Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 22
22 21. október 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTI Kaupið ykkurleðurhanska. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ekki týna þeim strax. Skrúfið hitann upp íofnunum heima. Engin ástæða til að láta sér verða kalt inni þó svalt sé úti. Látið bóna bíl-inn. Fjögur þúsund króna kostnaður sem skilar sér í and- varpi aðdáunar þegar bíllinn líð- ur um malbikið í hauststillunni undir lágreistri sól. Skerpið kjöthnífheimilisins um leið og þið látið sker- pa skautana. Bráð- um verður hægt að renna sér á Reykjavíkurtjörn. Ást á rauðu ljósi og nám í arabísku BÆKUR Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur, heldur af stað til Sýr- lands í lok mánaðarins og mun dvelja í Damaskus í vetur og leg- gja þar stund á MA nám í arab- ísku. „Ég lauk nýlega BA ritgerð minni þar sem ég fjalla um stöðu kvenna í Jemen og er að vonast til að mér gefist tækifæri til að skoða stöðu kvenna í hinum ýmsu löndum Araba og stefni að því að gera samanburð á stöðu kvenna í Jemen og Sýrlandi í MA verkefn- inu.“ Jóhanna segir það áberandi að fólk líti á arabaheiminn sem eina heild. „Þetta er hins vegar geró- líkt eftir löndum þó þjóðirnar eigi trúna sameiginlega í flestum til- fellum. Hver þjóð er með sínu sniði og staða kvenna er æði mis- jöfn. Á okkar mælikvarða hafa konur það betra í Sýrlandi en í Jemen en viðhorf þeirra eru þó ekki þau sömu og við gefum okk- ur. Það sem við teljum kúgun hér þarf ekkert endilega að vera það í þeirra augum. Þetta er ekki svo einfalt og svarthvítt.“ Jóhanna hefur kennt arabísku og námskeið um menningarheim araba í Tómstundaskólanum Mími og segir það skemmtilegt hversu mikil þátttakan hefur ver- ið. „Áhuginn sem blossaði upp í fyrra hefur ekki hjaðnað og það er afskaplega gaman að tala við fólk sem mætir með opnum huga og vill fá aðra sýn á þennan heim en þá sem við fáum í gegnum vestræn gleraugu.“ Jóhanna er að skipuleggja hópferð til Sýrlands um páskana og segir araba vera mjög vingjarnlega í garð útlend- inga. „Vestrænar þjóðir eru ekki óvinir araba og þeir gera skýran greinarmun á almenningi og stjórnvaldi og koma því jafn vel fram við íslenska ferðamenn og bandaríska. Þetta er einstaklega elskulegt fólk og það er gott að búa þarna.“ Það er endurútgáfa Jóhönnu á skáldsögunni Ást á rauðu ljósi sem gerir henni kleift að leggja land undir fót. Bókin kom út árið 1960 þegar hún var tvítug, seldist vel og hefur lengi verið ófáanleg. Bókin hefur selst vel í verslunum en Jóhanna hefur einnig selt hana í gegnum tölvupóst með ágætis árangri. „Það hefur gengið upp og ofan en fólk hefur almennt tekið erindi mínu vel og er enn að hafa samband og biðja um að fá að kaupa bókina á stuðningsmanna- verði en mörgum finnst sniðugt að kona sem er komin aðeins yfir þrítugt skuli rífa sig upp og halda til náms á framandi slóðum.“ thorarinn@frettabladid.is FÓLK Í FRÉTTUM ÁFANGI Jóhannes Georgsson undirbýrstofnun nýs flugfélags sem ætlar að fljúga til og frá landinu á áður óþekktum verðum. Bíður Kaupmannahöfn og London á rúmar 14 þúsund krónur. Og er þá átt við báðar leiðir. Jóhannes er viðskiptafræðingur að mennt og gegndi starfi framkvæmdastjóra SAS - flugfélagsins hér á landi á árunum 1985 - 94. Sjálfur er hann með flugstjóraréttindi: „Ég hef ekki endurnýjað flug- stjóraskírteinið mitt enda haft í öðru að snúast. En ég flaug hjá Flugstöðinni á háskólaárum mín- um og var einnig deildarstjóri flugbrautar Fjölbrautarskólans á Suðurnesjum þegar flugnám var tekið inn í skólakerfið,“ segir Jó- hannes sem fyrir bragðið er vel að sér í bæði bóklega og verklega hluta flugfræðanna. En nú er það heilt flugfélag sem kallar á krafta hans og frístundirnar því fáar: „Ég hef ekki tíma til að spila golf og nýt þess mest í raun að ferðast. Uppáhaldsstaðurinn minn er Flórída og á ég þar bágt með að gera upp á milli Fort Lauderdale og Orlando,“ segir Jóhannes sem verður fimmtugur á næsta ári. Jóhannes Georgsson á fjóra syni og er í sambúð með Erlu Lóu Jónsdóttur.  Unnið er að stofnun nýs flugfélags sem ætl- ar að bjóða flugfargjöld til London og Kaup- mannahafnar á rúmar 14 þúsund krónur. Þar er Jóhannes Georgsson í forsvari. Persónan Flugstjórinn sem hætti að fljúga JARÐARFARIR 13.30 Hermann Pálsson, prófessor em- eritus, Edinborg, minningarathöfn í Háteigskirkju. 13.30 Arndís Pétursdóttir, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 14.00 Karl Emilsson, Þinghól, Djúpavogi, verður jarðsunginn frá Djúpavogs- kirkju. 15.00 Pálmi Karlsson, Garðhúsum 37, Reykjavík verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju . STÖÐUVEITINGAR Gro Kraft hefur verið ráðin forstjóri Nor- ræna hússins í Reykjavík. Gro Kraft er norsk. Hún er cand. phil. í listasögu frá háskólanum í Ósló og er einnig með próf í menningarmiðlun frá Háskólanum í Stokkhólmi. Gro Kraft starfaði síðast sem kynningarstjóri við Nútímalistasafn- ið í Ósló. Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Samskipa hf. FÓLK Í FRÉTTUM JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Er afskaplega ánægð með það hversu vel Ást á rauðu ljósi virðist falla fólki í geð í dag en viðtökur við endurútgáfunni hafa gert Jóhönnu kleift að stunda nám í Sýrlandi. Þeir sem vilja leggja henni lið geta pantað bókina á netfanginu jemen@simnet.is. Íslandssími bauð starfsfólkHalló velkomið í sínar raðir á föstudag. Herdeildirnar sem sam- einast nú undir gunnfána Íslands- síma hittust í Ás- mundarsal hvar gnægð var af létt- um vínum og bjór. Yfirmenn voru vígreifir og ekki spillti fyrir að um hádegi höfðu þeir gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Tali. Tekið var fram að gleðskap- urinn tengdist kaupunum ekki á nokkurn hátt. Fótgönguliðarnir fóru því strax í þynnkunni að hlakka til næstu veislu sem blásið verður til þegar farsímaherdeild markaðsmarskálksins fráfarandi, Þórólfs Árnasonar, gengur til liðs við breiðfylkingu Óskars Magnús- sonar gegn Landssímanum. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að sama rósin sprettur aldrei aftur þó önnur fegri skreyti veginn þinn... Leiðrétting JÓHANNES GEORGSSON Tekur sólina í Flórída fram yfir golf í Grafarholti. Ást á rauðu ljósi hefur gert Jóhönnu Kristjónsdóttur kleift að halda áfram námi sínu í Sýrlandi. Bókin var seld þeim sem vildu styrkja hana til námsins í áskrift áður en hún fór í prentun og fólk er enn að kaupa hana á áskriftarverði. Þrjár rottur sátu á bar og voruað segja frægðarsögur. Fyrsta tók til máls: „Ég er svo mikill harðjaxl að ég át einu sinni fullan poka af rottueitri og lifði það af.“ Næsta segir: „Þetta er nú ekkert, ég festist eitt sinn í rottugildru og beit hana í sundur.“ Þriðja segir: „Bless strákar, ég þarf að fara heim og elta köttinn.“  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Berrössuðu pilsvargarnir fráSkotlandi sem máluðu bæinn köflóttan eftir landsleikinn sorg- lega gerðu stormandi lukku hjá vínveitingamönnum sem lentu margir hverjir í því að lagerinn hjá þeim kláraðist. Metsölugleðin var þó mismikil hjá barþjónunum á Vídalín og trúlega hefur kyn þjónanna ráðið nokkru um það hvort viðskiptunum við Skotanna fylgdi gleði eða ógleði. Auglýs- ingafrömuður staðarins hafði nefnilega látið dreifimiða ganga til allra pilsklæddra manna á Laugardalsvellinum fyrr um dag- inn þar sem öllum alvöru Skotum var lofað ókeypis „skoti“ með bjórnum sínum á Vídalín gegn því skilyrði að þeir gætu sýnt fram á að þeir væru alvöru Skotar. Það vita auðvitað allir hvernig menn bera sönnur á slíkt og barþjónarn- ir máttu því berja á bilinu 60-70 skoska belli augum nóttina eftir leikinn. Og enn af dreifimiðaútgáfuþeirra Vídalínsverta. Einn slíkur sem gekk á milli Skotanna á vellinum sýndi tvær kviknaktar konur; aðra þéttholda sem var sögð „kærastan heima í Skotlandi“ hina af blísturlaga und- irfatamódeli sem sögð var „kærastan á Íslandi“. Miðinn þótti í grófari kantinum en slapp þó í gegn hjá Prentmeti en Vídalín- bullurnar fengu þó gula spjaldið frá prentsmiðjunni sem ætlar að fylgjast vandlega með því hvað þeir láta frá sér í framtíðinni. Hugmyndafræðingurinn á bak við ósómann og slátursýningarnar við barborðið, Halldór E. segist þó hvergi smeykur og hvetur fólk til að fylgjast með næsta útspili. TÍMAMÓT Jóhannes Jósefsson. Þórólfur Árnason. Kaupmannahafnar og Lundúna. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.