Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. október 2002
ERLENT
BEIJING, AP Jiang Zemin, forseti
Kína, hélt af stað til Bandaríkj-
anna í gær. Hann ætlar að heim-
sækja George W. Bush Banda-
ríkjaforseta á búgarði hans í
Crawford í Texas. Á föstudaginn
ætlar hann svo að bregða sér til
Mexíkó og taka þar þátt í leiðtoga-
ráðstefnu Asíu- og Kyrrahafs-
ríkja um efnahagsmál.
Mannréttindasamtök hvetja
Bush til þess að ræða um mann-
réttindamál við Kínaforseta. Ólík-
legt þykir þó að Bush geri það,
vegna þess að honum er mikið í
mun að Kínverjar samþykki
ályktun gegn Írak í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
Þetta verður líklega síðasta
embættisheimsókn Jiangs til
Bandaríkjanna. Á flokksþingi kín-
verska Kommúnistaflokksins í
nóvember er búist við því að Ji-
ang láti af embætti flokksleið-
toga. Á næsta ári rennur svo kjör-
tímabil hans í forsetaembættinu
út. Búist er við að arftaki hans
verði valinn á samkomu í mars.
Arftaki Jiangs í embætti
flokksleiðtoga verður að öllum
líkindum Hu Jintao, sem nú er
varaforseti Kína. Hu var meðal
þeirra sem kvöddu Jiang er hann
hélt frá Kína í gær.
Jiang Zemin bregður undir sig betri fætinum:
Ætlar að heimsækja
Bandaríkjaforseta
ÞEGAR BUSH VAR Í KÍNA
Vel fór á með þeim George W. Bush og Ji-
ang Zemin þegar sá fyrrnefndi skrapp til
Kína fyrir ári.
AP
/V
IN
C
EN
T
YU
Aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra:
Stefnir á
þingsæti
PRÓFKJÖR „Ég hef tekið þessa
ákvörðun ekki síst fyrir hvatningu
félaga minna í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna, ég hef einnig
fundið fyrir mikl-
um stuðningi með-
al margra sjálf-
s t æ ð i s m a n n a , “
segir Ingvi Hrafn
Óskarsson, for-
maður SUS. Hann
gefur kost á sér í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík. „Ég
stefni á öruggt
þingsæti og nefni
töluna átta. Það er
fjórða sætið í öðru
hvoru kjördæm-
inu.“
Ingvi Hrafn er aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra. „Það hefur
veitt mér innsýn í þingstörfin og
góða þekkingu á því sviði sem ráðu-
neytið fæst við. Ég hef þekkingu á
því hvernig stjórnsýslan virkar og
hvernig málin ganga fyrir sig í póli-
tíkinni. Ég tel ótvírætt að það sé
góð reynsla sem ég muni búa að.“
Ingvi Hrafn er þriðji sjálfstæð-
ismaðurinn sem ekki á sæti á þingi
til að lýsa yfir framboði. Áður hafa
Stefanía Óskarsdóttir og Birgir Ár-
mannsson lýst því yfir að þau setji
stefnuna á sjötta sætið. Framboðs-
frestur rennur út á morgun.
MAFÍÓSI DÆMDUR Luigi Faccher-
ini hlaut í gær átta mánaða fang-
elsisdóm í Frakklandi fyrir að vera
með fölsuð skírteini. Faccherini,
sem er 36 ára, er eftirlýstur á Ítal-
íu sem mafíuforingi.
FERJA SÖKK Ferja sökk á Kaspía-
hafi í gær. Rúmlega fimmtíu
manns voru um borð. Ferjan var á
leið frá Kasakstan til Aserbaídjan.
FRANSKUR BÓNDI SEKTAÐUR Hinn
herskái franski bóndi Jose Bove
hlaut í gær tæplega 270.000 króna
sekt fyrir að eyðileggja uppskeru
með erfðabreyttu korni. Bove hef-
ur verið iðinn við að mótmæla
skyndibitastöðum og líftækni.
INGVI HRAFN
ÓSKARSSON
Berst fyrir grund-
vallarsjónarmið-
um Sjálfstæðis-
flokksins en legg-
ur áherslu á mál
sem tengjast
ungu fólki.
Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega.
Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú
færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar.
Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir, 13x18cmn 2 stækk-
anir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 4207 • www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími : 554 3020
Passamyndatökur alla virka daga
GLÆSIBÆR
ÁLFHEIMAR
Gallabuxur BERTY WASH tilboðsverð kr 3.990
Gallakjóll BERTY WASH tilboðsverð kr 5.900
Vesti tilboðsverð kr 3.990
KÍKIÐ ENDILEGA VIÐ Í DAG