Fréttablaðið - 23.10.2002, Page 1
bls. 10
LEIKHÚS
Drepfyndin
angist í firrtum
heimi
bls. 16
MIÐVIKUDAGUR
bls. 4
208. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 23. október 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Bíó 16
Íþróttir 14
Sjónvarp 20
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Niðurstöður
íbúaþings
FUNDUR Niðurstöður íbúaþings sem
haldið var í Garðabæ á laugardag
verða kynntar á opnum fundi í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á
íbúaþinginu var annars vegar rætt
um málefni eins og fræðslu- og
menningarmál, þjónustu við aldr-
aða og atvinnumál og hins vegar
unnið í skipulagshópum þar sem
meðal annars var farið yfir skipu-
lag nýrra íbúðasvæða, miðbæ
Garðabæjar og stígakerfi bæjar-
ins. Fundurinn hefst klukkan 20.30.
Skeggrætt
um hvalinn
FUNDUR Lagadeild Háskóla Íslands
og Hafréttarstofnun Íslands efna
til málstofu um aðild Íslands að Al-
þjóðahvalveiðiráðinu í Háskóla Ís-
lands í dag. Málshefjendur eru
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð-
ingur í utanríkisráðuneytinu, og
Stefán Ásmundsson, þjóðréttar-
fræðingur í sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Fundurinn verður í Lögbergi,
stofu 101, og hefst klukkan 12.15.
UPPBYGGING
Þjálfar
atvinnulaus
ungmenni
VEIÐI
Veiðimenn
hóta
bændum
Byggðu á þínum tíma
Grafarvogi
Vestur í bæ
Kópavogi
Ármúla
+
REYKJAVÍK Norðaustlæg átt 8-
13 m/s og skýjað að mestu.
Hiti 1-4 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Él 0
Akureyri 10-15 Snjókoma 0
Egilsstaðir 10-15 Snjókoma 0
Vestmannaeyjar 8-13 Léttskýjað 3
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜
➜
AFHENTI GJAFAMIÐA AÐ UPPHÆÐ 25 MILLJÓNIR KRÓNA Jóhannes Jónsson í Bónus afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni
Mæðrastyrksnefndar, stærstu gjöf sem nefndin hefur fengið til þessa. Viðstaddir voru biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Garðar
Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
JAFNRÉTTISMÁL Konur hafa haslað
sér völl í stjórnunarstörfum á
Blönduósi svo eftir er tekið. Jóna
Fanney Friðriksdóttir var ráðin
bæjarstjóri á Blönduósi að lokn-
um síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum og skipaði sér þar í sveit
vaskra kvenna sem flestu ráða á
staðnum. Útibússtjóri Búnaðar-
bankans er kona, formaður verka-
lýðsfélagsins líka, framkvæmda-
stjóri héraðsnefndarinnar, útibús-
stjóri ÁTVR, formaður leikfélags-
ins, stöðvarstjóri Blönduvirkjun-
ar og meira að segja póstmeistar-
inn á Blönduósi er kona.
„Ég held að Húnvetningar séu
að vakna til vitundar um hvers
konur eru megnugar,“ segir Jóna
Fanney Friðriksdóttir bæjar-
stjóri. „Konur eru svo sterkar hér
og svo er ef til vill verið að leita að
nýjum viðhorfum og gildum,“ seg-
ir hún.
Athyglisverð þróun í Húnavatnssýslum:
Konur ráða flestu á Blönduósi
Fylltu
út
-það er kaffið!
póstkort
sem flú fær›
í næstu
verslun og
draumurinn
gæti or›i›
a› veruleika
JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR
Bæjarstjórinn fer fyrir hópi kvenna sem
flestu ráða á Blönduósi.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
september 2002
24%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
miðviku-
dögum?
46%
75%
Besta lagið
TÓNLIST Unglist heldur áfram og í
kvöld er röðin komin að Lagakeppni
framhaldskólanna. Keppt verður
um besta frumsamda lagið og er
það í fyrsta sinn sem slík keppni er
haldin meðal framhaldsskólanna.
Skólóvision verður í Austurbæjar-
bíói og hefst klukkan 20.
Mæðrastyrksnefnd
fær stórgjöf:
Andvirði 25
milljóna
GJÖF Bónus afhenti Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur gjafamiða að
verðmæti tuttugu og fimm millj-
ónir króna. „Við gerðum ágætis
viðskipti erlendis á árinu og vor-
um búnir að ákveða að ef það
gengi eftir myndum við láta eitt-
hvað af hendi rakna til góðgerða-
mála,“ sagði Jóhannes í samtali
við Fréttablaðið.
meira bls. 22
SJÓÐUR „Þetta lýsir henni mjög vel
og hug hennar til barna. Hún var
sjálf barnlaus en þótti ýmislegt
mega betur fara hvað börnin varð-
ar. Þetta verður vonandi öðrum til
eftirbreytni,“ sagði Guðmundur
A. Birgisson á Núpum í Ölf-
usi um höfðinglega gjöf
Sonju Zorrilla.
Erfðaskrá Sonju kvað á
um það að auðæfi hennar
skyldu nýtt í þágu barna á
Íslandi og í Bandaríkjun-
um. Stofnaður verður minn-
ingarsjóður, „The Sonja
Zorrilla foundation“, og er
ætlunin að fjármunirnir
verði nýttir í þágu lang-
veikra og veikra barna hér og í
Bandaríkjunum. Ennfremur í
þágu menntunar barna í báðum
löndum. Stjórnarmenn sjóðsins
verða tveir til að byrja með, þeir
Guðmundur Birgisson, frændi
Sonju, og John Ferguson, sem var
lögmaður Sonju síðustu 20 árin.
Ætlunin er að fjölgað verði í
stjórn sjóðsins eftir að hann hefur
verið settur upp.
Sonja Zorrilla skóp auð-
æfi sín með verðbréfavið-
skiptum á
hlutabréfamarkaðnum á
Wall Street. Sonja lýsir við-
skiptum sínum í ævisögu
sinni „Sonja - líf og leyndar-
dómar“.
„Ég fjárfesti töluvert í
útvarpsstöðvum. Dæmi var
um að slík fjárfesting fjög-
urhundruðfaldaðist á
skömmum tíma. Seinna hélt ég
mig við örugg fyrirtæki og tók
litla áhættu. Galdurinn var sá að
elta aldrei slæma peninga, heldur
selja þegar bréf höfðu fallið eitt-
hvað ákveðið í verði. Þar miðaði
ég gjarnan við að selja bréf þegar
þau höfðu fallið um tíu prósentu-
stig í stað þess að halda áfram að
tapa. En það var alltaf nauðsyn-
legt að kunna að taka tapi,“ segir
Sonja í bók Reynis Traustasonar
sem væntanleg er í verslanir á
mánudag. Enginn veit með vissu
hver auðæfi Sonja Zorrilla skildi
eftir sig en í bókinni „Ríkir Íslend-
ingar“ voru auðæfi hennar metin
á 9.500 milljónir króna. Stærstur
hluti þess rennur í minningarsjóð-
inn. Undirbúningur að stofnun
sjóðsins stendur nú sem hæst en
vart verður úthlutað úr sjóðnum
fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Ekki
er ætlunin að einstaklingar fái
framlög úr sjóðnum heldur ein-
göngu samtök hér og í Bandaríkj-
unum.
the@frettabladid.is
SONJA ZORRILLA
Skóp auðæfi sín á Wall Street og skildi eftir
sig gríðarlega fjármuni. Í bókinni „Ríkir Ís-
lendingar“ er talið að auðæfi hennar nemi
10,5 milljörðum króna. Þessir fjármunir
verða nú nýttir í þágu langveikra barna hér
og í Bandaríkjunum.
Milljarða minningar-
sjóður í þágu barna
Ætlaður langveikum börnum hér og í Bandaríkjunum. Ennfremur ætlað til
menntunar barna. Annar tveggja stjórnarmanna er frændi Sonju, Guðmundur á Núpum.
Vart úthlutað úr sjóðnum fyrr en að liðnum tveimur til þremur árum.
Sonja Zorrilla
skóp auðæfi
sín með verð-
bréfavið-
skiptum á
hlutabréfa-
markaðnum á
Wall Street.