur sem gera ráð fyr-
ir sambærilegri uppbyggingu á
þessum reit án þess að byggt sé
svona hátt upp í loftið. Mér fannst
og finnst ennþá að þetta sé í hróp-
legu ósamræmi við byggða-
mynstrið á þessu svæði.“
Steinunn Valdís sagði að ástæð-
an fyrir því að byggingaraðilarnir
vildu byggja tvær 13 hæða bygg-
ingar væri rekstrarlegs eðlis. Það
væri hagkvæmara. Hún sagði
ekki rétt að málið hefði ekki farið
í grenndarkynningu eins og haft
var eftir Páli Skaptasyni, íbúa við
Sigtún, í Fréttablaðinu í gær.
Grenndarkynningin hefði verið
haldin í sumar og þá hefðu komið
mótmæli frá fjórum íbúum.
Árni Þór sagði að nefndin
hefði á sínum tíma verið sam-
mála um að leyfa ætti uppbygg-
ingu hótels á þessum stað. Ef
menn vildu hótel í Reykjavík þá
væri þetta langhentugasta bygg-
ingarformið. Málið hefði verið
kynnt á sínum tíma og gerðar
mjög ítarlegar athuganir á
skuggavarpi. Vissulega myndað-
ist skuggi einhversstaðar í Teiga-
hverfinu en niðurstaðan hefði
orðið sú að með því að byggja tvo
háa og tiltölulega mjóa turna
myndi skugginn vera stutt á
hverjum stað. Varðandi hæð
bygginganna sagðist Árni gera
sér fyllilega grein fyrir því að
hún væri ekki í samræmi við hæð
annarra bygginga í Teigahverf-
inu. Í nágrenninu væru hins veg-
ar svipað há hús, eins og t.d. hús
í Hátúni og Hótel Esja.
trausti@frettabladid.is
Formaðurinn skil-
ur ákvörðun íbúa
Formaður skipulags- og byggingarnefndar skilur ákvörðun íbúa við
Sigtún að kæra byggingu 13 hæða háhýsa við Grand Hótel. Formaður-
inn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Fyrrverandi formaður nefndarinn-
ar segir að svipað há hús séu í nágrenninu.
TÖ
LV
U
G
R
AF
ÍK
/O
N
N
O
E
H
F.
NÝBYGGING VIÐ GRAND HÓTEL
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar, sagði að ástæðan
fyrir því að byggingaraðilarnir vildu byggja tvær þrettán hæða byggingar væri rekstrarlegs
eðlis. Það væri hagkvæmara.
Auðvitað er
mjög óvenju-
legt að for-
maður sé á
móti í svona
máli.
Kristján Möller:
Krefst
upplýsinga
ALÞINGI Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylkingarinnar á Norð-
urlandi Vestra, vill að félagsmála-
ráðherra upplýsi hver íbúaþróun-
in hafi verið í sveitarfélögum
landsins, eins og þau eru nú, síð-
astliðin tíu ár.
Kristján vill ennfremur fá að
vita hver þróunin hefur verið í
hverju kjördæmi fyrir sig, miðað
við nýja kjördæmaskipan, síðustu
tíu ár, Hver hlutfallsleg fjölgun
eða fækkun íbúa hafi verið í ein-
stökum sveitarfélögum og loks
hvert hlutfall erlendra ríkisborg-
ara er í hverju sveitarfélagi fyrir
sig.
Mat á umhverfisáhrifum
á Siglufirði:
Snjóvarnar-
garður sam-
þykktur
SAMÞYKKT Skipulagsstofnun hef-
ur fallist á byggingu snjóflóða-
varnargarðs á Siglufirði. Stofn-
un telur að fyrirhuguð bygging
muni ekki hafa í för með sér um-
talsverð umhverfisáhrif.
Skipulagsstofnun telur ljóst
að helstu umhverfisáhrif af
byggingu fimm þvergarða og
eins leiðigarðs allt að 15 metra
að hæð og uppsetningu stoð-
virkja verði sjónræns eðlis. Þá
telur stofnunin að fyrirhugaðir
varnargarðar muni hafa veruleg
óafturkræf áhrif á landslag bæði
úr fjarlægð og innan þéttbýlis-
ins.
Stofnunin telur hins vegar að
bygging varnargarðanna sé
viðunandi að teknu tilliti til nið-
urstöðu nýlega staðfests hættu-
mats, þar sem fram kemur að
stór hluti þéttbýlisins er innan
skilgreindra snjóflóðahættu-
svæða.
Kæra má úrskurð Skipulags-
stofnunar til umverfisráðherra
og er kærufrestur til 13. nóvem-
ber.
VEÐUR Snjórinn ætlar að láta bíða
eftir sér í ár. Verður líklega sein-
na á ferðinni en í fyrra. Þá gerði
slyddu í Reykjavík samfleytt í
fjóra daga frá 10. október og þann
13. mældist eins sentímetra jafn-
fallinn snjór í Reykjavík. Fyrsta
frostið í höfuðborginni mældist
þó ekki fyrr en 27. október, tvegg-
ja stiga frost.
Á Akureyri var slydda 14.
október í fyrra. Þar féll fyrsti
mælanlegi snjórinn 29. október
en 1,2 stiga frost hafði mælst
deginum áður.
„Snjórinn er ekki á leiðinni í
bráð en ég er nokkuð viss um að
hann komi þó svo fólk hafi verið
að lifa einhver mestu hlýinda-
skeið á landinu á síðari árum,“
segir Sigurður Þ. Ragnarsson veð-
urfréttamaður.
HANN SNJÓAR
Þó ekki sé von á snókomu í
Reykjavík snjóar í Arizona
þessa dagana.
Íslenskur vetur:
Snjórinn ekki á leiðinni
SPRENGJULEIT Í KEFLAVÍK Unnið
er að uppsetningu á sérstökum
sprengjuleitarbúnaði á Keflavík-
urflugvelli sem taka á í notkun 1.
janúar. Búnaðurinn sem kostar
um 300 milljónir króna er settur
upp af kröfu Evrópustofnunar
Flugmálastjóra. vf.is
BÖÐVAR Í FRAMBOÐ Böðvar
Jónsson, formaður bæjarráðs í
Reykjanesbæ, hefur ákveðið að
gefa kost á sér á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í nýju Suð-
urkjördæmi.
KAFFI AUSTURSTRÆTI ÁFRAM
Borgaryfirvöld hafa framlengt
leyfi Kaffi Austurstrætis til
áfengisveitinga í eitt ár. Er talin
ástæða til þess að fylgjast sér-
staklega með rekstri staðarins
vegna kvartana sem borist hafa
borgaryfirvöldum.
VERKNÁMSHÚS Á AKUREYRI Nýtt
verknámshús heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri var form-
lega tekið í notkun á mánudaginn.
Húsið verður það einkum nýtt til
starfsþjálfunar nemenda í hjúkr-
unarfræði og iðjuþjálfum.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 87.41 0.40%
Sterlingspund 136.74 0.47%
Dönsk króna 11.53 0.52%
Evra 85.65 0.52%
Gengisvístala krónu 129,57 0,43%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 290
Velta 3.601 m
ICEX-15 1.304 0,47%
Mestu viðskipti
Búnaðarbanki Íslands hf. 931.241.613
SÍF hf. 640.222.079
Pharmaco hf. 568.713.598
Mesta hækkun
Líf hf. 6,58%
SÍF hf. 5,75%
Íslandssími hf. 5,71%
Mesta lækkun
Guðmundur Runólfsson hf. -4,88%
Marel hf. -3,24%
Opin kerfi hf. -2,86%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7448 0,30%
Nsdaq*: 1121,1 0,10%
FTSE: 3730,5 -1,30%
DAX: 2592,4 -2,80%
Nikkei: 8708,9 0,20%
S&P*: 788,1 0,40%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
INNLENT