Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 6
6 21. október 2002 MÁNUDAGUR 34. Kirkjuþing: Harmar deilur um Sólheima KIRKJUÞING Kirkjuþing lætur í ljós vonbrigði vegna þeirra deilna sem uppi eru varðandi Sólheima í Grímsnesi. Þingið hvetur til þess að lausn verði fundin og að hagsmunir fatlaðra íbúa byggðahverfisins séu ávallt hafðir að leiðarljósi. Í álykt- un Kirkjuþings er mælst til þess að Kirkjuráð fylgi eftir samþykkt Prestastefnu 2002 varðandi endur- skoðun skipulagsskrár Sólheima. Ennfremur telur Kirkjuþing æski- legt að aðild Prestastefnu að skipan fulltrúaráðs sjálfseignarstofnunar- innar falli brott.  LEYNISKYTTAN Þrjátíu og sjö ára gamall maður er í lífshættu eftir að skotið var á hann þegar hann yfirgaf veitingastað í bænum Ashland í Virginíu á laugardag. Maðurinn var ásamt eiginkonu sinni á bílastæði fyrir framan veitingastaðinn þegar hann fékk skot í kviðinn. Yfirvöld treystu sér ekki til að staðfesta að leyniskyttan sem herjað hefur á íbúa Virginíuríkis hafi verið að verki en segjast ganga út frá því að svo sé þar til annað kemur í ljós. Leyniþjónustumenn og meðlim- ir sérsveitar sem hefur rannsakað mál skyttunnar mættu strax á vettvang, lokuðu vegum og leit- uðu í ökutækjum alla leið frá árásarstaðnum til Washington. Leyniskyttan hefur ekki áður gert árás um helgi en ef hún stendur að baki tilræðinu er þetta tólfta árás hennar frá 2. október. Níu manns eru látnir eftir þessar árásir og þrír eru særðir. Lögregla leitar enn að hvítum sendiferðabíl sem talinn er tengj- ast árásunum og skothylki sem fannst fyrir helgina í yfirgefnum sendiferðabíl er enn í rannsókn og það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í dag sem það kemur í ljós hvort rekja megi skotið og þá um leið bílinn til skyttunnar.  ALRÍKISLÖGREGLAN Á VETTVANGI Yfirvöld óttast að leyniskyttan alræmda hafi verið að verki þó ekki hafi tekist að fá það staðfest þar sem læknum hafði ekki tekist að ná byssukúlunni úr líkama fórnar- lambsins. Leyniskyttan aftur á stjá: Tólfta fórnarlambið er í lífshættu EVRÓPUSAMBANDIÐ Írar staðfestu Nice-sáttmálann um stækkun Evr- ópusambandsins með miklum meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þjóðin hafnaði þessum sama samningi í kosningu í fyrra og setti þar með stækkunaráform ESB í austur í upp- nám. Fyrstu tölur bentu til að samn- ingurinn yrði stað- festur með um tveimur þriðju grei- ddra atkvæða. Kjörsókn fór yfir 40% sem er mun betra en í fyrra þegar einungis einn þriðji kjör- gengra Íra mætti á kjörstað. Þessi litla kjörsókn þá gagnaðist and- stæðingum stækkunar ESB vel sem fögnuðu sigri. Mary Harney, varaforsætisráðherra, fagnaði fyrstu tölum og sagði ljóst að Írar vildu ekki verða eyrnamerktir sem þjóðin sem kom í veg fyrir stækk- un Evrópusambandsins árið 2004. Harney taldi víst að 60% kjósenda myndu staðfesta sáttmálann en samkvæmt skoðanakönnunum kvöldið fyrir kosningar voru 19% kjósenda enn óákveðnir, 42% ætl- uðu að staðfesta sáttmálann og 29% hugðust hafna honum. Leiðtogar annarra ríkja biðluðu til Íra á elleftu stundu og báðu þá að hafa það í huga að niðurstöður kosninganna yrðu afdrifaríkar. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, lýsti því yfir að ef Írar segðu nei öðru sinni yrði það „harmleikur“ og Anders Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður ráðherranefndar ESB, sagði að í kjölfar neitunar Íra myndi fylgja „fordæmislaus upp- lausn“ bæði á pólitískum og efna- hagslegum vettvangi. Þeir Írar sem styðja sáttmálann segja að áformin um fjölgun aðild- arríkja um 12 muni styrkja efnahag landsins og auka á menningarlega fjölbreytni innan sambandsins.  BERTIE AHERN Forsætisráðherra Írlands yfirgefur kjörstað á laugardag eftir að hafa tekið þátt í at- kvæðagreiðslu um Nice sáttmálann. Írar gefa grænt ljós á stækkun ESB Góður meirihluti Íra staðfesti Nice-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Varaforsætisráðherrnna fagnaði niðurstöðunni en leiðtogar annarra aðildarríkja höfðu varað við alvarlegum afleiðingum neitunar. KIRKJUÞING Nýafstaðið Kirkjuþing harmar þá skerðingu sem varð á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum á þessu ári. Kirkjuþing minnir stjórnvöld á að Þjóðkirkjan telur sig eiga inni hjá ríkissjóði rúmar 150 milljónir króna vegna skerð- ingarinnar í ár. Sú skerðing muni sannanlega hafa varanleg áhrif á starf og fjárhagsstöðu safnaða Þjóðkirkjunnar. Í ályktun Kirkju- þings er vitnað til orða Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra við setningu yfir- standandi Kirkjuþings. „Nú í haust var ákveðið að sóknar- og kirkjugarðsgjöld fái eðlilega uppfærslu frá fyrra ári og engar ráðagerðir eru uppi um frekari skerðingu á þeim,“ sagði ráðherra. Kirkjuþing krefst þess að skerðing þessa árs fáist leiðrétt og hvetur þingið Kirkjuráð til þess að vinna að því máli. Alls var afgreitt 31 mál á stuttu og starfssömu Kirkjuþingi. Alla jafna sitja Kirkjuþing í tíu daga en nú lauk því á sjö dögum. Höfðu menn á orði að fjölgun kvenna skýrði hve vel hefði gengið að ræða mál og afgreiða þau. Og kon- ur bættu hlut sinn í Kirkjuráði. Fjórir sitja í ráðinu, þar af eru tvær konur nú en áður sat ein kona í ráðinu.  GRENSÁSKIRKJA Fulltrúar á Kirkjuþingi höfðu á orði að þingið nú hefði verið stutt og starfssamt. Alla jafna standa Kirkjuþing í 10 daga en nú dugði vika. Fjölgun kvenna meðal þingfulltrúa að þakka sögðu gárungarnir. Kirkjuþing mótmælir skerðingu sóknar- og kirkju- garðsgjalda: Gjöldin skert um 150 milljónir á þessu ári Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi: Prófkjör um tíu efstu FRAMBOÐ „Uppstillingu var hafnað en samþykkt að efna til tvöfalds kjördæmisþings og kjósa um tíu efstu sætin,“ sagði Þorvaldur S. Jóhannsson, formaður kjörnefnd- ar Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi. Framsóknarmenn efndu til þings á Egilsstöðum um helgina þar sem röðun á lista fyrir kom- andi kosningar var ákveðin. Af 90 þingfulltrúum kusu ríf- lega fimmtíu prófkjörsleið á tvö- földu kjördæmisþingi. Tæpur helmingur vildi hins vegar fara sömu leið og ákveðin var í Norð- vesturkjördæminu, þar sem kosið verður í sex efstu sætin, eitt sæti í senn. Auka kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Norðausturkjör- dæmi fer fram 11. janúar næst- komandi og raða þingfulltrúar frambjóðendum í tíu efstu sætin. Kosning verður bindandi. Fram- boðsfrestur rennur út 1. desem- ber næstkomandi. Fjórir hafa þegar lýst yfir framboði sínu, þau Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Þórarinn E. Sveinsson formaður kjördæmis- sambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi og Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra.  VEISTU SVARIÐ? Hótel Borg hefur verið í frétt- um vegna vandræða í rekstri veitingasala. Hvaða kunni íþrótta- og athafnamaður lét byggja Hótel Borg? Þegar Íslandssími Tal sam- einuðust var jafnframt til- kynnt að forstjóri Tals myndi láta af störfum. Hvað heitir hann? Nýtt flugfélag er í burðarliðn- um. Til stendur að fljúga til tveggja borga, hverja? 1. 2. 3. Mary Harney, varaforsætis- ráðherra Ír- lands, fagnaði fyrstu tölum. Maxine Carr: Er með átröskun SAKAMÁL Maxine Carr, unnusta Ians Huntley sem hefur verið ákærður fyrir morðin á bresku skólastúlkunum Jessicu Chapm- an og Holly Wells, var flutt úr fangelsi á sjúkrahús á laugardag. Hún var svo útskrifuð af sjúkra- húsinu og flutt aftur í fangelsið á sunnudag. Sögusagnir um að hún hafi reynt að stytta sér aldur fóru strax á kreik en flest bendir til að hún hafi verið lögð inn vegna átröskunar þó yfirvöld hafi ekki viljað staðfesta neitt. Carr þjáðist af sjúkdómnum áður en hún var handtekin í ágúst í tengslum við rannsóknina á hvarfi stúlknanna. Líðan henn- ar hefur farið versnandi og því hafi verið ákveðið að flytja hana á sjúkrahús á laugardaginn.  MAXINE CARR Var lögð inn á spítala um helgina en er komin aftur í fangelsi. Bilun í Flugleiðaþotu: Féll um 4.000 fet FLUGATVIK „Lækkunin var það hröð að farþegar fundu greinilega fyr- ir henni og það má búast við að einhverjum þeirra hafi brugðið. Farþegar voru 191. Við buðum áfallahjálp en mér er ekki kunn- ugt um hvort einhver hafi þegið hana,“ sagði Guðjón Arngríms- son. Boeing 757 þotu Flugleiða, í flugi frá Orlando til Keflavíkur, var lent á flugvellinum í Baltimore í fyrrakvöld vegna truflunar í hraðamæli. Truflunar- innar varð vart eftir um það bil einnar og hálfrar klukkustundar flug en þá lækkaði vélin flug um 4.000 fet á skömmum tíma. Atvikið gerðist í um það bil 30 þúsund feta hæð. Flugstjórinn tók ákvörðun um að lenda í Baltimore, sem var næsti flug- völlur, og lenti þar um hálfri klukkustund síðar. Eftir skoðun og viðgerð í gær var vélinni reynsluflogið án farþega en síðar flogið áleiðis til Íslands. „Frávik sem þetta eru alltaf tekin alvarlega og tilkynnt Flug- málastjórn. Þá er það regla að áhöfn vélarinnar lýkur ekki flugi í slíkum tilvikum,“ sagði Guðjón Arngrímsson. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.