Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 14
LEIKFÖNG Til þess að fagna 40 ára afmæli njósnarans 007, sem er betur þekktur sem James Bond, hefur Mattel leikfangafyrirtæk- ið ákveðið að búa til Ken og Bar- bie útgáfu af njósnaranum og þekktum stúlkum úr myndunum. Dúkkurnar verða gerðar í takmörkuðu upplagi og er búist við því að hvert stykki muni kosta allt að 75 dollurum, and- virði rúmlega 6.500 ísl. kr. Ken verður klæddur í smók- ing og vill drykkinn sinn eins og áður „hristann en ekki hrærð- an“. Nokkrar útgáfur verða gerðar af Barbie þar sem hún er í hlutverki margra þekktustu Bond stúlkna síðustu 20 mynda. Dúkkurnar verða settar á mark- að um svipað leiti og „Die Another Day“ kemur í kvik- myndahús. Hvort Ken fylgi þá loksins skammbyssa er ekki vit- að.  14 21. október 2002 MÁNUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 WINDTALKERS kl. 8 og 10.50 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 5,40, 8 og 10.20SECRETS OF YAYA... kl. 8.30PAM OG NÓI... kl. 10 THE GURU kl. 6 MAÐUR EINS OG ÉG THE BOURNE IDENTITY kl. 6 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.50 VIT429 INSOMNIA kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT444 HAFIÐ kl. 4 og 6 VIT 433 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 MAX KLEEBLE´S... kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.10 VIT427 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 455 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 457 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 458 TÓNLIST Ef einhvern tilkynnti mér aðnýjasta breiðskífa Und- erworld, „AHundredDaysOff“, væri í rauninni safn af upptök- um frá fyrsta starfsári sveitar- innar kæmi það mér ekki á óvart. Hljóðheimur hennar er nánast nákvæmlega eins og á fyrstu plötunni „DubNoBassWithMyHeadMan“ sem kom út 1993. Undarlegt. Kannski að Darren Emerson hafi átt öll tæki framleidd eftir 1992 og tekið þau með sér þegar hann yfirgaf sveitina á síðasta ári? Að minnsta kosti virðist sem allur vilji til framþróunar hafi yfirgefið sveitina með honum. Ef þessi plata hefði komið út fyrir tíu árum hefði mér líklega fundist meira til hennar koma. Þá snérist raftónlist um að finna upp hugmyndaríkar leiðir til þess að gera tónlist. Í dag virð- ist sem margir raftónlistar- menn séu fastir í sínum farvegi og vilji bara punga út lögum. Sem þarf ekki að vera slæmt, en fyrir vikið hljómar tónlistin bara kunnuglega og hreyfir minna við grúskrurum. Hér renna lögin ágætlega í gegn en eru ekki eftirminnileg vegna skorts á frumleika. Þessi plata heillar líklega aðeins hörð- ustu aðdáendur Underworld. Við hin leyfum henni bara að renna hljóðlega fram hjá okkur og inn í þoku gleymskunnar. Birgir Örn Steinarsson UNDERWORLD: AHundredDaysOff Aftur á byrjunarreit kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 8FÁLKAR TÓNLIST „Nú er ég misheppnaður en þegar ég var í Rottweiler var ég „fokking sell out“ hóra,“ rapp- ar Elvar Gunnarsson, kallaður Seppi, í laginu „Hvað get ég gert“ á nýjustu plötu Afkvæmi Guðanna. Textinn fjallar um að plötufyrirtæki og aðrir hafa kall- að þá væmna og jafnvel „þung- lyndisrappara“ þar sem rímur þeirra fjalla um eitthvað annað en „tjellingar“. Þeir nota ekki mikið af blótsyrðum og kjósa sér veraldleg umfjöllunarefni á annarri breiðskífu sinni „Ævi- sögur“ sem kom út á fimmtudag. „Við fjöllum um þjóðernis- hyggjuna, efnishyggjuna og velt- um vöngum um veraldleg gæði,“ segir Seppi. „Eitt lagið heitir „Tilgangur lífsins“. Þar erum við frekar að drepa spurningar en svara þeim. Í laginu er til dæmis sagt: „Ég er að drepa spurningar á meðan þú ert að leita að svör- um“. Það var meira trúarlegt á síðustu plötu. Þar fjölluðum við um misræmi í trúarbrögðum og annað. Þess vegna hét hún „Dæmisögur“. Þessi heitir „Ævi- sögur“ og er því meira á per- sónulegu nótunum. Við erum líka pólitískir og svo sláum við líka á létta strengi.“ Umslag nýju plötunnar er hannað eins og sálmabók. Fram- an á eru upphafsstafir sveitar- innar sameinaðir krossinum. Fram að þessu hefur enginn trú- arsöfnuður kvartað. „Nei, ég held að þeir hafi ekkert nennt að hlusta á þetta og því ekki tekið þetta alvarlega. Háttvirtir kirkjumenn hafa ekki haft sam- band. Kannski að það gerist núna.“ Það sem færir Afkvæmum Guðanna sérstöðu meðal hiphop sveita landsins er að hún styðst mikið við lifandi hljóðfæraflutn- ing. Á fimmtudaginn síðasta léku þeir fyrir troðfullum Gauk á Airwaveshátíðinni og stefna á útgáfutónleika sem allra fyrst. „Við erum að spá í að halda út- gáfutónleika í Fríkirkjunni. Hafa þá með „læf“ hljómsveit. Þeir spila á plötunni og við ætlum að reyna nota þá eins og við getum. Guðmundur Sveinn Gunnarsson er búinn að spila mikið með okk- ur á gítar á tónleikum. Svo erum við með flautuleikara, óbóleik- ara og bassaleikara,“ segir Seppi að lokum. biggi@frettabladid.is AFKVÆMI GUÐANNA Afkvæmi Guðanna eru allir upprunalega úr Árbænum. Skyldi vera einhver óður til hverfisins á plötunni? „Nei, ekki á þessari plötu en við höfum gert það,“ segir Seppi. „Síðan er búið að vera á dagskránni lengi að gera Fylkislagið með Bent úr Rottweiler og Maus.“ Hiphop sveitin Afkvæmi Guðanna gaf út á fimmtudag aðra breið- skífu sína „Ævisögur“. Þar velta ungskáldin sér meðal annars upp úr pólitík, trúarbrögðum og tilgangi lífsins. Leikstjóri og handritshöfundurScream myndanna hafa tekið höndum saman á ný. Wes Craven og Kevin Willi- amsson vinna nú að mynd sem hef- ur fengið nafnið Cursed eða Bölv- aður, eins og það útleggst á ís- lensku. Myndinni er lýst sem ný- móðins varúlfa- mynd. „Kevin skrifaði skemmti- legt, ógnvænlegt og óvænt hand- rit eins og upphaflega Scream myndin var,“ segir Bob Weinstein, yfirmaður Dimension kvikmynda- fyrirtækisins. „Wes Craven var sá eini sem kom til greina sem leik- stjóri myndarinnar og ég er spenntur yfir því að þeir ætli að vinna saman á ný.“ Myndin verð- ur frumsýnd þann 8. ágúst. Mariah Carey og Justin Tim-berlake, úr N*Sync, hafa tekið upp dúett. Lagið heitir Yo- urs og verður væntanlega á nýju plötu Carey sem kemur út í desember. Hún fer þó með ákvörðunarvaldið um hvort lagið verði notað eður ei. Söngvararnir hittust ekki í hljóðverinu, heldur tóku upp í sitt hvoru lagi. Brasilíska súpermódelið Luci-ana Morad fór með þriggja ára gamlan son sinn, Luca, til að berja pabba hans, Mick Jagger, augum á tónleikum í Chicago. Jagger er á tónleikaferðalagi til að fagna fjörutíu ára starfsaf- mæli Rolling Stones. „Ég er svo stolt af því að Mick Jagger sé barnsfaðir minn,“ sagði Luciana, og viðurkenndi að hún vildi gjarnan eignast annað barn með honum. „Hann er svo góður og duglegur.“ Jagger borgar Luciönu um 7000 pund á mánuði. FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Pólitískir, en slá á létta strengi James Bond 40 ára: Barbie í James Bond leik HALLE BERRY Hvort verði hægt að kaupa sér útgáfu af Barbie sem verður eitthvað í líkindum við leikkonuna Halle Berry verður bara að koma í ljós. Tilboð 10 tíma 3 mán. ljósa- kort á 3.900 Ath. opnum kl. 8 alla virka daga Nýjar perur Grænatúni 1 Kópavogi Sími 554 3799

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.