Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 10
10 21. október 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. SLEGIST UM SÆTIN Líklega er salan á meirihlutaríkisins í Landsbankanum gæfulegasta verk ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar til þessa. Og hún heitir því í leiðinni að selja meirihluta ríkisins í Búnaðarbankan- um. Þetta er eigin- lega of gott til að vera satt. Það er varla þorandi að biðja um meira þessu líkt. Eðlileg næstu skref væru að draga ríkisvald- ið endanlega af fjármagnsmarkaði; koma Íbúðar- lánasjóði, Lánasjóði íslenskra námsmanna og öðrum slíkum und- ir viðskiptabankana. Og snúa sér síðan að öðrum geirum þjóðlífsins. Ríkisstjórnin verður að hrista af sér vonbrigðin með mislukkaða sölu á meirihluta ríkisins í Lands- símanum og finna kaupanda hið fyrsta. Ríkisvaldið á ekkert með að reka fyrirtæki á fjarskipta- markaði. Ekki heldur á fjölmiðla- markaði. Það er álíka vitlaust að ríkið reki útvarps- og sjónvarps- stöð og að það reki dagblað. Ríkis- útvarpið sogar til sín of mikið fjármagn og fer of illa með það til að dagskrá þess réttlæti það. Ef Ríkisútvarpið færi af markaðnum myndu einkafyrirtæki á fjölmiðla- markaði geta unnið betur úr þessu fjármagni; skilað betri dagskrá með minni tilkostnaði. Hátíðlegar yfirlýsingar um menningarhlut- verk Ríkisútvarpsins eru felldar hvern útsendingardag. Ef fólk hefur ekki áttað sig á því skal það sagt hér: Ríkisútvarpið leikur sáralítið hlutverk í mótun ís- lenskrar menningar. Það gæti gert það – en gerir það ekki. Ríkisstjórnin á ekki aðeins að draga úr beinni þátttöku ríkis- valdsins í viðskiptalífinu. Hún á einnig að draga úr óbeinum áhrifum þess. Til dæmis með því að hleypa samkeppni að í land- búnaðarkerfinu. Helsta ástæða fyrir háu matarverði á Íslandi er kerfi í kringum framleiðslu og sölu á landbúnaðarvörum sem þjóna hvorki framleiðendum né neytendum. Bændur eru dæmdir til fátæktar og óþarfa byrðar eru settar á neytendur. Tilgangurinn er óljós; einhver þráhyggja um að íslenskir neytendur velji ís- lenskt en sé samt ekki treystandi til þess. Þess vegna velur ríkið fyrir þá. Síðan er það heilbrigðiskerfið. Ríkisstjórnin á að hafa sömu af- stöðu til þess og annarra hluta við- skiptalífsins; hleypa þar að sam- keppni og hætta neyslustýringu – sem miðast reyndar að því að fólk noti sem mest af lyfjum og meðferð ýmisskonar. Og svo koma skólarnir, kirkjan, listin, velferðarkerfið...  „Ríkisstjórnin á ekki aðeins að draga úr beinni þátttöku ríkis- valdsins í við- skiptalífinu. Hún á einnig að draga úr óbeinum áhrif- um þess.“ Skiplagt undanhald ríkisvaldsins úr viðskiptalífinu skrifar um gæfuríkt spor ríkisstjórnar- innar út úr viðskiptalífinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON FÍKNIEFNI Lögreglan í Reykjavík kannaði hversu auðvelt er fyrir unglinga að nálgast fíkniefni og var þeim sem að komu brugðið vegna þess hversu lítið unglingar þurfa að hafa fyrir því að ná sér í fíkniefni. Starfsmenn félagsmiðstöðva telja fáa unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára leiðast út í fíkniefnaneyslu. Mikið öryggisnet er fyrir þann ald- urshóp, bæði í fé- lagsmiðstöðvum og hjá skólayfir- völdum. Þau segja það sama ekki hægt að segja um unglinga sem eru komnir í fram- haldsskóla. Viðmælendur blaðsins vissu engin dæmi þess að ungling- um hafi verið boðin fíkniefni til sölu að fyrra bragði. En jafnframt segja þeir að fátt standi í vegi fyr- ir þeim vilji þeir verða sér úti um fíkniefni. Hafsteinn Snæland, tómstunda- ráðgjafi í Frostaskjóli, segir að dæmi séu um að grípa hafi þurft í taumana vegna fíkniefnaneyslu. Verði starfsmenn félagsmiðstöðva þess varir fer ákveðið ferli af stað. Haft er samband við foreldra og ákvörðun tekin um framhaldið í samráði við barnaverndarnefnd og lögreglu- og skólayfirvöld. Aðsókn unglinga að félagsmið- stöðva hefur aukist að sögn Haf- steins. Hann segir það eiga við í öllum hverfum Reykjavíkur. Mik- ill munur er á aðsókn milli ára og krakkarnir taka meiri þátt í allri félagsstarfsemi sem boðið er upp á. Aðspurður segir hann enga sér- stakar skýringar liggja að baki en þetta sé mikið fagnaðarefni. „Meðan krakkarnir sækja félags- miðstöðvar eru þau ekki að dópa á meðan.“ kolbrun@frettabladid.is Auðvelt er að nálgast fíknefni Unglingar eiga auðvelt með að nálgast fíkniefni. Starfsfólk félagsmið- stöðva segir aldrei hafa verið meira framboð en nú. Krakkarnir sækja meira en áður í starf félagsmiðstöðvanna. FROSTASKJÓL Unglingar sækja í auknum mæli í félagsmiðstöðvar. Meðan krakk- arnir sækja fé- lagsmiðstöðvar eru þau ekki að dópa á meðan. Bryndís Hlöðversdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir takast á um annað sætið í prófkjöri Samfylk- ingar í Reykjavík. Sú sem hefur betur leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Barist um oddvitasæti Okkar jafnaðarmannabíður það verkefni að komast að landsstjórn- inni og móta á Íslandi samfélag þar sem heild- arhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi, ekki bara hagsmunir fárra eða einstakra hópa.“ „Ég vil sjá starfsum- hverfi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja stór- lega bætt með skattaleg- um áherslum og auknum stuðningi við nýsköpun og frumkvæði. Ég vil sjá meiri áherslu á lífskjör fólksins, einkum barna- fólks. Þá ekki bara lág- tekjufólks heldur þurfum við að huga að millitekju- fólki líka. Ríkisstjórnin hefur verið að færa fjár- muni frá þeim sem hafa lágar tekjur eða milli- tekjur til hinna sem hafa miklar tekjur og eiga miklar eignir fyrir. Þetta er óréttlátt og eykur á misskiptinguna í þjóðfé- laginu.“ „Ég vil skapa Íslandi og Íslendingum aukin tækifæri í samfélagi þjóðanna með nánara og virkara samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.“ „Ég vil koma þessum áherslum í framkvæmd í næstu ríkisstjórn og er tilbúin að axla þá ábyrgð. Eftir tveggja kjörtíma- bila setu sem þingmaður og í ljósi reynslu minnar sem þingflokksformaður tel ég mig reiðubúna til þess.“  Bryndís Hlöðversdóttir: Meiri áhersla á lífskjörin Ég hef í fleiri ár baristfyrir grundvallargild- um velferðarsamfélags- ins, kjarna jafnaðarstefn- unnar. Jafnrétti og sann- girni í þjóðfélaginu skipta mig miklu. Barátta mín hefur beinst að hagsmun- um þeirra sem þurfa á leiðréttingu að halda, barnafjölskyldum, ein- stæðum foreldrum, öldruðum, öryrkjum og námsmönnum. Ég hef talið það lýð- ræðislega skyldu mína að veita framkvæmdavald- inu aðhald og stuðla að ábyrgð í stjórnsýslunni. Þátttökulýðræði skiptir miklu máli sem og skil- virkari stjórnsýsla. Ég vil afnema skattlagningu lágtekjufólks og lækka skatta þeirra sem eru með meðaltekjur. Ég vil sanngjarnar leikreglur í atvinnulífinu. Með stuðn- ingi fólksins vil ég berj- ast áfram gegn sam- þjöppun og fákeppni og veita bankakerfinu að- hald. Í þessum málum öllum skiptir löng stjórnmála- leg reynsla mín máli. Ég hef verið svo lánsöm að njóta stuðnings í þessu starfi. Þúsundir Reyk- víkinga fólu mér leið- togasæti Samfylkingar- innar í Reykjavík við síð- ustu Alþingiskosningar. Ég bið um stuðning til að halda áfram á sömu braut og leiða annað Reykjavíkurkjördæm- anna til sigurs.  Jóhanna Sigurðardóttir: Jafnrétti og sanngirni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.