Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 4
4 21. október 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Sefur barnið vel allar nætur og dreymir ljúfa drauma, eða þarftu að kljást við martraðir og ótta hjá barninu þínu? Merkja draumarnir eitthvað? Ómissandi bók fyrir þá sem vilja kynnast innstu vonum og þrám barna sinna. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 90 64 1 0/ 20 02 Hvað dreymirbarnið þitt? EINKAVÆÐING Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ákveðið að halda áfram söluferli vegna hlutabréfa ríkisins í Búnaðar- banka Íslands. Hafa verið valdir tveir hópar fjárfesta til frekari viðræðna: Kaldbakur hf. annars vegar og S-hópurinn hins vegar sem í eru Eignarhaldsfélagið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagstrendingur, Kaupfélag Skagfirðinga, Samskip og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn. Hvorki verður rætt við Þórð Magnússon, sem fer fyrir hópi fjárfesta, Ís- landsbanka eða Gildingu um kaup á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka. Gilding og tengd- ir aðilar, hafa að undanförnu auk- ið mjög hlut sinn í bankanum og eiga nú tæpan fjórðung í Búnað- arbankanum. Ríkið stefnir að því að selja að minnsta kosti fjórð- ungshlut í bankanum. Þar sem Gildingarhópurinn hefur aukið hlut sinn svo mjög að undanförnu er allt eins talið líklegt að stærri hlutur verði seldur. Í tilkynningu Einkavæðingarnefndar segir að stefnt sé að því að sölu hluta- bréfa í þessum áfanga verði lokið fyrir áramót.  Sala hlutabréfa ríkisins í Búnaðarbankanum: Rætt við Kaldbak og S-hópinn um fjórðung BÚNAÐARBANKINN Einkavæðingarnefnd hyggst ræða við tvo hópa fjárfesta um kaup á fjórðungshlut að minnsta kosti í Búnaðarbankanum. Stefnt er að sölu fyrir áramót STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir söluverð á ráðandi hlut í Landsbank- anum mjög umdeilanlegt. Pólitík hafi ráðið tímasetningu sölunnar, ekki viðskiptasjón- armið. Steingrímur J. Sigfússon um sölu Landsbankans: Lágt verð og óheppileg tímasetning EINKAVÆÐING „Þetta eru svo sem ekki óvænt tíðindi í ljósi þess sem á undan var gengið. Ríkisstjórnin ætlaði sér að selja þessum aðilum Landsbankann. Svo er boðað að rætt verði við báða framsóknar- hópana vegna sölu Búnaðarbank- ans. Stefnan var mörkuð með því að hverfa frá öllum hugmyndum um dreifða eignaraðild og nú er ríkisstjórnin að afhenda örfáum aðilum ríkisbankana,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hann segir ljóst að ekki sé ver- ið að selja bankana á sérstaklega hagstæðum tíma, markaðurinn hafi verið í lægð. „Þetta er ekki hátt verð sem fæst fyrir ráðandi hlut í svo mikil- vægri og verðmætri stofnun eins og Landsbankinn er. Þó verðið end- urspegli stöðuna í dag þá má færa rök fyrir því að það sé mjög lágt, í ljósi stöðu Landsbankans, við- skiptavildar hans og fleira. Ríkisstjórnin er hins vegar ekk- ert að horfa á verðið, það er tíma- setning sölunnar sem öllu skiptir. Hún er fyrst og fremst pólitísk en ekki viðskiptalegs eðlis. Helm- ingaskiptin eru skýr hér,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.  SPRENGJUTILRÆÐI Sjö manns, þar á meðal fimm ára gömul stúlka, slösuðust þegar bílsprengja sprakk fyrir framan McDonald’s veitingastað í Moskvu í hádeg- isösinni á laugardaginn. Eitt fórn- arlambið er mjög alvarlega slasað en björgunarmenn gera ráð fyrir að aðrir muni lifa af. Embættis- menn greinir á um hvort um hryðjuverk sé að ræða eða hvort sprengingin sé þáttur í undir- heimastríði glæpasamtaka sem gert hafa Rússum lífið leitt síðast- liðin ár. Þá útilokar lögregla ekki heldur að árásin sé viðskiptalegs eðlis og geti tengst baráttu eig- enda staðarins við samkeppnisað- ila.  Moskva: Sjö særðir eftir bílsprengju BÍLFLAKIÐ Sprengingin heyrðist langar leiðir og braut rúður í bílum og nærliggjandi húsum. FÓLKSBÍLL ÓK Á TRAKTORSGRÖFU Óhapp varð á Biskupstungnabraut norðan Þingvallavatns um sjöleyt- ið á laugardagskvöld þegar fólks- bíl var ekið aftan á traktorsgröfu. Þrír farþegar og ökumaður fólks- bílsins slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús, en ökumann gröfunnar sakaði ekki. Bifreiðin var flutt á brott með dráttarbíl. Þá þurfti lög- reglan á Selfossi að hafa afskipti af ökumönnum sem óku of hratt um helgina og nokkrum sem ekki voru allsgáðir undir stýri. ÖLVUN Í FIRÐINUM Að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði voru margir á ferli í bænum aðfaranótt sunnudagsins og mikil ölvun. Lög- reglan var kölluð til þegar þurfti að skakka leikinn milli manna og fjórir gistu fangageymslur. ÓLÆTI Í KÓPAVOGI Í Kópavogi var helgin erilsöm og lögregla í önn- um við „hefðbundin“ útköll vegna hávaða og líkamsmeiðinga. Tveir voru teknir ölvaðir við akstur. Morðið á Olof Palme: Nýtt sönnun- argagn kom- ið fram STOKKHÓLMUR Lögreglan í Svíþjóð hefur lagt hald á skammbyssu sem er talin tengjast morðinu á Olof Palme, þáverandi forsætis- ráðherra landsins sem var myrt- ur árið 1986. Vopnið fannst við húsleit sem gerð var vegna ábendingar frá smáglæpamanni sem tengdist Christer Pettersson sem var á sínum tíma ákærður fyrir morðið en var síðar sýknað- ur. Verjandi mannsins segir að hér sé ekki um morðvopnið að ræða en byssan muni engu að síð- ur varpa ljósi á rannsókn máls- ins. Maðurinn leysti frá skjóð- unni í von um að dómar sem hann hefur fengið á sig í tengslum við önnur sakamál verði mildaðir.  Hálka í Húnavatnssýslu: Þrjú umferð- aróhöpp á sömu klukkustund UMFERÐARÓHÖPP Þrjú umferðaró- höpp urðu í Austur-Húnavatns- sýslu milli klukkan 14 og 15 í gær. Bíll fór út af veginum í Langadal og annar valt, hvort tveggja vegna hálku. Þá varð þriggja bíla árekstur á svipuðum slóðum, en engin meiðsl urðu á fólki. Lögreglan í Húnavatssýsl- um segir mikla hálku í Langa- dalnum og greinilegt að ökumenn séu óviðbúnir. Menn frá Vega- gerðinni voru þó væntanlegir til að strá salti á veginn.  EINKAVÆÐING „Ég er mjög ánægð með niðurstöðuna. Verðið getum við vel sætt okkur við, það er 12% hærra en gengið í útboði ríkisins í júní,“ sagði Val- gerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra um samkomulag einka- væðingarnefndar og Samson um kaup á 45,8% hlut ríkisins í Lands- bankanum. Kaupverðið er rúmlega 12,3 milljarðar króna og verður að fullu greitt í bandaríkjadollurum. Til stendur að það verði einkum nýtt til greiðslu erlendra skulda ríkissjóðs. „Við höfum ekki ráðstafað þessum fjármunum en sagt að þeir komi ekki inn í landið. Við hlaupum hins vegar ekki frá því sem við höfum áður sagt um ráð- stöfun fjárins, til dæmis til jarð- gangagerðar og fleira,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir. Hún segir að dreifð eignaraðild verði aldrei tryggð nema með lög- um. EES samningurinn heimili hins vegar ekki slíka lagasetningu og því sé tómt mál að tala um tryggingu fyrir slíku. Viðskiptum eftirá verði vart stjórnað. „Eigendum félagsins er ljós sú mikla ábyrgð sem fylgir forystu í Landsbanka Íslands, sem veitir tugþúsundum Íslendinga mikil- væga þjónustu og stendur að baki fjölda atvinnufyrirtækja um allt land,“ segir í tilkynningu sem Samson sendi frá sér í kjölfar samkomulagsins við Einkavæð- ingarnefnd. Samson sem er í eigu Björg- ólfsfeðga greiðir fyrir og fær 33,3% hlutafjár í landsbankanum afhent í kjölfar undirritunar kaupsamnings. 12,5% hlutafjár verða greidd og afhent að ári liðnu. Núvirt meðalgengi hluta- bréfa í viðskiptunum er 3,91 en það er 6% yfir 90 daga meðal- gengi. Áformað er að kaupsamn- ingur verði frágenginn fyrir lok næsta mánaðar. Þar með verður stærsta einkavæðing sögunnar að veruleika. Eftir viðskiptin við Samson verður eignarhlutur rík- isins í Landsbankanum 2,5% en Davíð Oddsson, forsætisráðherra hefur sagt að hann verði seldur fyrr en síðar. Í kjölfar sölu Lands- bankans verður rætt við Kaldbak og fjárfesta tengda. the@frettabladid.is Samson borgar allt í dollurum Samson kaupir 45,8 prósent og borgar 12,3 milljarða fyrir. Stærsta einka- væðingin. Þriðjungur hlutfjár afhentur við undirritun kaupsamnings. 12,5% hlutafjár afhent eftir ár. Selt á genginu 3,91 sem er 6% hærra en meðalgengi síðustu þriggja mánaða. Verð viðunandi segir Valgerður. Verðið getum við vel sætt okkur við, það er 12% hærra en gengið í útboði ríkisins í júní. GENGIÐ Á FUND EINKAVÆÐINGARNEFNDAR Fulltrúar Samson ehf. halda til fyrsta fundar með einkavæðingarnefnd eftir að ákvörðun um viðræður við þá hafði veri tekin. Samkomulag um kaup Samson á 46% hlut tókst að sögn aðfaranótt laugardags. Friðbert Traustason: Beygur í starfsfólki EINKAVÆÐING „Það er beygur í starfsfólki, enda báðir ríkisbank- arnir undir. Nokkur hundruð störf gætu verið í húfi og samráð er takmarkað við starfsfólk,“ sagði Friðbert Traustason, formaður sambands bankamanna. Hann segist treysta á skynsemi nýrra eigenda og vitnar til yfir- lýsingar Samson sem segir meðal annars að framundan séu spenn- andi tímar þar sem eigendur og starfsfólk muni taka höndum saman um fjölgun viðskiptavina og bætta þjónustu. Landsbankinn verði banki allra landsmanna um ókomin ár.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Viltu að Keikó komi aftur til Íslands? Spurning dagsins í dag: Er rétt að selja Samson svo stóran hlut í Landsbankanum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 51,3% 48,7%Já HVORKI NÉ Þjóðin virðist skipt- ast nokkuð jafnt í af- stöðu sinni um hvort vilji sé til að Keikó komi aftur til Íslands. Nei

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.