Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.10.2002, Qupperneq 10
10 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tuttugasta öldin var með af-brigðum heimsk öld þrátt fyrir miklar tækniframfarir. Heimsku þeirrar aldar má nær alla rekja til einnar hugmyndar; að við getum kynnst málum með því að kryfja þau niður í smáatriði; að samanlagður sannleiki smáatrið- ana sé kjarni máls- ins. Við höfum fyrir löngu áttað okkur á að þessi hugmynd er í raun endaleysa. Það er hægt að kryfja öll mál niður í smáatriði og hvert smáatriði niður í öratriði – og þau má líka brytja niður að vild. Gott dæmi um þetta er hvernig sérfræði ýmiss konar getur sífellt af sér nýja sérfræði – án þess að við séum nokkru nær. Eftir því sem læknavísindin verða sérhæfðari því minni hugmynd höfum við um heilbrigði. Við vitum allt um mjólk- ursýrustig vöðva – en sáralítið um þreytu. Við vitum margt um boð- efnabúskap heilans – en stöndum á gati frammi fyrir andlegum styrk. Heilbrigði mannsins virðist því vera eins og laukurinn; ef við leit- um að kjarnanum þá er hann eng- inn. Við verðum að skoða laukinn sem heild. Í upphafi þessarar aldar sitjum við uppi með ýmislegt sem við fengum í arf frá liðinni öld heimsk- unnar og sem gagnast okkur illa. Félagslega kerfið er til dæmis safn- haugur af lausnum á óskiljanleg- ustu málum slitnum úr samhengi og án heildstæðrar sýnar eða trausts siðferðislegs grunns. Sama má segja um skólakerfið. Því var tjaslað upp í þeirri trú að með því að bæta við námsefni og lengja skólasetu fengjum við sífellt betur menntað fólk. Sú varð ekki raunin. Ástæðan fyrir því að við trúum því er að hver stétt hefur fjárhagsleg- an hag af því að ofmeta nám sitt í von um hærri laun. Vegna einhæfni náms hefur almennri menntun hrakað – en ekki síður vegna þess að fólki finnst æ færri þættir mannlífsins koma sér við. Ólíkleg- ustu sérfræðingahópar hafa eignað sér nánast öll svið mannlegrar til- veru. Utan vinnu sinnar á hinn al- menni borgari ekkert erindi inn á þessi svið. Hans sess er í Lazy-Boy fyrir framan sjónvarpið. Við munum ekki geta ráðið fram úr vanda heilbrigðis- og velferðar- kerfisins með sömu aðferðum og hafa brugðist okkur hingað til. Lausnirnar liggja í djarfari ákvörð- unum byggðum á svörum við því hvernig samfélag við viljum byggja upp. Okkur vantar ramm- ann. Án hans er til einskis að leysa hvern vanda fyrir sig.  „Í upphafi þessarar aldar sitjum við uppi með ýmislegt sem við feng- um í arf frá lið- inni öld heimskunnar og sem gagn- ast okkur illa.“ Arfleifð heimskrar aldar skrifar um trúna á að svör við stór- um spurningum liggi í lausnum á smámálum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON – A l l i r saman nú ! B A N K A S T R Æ T I 10 • 101 R E Y K J AV Í K • S Í M I 5 6 2 2 3 6 2 • I N F O @ V I S TA S K I P T I . I S vistaskipti.is vista change S T U D E N T A F E R D I R Óheft streymi hugmynda og fólks, landa á milli, byggist meðal annars á tungumálakunnáttu. En tungumál er ekki einungis tæki til samskipta, heldur opna þau okkur dyr að reynslu annarra. Þegar við öðlumst færni í öðru tungumáli en okkar eigin, öðlumst við einnig þekkingu á því hvernig annað fólk lítur á heiminn. Stúdentaferðir bjóða tungumálanámskeið víða um heim. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og finnum nám við þitt hæfi, óháð aldri eða menntun. BALTIC WOOD parket í miklu úrvali Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.790,- m2 UPPBYGGINGARSTARF „Allir eiga sér framtíðardrauma. Það er bara að vekja þá upp,“ segir Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari í handknattleik, sem hefur tekið að sér að leiðbeina at- vinnulausum ung- mennum sem vilja fóta sig í lífinu eft- ir að hafa flosnað upp úr skóla eða vinnu. Þorbjörn starfar hjá Fjöl- smiðjunni í Kópavogi en Fjöl- smiðjan er stofnuð að danskri fyr- irmynd og rekin með tilstyrk frá Rauða krossinum, Vinnumálasam- bandinu, menntamálaráðuneytinu og sveitarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu. Ungmennin í Fjöl- smiðjunni eru á aldrinum 16-24 ára: „Þegar maður er 16 ára veit maður ekki alltaf hvað maður vill. Og ekki bætir úr skák ef maður hefur fengið skilaboð um að maður geti í raun ósköp lítið,“ segir Þor- björn sem leggur ríka áherslu á að efla sjálfstraust skjólstæðinga sinna. „Þegar upp er staðið getur maður allt. Þetta er aðeins spurn- ing um sjálfstraust,“ segir hann. Þó Fjölsmiðja sé ekki nema ársgömul hefur starfið þegar skil- að árangri. Síðastliðið haust hóf hópur ungmenna nám að nýju eft- ir viðdvöl hjá Þorbirni og félögum og enn aðrir fengu sér vinnu. Farnast þessum ungmennum vel eftir því sem best er vitað. Nú eru ungmennin í Fjölsmiðjunni 35 talsins og stunda þar störf á ýms- um brautum sem taka mið af áhugasviðum þeirra. Þorbjörn Jensson viðurkennir að ýmislegt sé sameiginlegt með því að þjálfa handboltamenn og atvinnulausa: „Þetta er hópefli; fólk þarf að læra að vinna saman. Og svo sjálfstraustið. Það skiptir ekki síður máli á vinnumarkaðnum en í handboltanum,“ segir Þorbjörn Jensson, ánægður með nýja liðið sitt og stefnir ótrauður að sigri eins og fyrri daginn. Þó liðið sé annað. eir@frettabladid.is Þjálfar atvinnulausa í stað handboltamanna Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari í handbolta, þjálfar nú at- vinnulaus ungmenni í því að takast á við lífið. Segir alla drauma geta ræst. En fyrst og síðast þurfi sjálfstraustið að vera í lagi. LANDSLIÐSÞJÁLFARI Á NÝJUM SLÓÐUM Sjálfstraust er númer eitt, tvö og þrjú hjá unglingum segir Þorbjörn sem stendur við skúr sem unglingar smíðuðu undir hans stjórn. „Þegar maður er 16 ára veit maður ekki alltaf hvað maður vill.“ HEILSUVERND Beinþynning er ein- kennalaus sjúkdómur sem þarf að greina í tíma svo hægt sé að draga úr afleiðingunum og minnka líkur á brotum. Halldóra Björnsdóttir hjá Beinvernd bendir á að það séu ekki einungis eldri konur sem fái beinþynningu, þó þær séu í meiri- hluta. „Margir sem ennþá eru virk- ir í atvinnulífinu eru með bein- þynningu og afleiðingar hennar valda því ekki aðeins einstakling- um miklum þjáningum heldur eru þær dýrar fyrir heilbrigðiskerfið og atvinnulífið.“ Hún segir einn mikilvægasta þáttinn í forvarnar- starfinu vera að greina sjúkdóm- inn í tíma. „Beinvernd hefur yfir að ráða meðfærilegu tæki sem hentar vel til mælinga á vinnustöð- um. Okkur þótti því mikilvægt að nýta þetta tæki til að ná til þeirra sem ekki gefa sér tíma til að koma í beinþéttnimælingar. Vert er að geta þess að karlmenn geta líka fengið beinþynningu en þeir fá hana síðar á ævinni. Ástæður eru aðrar og má þar nefna undirliggj- andi sjúkdóma og neyslu á lyfjum eins og sykursterum sem notaðir er við gigtarsjúkdómum og lungnasjúkdómum. Halldóra segir mörg fyrirtæki bjóða starfsfólki upp á heilsuvernd eins og bólusetningar við flensu og blóðþrýstingsmælingar. „Því hefur verið ákveðið að gefa fyrirtækjum og stofnunum kost á því að fá okkur til að koma en hver mæling tekur örskamma stund og gefur vísbend- ingar um ástand beina og hvort þörf sé á frekari aðgerðum.“  Beinþynning mæld á vinnustöðum: Karlar og ungar konur fá einnig beinþynningu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.