Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 12
12 9. október 2002 MIÐVIKUDAGURTENNIS ÁNÆGÐUR Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, klappar hér landa sínum, Marat Safin, lof í lófa á Kremlin Cup-mótinu í tennis sem fram fór í Moskvu. MARC OVERMARS Hinn 29 ára gamli Overmars á 71 lands- leik að baki með hollenska landsliðinu. Hann var keyptur árið 2000 frá Arsenal fyrir metfé. Marc Overmars: Spilaði meiddur á síðasta tímabili BARCELONA, AP Hollendingurinn Marc Overmars spilar á morgun fyrsta leik sinn með spænska lið- inu Barcelona í sýningarleik gegn liðinu Gava, eftir fimm mánaða fjarveru vegna hné- meiðsla. Kantmaðurinn knái seg- ir að á síðasta tímabili hafi hann ekki náð að spila einn leik full- komlega heill. „Ég var alltaf meiddur á síðasta tímabili en hélt samt áfram þar til því lauk. Það er frábær tilfinning að geta æft aftur og spilað án þess að vera sprautaður með verkjastillandi lyfjum,“ sagði Overmars.  ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.10 Stöð 2 Íþróttir um allan heim (Trans World Sport) 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.00 KA-heimilið Bikarkeppni kvenna (KA/Þór - Grótta/KR) 20.00 Seltjarnarnes Esso deild karla (Grótta/KR - KA) 20.00 Víkin Bikarkeppni kvenna (Víkingur - FH) 20.45 Framhús Bikarkeppni kvenna (Fram 2 - Fylkir/ÍR) 22.15 RÚV Handboltakvöld BORÐTENNISBORÐ Verð frá 26.900.- S. V. Sverrisson Suðurlandsbraut 10 (2h) - Rvk. sími: 568 3920 - 897 1715 umboðið borðtennisvörur FORMÚLA Forsvarsmenn BMW- Williams-liðsins mótmæla hug- myndum Bernie Ecclestone, yfir- manns Formúlu 1, um að taka upp forgjafarkerfi í kappaksturskeppn- inni. Ecclestone vill sjá breytingar eftir yfirburðasigur Ferrari í ár. Patrick Head, tæknistjóri BMW- Williams, segir það vera undir öðr- um liðum komið að ná Ferrari-liðinu í stað þess að finna leið til að hægja á því. „Mér finnst það fáránleg hug- mynd að ætla að þyngja bílana,“ sagði Head. „Á þá að láta Arsenal spila með níu leikmenn inni á vellin- um þegar það mætir Chelsea?“  Patrick Head, tæknistjóri BMW-Williams: Vill ekki þyngja formúlubílana KÖRFUBOLTI Latrell Sprewell, leik- maður New York Knicks í NBA- deildinni í körfubolta, hefur verið sektaður um tæpar 22 milljónir króna fyrir að hafa ekki sagt forráða- mönnum liðsins frá handarbroti sem hann varð fyrir tveimur vikum áður en æfingabúð- ir fyrir næsta keppnistímabil áttu að hefjast. Sprewell hefur ein- nig verið sagt að hann þurfi ekki að mæta aftur til fé- lagsins fyrr en hann hefur eitt- hvað „jákvætt til málanna að leg- gja.“ Leikmaðurinn, sem þekktur er fyrir vandræðagang í gegnum tíðina, fór í aðgerð í síðustu viku og verður frá vegna meiðslanna næstu fimm vikurnar. Talið er að Sprewell hafi brotið höndina er hann sló í átt til kæras- ta konu nokkurrar sem kastaði upp í teiti sem haldið var um borð í snekkju hans. Í bræðiskasti lamdi hann með skothönd sinni í vegg þar sem kærastinn stóð, með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að halda mér frá liðinu,“ sagði Sprewell í viðtali á heimasíðu dag- blaðsins The Daily News. „Ég veit aðeins eitt, að þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla svo að ég geti sagt frá minni hlið málsins.“ Árið 1997 þegar Sprewell var leikmaður Golden State Warriors var hann dæmdur í 68 leikja bann fyrir að taka þjálfara sinn háls- taki. Hann hefur margoft gert óskunda hjá New York Knicks í gegnum tíðina. Árið 1999 mætti hann ekki í æfingabúðir fyrir leik- tímabilið og gaf enga skýringu á fjarveru sinni. Auk þess hefur hann margoft mætt seint í leiki Knicks þau fjögur ár sem hann hefur leikið með liðinu. Hingað til hafa forráðamenn liðsins ákveðið að horfa framhjá uppátækjum kappans, en nú virðist þeim vera nóg boðið. Sprewell var næststigahæsti leikmaður New York á síðasta tímabili með 19,4 stig í leik. Fyrsti leikur liðsins á þessu keppnis- tímabili hefst þann 30. október og ljóst er að Sprewell verður þar fjarri góðu gamni.  Sektaður um 22 millj- ónir vegna handarbrots Latrell Sprewell, leikmaður New York Knicks, enn í vandræðum. Frá næstu fimm vikurnar eftir að hafa meiðst tveimur vikum fyrir upphaf æfingabúða. Settur í tímabundið leyfi frá félaginu fyrir að segja ekki frá meiðslunum. „Árið 1997 þegar Sprewell var leikmaður Golden State Warriors var hann dæmdur í 68 leikja bann fyrir að taka þjálfara sinn hálstaki“ KARFA Latrell Sprewell treður boltanum í körfuna. Hann var næststigahæsti leikmaður New York Knicks á síðasta keppnistímabili. FÓTBOLTI Skoskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um komandi viður- eign Íslands og Skotlands sem háð verður á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í und- ankeppni EM. Í viðtali við skos- ka vefmiðilinn sport.scotsm- an.com er viðtal við Atla Eð- valdsson, landsliðsþjálfara. „Ég er líka undir miklum þrýstingi,“ segir Atli er minnst er á þann þrýsting sem Berti Vogts, lands- liðsþjálfari Skota, er undir fyrir leikinn. „Fólk heldur að það sé að duga eða drepast í þessum eina leik en það er ekki bara þessi leikur sem er í umræð- unni. Við höfum ekki spilað einn leik í keppninni en samt er talað um möguleikann á að íslenska liðið komist áfram. Við skulum frekar spila leikina fyrst og tala eftir á,“ segir Atli. Þegar Atli er spurður út í Eið Smára Guðjohnsen segir hann að um afar efnilegan leikmann sé að ræða. „Hann spilaði ekkert frá sautján ára aldri til tvítugs vegna alvarlegra meiðsla. Núna hefur hann spilað í þrjú til fjög- ur ár og ég myndi segja að hann spili aðeins af 70% af þeirri getu sem hann býr yfir. Hann á eftir að taka framförum.“  Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari: Spilum fyrst og tölum eftir á ATLI EÐVALDSSON Atli segist vera undir miklum þrýstingi heima fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.