Fréttablaðið - 09.10.2002, Side 8

Fréttablaðið - 09.10.2002, Side 8
8 9. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI FLUGMÁL Flugrekstur Flugfélags Vestmannaeyja stöðvaðist í einn og hálfan sólarhring í byrjun mán- aðarins vegna vanrækslu félags- ins að uppfylla opinberar við- haldskröfur. Að sögn Heimis Más Pétursson- ar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar, kom agnúinn í ljós við út- tekt Flugmálastjórnar. Hann laut að því að flugfélagið náði ekki að skila gögnum í sérstakan við- haldskafla flugrekstrarhandbókar sinnar áður en gildistími handbók- arinnar rann út 30. september. „Þegar eftirlits- menn komu gat flugfélagið ekki sýnt fram á að hlut- irnir hefðu verið gerðir rétt. Félagið gat því ekki notað vélarnar í einn og hálfan sólahring þar til gögnunum var skilað inn. Það mun ekki hafa komið að sök þar sem veður var þannig að það var ekkert flogið hvort eð var,“ segir Heimir Már. Þrjár af fjórum vélum Flugfé- lags Vestmannaeyja eru nú í notk- un. Sú fjórða er þessa dagana í sér- stakri viðhaldsskoðun samkvæmt ákvörðun flugfélagsins sjálfs. Nýjar og strangari samevr- ópskar reglur vegna minni flug- rekenda tóku gildi 1. júlí í sumar. Heimir Már segir það hafa gengið vel. „Sértaklega með Flugfélag Vestmannaeyja,“ segir hann.  Flugfélag Vestmannaeyja stóðst ekki úttekt Flugmálastjórnar: Flugrekstur stöðvaðist í hálfan annan dag HEIMIR MÁR PÉTURSSON Ánægður með Flugfélag Vest- mannaeyja. STUTT SJÁVARÚTVEGSHÚSIÐ Sjávarútvegsráðuneytið hefur lokað hrygn- ingarslóð steinbíts að tillögu Hafrann- sóknastofnunar. Lokað fyrir alla veiði á hluta Látragrunns: Hrygning steinbíts vernduð SJÁVARÚTVEGUR „Veiðin hefur verið að vaxa á þessum slóðum á und- anförnum árum. Okkur fannst ástæða til að gefa steinbítnum tækifæri til að vera alveg í friði fyrir veiðum á afmörkuðu svæði meðan á hrygningu stendur,“ seg- ir Sigfús Schopka, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrann- sóknastofnunar. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur ákveðið að banna allar veiðar á afmörkuðu svæði á Látragrunni fram yfir áramót. Það er í fyrsta skipti sem gripið er til ráðstafana til að vernda hrygningu steinbíts. Sigfús segir að þokkaleg nýlið- un hafi verið í steinbítsstofninum undanfarin ár. Ekki sé þó komið í ljós hvernig yngstu árgangar skili sér. Stofnunin hafi talið ástæðu til að friða hrygningar- slóðina meðan á hrygningu og klaki standi. Steinbíturinn hrygnir í þess- um mánuði. Að því loknu hringar hann sig um eggjaklasana og ver þá þar til eggin klekjast út eftir áramót.  Hjallaprestakall: Sigfús Kristjánsson valinn STÖÐUVEITING Valnefnd Hjalla- prestakalls í Kópavogi hefur ákveðið að leggja til að Sigfús Kristjánsson guðfræðingur verði skipaður prestur frá 1. nóvember næstkomandi. Var hann valinn úr hópi sex umsækjenda á fundi val- nefndar síðastliðinn laugardag. Sigfús er skipaður í embættið til fimm ára en um hálft starf er að ræða. Biskup Íslands veitir embættið. Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups og prófasts Reykjav íkurprófas tsdæmis eystra.  STJÓRNMÁL Sjö gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi. Það eru þingmennirnir Einar Már Sigurð- arson og Kristján L. Möller, vara- þingmaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson, séra Cecil Haraldsson, sóknarprestur og forseti bæjar- stjórnar á Seyðisfirði, og Akureyr- ingarnir Lára Stefánsdóttir, Þor- gerður Þorgilsdóttir og Þorlákur Axel Jónsson. Kosið er um tvö sæti í próf- kjörinu, sem fer fram með póst- kosningu. Fyrirfram eru þing- mennirnir tveir taldir sigurstrang- legastir. Spennan er helst hvor þeirra hlýtur efsta sætið. Einar Már nýtur stuðnings á Austfjörð- um og inn á Norðurland. Kristján á stuðning vísan á Siglufirði og þarf að sækja fylgi inn á Norðurland. Líklegt er talið að Örlygur og ein- hver þremenninganna af Akur- eyri kljáist um þriðja sætið. Prófkjörið er fyrir félaga í Sam- fylkingunni. Fólk getur skráð sig í flokkinn fram að 24. október. Úrslit eiga að liggja fyrir 9. nóvember. Ellefu manna kjörnefnd velur svo frambjóðendur í 3. til 20. sæti.  Sjö taka þátt í prófkjöri Samfylkingar: Þingmennirnir takast á EINAR MÁR SIGURÐARSON Leiddi listann á Austurlandi fyrir fjórum árum. KRISTJÁN L. MÖLLER Efsti maður Sam- fylkingar á Norður- landi vestra í síð- ustu kosningum. SAMGÖNGUR Stórir aðilar í íslenskri ferðaþjónustu hafa að undanförnu þrýst mjög á flugfélagið Atlanta að hefja áætlunarflug til og frá landinu. Hafa viðræður far- ið fram en óljóst er um árangur: „Áhuginn á þessu er meiri nú en oftast áður. Það er eins og orðið hafi einhver vakn- ing,“ segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta. „Við fljúgum fyr- ir hvern sem er en á þessari stun- du erum við ekki tilbúnir til að fara út í ferðaskrifstofurekstur eða stofna félag um áætlunarflug. Ég sé ekki að það sé grundvöllur fyrir slíku allt árið hér á landi,“ segir forstjórinn Hafþór útilokar þó ekki að breytingar gætu orðið í flugi til og frá landinu í sumar ef samningar við tiltekna aðila í ferðaþjónust- unni nást: „Samkeppni á þessu sviði hlýtur að vera af hinu góða,“ segir hann. Atlanta rekur nú 23 flugvélar í verkefnum víða um heim. Sjálft á flugfélagið átta vélar, þar af eru sex á kaupleigusamningum en tvær eru alfarið og skuldlausar í eigu félagsins. Félagið er því vel í stakk búið til að sinna flugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur þó ekki verði það í formi áætlunarflugs allt árið. Fátt nýtt hefur frést af stofnun flugfélags Jóhannesar Georgsson- ar, fyrrum forstöðumanns SAS hér á landi og félaga hans, en þar á bæ búast menn við tíðindum af áætl- unarflugi í samkeppni við Flug- leiðir á allra næstu vikum eða jafn- vel dögum. Eða eins og einn úr þeim hópi orðar það: „Sumarið gæti orðið heitt í íslenskum flug- heimi.“ eir@frettabladid.is Þrýst á Atlanta um áætlunarflug Mikill áhugi ferðaþjónustuaðila um flug til og frá landinu. Forstjóri Atl- anta líkir ástandinu við vakningu en efast um grundvöll fyrir áætlunar- flug allt árið. En sumarið gæti orðið heitt í íslenskum flugheimi. „Áhuginn á þessu er meiri nú en oftast áður. Það er eins og orðið hafi einhver vakning.“ BEYGT TIL HÆGRI Hjálmar Árna- son hefur endurflutt lagafrum- varp sitt þess efnis að ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum sé heimilt að beygja þó rautt ljós logi. Önnur umferð hafi þó for- gang. GREINING LESTRARVANDA Þrír þingmenn Vinstri-grænna flytja þingsályktunartillögu þess efnis að Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands verði veittar 30 milljónir króna til að greina lestrarvanda Íslendinga. Skólarnir veiti einnig ráðgjöf um viðbrögð og skipuleggi forvarnir. INNFLUTNINGSREGLUR SKERPTAR Sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Framsókn leggja til að þingið álykti að landbúnaðarráð- herra verði falið að endurskoða lög um innflutning dýra með það að markmiði að vernda innlenda stofna. Herða þurfi skilyrði fyrir innflutningi. MENGUN OG VEGSLIT Sex þing- menn Samfylkingar vilja að ríkis- stjórnin undirbúi tillögur sem miði að því að draga úr mengun og vegsliti. Tollum, vörugjöldum og þungaskatti verði breytt þan- nig að notkun dísil- og fjórhjóla- drifsbíla aukist en notkun nagla- dekkja minnki. YATES Yates á yfir höfði sér allt að 10 ára fang- elsi. Dæmt verður í máli hans í janúar á næsta ári. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá WorldCom: Játaði sekt sína NEW YORK, AP Buford Yates, fyrr- verandi framkvæmdastjóri í bók- haldsdeild bandaríska fyrirtækis- ins WorldCom, hefur játað að hafa tekið þátt í samsæri og svikum á meðan hann starfaði þar. Segist hann hafa hlýtt skipunum yfir- manna sinna um að ljúga til um útgjöld. Þannig gat fyrirtækið sagt tekjur sína vera um 430 millj- örðum krónum meiri en þær voru í raun á tímabilinu frá október árið 2000 til apríl árið 2002. Yates er annar af tveimur háttsettum starfsmönnum WorldCom á und- anförnum tveimur vikum sem játa aðild sína að gjaldþroti fyrir- tækisins. Yates á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og um 87 milljón króna sekt fyrir afbrotið. Talið er að tveir undirmenn Yates, sem störfuðu í bókhalds- deild fyrirtækisins, muni einnig játa sekt sína á næstu dögum.  ATLANTA Með 23 þotur í verkefnum víða um heim. Mikill þrýstingur ferðaskrifstofuaðila um flug til og frá landinu. DREGUR ÚR ATVINNULEYSI Lítil- lega dró úr atvinnuleysi í Þýska- landi í september og er það nú 9,5%. Alls eru 3,94 milljónir manna án vinnu í landinu, sem er 76.400 mönnum færra en í síðasta mánuði. JARÐSKJÁLFTI Í GRIKKLANDI Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 á Richter gekk yfir norðurhluta Grikklands í gær. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki og eignaskemmdir urðu litlar. DAVÍÐ SEGI AF SÉR Forsvars- menn Friðar 2000 telja eðlilegt að Davíð Oddsson láti af embætti vegna ummæla hans í DV um að hann hafi lamið nema í höfuðið. ORÐRÉTT GOTT AÐ MAÐUR ER EKKI VIÐ- KOMANDI Það á að lemja við- komandi í hausinn. Davíð Oddsson um ólátabelgi. DV. 5. október. REGNBOGABÖRNIN Þetta er hreint einelti á Baug. Jóhannes í Bónus. DV. 8. október. GÁTU EKKI SAMEINAST ÞAR HELDUR Gaman hefði verið að fá raun- verulega andstæðinga í svona auglýsingu: til dæmis tvo vinstri menn. Guðmundur Andri Thorsson um söfnunarauglýsingar Rauða krossins. DV. 8. október

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.