Fréttablaðið - 09.10.2002, Síða 22
22 9. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
HÚSIÐ
Ráðhús Reykjavíkur er teiknað af
arkitektunum Margréti Harðar-
dóttur og Steve Christer. Tillaga
þeirra var meðal 38 sem bárust í
samkeppni um hugmyndir um
ráðhús við norðurenda Tjarnar-
innar sem haldin var árið 1986.
Fyrsta skóflustunga var tekin á
afmæli Reykjavíkur, 18. ágúst,
1988 og 14. apríl 1992 var Ráðhús-
ið vígt.
Mikill styr stóð um Ráðhúsið
meðan á byggingu þess stóð og
árin áður, einkum staðarvalið.
Húsið þótti spilla hinni samfelldu
röð eldri húsa í Tjarnargötu auk
þess sem óttast var um lífríki
Tjarnarinnar.
Samspil Ráðhússins við um-
hverfið er mjög sterkt. Göngu-
braut liggur um neðstu hæð húss-
ins frá Tjarnargötunni yfir að
Iðnó með möguleika á að ganga út
í Vonarstrætið. Á þeirri hæð eru
iðulega sýningar sem opnar eru
almenningi og yfirleitt má skoða
hið umfangsmikla upphleypta Ís-
landskort sem þar er að finna.
Sömuleiðis er kaffihús á hæðinni.
Þaðan eru stórir gluggar út að
Tjörninni sem gefa mikið návígi
við fuglalífið þar.
Einn fegursti og sérstæðasti
hluti byggingarinnar er mosavax-
inn veggurinn sem snýr út að litlu
tjörninni á horni Vonarstrætis og
Tjarnargötu.
Skylda okkar að
vernda hálendið
Hildur Rúna Hauksdóttir vill leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir
ósnortinni náttúru. Hún segir börn sín styðja sig með hagsmuni af-
komenda þeirra í huga.
„Mér líður alveg bærilega og
finn ekki fyrir svengd enn,“ seg-
ir Hildur Rúna Hauksdóttir sem
hóf á mánudag hungurverkfall til
að mótmæla virkjunaráformum
ríkisstjórnarinnar á hálendi Ís-
lands. Hildur er fædd og uppalin
í Reykjavík en á ættir að rekja í
Mýrdalinn þar sem hún var í
sveit sem barn. Hún segist alla
tíð hafa verið tengd náttúrunni
og ekki síst búi hún að sveita-
dvölinni. „Ég hef alltaf dáðst að
landinu og lít svo á að við búum
yfir forréttindum að eiga hreina
og ósnortna náttúru. Að skemma
hana fyrir okkur finnst mér hví-
lík spjöll að ég get ekki setið og
horft á það án þess að leggja mitt
af mörkum til að varna því.“
Hildur segist alveg geta séð
fyrir sér að hægt væri að virkja
á annan hátt. Til að mynda skem-
mi virkjanir eins og Nesjavalla-
virkjun ekki landið og þannig
ætti að vera hægt að virkja á há-
lendinu í stað þess að sökkva
landinu undir vatn. „Þeir sem
vilja virkja nota þær röksemdir
að þessir staðir séu aldrei heim-
sóttir og enginn verði þess var þó
þetta land hverfi. Það er bara
ekki rétt því við erum alltaf að
verða meðvitaðri um hálendið og
bílaeign okkar verður betri með
hverju árinu. Menn eiga eftir að
heimsækja þessa staði þegar
fram líða stundir.
Hildur er sannfærð um að
þorri almennings hafi gefist of
snemma upp við að mótmæla og
haldi að allt sé nú þegar ákveðið.
„Því fer fjarri og menn eiga ekki
að taka þessum áformum sem
gefnum. Við getum haft mikil
áhrif og ég trúi því að barátta
mín eigi eftir að bera árangur.“
Hildur á tvö börn og tvö
barnabörn en það síðara eignað-
ist dóttir hennar, Björk Guð-
mundsdóttir söngkona, fyrir ör-
fáum dögum í London. „Vissu-
lega gæti ég verið þar en þær
eiga eftir að koma fyrr en síðar
hingað og ég get beðið þess. Hins
vegar gæti það orðið of seint fyr-
ir litlu stúlkuna, þegar hún vex
úr grasi, að líta landið augum
eins og það nú er. Börnin mín
styðja mig í þessari baráttu og
ekki síst með hagsmuni afkom-
enda okkar í huga.“
SAGA DAGSINS
9. OKTÓBER
FÓLK Í FRÉTTUM
PERSÓNAN
Lára Margrét Ragnarsdóttir al-þingismaður er 55 ára í dag.
Hún er formaður Íslandsdeildar
Evrópuráðsins og er því mikið á
faraldsfæti. Hún er nýkomin úr
mánaðarþeytingi þar sem hún tók
þátt í friðarumleitunum í Tsjet-
sjeníu og leitaði leiða fyrir rúss-
neska þegna til að komast frá
Kalíníngrad til Rússlands og ann-
arra landa. „Septembermánuður
fór allur meira og minna í þetta,
þannig að ég er nú ekki með nein
stóráform fyrir afmælisdaginn. Ég
ætla þó að borða góðan kvöldmat,
með fjölskyldunni, heima hjá dótt-
ur minni en annars verður dagur-
inn ósköp venjulegur hjá mér.“
Lára Margrét segir framlag Ís-
lendinga á vettvangi Evrópuráðs-
ins mikils metið. „Ég hef verið virk
í þessu starfi síðastliðin 11 ár og
hef tekið að mér ýmis ábyrgðar-
störf sem ekki hefur alltaf farið
mikið fyrir. Ég hef bæði haft gagn
og gaman af þessari vinnu minni
og vona að mér hafi tekist að koma
íslenskum viðhorfum að úti um
leið og ég hef haft alþjóðleg við-
horf með mér heim.“
Lára Margrét deilir afmælis-
degi með Bítlinum John Lennon en
segir það þó aldrei hafa stigið sér
til höfuðs þó hún hafi haft gaman
af því. „Ég var hins vegar formað-
ur Íslensk-ameríska félagsins í sex
ár og þá kom það mér skemmtilega
á óvart að 9. október er dagur Leifs
heppna fyrir vestan og er opinber
hátíðisdagur.“
Lára Margrét á þrjú börn og
þrjú barnabörn. „Ég byrjaði snem-
ma á barneignum og eignaðist
elstu dóttur mína þegar ég var 18
ára. Þá gekk ég heim úr löngufrí-
mínútunum í 5. bekk í MR með
verk í baki og eignaðist hana síðar
um daginn. Það vildi nú svo heppi-
lega til að páskafríið var á næsta
leiti og ég mætti aftur í skólann
strax að því loknu. Þessi reynsla
mín er dæmi um að þó fólk byrji
snemma að eignast börn þá þarf
það ekki að koma í veg fyrir að það
nái markmiðum sínum.“
Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður er
55 ára í dag. Hún er nýkomin heim úr mán-
aðarflakki á vegum Evrópuráðsins og hyggst
því ekki gera of mikið úr afmælisdeginum.
Afmæli
Á faraldsfæti
JARÐARFARIR
15.00 Jóna Vilborg Jónsdóttir, Klepps-
vegi 134, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu.
AFMÆLI
Steinar S. Waage skókaupmaður er sjö-
tugur í dag.
Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis-
maður er 55 ára.
ANDLÁT
Ásta Einarsdóttir, Bergstaðastræti 12a,
Reykjavík, lést 23. september. Útförin
hefur farið fram.
Kristín Gunnbjörg Björnsdóttir, Brim-
nesvegi 22, Flateyri, lést 24. september.
Jarðarförin hefur farið fram.
Jóhann V. Guðlaugsson lést 6. október.
Björg Lilja Jónsdóttir, hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni, áður Álagranda 8, lést 5.
október.
Þóra Eiríksdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík,
lést 5. október.
Sigríður Ingibjörnsdóttir, fyrrverandi
Skáldatími kom út. Þetta varfyrsta bók Nóbelsskáldsins
sem var merkt Halldóri Laxness
en ekki Halldóri Kiljan Laxness.
Stöð 2, fyrsta sjónvarpsstöðin íeinkaeign, hóf útsendingar
árið 1986. Að loknu ávarpi Jóns
Óttars Ragnarssonar sjónvarps-
stjóra voru meðal annars fréttir,
umræðuþáttur um leiðtogafund-
inn og kvikmyndin 48 stundir.
TÍMAMÓT
HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR
Dóttir hennar, Björk, eignaðist litla stúlku fyrir nokkrum dögum. Það gæti verið of seint
fyrir barnið að líta íslenska náttúru augum þegar hún vex úr grasi.
Þingmönnum þykir stundumsem ráðherrar sýni málum sín-
um ekki nægilega mikinn áhuga.
Þannig kvartaði Ögmundur Jónas-
son undan því þegar hann flutti
framsögu fyrir tillögu sinni þess
efnis að einkavæðingarnefnd yrði
leyst frá störfum. Hann kvartaði
undan því að Valgerður Sverris-
dóttir væri eini ráðherrann sem
málið snerti sem léti sjá sig í
þingsal. Enda var það eins og við
manninn mælt að hún hvarf úr
þingsal skömmu síðar.
Þó Davíð Oddsson hafi ekki sýntfyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um fákeppni og misskipt-
ingu mikinn áhuga
í fyrirspurnartíma
virti hann Jó-
hönnu þó viðlits.
Jóhanna var
reyndar ekki sátt
við svörin og ít-
rekaði spurningar
sínar. Davíð bætti
kannski ekki miklu við svör sín.
Hann bætti þó nýjum punkti inn í
umræðuna, óskaði Jóhönnu til
hamingju með nýliðið stórafmæli
hennar. Fyrsta afmæliskveðja
vetrarins úr ræðustóli á Alþingi
því orðin að veruleika.
Síðdegisblaðið DV missti í gæreina helstu skrautfjöðrina úr
hatti sínum þegar Reynir Trausta-
son sagði þar upp störfum. Reynir
hefur unnið á DV um árabil og á
síðustu misserum gefið blaðinu
það bragð sem það hefur orðið
hvað þekktast fyrir. Reynir átti
Árna Johnsen-málið eins og það
lagði sig og Landsímamálið líka.
Með brotthvarfi Reynis frá DV er
enn höggvið skarð í þann hóp
þungaviktarmanna sem áður báru
blaðið uppi og nægir þar að nefna
Jónas Kristjánsson og Eirík Jóns-
son sem báðir hurfu frá blaðinu
vegna ágreinings við nýja eigend-
ur, sem síðan hafa stýrt blaðinu
með þeim afleiðingum að Reynir
kveður einnig - vegna leiða, eins
og hann orðar það sjálfur.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
gengi hlutabréfa í deCODE var í gær
jafnhátt og Davíð Oddsson, 1,78.
Leiðrétting
VIÐ ÆGISÍÐUNA Á haustdögum er gott að fara í göngutúr við sjóinn.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Maður nokkur var á leið á funden fann hvergi bílastæði.
Hann lagði því ólöglega og setti
miða á bílrúðuna sem á stóð: „Kæri
stöðumælavörður. Ég er búinn að
keyra í 20 mínútur um hverfið og
finn hvergi stæði. Ég er að fara á
mikilvægan fund og missi vinnuna
ef ég kem of seint. Sem sagt: Fyrir-
gef oss vorar syndir.“
Þegar hann kom til baka sá hann
nýjan miða á rúðunni. Þar stóð:
„Kæri bíleigandi. Ég hef gengið um
þetta hverfi í 20 ár. Ef ég sekta þig
ekki, þá missi ég vinnuna. Sem
sagt: Leið oss ekki í freistni...“
LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR
„Ég var hins vegar formaður Íslensk-amer-
íska félagsins í sex ár og þá kom það mér
skemmtilega á óvart að 9. október er dag-
ur Leifs heppna fyrir vestan og er
opinber hátíðisdagur.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, lést
4. október.
Vaka Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, Álfheimum 70, lést 4. október.
Jóhann Jón Jónsson, áður kaupmaður,
Hvammi, Ólafsvík, Hvassaleiti 12,
Reykjavík, lést 3. október.
Hjörtur Guðmundsson frá Lýtingsstöð-
um, Skúlagötu 20, lést 2. október.