Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 12
12 21. október 2002 MÁNUDAGURKÖRFUBOLTI JORDAN Körfuboltagoðið Michael Jordan hló dátt er hann fylgdist með æfingaleik félaga sinna í Washington Wizards gegn Denver Nuggets, fyrir skömmu. Jordan, sem átt hefur við meiðsli að stríða, kom ekkert við sögu í leiknum. Dublinfia› er rosalega gaman í Schumacher vill meira Michael Schumacher, fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu-1, segist ennþá vera hungraður í sigur. Hefur sett stefnuna á sjötta titilinn og um leið nýtt met í íþróttinni. KAPPAKSTUR „Sigur er eins og eitur- lyf og ég er ennþá hungraður í þá tilfinningu,“ segir Michael Schumacher, fimmfaldur heims- meistari í Formúlu-1 kappakstrin- um. Þrátt fyrir að hafa sigrað með miklum yfirburðum á nýafstöðnu keppnistímabili virðist hann enn staðráðinn í að láta til sín taka. Schumacher sigraði í 11 keppnum af 17 og lauk hverri einustu þeirra. Hlaut hann 67 stigum meira en Rubens Barrichello, félagi sinn hjá Ferrari, sem lenti í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Hinn 33 ára gamli Þjóðverji ætlar sér að bæta sjötta heims- meistaratitlinum í safnið á næsta tímabili og bæta þar með met Juan Manuel Fangio, sem vann fimm titla á sínum ferli. Hann á þó von á því að næsta tímabil verði erfiðara og að bæði Williams-liðið og Mc- Laren eigi eftir að veita Ferrari harðari keppni. „Þetta verður mik- il áskorun. Ég held samt að við verðum í baráttunni um titlana en kannski sigrum við ekki eins mörg mót og á þessu tímabili.“ Schumacher er síður en svo á þeim buxunum að hætta í íþrótt- inni. „Ég veit ekki hvenær næsta kynslóð ökumanna kemur til sög- unnar eða hver eigi eftir að verða sá besti því ég ætla mér að halda mínu striki töluvert lengur.“ Þess má geta að Kínverjar hafa ákveðið að halda Formúlu-1 keppni í fyrsta sinn árið 2004. Ætla þeir að smíða 20 milljarða króna kappakstursbraut þar sem 200 þúsund áhorfendur geta fylgst með Schumacher og félögum leika listir sínar. Fjöldi þeirra sjón- varpsáhorfenda sem fylgdist með Formúlunni á síðasta keppnistíma- bili dróst umtalsvert saman. Hefur yfirburðum Ferrari- liðsins verið kennt þar um. Vonast stjórnendur Formúlunnar til að fjölmennasta þjóð heimsins eigi eftir að hjálpa íþróttinni við að ná aftur fyrri vin- sældum.  AP /M YN D KÍNVERJAR TILBÚNIR Kínverjar kynna keppnisbifreið Jaguar á blaðamannafundi í Shanghæ. Þeir ætla að halda fyrstu Formúlu-keppnina sína eftir tvö ár. SCHUMACHER Michael Schumacher fagnar sigri sínum á Grand Prix mótinu sem haldið var í Japan um síðustu helgi. Hann stefnir að sjötta heimsmeist- aratitli sínum í íþróttinni. AP /M YN D Sigurganga Arsenal loks stöðvuð og Liverpool á toppinn: Unglingurinn afgreiddi Arsenal KNATTSPYRNA Englandsmeistarar Arsenal lutu í gras gegn Everton og er það fyrsta tap Arsenal í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton sigraði 2:1. Frederik Ljungberg kom Arsenal yfir á 7. mínútu en Tomas Radzinski jafnaði fyrir Everton um miðjan fyrri hálfleik. Það var svo hinn 16 ára gamli Wayne Roo- ney sem tryggði Everton stigin þrjú með stórkostlegu marki á lokamínútu leiksins. Þar með missti Arsenal topp- sæti Ensku úrvalsdeildarinnar til Liverpool sem sigraði Leeds á laugardag, 1:0. Liverpool hefur 24 stig, Arsenal 23 og Tottenham í þriðja sæti með 19 stig eftir 3:1 sigur á Bolton í gær. Manchester United er í fjórða sæti með 18 stig eftir 1:1 jafntefli gegn Fulham á laugardag. Steve Marlet kom Fulham yfir en Ole Gunnar Solskjær jafnaði fyrir United. Fulham fékk gott tæki- færi til að tryggja sér öll stigin en Fabien Barthez, markvörður United, varði vítaspyrnu Marlets. Charlton sigraði Middlesboro 1:0 í gær en með sigri hefði Midd- lesboro krkt í þriðja sæti deidlar- innar. Middlesboro er nú í fimmta sæti með 17 stig, stigi á undan Chelsea sem vann Manchester City 3:0 á laugardag. Gianfranco Zola skoraði tvö af mörkum Chelsea og Jimmy Floyd Hasselbaink þriðja markið. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu hjá Chelsea.  AFGREIDDI MEISTARANA Wayne Rooney, 16 ára leikmaður Everton hafði ástæðu til að fagna í lok viðureignar Everton og Arsenal á Goodison Park. Roo- ney afgreiddi Englandsmeistarana með gullfallegu marki á lokamínútum leiksins. Þetta var fyrsta mark Rooneys í úrvals- deildinni og Kevin Campbell fagnaði inni- lega með guttanum. Árni Gautur Arason landsliðsmarkmaður: Fimm titlar með Ros- enborg á fimm árum ÍÞRÓTTIR Í DAG 17.50 Sýn Ensku mörkin 18.50 Sýn Spænsku mörkin 19.15 Grindavík - Körfubolti NTERSPORT-deildin UMFG - ÍR 19.15 Keflavík - Körfubolti INTERSPORT-deildin Keflavík - Tindastóll 19.15 Njarðvík - Körfubolti INTERSPORT-deildin UMFN - Haukar 21.00 Sýn Enski boltinn bein útsending Aston Villa - Southamton ÁRNI GAUTUR ARASON Fagnar enn sigrum í Noregi. KNATTSPYRNA Rosenborg tryggði sér í gær norska meistaratitilinn í knattspyrnu 11. árið í röð. Liðið lék á laugardag gegn Sogndal og lyktaði leiknum með 2:2 jafntefli. Molde sem var í baráttu um titil- inn, tapaði hins vegar fyrir Sta- bæk í gær, 4:2. Þó ein umferð sé eftir í Norsku deildinni er titillinn Rosenborgar. Liðið hefur 53 stig en Molde hefur aðeins 49 stig og getur því ekki náð Rosenborg. Árni Gautur Arason landsliðs- markvörður hefur þar með orðið meistari með Rosenborg öll fimm árin sem hann hefur leikið með liðinu. Tryggvi Guðmundsson skoraði eitt af mörkum Stabæk í 4:2 sigri á Molde.  FH Í LEIK Sigurður Jónsson var sem kunnugt er rek- inn frá félaginu. Hann tekur við Víkingum. Sigurður Jónsson þjálfar Víkinga í 1. deild: Skrifaði und- ir tveggja ára samning KNATTSPYRNA Sigurður Jónsson, fyrrverandi þjálfari FH í knatt- spyrnu verður þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Sigurður skrifaði undir tveggja ára samn- ing við Víking í gær. Hann tekur við liðinu af Lúkasi Kostic en hann ákvað að endurnýja ekki samning sinn og hvarf til starfa hjá KR. Sigurði Jónssyni var sagt upp störfum hjá FH fyrir nokkru en lið hans hafnaði í sjötta sæti Síma- deildarinnar og vann sigur í deildabikarkeppninni í vor. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.