Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 24
Þá fer að líða að því að maður getikeypt hlutabréf í Heilagri þrenn- ingu. Biskupinn tjáði kirkjuþingi að snurða sé hlaupin á þráðinn í hjóna- bandi Ríkis og Kirkju og skilnaður að borði og sæng sé orðin staðreynd - og þá er venjulega stutt í lögskiln- að. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þá er næsta mál á dagskrá að skipta eignum og ákveða lífeyri svo að kirkjan standi ekki uppi slypp og snauð í sömu sporum og þegar postulinn Páll var að hóa saman fólki á fyrsta hluthafafundinn. OFARLEGA á blaði yfir eignir Þjóðkirkjunnar er jörðin Valþjófs- staður en hennar höfuðkostur er hversu mikið vatn hún gefur af sér sem hægt er að leiða gegnum túrbín- ur til að búa til rafmagn. Að vísu rýrnar vatnið ekki að ráði við að buna gegnum túrbínurnar og reynd- ar hefur þetta sama Valþjófsstaða- vatn ýmist gufað upp ellegar runnið ókeypis til sjávar frá því löngu fyrir upphaf Íslandsbyggðar - án þess að Landsvirkjun kæmi þar nærri eða sá heiðni guð Mammon. EN ÞJÓÐKIRKJAN h.f. mun samt vilja fá afnotaréttinn af þessu vatni goldinn dýru verði. Enda þótt vatn sem fellur af himnum ofan sé Guðs gjöf til jarðarbúa þá er Valþjófs- staðavatnið prívatgjöf Almættisins til Þjóðkirkjunnar og eiginlega vígt vatn. Það lítur því út fyrir að hin ný- fráskilda Þjóðkirkja h.f. verði sæmi- lega loðin um lófana þegar hún stendur uppi sem einstæð móðir og hlutafélag. Þá verður biskupinn stjórnarformaður og forstjóri, vígslubiskupar verða framkvæmda- stjórar, prófastarnir deildarstjórar og venjulegir prestar verða fulltrúar. Í Kauphöllinni og hjá NASDAQ bíða svo fjárfestarnir spenntir eftir því að fá loks tækifæri til að fjárfesta í verðmætum sem hvorki mölur né ryð fá grandað. KANNSKI er það báðum aðilum fyrir bestu að leiðir skilji, en engu að síður hljóta mörg börn þessara for- eldra að spyrja: Afhverju þurfti þessu farsæla hjónabandi að ljúka með skilnaði? Var virkilega ekki hægt að finna góðan prest til að tala á milli þeirra? „Mala domestica graviora sunt lachrimis,“ segir gam- al mál: Heimilisböl er þyngra en tár- um taki.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Hvað gera þeir sem verða útundan Þeir skipta um símafyrirtæki islandssimi.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 1 0/ 20 02 800 1111 við samruna á fjarskiptamarkaðnum? Hlutabréf í Heilagri þrenningu Bakþankar Þráins Bertelssonar BÓN ÞVOTTUR & Vatnagörðum 16 • Sími: 553 9988 Grensásvegi 11 • Sími: 553 8988 (Bak við Dominos)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.