Fréttablaðið - 23.10.2002, Síða 23
Stundum er sagt að ekki séu lagðarmeiri byrðar á herðar nokkurs
manns en hann getur borið. Slík stað-
hæfing hefði hljómað eins og inni-
haldslaus klisja þegar blákaldur
hrammur veruleikans lagðist eins og
mara yfir líf Jacqueline Pascarl. Hún
missti börn sín í hendur ofstækisfulls
múslíma, mannsins sem hún treysti,
elskaði og ól þessi börn, mannsins
sem reyndist úlfur í sauðargæru þeg-
ar á hólminn var komið.
Saga Jacqueline Pascarl er saga
margra mæðra sem stöðugt berjast
fyrir því að endurheimta börn sín úr
lokuðum heimi. En saga hennar er þó
jafnframt einstök, því eftir að hafa
verið á barmi örvæntingar um langa
hríð tók hún þá ákvörðun að með
skelfilega lífsreynslu sína í fartesk-
inu skyldi hún láta gott af sér leiða.
Og hún hefur ekki setið við orðin
tóm. Sjálf segir hún: „Starfssamning-
ur minn sem móður fellur aldrei úr
gildi og honum eru engin tímatak-
mörk sett.“
Í himnaríki eða helvíti
Jacqueline Pascarl er frá Ástralíu og
hún átti erfiða ævi, ólst upp við kyn-
ferðislega misnotkun og vanmátt þar
til henni tókst að slíta sig undan of-
urvaldi stjúpa síns. Og hún hélt að
hún hefði himin höndum tekið þegar
hún kynntist múslímska prinsinum
Raja Bahrin Shah frá Malasíu sem
var við nám í Ástralíu. Hann bar
hana á höndum sér – lífið með hon-
um var eins og klippt út úr ævintýra-
bókum, rómantískir kvöldverðir,
heilu bílfarmarnir af blómum, öll
merkjavaran, Jacqueline kynntist
nýjum heimi fjarri ógn bernskuár-
anna. Hún var aðeins sautján ára,
yfir sig ástfangin og hún fylgir hon-
um í blindni til Malasíu þar sem þau
giftust við hátíð-
lega athöfn að
viðstöddu fjöl-
menni. Henni
fannst hún svífa
á rósrauðu skýi
– Yasmin
prinsessa eins og
hún var nefnd.
Brúðkaups-
nóttin varð
henni áfall, strax
þá hrundi grím-
an af drauma-
prinsinum. Æv-
intýrið var á
enda, hún varð
þræll eigin-
manns síns, eign
hans, í sífellu
beitt líkamlegu
og andlegu ofbeldi. Í fjögur ár er hún
fangi í heimi harðsnúinna múslíma,
misnotuð og niðurlægð. Hún hafði
eignast tvö börn, dreng og stúlku, og
um leið og tækifæri gafst fór hún
með þau til Ástralíu.
Sloppin fyrir horn?
Í sínum gömlu heimahögum tekst
henni að skapa sér og börnunum
nýja tilveru og lífið brosir við þeim á
nýjan leik. Sjö ár líða og hún er viss
um að hún er ekki bara sloppin fyrir
horn – hún er orðin sjálfstæð og ör-
ugg kona. Heimsóknir Bahrins til
barnanna eru þó ávallt til ama – og
það er ekki fyrr en allt er orðið um
seinan að hún áttar sig á fyrirætlun-
um hans. Einn góðan veðurdag árið
1992 nemur hann börnin á brott.
Skelfing, hryllingur og vanmáttur
heltekur líf móðurinnar sem eftir sit-
ur – og enn þann dag í dag, tíu árum
síðar, hefur hún ekki
fengið að sjá þau.
Vonin sem aldrei
deyr
Enda þótt þrotlaus bar-
átta Jacqueline
Pascarl hafi ekki orðið
til þess að hún hafi
náð endurfundum við
börnin sín, sem nú eru
orðin sautján og
nítján ára, hefur hún
gætt líf hennar ríkum
tilgangi og hjálpað
svo ótalmörgum öðr-
um. Hún er sérlegur
sendifulltrúi CARE
International, sem
eru ein stærstu
h j á l p a r s a m t ö k
heims, og er talsmað-
ur þeirra um víða
veröld. Hún hefur
tekið þátt í hjálpar-
starfi víða um heim,
m.a. í Bosníu,
Makedóníu, Austur-
Tímor og í Afríku,
og hlotið margvís-
legar viðurkenning-
ar fyrir störf sín að mannúðarmálum.
Í bók sinni, Vonin deyr aldrei, segir
hún á áhrifamikinn og einlægan hátt
frá ævintýralegu lífi sínu, barnæsku
sinni, árunum með konungsfjölskyld-
unni í Malasíu og lífi sínu í Ástralíu.
Jacqueline lifir nú í hamingjusömu
hjónabandi og er búin að eignast
aðra dóttur. Æðsta ósk hennar er sú
að einn góðan veðurdag muni hún
geta kynnt hana fyrir systkinum sín-
um, og strokið þeim um vangann án
þess að þau hverfi henni eins og í
draumi.
Hún sjálf er einfaldlega lifandi
dæmi um þann boðskap sem hún
flytur, að lífið sé verkefni sem taki sí-
felldum breytingum, kjarkmikil
kona sem vonandi fær að sjá drauma
sína rætast.
Draumurinn um ástina
breyttist í martröð
Hún þoldi kúgun og ofbeldi í framandi landi og mátti að lokum
sjá á bak ungum börnum sínum.
Oftast tók ég sjálf
myndirnar af börn-
unum mínum en hér
er ég aldrei þessu
vant með þeim á
mynd í maí árið
1990.
AUGLÝSING
Afi Bahrins, soldáninn Ismail
Nasiruddin Shah, stjórnaði fjöl-
skyldu sinni með harðri hendi allt
fram í andlátið. Þarna situr hann í
hásæti ásamt eiginkonu sinni
Tengku Ampuan Intan Zaharah
(Omar).
Þarna hefur Bahrin smurt sig andlitsmaska á meðan
hann les blaðið.
Þessi mynd var notuð á kápu ensku útgáfu
bókarinnar – og hinnar íslensku einnig.