Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 1
bls. 16 FÍKNIEFNI Berst gegn handrukkurum bls. 4 MIÐVIKUDAGUR bls. 12 214. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 30. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Aðalfundur LÍÚ FUNDUR Aðalfundur Landssamband íslenskra útgerðarmanna hefst á Grand Hóteli klukkan 14. Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytur ávarp og Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, mun fjalla um tilfærslu aflaheim- ilda til smábáta. Fundinum lýkur á morgun. Rússland og SÞ FYRIRLESTUR Yuri Reshetov, fyrrver- andi sendiherra Rússlands á Ís- landi, flytur fyrirlestur um Rúss- land og Sameinuðu þjóðirnar í Lög- bergi klukkan 12.15. Reshetov, sem er varaformaður Félags Sameinuðu þjóðanna í Rússlandi, mun flytja fyrirlesturinn á íslensku og svara fyrirspurnum. Utanríkisverslun TÖLUR Hagstofan birtir tölur um ut- anríkisverslun frá janúar til sept- ember. Ísland mætir Þýskalandi ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið mætir Þjóðverjum á heimsbikarmótinu í handbolta í kvöld. Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna í körfubolta. Haukar mæta Grindavík klukkan 18.30 á Ásvöllum, KR tekur á móti Keflavík í KR-húsinu og Njarðvík mætir ÍS á heimavelli. MENNTUN Hláturinn lengir lífið ÍÞRÓTTIR Úr leik í fimm vikur Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla STJÓRNMÁL Pétur Rafnsson, verk- efnisstjóri hjá Ferðamálaráði, er kosningastjóri Sturlu Böðvarsson- ar, samgöngu - og ferðamálaráð- herra, í prófkjöri sjálfstæðis- manna í nýju Norðvesturkjör- dæmi. Einar K. Guðfinnsson, for- maður Ferðamálaráðs, sækist eft- ir öðru sætinu á listanum og er þar í bandlagi með samgönguráð- herra sem vill það fyrsta. „Ég vinn eingöngu fyrir Sturlu og nota restina af sumarfríinu mínu til þess,“ segir Pétur Rafns- son og neitar því að hann vinni einnig fyrir Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformann Ferðamálaráðs. Sjálfstæðismenn eiga þrjú þingssæti vís í Norðvesturkjör- dæminu en þingmennirnir eru fimm sem keppa um þau: „Það er ljóst að fimm þingmenn komast ekki fyrir í þremur sætum,“ segir kosningastjóri ráðherrans. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum stefnir bandalag Sturlu Böðvarssonar og Einars K. Guðfinnssonar að því að þeir tveir skipi tvö efstu sætin á listanum, Guðjón Guðmundsson alþingis- maður það þriðja og Birna Lárus- dóttir á Ísafirði það fjórða. Þing- mönnunum Einari Oddi Kristjáns- syni og Vilhjálmi Egilssyni yrði þar með fórnað í fléttunni. „Þessir menn verða að haga sér eins og þeir hafa skap til. Ég hef tekið þátt í mörgum prófkjörum og veit að svona bandalög eru að- eins ávísun á óheilindi,“ segir Ein- ar Oddur Kristjánsson. „En það er verið að reyna þetta,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson tekur í sama streng og Einar Oddur: „Ég hef heyrt af þessu bandalagi en trúi því ekki að kjósendur láti segja sér fyrir verkum á þennan hátt. Ég hef enga trú á því að þetta virki þó ákveðinn hópur sé að vinna í því,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson sem berst áfram og segist ekki finna fyrir öðru en velvild í sinn garð í nýju kjördæmi. eir@frettabladid.is PÓSTBOX Ákveðið hefur verið að loka öllum pósthólfum í pósthúsi Íslandspósts í Pósthússtræti um áramót. Hefur leigjendum póst- hólfa verið tilkynnt þetta með bréfi sem lagt var í öll pósthólf fyrir skemmstu. Þykir mörgum notendum missir af. Pósthóflin hafa verið í pósthús- inu í Pósthússtræti um áratuga- skeið og voru eftirsótt á árum áður þegar viðskiptamenn í mið- bænum sóttu þangað allan sinn póst. Á síðari árum hefur eftir- spurn eftir pósthólfunum þó minnkað og er nú svo komið að ekki þykir þörf á að hald þeim úti lengur. Viðskiptavinir geta þó enn um sinn fengið póst sinn sendan á pósthúsið en verða þá að sækja hann í afgreiðslu í bland við aðra viðskiptavini póstsins. Alls eru 1780 númer skráð á pósthólfum í pósthúsinu við Pósthússtræti en þar af mun aðeins liðlega helm- ingur vera í útleigu. Leiga á póst- hólfi í pósthúsinu við Pósthús- stræti kostar 2.800 krónur á ári.  Íslandspóstur: Pósthólfum verður lokað í 101 KULDALEGT Í REYKJAVÍK Veturinn hefur aðeins gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga, þó snjó hafi ekki fest. Mikil hálka hefur verið á götum og fjölmargir ökumenn lent í árekstrum þess vegna. Veðurstofan spáir björtu veðri á morgun og á hiti að vera yfir frostmarki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Kona á læknavakt: Fangelsi fyrir fjárdrátt DÓMSMÁL Kona sem starfaði sem skrifstofustjóri á Læknavaktinni í Kópavogi hefur verið dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hún á að greiða Læknavaktinni og Læknabílum samtals 14,5 milljónir króna. Konan bar að hún hefði verið þunglynd og notað féð „í óstjórn- lega eyðslu“ til eigin þarfa og til að gleðja þrjú börn sín og „kaupa“ vináttu annarra. Féð dró konan sér á einu og hálfu ári. Hún játaði fjárdráttinn en sagðist ekki hafa litið á hann sem brot heldur sem afleiðingu veikinda sinna. Á þetta féllst dóm- urinn ekki.  Vinna gegn Einari Oddi og Vilhjálmi Ferðamálaráðherra og stjórnarformaður Ferðamálaráðs í kosningabandalagi í Norðvesturkjör- dæmi. Starfsmaður ráðsins kosningastjóri ráðherrans. Bandalag um að fórna tveimur þingmönn- um. Einar Oddur Kristjánsson segir bandalagið ávísun á óheilindi. Vilhjálmur Egilsson berst. + REYKJAVÍK Norðan 5-8 m/s og bjart veður. Hiti 0-4 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 2 Akureyri 8-13 Slydduél 3 Egilsstaðir 8-13 Slydduél 3 Vestmannaeyjar 5-8 Bjart 2 + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ STURLA BÖÐVASSON Vill fyrsta sætið. EINAR K. GUÐFINSSON Sáttur við 2. sætið. VILHJÁLMUR EGILSSON Ekki trú á fléttunni. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Ávísun á óheilindi. PÓSTHÓLF Heyra brátt sögunni til. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 46% 75%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.