Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. október 2002 TÓNLIST Í hádeginu í dag verður efnt til keðjusöngs í sal Tónskóla Sigursveins. Hugmyndina að sam- söngnum fékk Símon Ívarsson gít- arleikari. „Reynir Sveinsson tón- skáld gaf mér bók sem heitir Der kanon,“ segir Símon. „Í bókinni eru yfir 400 keðjusöngvar og það var ný uppgötvun fyrir mig hver- su lítið keðjusöngur hefur verði stundaður á Íslandi. Fólk þekkir eiginlega bara einn keðjusöng, Sá ég spóa. En þessir söngvar eru mjög fjölbreyttir og stóru tón- skáldin stunduðu tónsmíðar af þessari tegund, stundum í gamni og stundum í alvöru.“ Ívar segir blómatíma keðjusöngvanna hafa verið á endurreisnartímabilinu þar sem menn voru að semja heilu messurnar í þessu formi. En geta leikmenn af götunni tekið þátt í söngnum? „Já,“ segir Ívar, „en sniðugt er að nálgast nóturnar fyrirfram og líta á þær. Ég renni í gegnum þetta fyrst, svo skiptum við í fleiri raddir, eina, tvær erða jafnvel fleiri eftir því hvernig gengur. Kosturinn við keðjusöng er líka að hann er ekki bundinn við að sama fólkið mæti aftur og aftur.“ Í dag verður sunginn keðju- söngur eftir eitt merkasta tón- skáld Englendinga, Henry Purcell, sem heitir „Under this stone“ og er einstaklega fallegt lag þar sem Purcell er að syrgja látinn vin sinn, Gabriel John.  Nýjung í tónlistarlífinu: Keðjusöngur í hádeginu SÍMON ÍVARSSON Segir Íslendinga óvana keðjusöng og býður fólki að kynnast þessu listformi í hádeginu á mánudögum. LOS ANGELES. Vitello’s-veitingastað- urinn í Los Angeles, þar sem leikarinn Robert Blake mun hafa myrt eiginkonu sína, hefur aug- lýst skemmtidagskrá í nóvember næstkomandi undir heitinu Morðgátupartý, eða „Murder Mystery Party“. Róbert Blake er ásakaður fyrir að hafa myrt eig- inkonu sína, Bonnie Lee Bakley, fyrir utan staðinn í maí árið 2001. Eigandi veitingastaðarins seg- ir fyrirhuguð morðkvöld ekki tengjast máli Blakes að neinu leyti, en morðið á sínum tíma jók aðsókn að staðnum um 20%, og einum pastarétti staðarins var gefið nafnið Fusilli e minestra a la Robert Blake. Leikarinn, sem hefur setið í fangelsi í sex mánuði, neitar að hafa myrt konu sína, en sækj- endur í málinu segjast hafa næg- ar sannanir. Þeir ákváðu þó ný- lega að fara ekki fram á dauða- refsingu yfir Blake. Hann á þó yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.  Morðgáta á veitingastað: Eins dauði er annars brauð Fangar í Dubai: Kunnátta í Kóraninum DUBAI, AP. Tólf fangar í fangelsi í Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafa nú fengið fangelsisdóma sína stytta fyrir að vera vel að sér í Kóraninum. For- stjóri fangelsisins sagði að fang- arnir hefðu margir hlotið 25 ára fangelsisvist, en ef þeir kynnu fimm af 30 köflum Kóransins fengju þeir dóminn styttan um eitt ár, tíu kaflar reiprennandi styttu dóminn um fimm ár og þeir sem kunna Kóraninn utan að fá dóma sína stytta um 15 ár. „Þar sem þetta kom fyrst til í mars hefur enginn náð svo langt að muna alla kaflana.“  Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Búdapest 28. október frá kr. 19.950 Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari mest heillandi borg mið-Evr- ópu. Beint flug þann 28. október, þú kaupir 2 sæti en greiðir aðeins fyrir 1. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlit- um borgarinnar. Í boði eru mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina með íslensk- um fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 19.950 Flugsæti til Búdapest, 28. okt., heim 31. okt. Verð kr. 32.800/2 = 16.400. Skattur kr. 3.550. Almennt verð kr. 20.950. Verð kr. 2.800 Hótelherbergi á mann p. nótt. M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel. Almennt verð kr. 2.940. Nýjar vörur frá Choise og Intown. Slæður, sjöl og skart. Gullbrá - Nóatúni 17 - s. 5624217

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.