Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.10.2002, Qupperneq 16
16 9. október 2002 MIÐVIKUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? FUNDIR 12.05 Málstofa sálfræðiskorar stendur fyrir málstofunni Kvíðanæmi, vímuefnaneysla og hugræn hópatferlismeðferð í Odda, stofu 201. Guðrún Oddsdóttir, sálfræð- ingur á Barna- og unglingageð- deild LSH, flytur erindið. 16.00 Magnús Þorkell Bernharðsson flytur fyrirlestur í Hátíðasal í Aðal- byggingu Háskóla Íslands undir heitinu Af hverju hatar Bush Saddam? Þar verða stjórnmála- afskipti Íraks og Bandaríkjanna skoðuð í sögulegu ljósi. 20.00 Námskeiðið Slegist í för með Guðríði Símonardóttur, um Tyrkjaránið og Guðríði Símonar- dóttur, hefst hjá Tómstundaskól- anum, Grensásvegi 16-16a. Nám- skeiðið verður fjögur næstu mið- vikudagskvöld. Verð krónur 10.700. 20.30 Félag íslenskra fræða heldur rann- sóknakvöld í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3. Fyrirlesari verður Eiríkur Rögnvaldsson og erindi hans nefnist Íslensk tungutækni - tilgangur og forsendur. LEIKHÚS 20.00 Lífið þrisvar sinnum eftir Yasm- inu Reza er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Veislan eftir Bo Hanssen er sýnd á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. SÝNINGAR Svava Björnsdóttir sýnir verk á mynd- vegg Maríellu að Skólavörðustíg 12. Sýn- ingin stendur til 9. nóvember. Sýning á myndskreytingum úr nýútgefnu ritsafni Snorra Sturlusonar stendur yfir í Skála við Alþingishúsið. Sýningin er opin frá klukkan 10 til 12 og 13 til 16 alla virka daga og stendur til 18. október. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Félag trérennismiða á Íslandi stendur fyrir sýningunni Skáldað í tré - skógar- spuni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýndir eru renndir listmunir úr innlendum og inn- fluttum viði. Sýningin stendur til 20. október og er opið alla daga frá 12 til 18. Þorri Hringsson sýnir olíu- og vatnslita- myndir í Listasafni Borgarness. Sýningin er opin frá 13 til 18 alla virka daga og til klukkan 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Sýningin stendur til 30. október. Tvær sýningar, Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/Ný verk, standa yfir í Gerðarsafni, Kópavogi. Sýningarnar standa til 21. október og er opið frá 11 til 17. Óli G. Jóhannsson sýnir í galleríi Sæv- ars Karls. Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýning- in stendur til 18. október. Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er Hugmyndir um Frelsi/ Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20. október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Aenne Biermann Preis: þýsk samtímaljósmyndun í Grófarsal, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Sýningin stendur til 15. október og er opnunar- tími 12 til 18 virka daga og 13 til 17 um helgar. Aðgangur ókeypis. Margrét St. Hafsteinsdóttir er með myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóu- hreiðri, Kjörgarði, Laugavegi 59, Reykja- vík. Lóuhreiður er opið virka daga klukk- an 10 til 17 og laugardaga klukkan 10 til 16. Sýningin stendur til 14. október. Austurríski ljósmyndarinn Marielis Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á Íslandi sumarið 2001. Þóra Þórisdóttir sýnir í Gallerí Hlemmi undir titlinum „Rauða tímabilið“ (“The red period“). Gallerí Hlemmur er í Þver- holti 5, Reykjavík. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gallerí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra mynd- listarmanna frá Bandaríkjunum og Ís- landi. Á sýningunni gefur að líta verk sem þau unnu saman á Íslandi síðast- liðið sumar út frá þemanu „landslag, fólk og menning.“ MIÐVIKUDAGURINN 9. OKTÓBER BÆKUR Finnski kennarinn og blaðakonan Marjatta Ísberg hef- ur gefið út smásagnasafnið Ljóð- elskur maður borinn til grafar – Sögur af lífi og dauða. Marjatta, sem skrifar undir höfundarnafn- inu María Rún Karlsdóttir, hefur búið á Íslandi með hléum frá ár- inu 1975. Hún byrjaði snemma að semja á íslensku og smásögur hennar og ljóð hafa gengið á milli fólks í ljósritum en þetta er fyrsta bók hennar á íslensku sem kemur út á prenti og í henni fær rödd og stíll nýbúa að njóta sín á prenti. Marjatta segir ástæðurnar fyrir því að hún settist að hér- lendis vera hefðbundnar enda sé hún gift íslenskum manni. „Ég lauk háskólanámi í Helsinki og hóf störf sem skólastjóri á gagn- fræðaskólastigi að því loknu. Ég fann mig ekki í því starfi og ákvað því að taka mér smá tíma til umhugsunar. Ég fékk styrk til að stunda háskólanám á Íslandi og hóf nám í íslensku við Há- skóla Íslands árið 1975. Þar kynntist ég manninum mínum og hef verið hér með annan fótinn síðan og hef haft fasta búsetu hér frá árinu 1991.“ „Sögurnar mínar eru að vissu leyti sprottnar upp úr glímu minni við tungumálið. Þegar ég kom hingað fyrst kunni ég enga íslensku og þurfti að byrja frá grunni. Það voru mikil átök enda íslenskan ekki auðvelt mál. Ég hef svo alltaf verið að fjarlægj- ast móðurmálið og áhrif íslensks umhverfis, lífsmáta og hugsun- arháttar verða stöðugt sterkari. Þegar ég byrjaði að skrifa hefði ég þó líklega getað skrifað fimm bækur á finnsku á meðan ég kláraði eina á íslensku.“ „Smásögurnar í bókinni tengjast ákveðnum þemum en ég hef þegar skrifað heilmikið og ef það gengur vel að selja þessa bók ætla ég að gefa aðra út á næsta ári. Skrif mín byrjuðu nú einfaldlega á því að ég fann að mig langaði að tjá mig og byrjaði á þessu mér og vinum mínum til skemmtunar. Ég vann á Suður- nesjum í sex ár og samdi þá yfir- leitt eina sögu í huganum á með- an ég var að keyra þangað. Ég byrjaði að segja samferðarfólki mínu sögurnar og þau hvöttu mig áfram. Sögurnar eru því í hálfgerðum spjallstíl. Þær ger- ast flestar í skandinavískum löndum og íslensku áhrifin eru sterk.“ Marjatta ætlar að kynna bók- ina sína í sal Norræna hússins á sunnudaginn klukkan 16 um leið og hún spjallar um þá erfiðleika sem innflytjandi mætir þegar hann kemur mállaus til landsins og verður að tileinka sér nýtt tungumál áður en hann verður fullgildur samfélagsþegn. thorarinn@frettabladid.is Nýbúi kveður sér hljóðs á íslensku Marjatta Ísberg kom fyrst til Íslands frá Finnlandi árið 1975. Hún byrjaði fljótt að skrifa á íslensku og hefur nú gefið út smásagnasafn þar sem rödd nýbúans fær að njóta sín í sögum sem eiga sér stað í Skandinavíu og eru undir sterkum íslenskum áhrifum. MARJATTA ÍSBERG Kom fyrst til Íslands árið 1975 og er nú að gefa út smásagnasafn á íslensku. Hún er sérkennari við Digranesskóla í Kópavogi og á ís- lenskan eiginmann og þrjú uppkomin börn sem öll búa á Íslandi en eru jafnvíg á finnsku og íslensku. Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður. Ég sá myndlistarsýningarnar Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/Ný verk í Gerð- arsafni um síðustu helgi. Þetta er sýning sem ég mæli með að sem flestir sjái en þarna kemur bersýnilega í ljós sú mikla fjölbreytni og gróska sem er í íslenskri myndlist. SÖGUR Um þessar mundir fagnar Hekla hf., umboðsaðili Volkswagen, 50 ára afmæli Volkswagen á Ís- landi. Af því tilefni er nú haldin VW-örsögusamkeppni þar sem þátttakendur geta rifjað upp og sent inn Volkswagen-sögu og unnið til verðlauna. Sögurnar mega ekki vera lengri en 500 orð og er skila- frestur 15. október 2002. Sögurnar má senda á netfangið saga@volk- swagen.is eða í pósti til Heklu, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík, merkt „VW sögur“. Bestu sögurnar verða valdar af dómnefnd og kyn- ntar sérstaklega í tengslum við 50 ára afmælið.“  Volkswagen í 50 ár: Örsögusam- keppni Sýningin Handritin var opnuð íÞjóðmenningarhúsinu á laug- ardaginn. Stofnun Árna Magnús- sonar og Þjóðmenningarhúsið standa sameiginlega að sýning- unni þar sem almenningi gefst kostur á að berja handritin aug- um. Steinþór Sigurðsson listmál- ari hannaði sýninguna. Dulúðug stemning Ég var mjög ánægð með sýning- una og finnst uppsetningin hafa tekist vel í stórum dráttum. Þegar gengið er inn á sýninguna er farið í gegnum berg- hvelfingu þar sem rúnir eru ristar í loftið, þannig að innkoman er mjög skrautleg. Hand- ritin sjálf eru í upplýstum kössum í myrkvuðum her- bergjum þannig að stemningin er dulúðug. Þá eru myndböndin tvö góð viðbót þannig að í heildina var mjög gaman að sjá þessa sýningu. Falleg sýning Þetta er falleg sýning. Hún er smekklega uppsett og hefur tekist vel. Það er eigin- lega eins og að koma inn í hálf- gert musteri þegar maður kemur að Flateyjarbók og K o n u n g s b ó k Eddukvæða. Þá er einnig gaman að sjá Stjórn AM 350 sem er fallega myndskreytt. Bók- in sem gefin er út í tilefni af sýn- ingunni er með fróðlegum og fjöl- breyttum greinum. Ríkulega myndskreytt og fallega hönnuð. rit eru gefin út í tengslum við sýn- ingar. Þetta sér maður mjög víða erlendis þar sem iðulega má velja úr fjölda bóka á söfnum. Brýn hugvekja Ég er glaður yfir því að það sé ekki lengur vandræðagangur með þetta tigna hús og að það hafi verið afhent Árnastofn- un sem hefur sína lögsögu í húsinu með þeim mikla ljóma sem er yfir sýningunni. Þetta er holl og brýn hugvekja okkur öllum enda sýning- in hugsuð og hönn- uð af hinum fær- ustu mönnum, þeim Vésteini, Gísla og Steinþóri. Ég hlakka til að koma þarna oft, þegar það verður greiðara að komast að sýningunni sjálfri, og njóta þess að dvelja við handritin og skynja vandfýsnina og lotning- una í hverjum drætti. Þar er eng- in naumhyggja eins og nú er farið heldur geðhylli. HVERNIG FANNST ÞÉR? GUÐRÚN KRISTJÁNS- DÓTTIR myndlistarmaður. THOR VIL- HJÁLMSSON rithöfundur. SVERRIR KRISTINSSON fasteignasali. BÓKASÝNINGIN Í FRANKFURT Sýningin hefst í dag og stendur til 14. október. Ástríkur Galvaski er mættur til leiks enda teljast sögurnar um hann sjálfsagt til heimsbókmennta. Hér kemur Frakkinn Bernard Christophe síðustu bókinni um rómverjaskelfinn knáa fyrir í drekkhlaðinni hillu af ævintýr- um Ástríks og Steinríks. Bókin Frida er komin út hjáJPV Útgáfu. Þetta er skáldævisaga eftir Barböru Mujico sem fjallar um litríka og stormasama ævi myndlistarkon- unnar Fridu Kahlo sem hneykslaði heiminn með taumlausu líferni sínu og stórbrot- inni myndlist. Sagan er sögð frá sjónarhorni Cristinu, yngri systur Fridu, sem alla ævi stóð í skugga systur sinnar. Hún segir frá stormasömu hjónabandi Fridu og myndlistarmannsins Diego Rivera en það einkenndist af ást, afbrýði- semi og svikum hefur lengi vakið vangaveltur og örvað ímyndunar- aflið. NÝJAR BÆKUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.